Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 45
skólum hins opinbera minnkuðu. Sandström vitnar til þriggja rannsókna, sem hann segir sýna fram á hið gagnstæða. Samkeppni frá sjálfstæðu skólunum hefur þvert á móti aukið gæði náms í skólum sveit- arfélaganna. Kerfið, þar sem peningar fylgja nem- endum, er lykilatriði í þessari þróun. Það hvetur skóla, sem missa nemendur, til að bæta sig í því skyni að fjölga þeim aftur. Í öðru lagi höfðu menn áhyggjur af því að fjölgun sjálfstæðra skóla myndi leiða til aðskilnaðar og mis- skiptingar, milli efnafólks og þeirra fátækari, milli duglegra nemenda og þeirra, sem þurfa sérstakan stuðning, og milli innfæddra Svía og íbúa af erlend- um uppruna hins vegar. Sandström segir að þróun- in bendi ekki til þess að þetta sé vandamál. Sam- setning nemendahópsins í sjálfstæðu skólunum og skólum sveitarfélaganna sé ekki verulega ólík. Sandström vitnar til nefndar, sem stjórn sósíal- demókrata skipaði árið 1999 til að taka út sjálf- stæðu skólana og komst að þeirri niðurstöðu að nemendur, sem þyrftu sérstakan stuðning, væru fleiri ef eitthvað væri í sjálfstæðu skólunum. „For- eldrar sem telja að börn þeirra fái ekki þann stuðn- ing sem þau verðskulda í skóla sveitarfélagsins taka þau oft úr skólanum og setja í sjálfstæðan skóla,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Dæmi af þessu tagi þekkja líka þeir, sem eru kunnugir rekstri hinna fáu sjálfstæðu skóla í Reykjavík. Þriðju mótrökin eru þau, að sjálfstæðu skólarnir aðhyllist hugsanlega ekki grunngildi lýðræðisins og gefi því nemendum sínum ekki þann „gildagrunn“ sem þeir þurfi á að halda í lýðræðislegu samfélagi. Þessi ótti hefur ekki sízt komið upp vegna áhuga múslíma á að stofna skóla með sterku trúarlegu ívafi. Svipaðar áhyggjur hafa skotið upp kollinum í borgarstjórn Reykjavíkur. Þannig sagði Stefán Jón Hafstein, þáverandi formaður menntaráðs, í um- ræðum um einkaskóla á borgarstjórnarfundi í fyrra: „Hvert er svar okkar komi til þess að félög múslima óski eftir að reka skóla á sínum forsendum í Reykjavík eða skólar annarra trúarhópa? … Vilj- um við að börnin lendi í trúarlegum eða hugmynda- legum smáhólfum eins og reyndar hefur orðið raun- in í Svíþjóð?“ Vandamál af þessu tagi hafa vissulega komið upp í Svíþjóð. En sænsk skólayfirvöld hafa öflug tæki til eftirlits með því að skólarnir uppfylli skilyrði starfs- leyfis síns. Nokkur dæmi eru um það á undanförn- um árum að sjálfstæðir skólar, sem ekki uppfylltu skilyrðin, hafi verið sviptir starfsleyfi sínu og fjár- styrk. Aðrir hafa fengið aðvaranir. Fjórðu mótrökin voru að greiðslur með nemend- um, sem sæktu sjálfstæða skóla, myndu hækka heildarkostnað sveitarfélaganna af menntun, enda væri ekki sjálfgefið að skólar þeirra gætu skorið niður kostnað á móti fækkun nemenda. Þetta er kunnugleg röksemd úr umræðum hér, meðal ann- ars úr skrifum áðurnefnds Stefáns Jóns Hafstein. Sandström vitnar hins vegar til rannsókna í Sví- þjóð, sem sýna að kostnaður hafi hvorki hækkað né lækkað eftir að sjálfstæðu skólunum fjölgaði. Skil- virkni skólakerfisins, þ.e. árangur nemenda í hlut- falli við kostnað, hafi aftur á móti aukizt. Svíar fengu m.ö.o. betri skóla fyrir sömu peninga. Í fimmta lagi var því haldið fram í Svíþjóð að það væri ósanngjarnt að hluthafar fyrirtækja, sem rek- in væru í hagnaðarskyni, græddu peninga á því að veita þjónustu, sem væri borguð með peningum skattgreiðenda. Sandström bendir á að enginn segi neitt við því að fyrirtæki, sem gefa t.d. út skólabæk- ur, framleiða námsgögn eða byggja skóla, hagnist á þeim verkefnum, sem greidd eru með fé skattgreið- enda rétt eins og kennslan, sem sjálfstæðir skólar veita. Aukinheldur bendir hann á að fyrirtæki, sem rekin séu í hagnaðarskyni, hafi hvata til að lækka kostnað. Þannig fái skólar sveitarfélaganna sam- anburð. Þess má geta í þessu samhengi, að rekstr- arkostnaður sjálfstæðra skóla í Reykjavík, t.d. Ís- aksskóla og Landakotsskóla, er mun lægri en sambærilegra skóla, sem Reykjavíkurborg rekur, en ánægja foreldra og árangur nemendanna er engu að síður með því bezta sem gerist. Menntun og mannréttindi M ichael Sandström lætur þess getið, að meginröksemdin fyrir því að koma á samkeppni og valfrelsi í sænska skólakerfinu hafi ekki verið meiri gæði skólastarfs, heldur fremur gildi fjölbreytni í skólastarfi og þau mannréttindi for- eldra að fá að velja menntun fyrir börn sín. Um síð- astnefndu rökin er fjallað nánar í annarri grein í riti Adam Smith Institute, sem James Stanfield ritar. Hann vitnar þar til 26. greinar mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna frá 1948, þar sem segir annars vegar að allir eigi rétt á menntun og hún skuli vera bæði skyldubundin og ókeypis, a.m.k. á grunnskólastigi. Hins vegar segir í 3. máls- grein greinarinnar: „Foreldrar skuli öðrum fremur ráða, hverrar menntunar börn þeirra njóta.“ Stanfield rekur þær umræður á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna, sem lágu að baki þessari máls- grein, og sýnir fram á að hún var beinlínis sett inn til að undirstrika, að ríkisvaldið ætti ekki að hafa einokun á sviði menntunar. Það hefur þó verið reyndin að meira eða minna leyti í mörgum vest- rænum ríkjum, sem telja sig halda mannréttindi í heiðri. Stanfield segir að rétturinn til menntunar felist ekki aðeins í því að menntun standi öllum til boða, sé ókeypis og börn skólaskyld, heldur sé val- frelsið líka hluti af þessum réttindum. Niðurstaða hans er sú að kerfi eins og það sænska tryggi rétt- inn til menntunar betur en kerfi, þar sem hið op- inbera einokar framboð á menntun og foreldrar hafa ekkert val. Ný lög – ný tækifæri H in nýja löggjöf, sem tekur gildi hér á landi um áramótin, hefur augljóslega hleypt bjartsýni í ýmsa talsmenn sjálfstæðra skóla hér á landi, þar á meðal frum- kvöðulinn Margréti Pálu Ólafs- dóttur. Á heimasíðu Hjallastefnunnar má þannig lesa um áform fyrirtækisins um að bæta fljótlega við öðrum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og „vonandi öðrum, norðan heiða, innan fárra ára“. Í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík, þar sem flestir sjálfstæðir skólar eru fyrir og gera má ráð fyrir hraðvaxandi eftirspurn eftir grunnskóla- menntun í takt við boðaða íbúafjölgun á næstu ár- um, gefst nú gullið tækifæri til að fjölga sjálfstæð- um skólum, treysta rekstur þeirra og bjóða upp á raunverulegt valfrelsi foreldra um skóla fyrir börn sín, þar sem peningar frá borginni fylgja nemend- unum. Slíkt er í fullu samræmi við afstöðu þeirra, sem standa að núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Í Reykjavík gefst nú tækifæri til að láta reyna á kosti valfrelsis, samkeppni og aukinnar fjölbreytni í grunnskólanum. Góð reynsla af slíku í Reykjavík getur orðið öðrum fyrirmynd. Eigi að nást viðlíka árangur og í Svíþjóð er hins vegar nauðsynlegt að líta á lögin, sem taka gildi um næstu áramót, sem einvörðungu fyrsta skref. Markmiðið hlýtur að vera að börn, sem ganga í sjálfstæðan skóla, fái sama fjárstuðning frá sínu sveitarfélagi og börn, sem ganga í skóla sem sveit- arfélagið rekur sjálft. Markmiðið á að vera að úti- loka þannig skólagjöldin og tryggja réttinn til menntunar eins og mannréttindayfirlýsing SÞ skil- greinir hann. » Í stærsta sveitarfélaginu, Reykjavík, þar sem flestir sjálf-stæðir skólar eru fyrir og gera má ráð fyrir hraðvaxandi eftirspurn eftir grunnskólamenntun í takt við boðaða íbúafjölg- un á næstu árum, gefst nú gullið tækifæri til að fjölga sjálf- stæðum skólum, treysta rekstur þeirra og bjóða upp á raun- verulegt valfrelsi foreldra um skóla fyrir börn sín, þar sem peningar frá borginni fylgja nemendunum. rbréf Morgunblaðið/Eyþór Í sjálfstæðum skóla Þessir hressu krakkar ganga í Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum í Garðabæ. Hjallastefnan áformar að fjölga grunnskólunum sem hún rekur. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.