Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 65 Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, MARÍA STEFÁNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést laugardaginn 7. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 17. október kl. 13.30. Sigurbjörg Ólafsdóttir, Hilmar Tryggvason, Albert K. Ólafsson, Björk Björgvinsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Lilja R. Ólafsdóttir, Stefán K. Ólafsson, Gerður Árnadóttir, Ellert M. Ólafsson, Arnfríður A. Sigurgeirsdóttir, ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSMUNDSSON fyrrv. bakarameistari, Suðurgötu 28, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild E-6, Landspítalanum Foss- vogi, þriðjudaginn 10. október. Jarðarförin fer fram í Fríkirkjunni, Hafnarfirði, fimmtudaginn 19. október kl. 15.00. Sigríður Oddný Oddsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Jakobína Cronin, Sverrir Oddur Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Gústaf Adolf Björnsson, Valgerður Jóhanna Gunnarsdóttir, Stefán Snær Konráðsson og afabörnin. Móðir okkar, VALBORG SIGUREY KJARTANSDÓTTIR CLARK, (kölluð Bogga), síðast til heimilis í Auburn, Kaliforníu, lést laugardaginn 7. október. Jarðarförin hefur farið fram. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. F.h. systra, fóstursystkina og annarra vandamanna, Laura, Larry og Donna Clark 709 Mockingbird Place, Davis, California, USA 95616. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, INGI F. GUNNARSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 2. október. Hann var jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju í kyrrþey miðvikudaginn 11. október. Þökkum auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur. Guðrún Ólafía Guðný Ólafsdóttir, Ólafur G. Ingason, Hulda Þórsdóttir, Ástþór Ingason, Elfa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SNORRI HELGASON hljóðfæraviðgerðamaður og fyrrverandi póstfulltrúi, lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 13. októ- ber. Fyrir hönd aðstandenda, Þórdís Todda Jónsdóttir, Helgi Snorrason, Þóra Sigurþórsdóttir, Jón Snorrason, Úlfhildur Grímsdóttir, Páll Snorrason, barnabörn og barnabarnabarn. Í dag hefði afi Vetur orðið 80 ára (kallkrútt- ið). Það er oft sem ég hugsa til hans afa, hann var alltaf að segja mér að „lifa lífinu“ og var alltaf kátur þegar hann sagði það. Ég vissi að hann hafði ekki átt alltof auðvelt líf, enda er það þannig að maður kann ekki að meta lífið nema að hafa kynnst öllum hlið- um þess, skrautlegt á köflum og skemmtilegt á mörgum köflum, en hann brosti út í annað með sitt flotta frekjuskarð æpandi á mann hehe, geggjað sætt frekjuskarð sem reyndar hvarf síðar þegar hann fékk sér falskar tennur. Hann elskaði að ferðast og ferðað- ist mikið. Hann var á leiðinni til Frakklands núna seinast, reyndar smá draumórar en ef maður hættir að láta sig dreyma þá er lífið ekki lengur skemmtilegt. Hann var með mörg plön í gangi rétt áður en að hann dó, týpískur afi. Hann var enginn venjulegur afi. Ég get alltaf kennt honum um hvað ég er skrýtin, þegar fólk er að velta Veturliði Gunnarsson ✝ Veturliði Gunn-arsson listmál- ari fæddist á Suður- eyri við Súganda- fjörð 15. október 1926. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 9. marz 2004 og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. mars sama ár. fyrir sér af hverju ég festi hnetur og tappa á veggina hjá mér og af hverju ég er að safna hinu og þessu – þá get ég bent á að afa... Hann á metið: hann átti tvo fulla gáma af grjóti og vissi ná- kvæmlega hvar hann hafði fundið hvert ein- asta grjót eða stein, steinakarl, og hann safnaði hvalbeinum, mjólkurfernum, úr- klippum og bara nefndu það. Hann var snillingur og það toppar hann enginn. Og þennan mann elskaði ég heitt og hlakka mikið til að hitta aftur. Megi yndisleg minning hans lifa áfram. Guð blessi ykkur öll og varð- veiti. Irma Þöll. Haukur D. Þórðar- son, fyrrum yfirlæknir á Reykjalundi og for- maður stjórnar SÍBS, lést 4. okt. sl., 77 ára að aldri. Með Hauki er genginn mikill vel- unnari og öflugur forystumaður SÍBS. Haukur var fyrsti sérmenntaði endurhæfingarlæknir á Íslandi, nam sérgrein sína í Svíþjóð og Bandaríkj- unum. Hann var brautryðjandi í þessari grein frá því hann kom til starfa á Reykjalundi árið 1962. Þá voru að verða þáttaskil í starfinu þar, því um 1960 var þörf á sjúkrarúmum fyrir berklasjúklinga minnkandi vegna betri lyfja og árangurs sem hafði náðst í baráttunni við Hvíta dauðann. Upp úr því breyttist Reykjalundur á næstu árum undir forystu Hauks í alhliða endurhæfing- arsjúkrahús, sem hefur stöðugt verið að eflast allar götur síðan. Haukur varð aðstoðaryfirlæknir á Reykja- lundi 1966 og yfirlæknir þar 1970– 1999. Jafnhliða umfangsmiklum störfum sínum á Reykjalundi sinnti Haukur félagsmálum SÍBS af miklum dugn- aði. Hann var í stjórn samtakanna frá árinu 1986 og formaður stjórnar SÍBS 1990–2004. Haukur D. Þórðarson ✝ Haukur D.Þórðarson fæddist í Reykjavík 3. desember 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Mos- fellsbæ 4. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 11. október. Líkt og á Reykja- lundi gekk hann á stjórnartíma sínum í gegnum ýmsar breyt- ingar á SÍBS þegar ný- gengi berkla varð úr sögunni. Nýir aðilar komu til liðs við sam- tökin, Astma- og of- næmisfélagið, Hjarta- heill, Samtök lungnasjúklinga og Vífill, félag fólks með svefnháðar öndunar- truflanir. Haukur vann ötul- lega að átaki sem gert var til að byggja nýtt þjálfunarhús á Reykja- lundi sem opnað var 2002 og hann var í forystu þegar efnt var til hins giftu- drjúga átaks „Sigur lífsins“ 1998, sem gerði það kleift að hefja byggingu þjálfunarhússins sem nú þjónar landsmönnum. Hann stóð einnig að margvíslegum skipulagsbreytingum innan SÍBS og tók þátt í fjárhags- legri endurskipulagningu til farsæld- ar fyrir samtökin á síðustu stjórnar- árum sínum þar. Haukur segir í grein í SÍBS blaðinu í október 2004: „Hvað hefur viðhaldið og verndað starfsemi og til- veru SÍBS í framrás tímans? Þar ber fyrst að nefna að mínu mati kjörorð SÍBS: Styðjum sjúka til sjálfsbjarg- ar. Þetta kjörorð er nánast jafngam- alt sambandinu. Það er í fullu gildi í dag og verður meðan land byggist. Þessi orð segja raunar allt sem segja þarf um SÍBS frá upphafi, um stöð- una í dag og stöðuna um alla fram- tíð.“ Þessi kjörorð hafði Haukur jafn- an að leiðarljósi í lífi sínu og öllu ævistarfi. En það er ekki bara vegna góðra verka Hauks í stjórn SÍBS og á Reykjalundi sem við í starfsliði og stjórn SÍBS minnumst Hauks og söknum hans. Hann reyndist okkur einnig góður og traustur félagi. Hann var mikil félagsvera og tók virkan þátt í félagslífi innan SÍBS. Við eig- um góðar minningar af samveru við þau hjón m.a. á ferðalögum og við ýmis önnur tækifæri. Eftirlifandi eiginkona Hauks er María Guðmundsdóttir. Um leið og við þökkum Hauki samfylgdina send- um við Maríu og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. F.h. stjórnar og starfsfólks SÍBS, Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri SÍBS Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Happdrættis SÍBS. Kveðja frá Eir, hjúkrunarheimili Haukur D. Þórðarson er fallinn frá. Við í Eir höfðum að vísu séð heilsu hans hraka en fráfall hans kom okkur engu að síður á óvart. Hann kom til liðs við Eir næstum í upphafi og sat síðan til síðasta dags í stjórn. Það var mikill fengur fyrir Eir að fá hann til starfa, svo umfangsmikla reynslu sem hann hafði í félagsmála- starfi og umfjöllun um þann hóp fólks sem verið hefur skjólstæðingar Eirar frá upphafi. Hann fór sér aldrei óðs- lega en hugsaði hvert mál af kost- gæfni og það sem hann lagði til mála var því vel ígrundað. Það er skarð fyrir skildi þegar hann er horfinn, ekki aðeins fyrir stofnunina, heldur og okkur öll sem með honum unnum. Framlag hans til Eirar, hjúkrunarheimilis, skal þakk- að af heilum hug og fjölskyldu hans samhryggjumst við um leið og við biðjum honum blessunar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigurður Helgi Guðmundsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fædd- ist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beð- ið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar Okkar ástkæri, EYJÓLFUR VALGEIRSSON, áður bóndi á Krossnesi í Árneshreppi, lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 13. októ- ber. Hildur Eyjólfsdóttir, Úlfar Eyjólfsson, Oddný S. Þórðardóttir, Petrína S. Eyjólfsdóttir, Fríða Eyjólfsdóttir, Árni E. Bjarkason, Valgeir A. Eyjólfsson, Kolbrún Hauksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.