Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 30
in með okkur,“ segir Ída Jónsdóttir móðir hans og heldur sig að verki. Það er verið að stokka upp fyrir Björninn, sem fer með 30 bala í túr- inn. „Þetta eru 600 króka balar og það fer klukkustund í hvern þeirra með einum kaffibolla,“ segir Sig- urður og bætir við: „Ætlarðu að taka bala?“ Í eldhúsi Áslaugar Á daginn meðan bátarnir eru úti á sjó er oft mest líf í eldhúsunum. Garðar Ólason útgerðarmaður og eiginmaður Áslaugar Helgu Alfreðs- dóttur er fjarri góðu gamni þar sem hann er í túr í fyrsta skipti í langan tíma. Engu að síður eru samræð- urnar með fjörugra móti í eldhúsinu hjá Áslaugu. Inga Bjarney systir Garðars er í heimsókn með manni sínum Björgvini Ólafi Gunnarssyni, en þau búa í Grindavík. „Ég tóri ekki nema ég komist einu sinni til tvisvar á ári til Grímseyjar,“ segir Inga með áherslu. „Ég er Grindjáni,“ segir Björgvin. „Ég myndi segja Grindbjáni,“ seg- ir hún góðlátlega. „Ég var 22 ára þegar ég flutti úr eyjunni árið 1955. Það var erfitt. Ég þurfti að fara út á símstöð til þess að tala við mömmu, því þá voru engir símar.“ „Þetta var ekkert mál fyrir hana, því hún var svo ástfangin af mér,“ segir Björgvin og hlær. „Það er gott að hafa álit á sér,“ svarar Inga stríðnislega. „Þau segja sína sögu þessi 51 ár sem við erum búin að vera gift,“ svar- ar Björgvin og gefur ekkert eftir. Vatn í einum brunni Inga hefur komið árlega til Gríms- eyjar síðan árið 1955 og því öðlast fjarlægð á mannlífið – séð grasið spretta. „Allt er breytt,“ segir Inga. „Þá kom bátkoppur á þriggja vikna fresti og í vitlausu veðri gat liðið mánuður. Nú fer ferja eða flugvél á hverjum degi.“ „Hér var hvorki rafmagn né sími þegar ég var stelpa,“ skýtur Áslaug inn í. „Þó að ég sé ekki mjög gömul – ég viðurkenni það ekki,“ er hún fljót að bæta við og brosir. „Mestu vandræðin voru út af vatn- inu,“ segir Björgvin. „Nú fá allir rennandi vatn. En áður voru brunnar og í þurrkum á sumrin var aðeins vatn í einum brunni suður á Eiðum. Þá var gengið þangað með fullan bala af þvotti til að skola af honum.“ „Mér finnst ekki varið í nein þæg- indi eins og í Grímsey,“ segir Inga. „Þau eru sjálfsögð í landi, en í Gríms- ey finnst mér þau stórkostleg. Sjálf- virkur sími – hugsiði ykkur!“ „Og sjálfvirkar þvottavélar,“ bætir Áslaug við dreymin. „Afi [Sigurbjörn Sæmundsson] bjó hjá foreldrum mínum þegar ég var að alast upp,“ segir Inga. „Hann flokk- aði spýturnar sem rak í fjöruna, því það átti að baka við ákveðnar spýtur og aðrar voru notaðar til að sjóða mat – það var skýrt hvað passaði fyrir kolaeldavélina. Spýtunum var raðað í stafla og við vissum í hvaða stafla átti að fara þegar mamma var að baka.“ Ekki hringlað í fötum „Við ólumst upp við afskaplega svipaða lifnaðarhætti, þó að ég væri fæddur og uppalinn í Grindavík,“ segir Björgvin. „Pabbi var dæmi- gerður sjávarútvegsbóndi og pabbi hennar líka, stundaði heyskap og garðrækt og var með rollur og beljur. Menn reyndu að vera sjálfum sér nógir, að minnsta kosti þeir sem töggur var í. Á þeim tímum þurfti fólk ekki að hringla í því í hvaða föt átti að fara. Fataskáparnir voru ekki blindfullir. Það voru ekki til peningar fyrir slíkum munaði.“ „Ég og æskuvinkona mín frá Eið- um hlæjum stundum að því þegar við fórum á böllin, sem var eina skemmt- unin í Grímsey,“ segir Inga. „Þá var ein harmóníka og dýrðlegt að geta dansað annað slagið. Ég sagði við hana um daginn: „Ætli það hafi ekki verið fjósalykt af okkur?“ Og hún svaraði: „Það var ekkert betri lykt af strákunum sem við dönsuðum við!“ Enda voru þeir í gömlum illa lyktandi spýtubátum.“ „Þeim hefur ekkert leiðst að nudda sér utan í þá, þó að það væri spíralykt af þeim,“ segir Björgvin stríðnislega. „Þetta hefur allt fallið vel saman,“ segir Áslaug brosandi. „Ég ber sterkar taugar til Gríms- eyjar; þetta er eins og barnið mitt,“ segir Inga móðurlega. – Hér hlýtur að vera gott að ala upp börn? „Litlu stýrin mín, barnabörnin, eru í löggu og bófa alveg til níu í myrkr- inu,“ segir Áslaug. „Allt er svo frjálslegt,“ segir Inga. „Þannig var það í Grindavík fram að þessu, en nú hefur bærinn stækk- að svo mikið. Þetta verður erfiðara þar sem er mikið af fólki,“ segir Björgvin með eftirsjá. 90% tómstundagaman Það er heimilislegt á gistiheimilinu Gullsól á efri hæð Kastalans, sem stendur við höfnina. Það er annað af tveimur gistiheimilum í Grímsey, en hitt er Básar við flugvöllinn og heim- skautsbauginn. Húsið hefur góða sál og marrið í gólfinu er notalegt, nema ef fólk er myrkfælið á kvöldin. Úr eldhúsinu, þar sem fólk bjargar sér sjálft, er útsýni yfir lygnan sjóinn í höfninni, sem gefur þó ekki alltaf vís- bendingu um sjólagið fyrir utan hafn- argarðinn. Hópur kvenna tók sig saman um að opna gistiheimilið Gull- sól og gallerí á neðri hæðinni í Kast- alanum, sem þá var að hruni kominn. Þær keyptu húsið, tóku það í gegn og höfðu gaman af því! „Þetta var 90% tómstundagaman,“ segir Helga Mattína, sem ber hitann og þungann af rekstri gallerísins ásamt Áslaugu og Guðrúnu Gísladóttur, en allar kon- urnar skipta umsjón með gistiheim- ilinu á milli sín. Það er opið allan árs- ins hring en galleríið yfir ferðamannatímann og að auki viku- lega í vetur á sunnudögum og þegar hópar koma í eyna. Auk gjafavöruverslunar státar galleríið af einu minnsta kaffihúsi sem um getur, með aðeins þremur borðum, en þar er boðið upp á kakó og vöfflur. Og í galleríinu kennir ým- issa grasa. Mest eru það konur úr heimabyggð sem leggja til vörurnar og eru þær merktar þeim. „Hulda Reykjalín hannyrðarófa býr til rósavettlinga og fræg húfusett sem kölluð eru Grímseyingar út um heim,“ segir Helga Mattína. „Guðrún Gísladóttir býr til glervöru, fallega minjavöru og poka, Jórunn frá Mið- görðum brennir og sker út, Jóna Sig- urborg á Eiðum gerir púða, Áslaug gerir eldhúshandklæði á eldavélina, Sigrún Þorláksdóttir býr til trefla og svo mætti lengi telja. Svo búa þær allar til sokka og eru fljótar að því!“ Ljúffengur höfrungur Í gestabókina í Gullsól hefur Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur skrifað um miðnætursólina og máltíðirnar á veitingastaðnum Kríunni, handan götunnar, „langvíu, þorsk, höfrung, saltaðan Grímseyjarþorsk, og ljúf- fengt Grímseyjarlamb frá Garði“. Þess utan getur enginn farið til Grímseyjar án þess að smakka lund- ann á veitingastaðnum, en eldri kona hikaði hins vegar við það í sumar að panta sér Kríuborgara af matseðl- inum vegna þess að hún borðaði ekki fuglakjöt. Tvenn vinahjón eiga veitingastað- inn, Svafar Gylfason og Unnur Ing- ólfsdóttir, ásamt Brynjólfi Árnasyni og Guðrúnu Sigfúsdóttur, og er opið í fjóra mánuði að sumarlagi og eftir pöntunum þess utan. „Það tók aðeins tvo mánuði að byggja veitingastaðinn,“ segir Svaf- ar. „Allar brælur var unnið frá morgni til kvölds og í sjóveðri var unnið á næturnar. Við vorum ákveðin í að opna fyrir sumarið. Gríms- eyingar hafa staðið með okkur og verið duglegir að borða hjá okkur eða koma á barinn, til dæmis þegar við fáum trúbadora.“ Áður en veitingastaðurinn var opn- aður var lítið í boði fyrir ferðamenn. „Þeir komu kannski sjóveikir í skít- ugum veðrum og gátu hvergi sest. Þannig væfluðust þeir um, alveg að krókna úr kulda og fóru svo aftur. Það hefur ekki verið góð lífsreynsla og auðvitað hefur það spurst út.“ Helsti vandinn er að ferðamenn staldra stutt við, enda aðeins þrír til fjórir tímar til stefnu fyrir þá sem koma af skemmtiferðaskipunum. „Ef það er sól úti ganga þeir um eyjuna og koma lítið til okkar,“ segir Unnur. „Í kulda og rigningu koma þeir hing- að, en þá þykir okkur leiðinlegt að þeir séu að fara á mis við eyna.“ Yndislegt fuglagarg Nokkur ferðamannastraumur liggur út í Grímsey á sumrin, einkum af skemmtiferðaskipunum. „Þetta byrjaði vel í vor, en svo kom hret og þá datt þetta niður í hálfan mánuð á eftir,“ segir Brynjólfur. „Í fyrrasum- ar komu sjö þúsund manns með ferju eða flugi. Við höfum engar tölur fyrir sumarið í ár, en ég myndi skjóta á fimm þúsund.“ Hann segir áhugann fara vaxandi og það þurfi að gera meira fyrir ferðamenn. „Það vantar siglingu í kringum eyna; það er stórkostlegt að sigla undir björgin á sumrin og fugla- lífið er ótrúlegt. Fólk sem kemur með ferjunni í nokkra tíma þarf að geta Morgunblaðið/ÞÖK Fuglar í byggð Bjarni með vængbrotinn svartbaksunga sem hann sneri úr hálsliðnum og kastaði í Hundagjögur. Þvottur Unnur hengir upp á snúrur og Sigrún dóttir hennar hjálpar til með sínum hætti. Kátir Krakkarnir voru fjörugir með korkana í sundkennslu. » „Fólk beið eftir sumrinu, því þá komu Finn- arnir, og nóg var til af spíra og alls konar víni.“ mannlíf í grímsey 30 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.