Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 35 Prag í allt haust frá 19.990 kr. Barcelona Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 6.-9. nóv., 13.-16. nóv. eða 20-24. nóv. Netverð á mann. Beint flug í allt haust Beint flug 20. október frá 29.990 kr. Búdapest í haust – síðustu sæti Borgarveisla í okt. og nóv. frá 19.990 kr. 17. nóvember frá 59.990 kr. Beint flug 17. nóvember Aukaflug Beint flug í okt. og nóv. Kraká Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 23. eða 29. okt. Netverð á mann. Ljubljana Beint flug í okt. og nóv. Róm Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Archimede í 4 nætur. Netverð á mann. Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 27. október frá 29.990 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 4 nætur, m.v. „stökktu tilboð“. Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 6.-9. nóv., 13.-16. nóv. eða 20-23. nóv. Netverð á mann. Beint flug í nóvember frá 19.990 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli í 3 nætur, m.v. „stökktu tilboð“. Netverð á mann. Hómópatanám Um er að ræða 4 ára nám sem byrjar 21. og 22. okt. á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Kynning á náminu verður 20. okt. Upplýsingar gefur Martin í símum 567 4991 og 897 8190. Hómópataskólinn - Stofnaður 1993 www.homoeopathytraining.co.uk Laugavegur 63 • S: 551 4422 Skoðið úrvalið á laxdal.is Kápuúrval gutti hafði ég ekki eigið herbergi heldur var frammi á gangi og heyrði þessa músík úr herbergjum bræðra minna. Og þegar flott lag barst þaðan sveif ég hreinlega á braut.“ Á skjön við samtímann Eiríkur, elsti bróðir Halls, kynnti Hall ungan fyrir lifandi tón- list. „Hann rak á tímabili ljósaleigu fyrir tónleikahald og gekk undir nafninu Eiki pera. Eiki tók mig oft með, níu-tíu ára, á tónleika og hafði sér til aðstoðar við uppsetn- ingu ljósanna. Þannig náði ég kornungur að sjá þessi flottu bönd, alla þessa miklu grósku sem kennd er við Rokk í Reyjavík-tímann. Hún snerist ekkert endilega um að kunna mikið á hljóðfæri, heldur gera það sem menn gátu og hafa gaman af því. Sú vakning varð til þess að ég fór að velta fyrir mér í alvöru að spila sjálfur.“ Hallur er af næstu músíkkynslóð á eftir, þeirri sem flutti og hlustaði á nýrómantíkina svokölluðu og hafði Duran Duran í fararbroddi. „Ég fílaði þá músík alls ekki. Átti litla samleið með skólafélögum mínum að þessu leyti og hlustaði frekar á eldra efni eða jaðartónlist, þungarokk og pönk, eitthvað sem maður kallaði „alvöru tónlist“. Þetta var alveg á skjön við sam- tímann. Þá var það talsvert mál. Annað hvort var maður með eða á móti. Núna geta krakkar hlustað á allt, jafnt rapp sem rokk, og þykir ekkert tiltökumál, sem betur fer.“ Ekki leið á löngu áður en Hallur fann sér skoðanabræður, stofnaði band í bílskúr uppí Breiðholti og hjólaði þangað á æfingar úr Vog- unum. Með Ara bróður sínum stofnaði hann hljómsveitina Gypsy, sem vann Músíktilraunir 1985. „Það var næsta fáránlegt því Gypsy spilaði AC/DC-rokk, sem var nú ekki „inni“ á þeim tíma. Við spiluðum í Höllinni sem var mikil upplifun fyrir fimmtán ára dreng, en líka hingað og þangað á börum og búllum, þannig að því kynntist maður líka ungur. Fyrstu tónleik- arnir voru á skemmtistaðnum Roxy við Skúlagötu og ég man að ég ældi af stressi áður en þeir byrjuðu.“ Fyrir mér er allt nýtt Hallur var tvo vetur í mennta- skóla en hætti. „Ég nennti ekki að mæta og enn síður að læra. Nám átti engan veginn við mig. Og ég hef aldrei lært neitt í tónlist, form- lega. Hef bara notast við eyrun og þreifað mig áfram sjálfur.“ Heldurðu að þú hafir af þeirri ástæðu þurft að hafa meira fyrir því að sanna þig? „Kannski. En ég held að það hafi rauninni gagnast mér vel í þessum bransa að fyrir mér er allt nýtt. Ég uppgötva tónlistina um leið og ég sem hana og spila í stað þess að hafa öll fagleg orð og konsept og formúlur á hreinu fyr- irfram. Einu sinni var ég að vinna með Þorvaldi Bjarna að Todmo- bileplötu og hann varð mjög þreyttur á vankunnáttu minni í al- mennum hugtökum og tónfræði. Til að hjálpa mér að skilja lánaði hann mér bók sem heitir „Tón- fræði fyrir byrjendur“ og leiðir mann í allan sannleika um tónfræði og nótnalestur. Ég las þessa bók af mikilli skyldurækni og skildi allt sem í henni er. Þegar ég lagði hana frá mér á náttborðið hugsaði ég: „Aha, svona fara þeir að þessu.“ En um leið mundi ég ekk- ert af því sem ég var búinn að lesa. Þetta átti ekki erindi til mín. Ég er eiginlega einsog barn í þessu fagi. Ég held að það hjálpi mér við að finna eigin tón. Mér finnst skemmtilegast þegar ég veit ekkert hvað ég er að gera. Er bara með einhverja hugmynd um hvað mig langar að heyra. Ég legg mik- ið uppúr því að „leika tónlist“, að leika sér og taka ekkert of alvar- lega, grípa andartakið og kanna hvað gerist. Ég vinn frá hjartanu frekar en af akademískri þekkingu, enda er hún ekki fyrir hendi.“ Áður en tónlistarferillinn tókst á flug vann Hallur alls kyns störf, auglýsingagerð, skiltagerð, pípu- lagnir, svo dæmi séu tekin. „En tónlistin var alltaf aðalatriðið hjá mér. Allar hljómsveitir, sem ég hef verið í, fluttu eigið efni en ekki vinsæla smelli eftir aðra. Þekktust er sjálfsagt Ham. Ég hætti í henni eftir mjög frjósamt tímabil þegar mér fannst ekki nægileg sköpun í gangi. Þá stofnaði ég mína eigin hljómsveit, sem hét Þrettán. Núna eru einmitt þrettán ár síðan. Nafn- ið kom til vegna þess að talan þrettán var allt í kringum mig: Ég bjó í húsi númer 13, vann í húsi númer 13, þar sem ég var starfs- maður númer 13, og fleira gæti ég nefnt. Talan 13 hefur mætt for- dómum gegnum tíðina og mér fannst upplagt fyrir rokkband að taka afstöðu með henni á þennan hátt. Hljómsveitin Þrettán sendi frá sér þrjár plötur sem stærsta óháða plötufyrirtæki Frakklands gaf út fyrir evrópumarkað. Ég er mjög ánægður með þær því efnið var ævinlega þvert á tískustraum- ana. Og ný plata með Þrettán hef- ur legið núna síðan í vor í fimm þúsund eintökum á lager útí Frakklandi vegna einhverrar tregðu hjá dreifingaraðilanum Sony. Það er ömurleg tilhugsun en ég verð að vona að úr rætist.“ Fjölbreytileikinn og persónu- leikinn Þegar hann semur texta við lög verða þeir undantekningarlaust til eftirá. „Þótt ég eigi frekar auðvelt með að setja saman texta eru lögin í rauninni það sem ég hef að segja. Þegar ég sit í leikhúsi og verð fyr- ir hughrifum af verkinu verður til einhver rytmi eða melódía innra með mér, ekki orð eða setningar. Lagið er þá um það sem maður getur ekki sagt með orðum. Ég held að músíkin mín ein- kennist af fjölbreytni, sem sækir áhrif hingað og þangað en hermir þó ekki eftir neinu. Hún getur ver- ið allt frá píanóverkum til hvers- dagslegrar harmóníkkumúsíkur, kontrabassaorgíur uppí sixtís- gleðitónlist, blús eða djass, rokk eða bara hávaði. Ég held hún þekkist, burtséð frá stílnum og fjölbreytileikanum, á einhvers kon- ar persónuleika, einhverju sem notar allt án þess að kunna það fræðilega. Ég vona að hún sé fersk og spennandi.“ Það var systir Halls, danshöf- undurinn og dansarinn Ólöf Ing- ólfsdóttir, sem varð til að þess að jaðarrokkarinn fór að semja músík fyrir aðra miðla, leikhús, útvarp og kvikmyndir. „Hún var að setja upp verk árið 1996 og bað mig um tón- list við þá sýningu, sem var mjög gaman. Í framhaldinu fór ég að vinna músík fyrir auglýsingar og svo fleiri verkefni fyrir Ólöfu. Smám saman spurðist út að það væri þarna náungi sem gæti gert þetta. Ég held að tónlistin mín fyr- ir dansverk Ólafar, Maðurinn er alltaf einn, sem fór víða og hlaut góðar móttökur, hafi að vissu leyti skipt sköpum. Leikstjórar og höf- undar fóru að hafa samband og boltinn hefur rúllað á síauknum hraða síðan.“ Hallur hefur unnið mest með leikstjórunum Jóni Páli Eyjólfs- syni, Agnari Jóni og Hjálmari Hjálmarssyni. „Mér finnst mjög ánægjulegt að vinna aftur og aftur með flinku fólki sem mann lyndir við og hefur brennandi áhuga á því sem það er að gera þótt það geri það á ólíkan hátt. Ég hafði í raun- inni ekki mikið farið í leikhús og haft meiri áhuga á kvikmynda- forminu. En leikhúsið er heillandi þegar maður kynnist því, ekki síst fyrir nándina við áhorfendur. Töfrabrögð þess fara beint inn í tilfinningalífið. Kvikmyndin er dreifðari miðill og skiptir mestu að tónlistin nái að gefa henni karakt- er. Þau eru nokkur tónskáldin sem kunna þetta mjög vel, menn einsog Angelo Badalamenti og í sumum tilfellum John Barry. Einu sinni var mér sagt að tónlistin mín líkt- ist Nino Rota og þá fór ég að stúd- era hann, en ekki þó fyrr! Það leið- inlega við þróun kvikmynda- tónlistar í seinni tíð er hvað hún er orðin hver annarri lík, einkum í stóru myndunum, gjarnan með yf- irþyrmandi sinfóníumottum og popplögum yfir hasarsenurnar.“ Hann segir að fátt nái betur til tilfinninganna en tónlist og fátt spegli þær betur. „Tónlist getur túlkað, þegar vel tekst til, hvernig manni líður. Og mér líður bara aldrei einsog sinfóníuhljómsveit! Þar fyrir utan er stundum sterkast að hafa enga tónlist í atriðum sem eru sérlega tilfinningaþrungin. Eitt af því sem ég á enn ógert er að semja tónlist við bíómynd. Það væri rosalega gaman. Ég átti eftir að gera stóran söngleik í Borg- arleikhúsinu. Það gerist í vor. Draumarnir geta ræst, ef maður heldur sig við efnið.“ ath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.