Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 55 Opið hús í dag milli kl. 15 og 16 Hraunhamar hefur fengið í einkasölu 3ja herb. 65 fm jarðhæð í steinhúsi vel staðsett í suðurbæ Hfj. Eignin skiptist í forst., hol, gang, eldhús, baðherbergi, stofu, 2 herbergi, geymslu og sam- eiginlegt þvottahús. Fallegur gróinn garður. Geymsla undir stiga. Íbúðin er laus strax. Verð 13,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hringbraut 23 - Opið hús FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Lómasalir - Kópavogi Glæsileg 3ja herb. útsýnisíbúð með 20 fm sólpalli á jarðhæð auk sérstæðis í bílageymslu. Stórar og bjartar samliggjandi stofur með útgangi á um 20 fm sólpall með skjólveggjum, 2 rúmgóð herb. og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Vandaðar innréttingar í eldhúsi. Parket og flísar á gólfum. Fallegt útsýni, m.a. til Reykjaness. Verð 25,8 millj. Fífuhvammur - Kópavogi Tveggja íbúða hús við Kópavogsdalinn Glæsilegt 276 fm 2ja íbúða hús niður við Kópavogsdalinn. Aðalíbúðin, sem er 183 fm á tveimur hæðum auk 26 fm bílskúrs, skiptist m.a. í eldhús með nýleg- um sprautulökkuðum innrétt., samliggj bjartar og rúmgóðar stofur með fallegu útsýni yfir Kópavoginn, nýlegan sólskála með útgangi á suðursvalir með heitum potti, 5 herb., sjónvarpshol og rúmgott flísalagt baðherb. Nýtt glerhandrið á milli hæða. Verð 45,0 millj. Á neðri hæð er sér 67 fm 2ja herb. samþykkt íbúð sem bæði er innangengt í og með sérinng. Verð 14,9 millj. Falleg ræktuð lóð. Eignin getur selst hvort sem er í heild sinni eða í sitthvoru lagi. Norðurbrú - Sjálandi, Garðabæ Glæsileg 124 fm 4ra herb. íbúð á efstu hæð í vönduðu lyftuhúsi ásamt um 40 fm svölum, 11,4 fm geymslu í kj. og sérstæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgóða og bjarta stofu, eldhús með vönduðum tækjum, sjónvarpshol, 3 herb. sem öll eru með skápum, þvottaherb. og flísalagt bað- herb., bæði með baðkari og sturtu. Gegnheilt eikarparket á gólfum. Allar inn- réttingar og hurðir úr eik. Um 40 fm svalir út af eldhúsi. Sjávarútsýni. Verð 42,5 millj. Fellahvarf - Kópavogi Glæsileg 120 fm 4ra-5 herb. efri sérhæð á frábærum útsýnisstað við Elliðavatn. Eignin er innréttuð á mjög vandaðan og smekklegan hátt. Stórar og bjartar stofur með miklum gluggum og útgangi á flísalagðar svalir, glæsilegt eldhús með innrétt. úr beyki og vönduðum tækjum, stórt hol, 2 herbergi og baðher- bergi sem er flísalagt í hólf og gólf. Parket og flísar á gólfum. Húsið stendur framarlega við vatnið við óbyggt svæði og nýtur óhindraðs útsýnis. Verð 34,9 millj. Sæviðarsund Endurnýjuð 3ja herb. íbúð á efri hæð. Glæsileg 90 fm íbúð á efri hæð í fjórbýli auk stæðis í bílageymslu og sérgeymslu í kj. Íbúðin er nánast algjörlega endur- nýjuð, m.a. gólfefni, baðherbergi, innihurðir, fataskápar og raflagnir. Innfelld lýsing í loftum frá Lumex. Rúmgóð og björt stofa með útgangi á stórar svalir til suðurs og austurs og 2 rúmgóð herbergi. Lóð í góðri rækt. Verð 27,9 millj. Deildarás - Einbýli á útsýnisstað Fallegt um 280 fm tvílyft einbýlishús með 35 fm innbyggðum bílskúr í Selásn- um. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi bjartar stofur með arni, rúmgott eldhús, nýlega endurnýjað baðherbergi, gufubað í öðru, 5 herbergi og sjónvarpshol. Vestursvalir út af stofum með góðu útsýni. Falleg ræktuð lóð með hellulögðum veröndum og skjólveggjum. Í ÆÐSTU lögum landsins, stjórn- arskránni, stendur að karlar og kon- ur skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Allir skulu vera jafnir án tillits til kynferðis. Þetta þýðir m.a. að karlar og konur skuli hljóta sömu laun fyrir sömu vinnu. Annað er ólögmæt mis- munun. Ákvæðinu var bætt í stjórn- arskrána 1995. Það skýtur því skökku við að nú, rúm- um 10 árum eftir að jafnræðisreglan var lögfest, skuli kynbund- ið launamisrétti enn vera við lýði. Þess eru dæmi að háskóla- menntaðar konur inn- an BHM, í vinnu hjá ríkinu, fái meira en 20% lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar með minni menntun og starfsreynslu. Hvernig má það vera að ríkið, sem vinnuveitandi, brjóti jafnræðisregluna með þessum hætti? Það er ákveðinn tvískinn- ungur í því að hefja kynjajafnrétti á stjórnarskrárstall, en láta síðan kyn- bundið launamisrétti viðgangast, sem er því miður allt of algengt. Ef svona er komið fyrir háskóla- menntuðum konum, hvar eru þá þær konur staddar, sem hafa minni menntun? Skemmst er að minnast auglýsingar VR, þar sem lagt var til, að í stað þess að afla sér menntunar væri konum nær að fara í lengingu, hárlitun og hreinlega kynskiptaað- gerð. Hvar er réttlætið og siðferðið? Það er siðlaust að á Íslandi sé kynbundið launamisrétti á 21. öld- inni, þegar við erum meðal ríkustu þjóða heims og ríkisstjórnin kapp- kostar að útmála hversu mikil vel- sæld sé í landinu. Nú kunna sumir að segja: „Já, en þetta er nú ekkert nýtt – þetta hefir alltaf verið svona. Karlar hafa alla tíð hlotið hærri laun en konur.“ Það sem er nýtt er, að í sérhverju tilviki kyn- bundinnar launa- mismununar, und- anfarin 10 ár, hefir verið brotið gegn stjórnarskránni. Launajafnrétti er sameiginlegt hags- munamál okkar allra. Þannig eru lág eða lægri laun kvenna hluti af heimilistekjum fjölskyldna um allt land og oft á tíðum forsenda þess að fjölskyldan öll sé í stakk búin að tryggja lífsafkomuna. Ekki má una við að ein ríkasta þjóð heims geri einstæðar konur og einstæðar mæður að 2. flokks þjóð- félagsþegnum. Svo ekki sé talað um þær konur sem hugsanlega eru ein- stæðar mæður, sjúklingar eða ör- yrkjar. Launaeftirlit verður að verða virkara og lögfesta verður úrræði, sem auðvelda konum að rétta hlut sinn þegar á þeim er brotið, þannig að tryggt verði að í framtíðinni hljóti karlar og konur sömu laun fyrir sömu vinnu. En þar má ekki láta staðar numið. Það þekkist að tveir karlar eða tvær konur, sem vinna nákvæmlega sömu vinnuna, hljóti ekki sömu laun fyrir. Mismunun sem þessi nýtur ekki einu sinni stjórnarskrárverndar. Því verður að breyta. Efla verður jafn- rétti, réttlæti og siðferði og þau gildi eflast ef konum sem körlum eru tryggð sömu laun fyrir sömu vinnu. Sömu laun fyrir sömu vinnu Ragnheiður Jónsdóttir fjallar um jafnréttismál » Launajafnrétti ersameiginlegt hags- munamál okkar allra. Ragnheiður Jónsdóttir Höfundur er lögfræðingur og býður sig fram í 1.–3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðaust- urkjördæmi. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.