Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINHVER sem ekki vill segja til nafns en kýs að kalla sig Be- rettu skrifar bréf í Velvakanda sunnudaginn 8. október sl. og heimtar bann við rjúpnaveiðum með hundum. Beretta segir að hundarnir „sópi dali, hæðir og hóla og þegar maður mætir þessu hundagengi er eðlilegast að pakka saman og hverfa á braut, því ekki gerir maður góða veiði þann daginn. Bönnum hunda við veiðar, þá njóta fleiri góðra stunda á fjöllum,“ seg- ir Beretta. Okkur sem höfum gaman af veiðum með fuglahundum þykir oft gæta fordóma í garð okkar hjá sumum þeirra sem ekki nota hund við rjúpnaveiðar. Beretta þessi er í þeim hópi. Einhverjir telja að hundurinn skili eigand- anum mikilli veiði, umfram það sem öðrum veiðimönnum hlotnast eða að hundurinn spilli veiði fyrir öðrum. Hvort tveggja rangt, enda spilla hundar ekki veiði fyrir öðrum frekar en aðrir veiðimenn. Á veiði- slóð eru nefnilega allir jafnréttháir, bæði veiðimenn með hunda sem og hundlausir veiðimenn. Rjúpnaveiðar með hundum eru sport í sjálfu sér; við förum með hundana á rjúpnaslóð nokkra daga í viku í 8 mánuði á ári (ekki á varp- eða ungatíma), gjarnan í klukku- tíma eða meira til þjálfunar sem byggist á að líkja eftir rjúpnaveið- um. Hundurinn er sendur til leitar og þegar hann finnur rjúpu tekur hann stand; þ.e. bendir á fuglinn, fælir hann síðan upp eftir að hafa fengið skipun þar um og eigandinn hleypir af skoti úr startbyssu. Á veiðitíma gerist þetta með sama hætti að því frátöldu að veiðimað- urinn skýtur rjúpuna á flugi með haglabyssu. Að því loknu sækir hundurinn bráðina og félagarnir halda áfram göngu sinni. Hjá okkur sem veiðum með hundum snýst veiði- skapurinn um aðferð- ina – ekki aflann. Fjöldi veiddra fugla er ekki það sem veitir okkur ánægju við lok veiðidags. Það er að- ferðin sem mestu skiptir. Fuglaveiði með hundi má líkja við laxveiði með flugu og megnið af tímanum sem við notum í þetta sport drepum við ekki fuglinn. Við veiðum aðeins fáa daga á ári, en það eru 365 dagar í árinu! Þetta er ekki ósvipað því að „veiða og sleppa“ í laxveiði, þótt við fuglahundamenn stillum okkur um að kvelja bráðina áður en við sleppum henni, eins og sumir lax- veiðimenn gera. Auðvitað er gaman þegar vel veiðist, en það er ekki síður gaman þótt fáir fuglar náist, eða jafnvel enginn, því útiveran og vinna hundsins á veiðislóð veitir báðum, veiðimanni og hundi, útrás. Hundurinn sér svo aukinheldur til þess að fuglar sleppa ekki særðir á brott sem því miður hendir suma veiðimenn, ekki síst þá sem mæla ánægjuna í fjölda felldra fugla. Í tilvitnaðri grein segir að ekki „geri menn góða veiði þann dag- inn“ hafi menn mætt „þessu hunda- gengi“. Því er til að svara að rjúpnaveiðar snúast því ekki lengur um að „gera góða veiði“ í magni talið. Nú er svo komið að aðeins er gert ráð fyrir að þeir 5.000 veiði- menn sem ætlað er að gangi til rjúpna í haust veiði 9 rjúpur hver. Það þykir ekki mikið, eða hvað? Mér hefur sýnst að það séu eink- um þeir sem hafa haft umtals- verðar tekjur af rjúpnaveiðum und- anfarin ár, svonefndir magnveiðimenn eða atvinnuskyttur, sem einkum hafa horn í síðu okkar sem veiðum með hundum. Trúlega vegna þess að þeir telja okkur spilla fyrir sér veiði, sem er furðu- legt sjónarmið þar sem sölubann er á rjúpum og ætlast til hófsemi í rjúpnaveiðum. Ég held að það sé tími til kominn fyrir þá að átta sig á þeirri staðreynd að í rjúpnaveið- um er ekki pláss fyrir svona þankagang. Rjúpnaveiðar eru heil- brigð útivist og skemmtun fyrir þá landsmenn sem til þess hafa rétt- indi, en ekki tekjuöflun eða gróða- vegur. Tillaga Berettu um bann við notkun hunda við fuglaveiðar er nokkuð sem þekkist ekki í ná- grannalöndunum. Þvert á móti er hvatt til slíkra veiða og dæmi eru um að fuglaveiðar án hunds séu bannaðar. Loks vil ég hvetja rjúpna- veiðimenn að gæta hófs við veiðar nú í haust og styðja þannig við við- leitni stjórnvalda við að stækka rjúpnastofninn. Fordómar Ólafur E. Jóhannsson skrifar um rjúpnaveiði með hundum »Hjá okkur sem veið-um með hundum snýst veiðiskapurinn um aðferðina – ekki aflann. Ólafur E. Jóhannsson Höfundur er veiðimaður. Pera vikunnar: Hve marga rétthyrninga er hægt að sjá í þessari mynd? A: 12 B: 13 C: 14 D: 15 E: 16 Síðast er hægt að skila réttum lausnum kl. 12 mánudaginn 16. októ- ber. Lausnir þarf að senda á vef skól- ans, www.digranesskoli.kopavogur- .is en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi 16. október. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 hinn samadag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Frekari upplýsingar eru á vef skólans. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ERLENDUR her er nú ekki leng- ur staddur hér á landi. Ritstjórn Morgunblaðsins virðist sjá ofsjónir yfir því að margir glöddust af því tilefni og líkt og fótboltabulla eftir tapleik missir stjórn á skapi sínu og ásakar í nafnlausum pistli and- stæðinga herstöðvarinnar sálugu um að hafa viljað morð, hung- ursneyð og þrælkunarbúðir á Ís- landi, hvorki meira né minna. Þess- ar ásakanir eru ómaklegar og ósmekklegar og jafn fáránlegar eins og að ásaka ritstjóra Morg- unblaðsins um að hafa stutt morð á tugum ef ekki hundruðum þúsunda óbreyttra borgara í Gvatemala, Chile, Argentínu og víðar af því þessu ríki stóðu „réttu megin“ í kalda stríðinu og voru studd leynt og ljóst af Bandaríkjunum til slíkra aðgerða. Ég frábið mér frekari ásakanir sem þessar og vona að kalda stríðinu megi brátt ljúka í frosnum huga ritstjórnar, þangað til kýs ég að lesa nútímalegri blöð og segi hérmeð upp áskrift minni. EINAR FRIÐRIKSSON, Hjarðarhaga 56, Reykjavík. Bréf til ritstjórnar Morgunblaðsins Frá Einari Karli Friðrikssyni: Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum Miele þvottavélar eru með nýrri tromlu með vaxkökumynstri sem fer betur með þvottinn. Einkaleyfi Miele. Miele þvottavélar eru byggðar á stálgrind og eru með ytri þvottabelg úr ryðfríu stáli ólíkt flestum öðrum þvottavélum. Miele þvottavélar endast lengur en aðrar þvottavélar. Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W2241 kr. 160.000 kr. 114.800 1400sn/mín/5 kg. Þurrkari T223 kr. 112.200 kr. 78.540 útblástur/5 kg. Þurrkari T233C kr. 131.000 kr. 91.700 rakaþéttir/5 kg. MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður                    !"#                    !"#   $  %& '   (" )  *   +   ' $   #   '  ,&    #$  - "#  .   Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.