Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 67
Kæru vinir.
Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför
INGÓLFS BJÖRGVINSSONAR
rafverktaka.
Guðs blessun fylgi ykkur öllum.
Anna Tyrfingsdóttir,
Anna Jarþrúður Ingólfsdóttir, Thorbjörn Engblom,
Þóranna Ingólfsdóttir, Jón Finnur Ólafsson,
Kristín Brynja Ingólfsdóttir,
Ásgerður Ingólfsdóttir, J. Pálmi Hinriksson,
Björgvin Njáll Ingólfsson, Sóley Andrésdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi þingvörður,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 18. október kl. 13.00.
Guðjón Hafsteinn Bernharðsson, Helga Jónsdóttir,
Guðmundur Bernharðsson, Svanhildur Jónsdóttir,
Eggert Þór Bernharðsson, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærs
sonar okkar, fóstursonar, bróður, mágs og
frænda,
KRISTJÁNS ÞÓRÐARSONAR.
Sérstakar þakkir til Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins.
Aðalheiður Kristjánsdóttir, Vigfús Árnason,
Þórður Rafn Guðjónsson, Jónína Guðbjörg Björnsdóttir,
Guðjón Þórðarson, Jensína Helga Finnbjarnardóttir,
Ingvar H. Þórðarson,
Elísa Vigfúsdóttir, Guðmundur Þorleifsson,
Sigrún Óladóttir, Hafsteinn Stefánsson
og frændsystkin.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför föður okkar og tengdaföður,
fyrrverandi eiginmanns míns, afa og langafa,
HALLDÓRS GRÍMSSONAR
efnafræðings.
Hörður Halldórsson, Þórgunnur Skúladóttir,
Gunnlaugur Halldórsson,
Bryndís Halldórsdóttir, Hany Hadaya,
Jónína M. Pétursdóttir,
barnabörn og langafabörn.
Við sendum öllum ættingjum og ástvinum okkar
innilegustu þakkir fyrir ómetanlegan og dýrmæt-
an styrk, vináttu og samkennd við andlát og
útför
MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR
pípulagningameistara,
Hallanda,
Árnessýslu.
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Harðardóttir,
Magnús St. Magnússon, Ingunn Jónsdóttir,
Sigurjón Magnússon, Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir,
Ólafur Björn Magnússon,
Jónatan Mikael og Benjamín Magnús,
Guðrún E. Guðmundsdóttir, Magnús St. Magnússon,
Margrét Magnúsdóttir,
Sigríður Magnúsdóttir, Einar Gylfason,
Guðmundur Magnússon, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
og fjölskyldur.
Kæru vinir nær og fjær.
Þökkum samúð við andlát dóttur okkar,
BÁRU GUÐNADÓTTIR,
Lyngási.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Jónasdóttir og Guðni Jónsson, Hellu.
lestur á Kambsveginum, carmen-rúll-
ur og ballferðir, ferðalög á puttanum í
Borgarfjörðinn, sveitaböll, lestur fyr-
ir stúdentspróf í sögu á Ánabrekku,
prjónaklúbburinn í 3. og 4. L, gleð-
skapur í Æsufellinu, brúðkaup Árna
og Viddu og kássan góða, matarboð á
Bræðraborgarstígnum og ótal margt
fleira.
Leiðir skildu um tíma en þráðurinn
var tekinn upp aftur þegar allir sauð-
irnir höfðu skilað sér heim frá útlönd-
um úr námi eða vinnu.
Af atburðum síðari ára stendur upp
úr ferðin til Búrgundar í tilefni af
fimmtugsafmælum stelpnanna í
saumaklúbbnum. Vidda átti afmæli
meðan á ferðinni stóð og var henni að
sjálfsögðu haldin veisla. Þannig vil ég
minnast hennar, svo fallega brosandi
við hlið Árna að taka við hamingju-
óskum okkar hinna.
Ég get ekki endað þessi skrif öðru-
vísi en að minnast þess hvernig Vidda
og Árni studdu við Sollu í veikindum
hennar fyrir fáeinum árum. Sú ástúð,
natni og ósérhlífni sem Vidda sýndi af
sér er einstök. Hún var líka klettur og
sýndi ótrúlega þrautseigju og styrk á
erfiðum stundum. Ég get heldur ekki
látið hjá líða að minnast þess hvernig
Árni hefur annast Viddu í veikindum
hennar nú síðustu mánuðina og raun-
ar alla tíð.
Það hefir verið höggvið skarð í
vinahópinn og víst er að Viddu verður
sárt saknað.
Söknuður fjölskyldunnar er þó
mestur og þeim sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hjördís.
Nú þegar Vidda hefur kvatt okkur
og farin í sína hinstu ferð stöndum við
frammi fyrir þeirri erfiðu staðreynd
að hún er horfin af þessu tilverustigi
og kemur ekki aftur. Hetjan sem
aldrei lét mótlætið hafa áhrif á bjart-
sýnina og gleðina yfir því sem lífið gaf
þurfti að lokum að játa sig sigraða
fyrir illvígum sjúkdómi. Við sem eftir
erum munum sakna hennar sárt.
Undanfarna daga hefur hugurinn
reikað um þau rúmlega þrjátíu ár frá
því leiðir okkar lágu saman í fyrsta
sinn. Við kynntumst þegar við stund-
uðum nám í líffræði við í Háskóla Ís-
lands og urðum strax bestu vinkonur.
Það væri hægt að rifja upp svo fjöl-
margt frá námsárunum sem liðu
hratt í námi og leik en þar mynduðust
þau sterku bönd sem alltaf voru á
milli okkar. Það verður einhvern veg-
inn svo erfitt að reyna að setja á blað
minninguna um Viddu. Orðin verða
svo fátækleg þegar þau eru komin á
blað og geta ekki lýst því sem er innra
með mér.
Það sem einkenndi Viddu fyrst og
fremst var jákvæðnin og gleðin sem
alltaf var í kringum hana. Hún æðr-
aðist aldrei þótt á móti blési. Hún var
alltaf jákvæð og sá bestu hliðar fólks
sem varð á vegi hennar. Það versta
sem henni fannst um fólk var að það
væri leiðinlegt, en það var aldrei leið-
inlegt í kringum Viddu. Hún var ekki
feimin við að fara óhefðbundnar leiðir
þótt hún héldi alltaf reisn og virðingu
í öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Alltaf var Vidda til í að gera eitthvað
skemmtilegt. Það var t.d. alveg sér-
staklega skemmtilegt að verða veð-
urtepptur hjá Viddu og Árna á Seyð-
isfirði. Þó fljúgandi hálka væri á
götum og varla stætt ákváðum við
stelpurnar samt að skreppa á ball á
meðan strákarnir sinntu atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar. Heimsóknir
til þeirra í Brussel eru ógleymanleg-
ar. Við rifjuðum oft upp skemmtileg
atvik frá þeim tíma. Minningar um
skemmtilegar samverustundir hrúg-
ast upp.
Strax á háskólaárunum byrjuðum
við að spila saman brids. Fljótlega
varð til spilaklúbbur sem hefur starf-
að óslitið síðan með smá hléum vegna
náms og starfa erlendis. Það var alltaf
tilhlökkunarefni að hitta stelpurnar á
þriðjudögum yfir spilum en það var
ekki síður skemmtilegt að spjalla
saman og njóta stundarinnar. Árshá-
tíð spilaklúbbsins þar sem við
skemmtum okkur við að vinna strák-
ana, eiginmenn okkar, í bridskeppni
er einnig sett í minningasjóðinn.
Sama er að segja um matarklúbbinn.
Við eigum öll eftir að sakna þess að
heyra ekki lengur Viddu segja á sinn
skemmtilega hátt: ,,Árni minn“,
heyra hana ekki lengur hlæja svo
skemmtilega eða hlusta á hlýju orðin
sem fóru á milli þeirra.
Það eru mikil forréttindi að hafa
orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Viddu og eiga hana að vin-
konu. Við sem urðum henni samferða
á lífsleiðinni erum svo miklu ríkari.
Við yljum okkur við minningarnar og
finnum þannig nærveru hennar.
Árni, Hulda og Solla, ég votta ykk-
ur og fjölskyldunni mína dýpstu sam-
úð.
Kristín.
„Maður er manns gaman“ á vel við
þegar við minnumst Viddu. Engum
höfum við kynnst sem hefur jafngam-
an af fólki og svo einstakt lag á því að
njóta samveru og gera hversdagsleik-
ann að skemmtun.
Það er létt að kynnast náið á ung-
lingsárunum þegar hugurinn er opinn
og hömlulaus. Við kynntumst í
menntaskóla fyrir tæplega fjörutíu
árum. Á leið okkar gegnum lífið hafa
verið tímabil þar sem við vorum sam-
an upp á hvern dag og tókum saman
þátt í flestu sem gerðist í daglegu lífi.
Þannig var það þegar brids-bakt-
erían greip okkur á menntaskólaár-
unum og við tókum spilamennskuna
fram yfir allt annað, kom jafnvel fyrir
að við færum beint í skólann eftir nótt
við spilaborðið. Við kepptum og unn-
um til verðlauna á menntaskólamót-
um og á mótum Bridsfélags Reykja-
víkur, þar sem við vorum alltaf
yngstu keppendurnir.
Þannig var það líka þegar við vor-
um nágrannar um árabil, saman í
daglegu vafstri með börn og bú, sam-
an í veitingahúsarekstri og öðrum at-
vinnurekstri sem gekk á ýmsu.
Vidda var veisluglöð og fundvís á
tilefni til að skemmta sér og veitinga-
húsarekstrinum fylgdu ótal tækifæri
til þess. Í minningunni renna saman í
eitt hversdagurinn í Garðastræti og á
Sólvallagötu, veislur á Gauknum og í
heimahúsum, gönguferðir um hálend-
ið og ferðalög. Það var alltaf svo gam-
an á þessum árum, mikið að gera en
endalaus orka og við hjálpuðumst að
við að gera lífið létt. Vináttan sem
veitti okkur gagnkvæman stuðning í
daglegu lífi var svo sjálfsögð, að það
var aldrei um það hugsað þá að hún
væri sérstök eða dýrmæt. Reynslunni
ríkari veit maður auðvitað að ekkert
er sjálfsagt og hugsar til baka með
þakklæti.
Á seinni árum hafa samverstund-
irnar oft verið strjálli. En vináttu-
böndin sem við bundumst í mennta-
skóla voru þannig, að fjarlægðir í
tíma eða rúmi hafa aldrei skipt máli.
Áberandi í fari vinkonu okkar var
góðvild, glaðværð og létt lund sem
skapaði hennar sérstöku nærveru,
það var alltaf svo skemmtilegt að vera
með henni. Forvitnari manneskja er
varla til og gerði forvitnin, ásamt
meðfæddu rannsóknareðli, það að
verkum að hún vissi alltaf meira en
aðrir um menn og málefni, hvort sem
spurt var um bakgrunn kjaftasögu
eða nýjustu rannsóknir á einhverju
fræðasviði vísindanna.
Vidda lést eftir snarpa baráttu við
krabbamein. Hún lét aldrei eftir sér
sjálfsvorkunn, það var ekki í hennar
eðli. Við þekktum vel keppnisskapið
sem hafði fleytt henni gegnum aðrar
orrustur og gátum því framan af trú-
að því að hún hlyti líka að hafa betur í
þetta sinn.
Að hætti Viddu lítum við nú fram á
veginn og á björtu hliðar tilverunnar.
Eftir stendur minning um einstakan
vin sem kunni að njóta hvers augna-
bliks og gefa þannig af sér að aðrir
nutu líka. Minning um konu sem hef-
ur lifað auðugu lífi og skilið meira eft-
ir sig í andlegum verðmætum hjá sín-
um nánustu heldur en margir sem lifa
lengur geta gert.
Við kveðjum okkar hjartans vin-
konu með söknuði og þökkum fyrir
samfylgdina.
Ingunn Sæmundsdóttir,
Elías Gunnarsson.
Fleiri minningargreinar um Vig-
dísi Einarsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Auður Theódórs og
Guðrún Svansdóttir, Hrafnhildur
og Páll, Saumaklúbburinn: Hrafn-
hildur, Ragnheiður, Guðný, Ingunn,
Steinunn, Sigríður, Hjördís, Mar-
grét, Sigurveig og Helga, Páll og
Helga Lísa, Ingibjörg ogTryggvi
Axelsson