Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 34
tónlist
34 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
G
etum við fengið Sinfón-
íuna?“
„Nei, því miður.
Fjárhagurinn leyfir
það ekki.“
„Ókei, þá hringjum við í Hall
Ingólfsson.“
Ekki svo að skilja að þessi orða-
skipti hafi einhver tíma farið fram
annars staðar en hér á síðunni. En
þau gætu hafa farið fram. Samt
heyrir umræddur Hallur aldrei
sinfóníuhljómsveit þegar hann
hugsar til eigin tónsköpunar. Eig-
inlega heyrir hann allt nema sin-
fóníuhljómsveit.
Hallur Ingólfsson er 37 ára, hár,
grannur og skarpleitur með höf-
uðið fullt af hugmyndum til að full-
nægja eftirspurn. Á tíu árum hefur
eftirspurn eftir tónsmíðum hans
farið stigvaxandi í leikhús-, útvarps
og kvikmyndaheiminum og núna
eru verk hans af þeim toga að
nálgast sjötta tuginn. Á morgnana
sinnir hann hálfu starfi við tölvu-
deild Landspítalans en þegar því
sleppir er hann kominn á æfingu,
fund eða byrjaður að lesa handrit,
semja, spila eða hljóðrita í stúd-
íóinu sem hann hefur komið sér
upp í bílskúr við heimili þeirra
Maríu Bjargar Tamimi við Soga-
veginn. Þar búa þau ásamt fjórum
börnum sínum, Snorra fimmtán
ára, Heru tólf ára, Gabríel Mána,
tíu ára og Mikael Degi sjö ára.
„Ég vil líka reyna að sinna fjöl-
skyldunni, svo tónlistinni sinni ég
mest síðdegis eða þegar krakk-
arnir eru farnir að sofa á kvöldin.
Þetta er töluvert púsluspil að
koma öllu heim og saman.“
Stúdíóið er sumsé heimatilbúið í
stórum L-laga bílskúr. „Ég lét
smíða annan skúr inni í þeim sem
fyrir var, setti gólf sem nánast
flýtur á gúmmímottum og grindin,
sem er fyllt steinull, snertir hvergi
undirstöðuna, þannig að enginn
titringur myndast. Í veggjunum
eru fimm efnislög og lofttóm á
milli og svo hlaðinn steinn. Stúd-
íóið er því algjörlega hljóðein-
angrað og með fínan hljómburð,
enda hafði ég kynnt mér vel
hvernig best verður að slíku staðið
og naut að auki þekkingar reynds
smiðs. Upptökutækin voru nokkuð
dýr en þau eru einföld í meðförum,
sem er það sem maður sækist eft-
ir. Að geta unnið hratt meðan
maður er með hugmyndina í koll-
inum og þurfa ekki að eyða mikl-
um tíma í tæknipælingar.“
Margt í gangi í einu
Undanfarið hefur leikritið Af-
gangar verið sýnt í Austurbæ und-
ir stjórn höfundarins Agnars Jóns
Egilssonar með tónlist Halls. Á
næstu vikum birtist Hallur á
skjánum sem leikari í hlutverki
vinalegs nörds í þáttaröðinni Víd-
eóblogg á Sirkus. En næsta frum-
sýning verður seinna í mánuðinum:
Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á
Herra Kolbert í leikstjórn Jóns
Páls Eyjólfssonar en Hallur semur
tónlistina við hana.
„Það er alltaf margt í gangi í
einu,“ segir hann brosandi. „Herra
Kolbert er eins konar súrrealískur
splatter-farsi, mjög fyndinn og
skemmtilegur að glíma við. Ég
skrepp annað slagið norður á æf-
ingar en fylgist svo vel með þróun-
inni héðan frá Reykjavík. Það er
mjög misjafnt á hvaða stigi tónlist-
in fer að kvikna í huganum, stund-
um strax við lestur handrits,
stundum eftir nokkrar æfingar, en
oftast finnst mér best að hreyfa
mig ekki mikið fyrr en sýningin er
byrjuð að renna, leikmyndin gróf-
lega komin og umhverfi tónlistar-
innar hefur tekið á sig form. Það
skiptir máli hvort það er íburð-
armikið, fágað eða hrátt. Allt verð-
ur að falla saman í eina heild og
tónlistin þarf að vera sveigjanleg
svo unnt sé að lengja og stytta eft-
ir þörfum. Og í síðasta lagi viku
fyrir frumsýningu skal hún vera
fullmótuð. Í þessu tilfelli, þegar
sýningin er ekki í Reykjavík, sendi
ég tónlistina jafnóðum til leikstjór-
ans í tölvupósti um leið ég er bú-
inn að vinna á nóttunni og hann
tekur hana með sér á æfingu dag-
inn eftir.“
Stærsta verkefni vetrarins hjá
Halli verður þó trúlega sýning
Borgarleikhússins í mars á söng-
leiknum Gretti eftir Ólaf Hauk
Símonarson, Egil Ólafsson og Þór-
arin Eldjárn en þar verður hann
tónlistarstjóri. Hann hefur þegar
sett saman rokkband úr liðs-
mönnum Hairdoctor og Jeff Who?
og mun sjálfur spila á tromm-
urnar. „Mér finnst eðlilegt að
hljómsveitarstjórinn sitji í bíl-
stjórasætinu!“ segir hann. Grettir
hefur ekki verið settur upp í at-
vinnuleikhúsi frá frumflutningnum
árið 1980 en hann sá Hallur ekki,
enda aðeins ellefu ára.
Högg í magann
Nokkrum árum síðar hafði hann
hins vegar fjárfest í fyrsta hljóð-
færinu, trommusetti sem hann
keypti fyrir fermingarpeningana
sína. Núna hefur hann tvö
trommusett í stúdíóinu, auk
kynstranna af öðrum hljóðfærum,
gíturum, kontrabassa, gömlu
harmóníunni, rafmagnspíanói,
hljóðgervlum, harmónikku og svo
framvegis. Og þegar Hallur er
spurður hversu mörg hljóðfæri
hann spili á segist hann einfaldlega
ekki vita það. „Enda er ég ekki
góður á þetta allt. Það er eitthvað
við það að þurfa á taka á honum
stóra sínum, þjálfa sig upp til að
ná því út úr hljóðfærinu sem verk-
ið vantar. Þá gerist yfirleitt eitt-
hvað ferskt og gott. Það myndast
einhver ákafi og spenna.“
Á blásturshljóðfæri spilar hann
þó ekki. Samt var það trompetið
sem heillaði hann fyrst. „Ég ætlaði
að verða trompetleikari og var af
því tilefni sendur í blokkflautunám
sex ára gamall. Það fannst mér
ekki gaman, fílaði ekki hljóðfærið
og gafst upp eftir hálfan vetur.
Þegar ég heyrði svo slegið í stóru
bassatrommuna í lúðrasveit Laug-
arnesskólans fann ég einsog högg í
magann. Ég varð heillaður af afl-
inu í trommum, ekki síst þegar ég
fór að hafa smekk fyrir rokki.“
Það var einkum tvennt sem
kveikti áhuga Halls á tónlist yf-
irleitt. Annars vegar var tónlist í
vinsælum sjónvarpsþáttum þessara
ára, eins og Onedin skipafélaginu
og barnaþáttunum Gulleyjunni, og
svo músíkin sem eldri bræður hans
héldu uppá. „Þeir hlustuðu á Led
Zeppelin, Deep Purple, ELO,
Slade og fleiri sveitir sem vinsælar
voru á áttunda áratugnum. Sem
Eins og barn
Morgunblaðið/Sverrir
Hallur og hljóðfærin „Það er eitthvað við það að þurfa á taka á honum stóra sínum, þjálfa sig upp til að ná því út úr hljóðfærinu sem verkið vantar...“
Hann hefur aldrei lært á hljóðfæri eða stundað formlegt nám í tónlistarfræðum. Samt spilar Hallur Ingólfsson á fleiri hljóðfæri en hann
fæst til að nefna og hefur undanfarinn áratug orðið eitt eftirsóttasta tónskáld okkar fyrir leiksvið og útvarpsleikhús. Og senn stígur hann
fram sem leikari í sjónvarpsþáttunum Vídeóblogg. Í samtali við Árna Þórarinsson segir Hallur: „Ég vinn frá hjartanu frekar en af aka-
demískri þekkingu, enda er hún ekki fyrir hendi.“
„Ég er stoltur af ýmsu sem ég hef gert, en ætli ég
nefni ekki tvennt sem stendur upp úr í huganum.
Annað er tónlistin við Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur
sem ég vann fyrir Jón Pál Eyjólfsson í Þjóðleikhús-
inu og fjallar um ungt fólk sem verður fyrstu ís-
lensku hryðjuverkamennirnir. Mér fannst æðislegt
að vinna það verkefni. Tónlistin er að stærstum
hluta frá sjónarhóli unga fólksins sem vill byltingu.
Hún varð að vera hryðjuverkatónlist, hættuleg, árás-
argjörn, óútreiknanleg en vel skipulögð. Eins og
óhagganlegur áróður sem ætlar sér alla leið. Á móti
þurfti líka léttari tónlist og klassíska tónlist. Hitt
verkefnið er Faðir vor eftir Hlín Agnarsdóttur sem
Agnar Jón setti upp í Iðnó. Það var vendipunktur
fyrir mig. Sú vinna var öll mjög ánægjuleg og mús-
íkin vakti það mikla athygli í bransanum að síðan
hef ég varla litið upp úr verkefnunum. Ég byggði
tónlistina á „sixties-gleðipoppi“ en hún varð bæði
sérstök og súr og skringileg. Hún átti að end-
urspegla það glæsilíf sem persónurnar vildu láta líta
út fyrir að þær lifðu. Hún varð að sameina neyslu-
hyggjuna og nánast tryllingslega gervigleðina sem
bjó að baki. Smátt og smátt, eftir því sem við kynnt-
umst persónunum nánar, fór svo tónlistin að sýna
rétt andlit þeirra.
Þetta var í fyrsta sinn sem ég vann með þessum
leikstjórum og kannski er það stærsti hlutinn af
ánægjunni að kynnast öllu þessu góða fólki, leik-
urum og leikstjórum, finna samhljóminn og finnast
maður á einhvern hátt vera stærri og meiri, njóta
forréttinda við að vinna með þeim.
Svo verð ég að nefna Glæp gegn diskóinu, þar sem
ég flutti alla tónlistina einn á sviðinu og vann mjög
náið með hverjum leikara og leikstjóranum, lærði
allan textann og hverja hreyfingu. Ég er mjög stolt-
ur af að hafa hlotið tilnefningu til Grímu-verð-
launanna fyrir það. Svo er það hin tilnefningin,
Töframaðurinn, stuttmynd sem ég vann með Reyni
Lyngdal, vini mínum. Þar tókum við áhættu og upp-
skárum Eddu-tilnefningu, fórum mjög einfalda en
áhrifaríka leið. Ég gæti haldið lengi áfram. Sem bet-
ur fer er ég eiginlega stoltur af öllu sem ég hef gert.
Ég hef notið allra þessara verka, hvers á sinn hátt,
og lært af þeim öllum.“
Tónskáldið um eigin tónverk ’Ég held að músíkinmín einkennist af fjöl-
breytni, sem sækir áhrif
hingað og þangað en
hermir þó ekki eftir
neinu. ‘