Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÍBÚAFUNDUR, sem haldinn var 9. október sl., var mjög vel sóttur og góður fundur. Funda- formið svolítið snúið og hentar tæplega þeim, sem vilja vera á fundi þar sem er frjáls framsaga og umræða. Fundurinn virtist sýna ,,þverskurð“ skoðana íbúa. Þó fannst sumum fundargesta skrýtin ,,trúarleg“ skýr- skotun í lok fund- arins. Það er auðvitað ekki hægt að gera öll- um til hæfis á svona fundi. Það vantaði rúmlega 1000 kjós- endur á fundinn, sem væntanlega hafa skoðanir á þessum málum. Ekkert hefur breyst frá fyrri íbúa- þingum á Álftanesi. Undirbúningur, frá- gangur, of stýrandi samningar, skv. áætlun fulltrúa Á- lista, setja arkitektasamkeppni um deiliskipulag miðsvæðis mjög þröngan kost. Ef slíkt gengur eft- ir. Af hverju skýrði bæjarstjóri ekki frá því á íbúafundinum hvernig liði vinnu við undirbúning arkitektasamkeppni og einnig frá því hvaða samninga hann er að gera við ýmis fyrirtæki um upp- byggingu á miðsvæðinu? Hvað varð um ,,litla sæta miðbæinn“? Staðreyndin er: 1. Í undirbúningi er samningur við Samkaup um uppbyggingu fyrir eldri íbúa. 2. Í undirbúningi er samningur við Búmenn um uppbyggingu fyrir eldri íbúa. 3. Rætt er um að Ris ehf. byggi íbúðir fyrir eldri íbúa, 41 íbúð við Sveinskot við Bjarna- staðavör, í gildandi skipulagi er gert ráð fyrir 11–14 íbúðum. 4. Í undirbúningi er samningur við Samkaup um að byggja verslun. 5. Í undirbúningi er samningur við Þyrpingu ehf. um að skoða hönnun og byggingu allt að 3000 m² menningarhúss á um 30.000 m² lóð. 6. Í undirbúningi er samningur við eignarhaldsfélagið Fasteign ehf. um hönnun og jafnvel byggingu lokaáfanga íþróttamiðstöðvar og sundlaugar. 7. Í umræðu er bygging 100–200 herbergja hótels á miðsvæðinu, samningsdrög eru tilbúin. 8. Í umræðu er að byggja í Sveins- kotsmýri og að hesthúsasvæðið við Mýrarkot verði fjarlægt. Svæðið er vestan Asparholts við Breiðumýri og er í aðalskipulagi merkt ,,opið svæði til sérstakra nota“. 9. Í gildi er samn- ingur frá 2005 við Heimatún ehf. um uppbyggingu á mið- svæðinu. Í þeim samningum er m.a. gert ráð fyrir verslun. Nú vilja fulltrúar Á-lista byggja 115 til 135 íbúðir fyrir þá eldri á miðsvæðinu og við Sveinskot. Fulltrúar Á-lista sögðu síðastlið- inn vetur að nóg væri að byggja 9 íbúðir og að hámarki 40 íbúðir fyr- ir eldri íbúa. Í margumræddum samningum við Eir, var gert ráð fyrir 85 til 90 íbúðum í tveimur áföngum. En fulltrúar Á-lista greiddu atkvæði á móti samn- ingnum. Þessir samningar allir og fyrirætlanir, ef samþykktar verða, eru með mjög skuldbindandi ákvæðum. Væntanlega mjög skuldbindandi fyrir samkeppnina einnig. Hvað vakir fyrir liðinu? Íbúum er ekki gerð grein fyrir þessum áformum Á-lista á íbúa- fundinum 9. október sl. Er það eðlilegt að bæjarstjóri hamist í því að gera alvarlega skuldbindandi samninga við ýmis fyrirtæki, eink- um í ljósi þess að engin leið er að sjá núna hvort Álftnesingar sætti sig við vinnubrögð Á-lista og mögulega niðurstöðu vinnu við nýtt skipulag miðsvæðisins? Hvað ef íbúar hafna þessari leið? Hvað ef niðurstaða dregst á langinn? Eru fulltrúar Á-lista í bæj- arstjórn að ,,sætta sjónarmið“ með því að stilla upp svona gríðarlega stóru dæmi? Þetta dæmi er mun stærra en nokkurn tíma það sem deilt var um í vetur. Hvar er gerð tilraun til að sætta sjónarmið, með tilliti til niðurstöðu kosninganna og einkum með tilliti til þeirra loforða fulltrúa Á-lista að fara eftir undirskriftarlistunum frá í desember sl.? Lokaorð texta undirskriftarlist- anna frá í vetur eru: ,, Við förum fram á að skipulag miðsvæðisins verði tekið upp að nýju, efnt verði til arkitekta- samkeppni og okkur íbúum Álfta- ness verði gefinn kostur á að velja á milli tillagna af ólíkum toga.“ Undir þennan texta skrifuðu 705 Álftnesingar. Þessu lofuðu fulltrúar Á-lista að fara eftir. Að halda öðru fram í dag er skrítið, þar sem aðalfulltrúar Á-listans í dag komu að söfnun þessara und- irskrifta. Hvað verður um efnd- irnar? Hver er skýring á því af hverju íbúar fá ekki að velja milli tillagna? Hvað með ,,litla sæta miðbæinn“? Er það boðlegt að segja að undirskriftarlistarnir hafi gilt um skipulagið, sem deilt var um í fyrra? Skuldbinding? Verða bæjarfulltrúar Álftaness ekki að einhenda sér í að gera til- raun til þess að sameina sundr- aðar fylkingar Álftnesinga, hvað varðar skipulagsmál og uppbygg- ingu á miðsvæðinu? Verða bæj- arfulltrúar ekki að axla þá ábyrgð, sem felst í niðurstöðu kosninganna í maí í vor? Verða bæjarfulltrúar ekki að standa faglega að þessari samkeppni? Er þessi samkeppni eitthvert einkamál fárra ein- staklinga úr röðum Á-lista? Er eðlilegt að raða út fjárhagslega skuldbindandi samningum, sem leggja á til grundvallar í keppn- islýsingu dómnefndar um sam- keppnina? Hvað finnst Álftnes- ingum? Mér er allavega nóg boðið og verð að koma þessu á framfæri, fyrst bæjarstjóri gerði ekki grein fyrir þessum málum, við kærkom- ið tækifæri á íbúafundi á mánu- daginn var. Af hverju þagði bæj- arstjórinn? Eigum við ekki að ræða þessi mál og finna leiðina til sátta? Frekar en að keyra svona bratt á þetta stóra mál. Álftanes – íbúalýðræði Guðmundur G. Gunnarsson fjallar um málefni sveitarfé- lagsins Álftaness » Verða bæjarfulltrúarÁlftaness ekki að einhenda sér í að gera tilraun til þess að sam- eina sundraðar fylk- ingar Álftnesinga, hvað varðar skipulagsmál og uppbyggingu á mið- svæðinu? Guðmundur G. Gunnarsson Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisfélags Álftaness. Dóra Hjálmarsdóttir: Áhættu- mati fyrir Káahnjúkavirkjun er ekki ábótavant. Oddur Benediktsson: Áhættu- mati fyrir Kárahnjúkavirkjun er ábótavant Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUD., KL. 15-16 BARÐASTAÐIR 11 - 5. HÆÐ, bjalla 52 Dagný & Þórhallur taka á móti gestum. Vel skipulögð og björt 105,2 fm 3ja herb. íbúð á 5. hæð í snyrtilegu fjölbýli með lyftu. Svalir til suðurs með útsýni yfir golfvöllinn við Korpúlfsstaði. Íbúðin er: Forstofa/hol, 2 svefnh., eldhús, baðh., stofa/borðstofa, þvottah. og sérgeymsla í kjallara. Skápar, hurðir og innréttingar eru úr mahóní. Granítflísar á forstofu, baðherbergi og þvottaherbergi. Merbau- parket á herbergjum, gangi, stofu/borð- stofu og eldhúsi. Eign sem vert er að skoða. Verð 23.900.000. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Hvassaleiti – Eldri borgarar VR blokkin Vorum að fá 114 fm endaíbúð á 3. hæð í suðurenda í þessari vinsælu blokk. Íbúðin er sérlega vel skipu- lögð og björt með stórum suðursvölum, glæsilegt útsýni. Góðar stofur. Margskonar þjónusta í boði, m.a. matsala, samkomusalur, hárgreiðsla, snyrti- stofa, nudd o.fl. Íbúðin er til afhendingar fljótlega. V. 32,5 m. Uppl. gefur Ellert Róbertsson sölumaður, sími 893-4477. Sími 588 4477 VANTAR - VANTAR www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Hef verið beðinn um að finna raðhús/parhús í Rimahverfi í Grafarvogi fyrir ákv. kaupanda. Kaupverð allt að 45 milljónum. Uppl. veitir Ellert Róbertsson sölumaður, sími 893 4477, eða á skrifstofu Valhallar í síma 588 4477, eða ellert@valholl.is Sími 588 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.