Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 26
mið-austurlönd 26 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einlitir sófar Tausófar Sjónvarpssó Þriggjasætasófar Leðursófar Tveggjasætasófar Leðursófar Komið og gerið góð kaup Varnarliðssala Geymslusvæðisins - Sigtúni 40 SÓFAR Í ÚRVALI OPIÐ: Mánud. Þriðjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. 12-18 12-18 12-18 12-21 10-18 10-18 12-18 Tausófar Mynstraðir sófar N ýlega tilkynnti palest- ínska heimastjórnin, sem stýrt er af hinum íslömsku Hamas-sam- tökum, að tekist hefði samkomulag um að mynda þjóð- stjórn með Fatah-samtökunum sem stýrt er af Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Opinber stefna hinnar nýju stjórnar yrði byggð á samkomu- lagi allra hreyfinga Palestínumanna frá því í júnímánuði sem felur í sér óbeina viðurkenningu á tilverurétti Ísraelsríkis. Þegar Miryam Shomrat, sendi- herra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, er spurð hvort hún telji að af hálfu Ísraela sé grundvöllur fyrir við- ræðum við Hamas ef þjóðstjórn Ha- mas og Fatah verður að veruleika, svarar hún að ríkisstjórn Hamas verði að samþykkja þau þrjú skilyrði sem alþjóðasamfélagið hefur sett án þess að á þeim séu gerðar nokkrar breytingar. „Þessi þrjú skilyrði eru í fyrsta lagi viðurkenning á tilverurétti Ísraels, í öðru lagi viðurkenning á öll- um fyrri sáttmálum sem Ísrael, Frelsissamtök Palestínu (PLO) og Palestínustjórn hafa undirritað og í þriðja lagi að Hamas hafni hryðju- verkum. Það er alveg ljóst að á með- an Hamas samþykkir ekki þessi skil- yrði er enginn grundvöllur fyrir viðræðum. Ef við eigum í friðarvið- ræðum er ekki viðunandi að ofbeldi sé beitt gegn Ísrael né að stríð sé háð gagnvart okkur.“ Sendiherrann viðurkennir að hún sé ekki sérstaklega bjartsýn á að við- ræður Hamas og Fatah endi með því að Hamas lofi að virða fyrrnefnd skil- yrði alþjóðasamfélagsins. „Fatah- samtökin hafa þegar gert margar til- raunir til að komast að samkomulagi við Hamas og Abbas forseti hefur ekki átt auðvelt með að fá Hamas- stjórnina til samstarfs.“ Shomrat segir að þar sem Hamas sé íslömsk hreyfing hugsi stuðningsmenn henn- ar á tiltekinn hátt og sá hugsunar- háttur einkennist af trúnni. Hún seg- ir það geta verið erfitt fyrir til að mynda Íslendinga og Norðmenn að skilja þennan hugsunarhátt. Shomrat útskýrir að Hamas tali um annars vegar múslima og hins vegar heið- ingja. Gyðingar í Ísrael tilheyri hópi heiðingja. „Meðlimir Hamas nota hugtakið houdna úr Kóraninum þeg- ar þeir ræða um að semja um frið við óvininn. Þeir semja einungis um vopnahlé en viðurkenna ekki óvininn vegna þess að í þeirra huga eru óvin- irnir heiðingjar og við þá er ekki mögulegt að semja frið nema tíma- bundið. Þetta gæti okkur virst skrýt- ið en svona hugsa meðlimir Hamas. Svona framkoma er að mínu mati óþolandi gagnvart fullvalda ríki og er ástæða þess að ég er ekkert sérstak- lega bjartsýn um niðurstöðu við- ræðna Hamas og Fatah.“ Er staðan í deilunni þá ekki von- laus fyrst hugsunarháttur Hamas er þessi? „Ég vil ekki gefa upp von og ég vona að Hamas sjái fyrr en síðar að alþjóðleg samskipti eru ekki viðhöfð á þennan hátt. Ef þeir hins vegar halda áfram að aðhyllast þessa trúarlegu hugmyndafræði og líta á ofbeldi sem réttmæta leið til að tryggja sína hags- muni munum við ekki finna neina lausn. Ísraelsríki mun áfram standa vörð um sitt landsvæði og sitt fólk.“ Umræðan snýst ekki um nauðsyn stríðsins Skömmu eftir að vopnahléi hafði verið komið á milli Ísraels og Hizbol- lah-samtakanna í Líbanon fóru að heyrast gagnrýnisraddir í Ísrael. Ísr- aelar virðast ekki sáttir við fram- göngu stjórnarinnar í stríðinu í Líb- anon. Hver er þín skoðun á þessari gagnrýni? „Það var og er almennt litið svo á í Ísrael að stríðið gegn Hizbollah í Líb- anon hafi verið nauðsynlegt. Um- ræða, gagnrýni, sjálfskoðun og rann- sóknarnefndir sem stofnaðar hafa verið til að skoða framgöngu stjórn- arinnar og hersins, allt miðar þetta að því að komast að því hvað fór úrskeið- is í stríðinu. Það er eðlilegt að ýmsar spurningar komi upp. Það hefur verið dregið úr fjárveitingum til hersins og til heræfinga og því kvörtuðu her- mennirnir undan lélegum undirbún- ingi fyrir stríðið í Líbanon og lélegum útbúnaði. Og nú deila stjórnmála- menn núverandi og fyrrverandi stjórnar um hver beri ábyrgðina.“ Sendiherrann segir Ísrael vera op- ið samfélag þar sem allir taka þátt í umræðunni. „Og það gera ekki ein- ungis Ísraelar heldur heimurinn allur og þannig viljum við hafa það. Þannig er raunverulegt lýðræði. Hins vegar ætti ekki að rugla saman umræðunni um stríðið og nauðsyn þess. Það er óumdeilt að það var nauðsynlegt að fara í þetta stríð.“ Shomrat segir að það hefði verið erfitt að undirbúa stríð sem þetta og það hefði að öllum líkindum átt að gera á annan hátt en raunin var. Her- inn hefði ekki verið í stríði við annan her heldur barist við hryðjuverka- menn sem voru á meðal almennra borgara í Líbanon. „Nú er spurningin hins vegar, ef eitthvað fór úrskeiðis, hvað var það? Það verður að skoða málið og komast að niðurstöðu og það er nokkuð sem ætti alltaf að gera að stríði loknu.“ Hvað stendur helst í veginum fyrir því að Ísrael geti samið við Hizbol- lah? „Ég myndi frekar segja að Hizbol- lah sé aðalfyristaðan fyrir því að frið- ur komist á á þessu svæði þar sem það viðurkennir ekki tilverurétt Ísr- aels og samsamar sig þannig með ír- anska forsetanum og hegðar sér líkt og stjórn Ayatollah. Líbanon er full- valda ríki þar sem meirihluti sam- félagsins, sem samanstendur af fólki af ólíkum uppruna og sem aðhyllist ólík trúarbrögð, vill búa í nútíma vestrænu lýðræðisríki. Hizbollah hef- ur hins vegar það markmið að koma á fót íslömsku klerkaveldi í líkingu við stjórn Mullah í Íran. Í trássi við al- þjóðalög og í trássi við ályktun 1559 frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna afvopnaðist Hizbollah ekki. Hreyf- ingin er orðin vel vopnum búin og þiggur háþróuð vopn frá Rússlandi, Sýrlandi og Íran og hrifsar til sín völd sem tilheyra líbönsku stjórninni og vinnur gegn hagsmunum líbönsku þjóðarinnar.“ Telur þú að samskipti Hizbollah, Írans og Sýrlands verði að breytast til þess að forsenda sé fyrir því að sættir náist? „Við verðum að vera raunsæ. Ég tel að til að hægt sé að íhuga einhvers konar samkomulag verði fyrst að hrinda ályktun öryggisráðs SÞ núm- er 1701 í framkvæmd. Ályktunin er ákaflega mikilvæg og kveður á um að Hizbollah afvopnist og að hreyfingin láti lausa, skilyrðislaust og án tafar, ísraelsku hermennina sem teknir voru til fanga og að líbanski herinn taki að fullu yfir líbönsk yfirráða- svæði. Þetta felur í sér að til þess að framkvæmd ályktunarinnar heppnist þurfa bæði Íran og Sýrland að hegða sér á annan hátt gagnvart Líbanon og fara að virða Líbanon sem full- valda ríki.“ Orðstír SÞ í húfi Spurð hvort hún sé bjartsýn á að ályktun öryggisráðs SÞ númer 1701 verði að veruleika segir sendiherrann það hreinlega verða að gerast. „Að mínu mati er orðspor SÞ í húfi. Ef al- þjóðasamfélagið lætur sér lynda að Hizbollah verði áfram vopnuð hreyf- ing sem ógnar Ísrael og líbönsku þjóðinni munu SÞ missa allan trú- verðugleika.“ Hefurðu trú á því að Ísrael og Hiz- bollah nái með aðild SÞ að semja um skipti á föngum? „Spurningin felur í sér að þú leggir að jöfnu ísraelska hermenn sem var rænt á ísraelsku yfirráðasvæði og líb- anska hryðjuverkamenn í ísraelskum fangelsum sem hlutu réttlátan dóm. Það er rangt að leggja þetta tvennt að jöfnu en líklega eru ekki margir á Íslandi sem vita hvað líbönsku fang- arnir sem um ræðir hafa verið dæmd- ir fyrir.“ Shomrat nefnir til dæmis hinn al- ræmda Samir Kuntar, fanga sem Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, krefst að verði látinn laus. Kuntar kom á báti frá Líbanon til borgarinn- ar Nahariya í norðanverðu Ísrael þar sem hann braust inn í hús Haran-fjöl- skyldunnar um miðja nótt og myrti með hrottafengnum hætti tvo fjöl- skyldumeðlimi. „Þetta er dæmi um hversu alvarlegir glæpirnir eru sem þessir fangar hafa framið og útskýrir hvers vegna Kuntar var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Finnst þér hægt að leggja að jöfnu hermenn sem hafa verið teknir til fanga og dæmda morðingja? Eins og ég hef þegar sagt kveður ályktun 1701 á um að her- mönnunum sem var rænt verði sleppt tafarlaust. Þetta er krafa alþjóða- samfélagsins. Ef ályktunin verður ekki að veruleika er það brot á al- þjóðalögum. Á meðan Líbanon slepp- ir ekki hermönnunum heilum á húfi er það brot á ályktuninni.“ Róttækni einkennir Mið-Austurlönd Aðspurð segir sendiherrann það helst vera róttækni sem nú einkennir ástandið í Mið-Austurlöndum. „Leið- togar flestra ríkja neita að taka nú- tímanum hvort sem það er vegna þess að þeir eru að eldast og óttast breytingar eða að alræðisstjórnirnar hræðast það að missa völdin. Stjórnir þessara landa stefna ekki til framtíð- ar og halda dauðahaldi í völdin. Þess- ar elítustjórnir telja nútímann vera samnefnara vestrænna gilda og menningar og þessum gildum afneita þær. Óttinn við að missa valdið sem þær hafa yfir fólkinu er allsráðandi. Þess vegna er fólkinu að mörgu leyti settar strangar skorður, ekki síst hvað varðar menntun og störf. Þetta verður til þess að til verður hringrás fátæktar, fáfræði og örvæntingar sem aftur skapar frjóan jarðveg fyrir íslamska öfgatrú. Þetta leiðir að lok- um til þess að hugmyndin um písl- arvættisdauða verður vinsæl meðal ungs fólks. Ísrael er talið, og með réttu, vera nútíma vestrænt ríki og því þarf Ísrael að horfast í augu við þennan vanda og takast á við arab- íska öfgamenn. En vandinn steðjar ekki einungis að Ísrael. Það er nokk- uð sem margir í Evrópu og annars staðar virðast enn ekki gera sér grein fyrir,“ segir sendiherrann að lokum. Gefur ekki upp von um frið Morgunblaðið/Hrafnhildur Smáradóttir Sendiherrann Miryam Shomrat segir að stjórnir flestra ríkja í Mið-Austurlöndum stefni ekki til framtíðar og haldi dauðahaldi í völdin. Óttinn við að missa völdin, sem þær hafi yfir fólkinu, sé allsráðandi. Miryam Shomrat, sendiherra Ísraels gagnvart Íslandi og Noregi, segir að forsenda þess að Ísrael hefji viðræður við Hamas-samtökin sé að þau við- urkenni að fullu þau þrjú skilyrði sem svokallaður kvartett sáttasemjara í Mið-Austurlöndum kynnti í janúar sl. Hún telur enn fremur að til að ályktun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1701 geti orðið að veruleika verði Íran og Sýrland að taka alveg nýja afstöðu til Líbanon. Hrafnhildur Smáradóttir hitti sendiherrann fyrir í ísraelska sendiráðinu í Ósló til að ræða ástandið í Mið-Austurlöndum. Höfundur er fréttaritari Morgunblaðsins. »Ef við eigum í frið-arviðræðum er ekki viðunandi að ofbeldi sé beitt gegn Ísrael né að stríð sé háð gagnvart okkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.