Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 19 HTC, sem áður hét Qtek, er stærsti framleiðandi lófatölvusíma í heiminum. HTC stendur fyrir High Tech Computer og er fyrirtækið aðalsamstarfsaðili Microsoft í Windows PC stýrikerfum fyrir lófatölvusíma. HTC sameinar síma og tölvu í einu tæki. Þú getur valið úr lófatölvusímum sem eru samlokusímar, símum með lyklaborði og símum hlöðnum aukabúnaði. HTC sameinar símann, tölvupóstinn og gagnasamskipti í einu tæki. Qtek hefur fengið nafnið HTC HTC 8500 Samlokusími sem keyrir á Windows Mobile Smartphone PC-stýrikerfinu. Næfurþunnur samlokusími, 2,2 tommu 65 þús. lita skjár, Quad-Band virkni og 1,3 megapixla myndavél. HTC 8310 Hlaðinn aukabúnaði. Keyrir á Windows Mobile 5.0 stýrikerfinu sem opnar ýmsa möguleika í gagnavinnslu, samstillingu við PC o.fl. Bluetooth- tenging, WLAN og Quad-Band virkni. HTC (TyTN) Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. 400 MHz örgjörvi, útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta með íslenskum stöfum. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth-tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 2,0 megapixla myndavél. HTC 9100 Minnsti en um leið öflugasti lófatölvusíminn. Keyrir á Windows Mobile 5.0 Pocket PC stýrikerfinu. Útdraganlegt lyklaborð á hliðinni, auðvelt að skrifa texta. Quad-Band sími, WLAN og Bluetooth- tenging, stuðningur við öll helstu vinnuforritin frá Microsoft og 1,3 megapixla myndavél. Stærsti framleiðandi á lófatölvusímum í heiminum · Windows Mobile 5,0 stýrikerfi · Þú getur notað HTC til að tengjast Outlook, skoðað og sent tölvupóst (Microsoft Pocket Outlook) · Þú getur tengst MSN · Þú getur vafrað um á netinu · Microsoft Windows Media Player 10 – nýjasti spilarinn frá Microsoft · Microsoft ActiveSync við Exchange Server · Microsoft Pocket Office: Word, Excel og PowerPoint · Þráðlaus nettenging Wi-Fi gerir þér kleift að tengjast hvar og hvenær sem er (Hot-Spot) HTC (MTeor) HTC MTeor er fyrsti 3G snjallsíminn sem keyrir á Windows Mobile 5,0 stýrikerfinu. Bluetooth-tenging, 3ja banda virkni, háhraðagagnaflutningur, GPRS/EDGE/UMTS stuðningur. HTC lófatölvusímar fást hjá söluaðilum um land allt P IP A R • S ÍA Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is NATÓ sem staðsett er við borgina Mons í Belgíu segja menn með hern- aðarlegan bakgrunn þriðju grein NATÓ-sáttmálans ekki minna mik- ilvæga en þá fimmtu. Þar segir að hverju aðildarríki sé skylt að byggja upp liðsstyrk svo það geti sinnt skyldunum sem sáttmálinn kveður á um, þ.e. að bregðast við árásum frá óvinaherjum. Leikmenn eru senni- lega ekki þeir einu sem velta vöng- um yfir því hvernig herlaust smáríki uppfyllir þessar kröfur en í því sam- bandi eru menn í höfuðstöðvunum í Brussel aftur duglegir að taka fram hversu mikils metin sérfræðiþekk- ing Íslendinga á flugvallarstjórnun er. Hún hafi nýst ríkulega, bæði við stjórnun flugvallanna í Pristina í Kosovo og Kabúl í Afganistan og sé nú beinlínis orðin eftirsótt. Eins spennandi og okkur Íslend- ingum þykir að velta vöngum yfir eigin varnarmálum er augljóst að þau eru ekki meðal heitustu mála sem starfsmenn NATÓ ræða um þessar mundir. Stríðið gegn hryðju- verkum á þeirra hug allan og í því stríði duga ekki hefðbundin vígbún- aður. Embættismenn staðhæfa að „framtíðin liggi í að stofna leyniþjón- ustu í hverju landi fyrir sig,“ sem vekur athygli, ekki síst í ljósi tillagna um að koma slíkri starfsemi á lagg- irnar hérlendis. Þegar embættis- mennirnir eru inntir eftir því hvort þeir telji nauðsynlegt fyrir Íslend- inga að koma sér upp leyniþjónustu svara þeir að með diplómatískum hætti og segja að hvert land verði að meta hættuna á því að það verði fyr- ir hryðjuverkaárásum. » „NATÓ tekur ekkiað sér varnir ein- stakra ríkja,“ eins og einn embættismaðurinn orðar það var um hríð fiðluleikari við Fíl- harmóníuhljómsveitina í London en vann einnig fyrir sér sem sjálf- stæður tónlistarmaður, leigubíl- stjóri og ökukennari. Hann kynntist enskri konu, sem fáum sögum fer af, og saman eignuðust þau dóttur 26. júlí árið 1945 í borginni Chis- wick. Hún var skírð Ilyena Lydia Mironoff; Ilyena varð að Helen og Mironoff að Mirren. Hún segist hafa vitað það sex ára gömul að hún ætlaði ekki aðeins að verða leikkona heldur mikil leik- kona í „gamaldags, hefðbundinni merkingu“. Hún gerði samt heið- arlega tilraun til að verða við ósk- um foreldra sinna um að gerast kennari og stundaði um hríð nám í kennaraskóla. En hún hætti þar og gekk til liðs við Leikhús æskunnar eða National Youth Theatre. Helen var 22 ára þegar hún var tekin inn í Royal Shakespeare Company og var þar í fimm ár, lék fjölda aðal- hlutverka í verkum Shakespeares við mikla hrifningu, ekki síst Tróí- lus and Kressíta og Hamlet. Fyrsta kvikmyndahlutverkið var einmitt úr Shakespeare, mynd Peters Hall eft- ir Draumi á Jónsmessunótt. Síðan hefur hún leikið til skiptis í leikhúsi og kvikmyndum, auk sjónvarpsins. Hlutverk hennar í síðarnefndu miðlunum nálgast hundraðið um þessar mundir en hún hefur ekki síður unnið glæsta leiksigra á sviði. Fyrst í stað var eins og kvik- myndaleikstjórar hefðu meiri áhuga á íturvöxnum líkama Helen Mirren en leikhæfileikum hennar. Ken Russell, sá gamli refur, afklæddi hana til dæmis með eftirminnileg- um hætti í Savage Messiah (1972) og hún lét sig hafa það, ásamt ekki ómerkari leikurum en Peter O’Toole og Sir John Gielgud, að taka þátt í klámmyndinni Caligula (1980). Reyndar var engu líkara en Helen Mirren hefði á þessu tíma- skeiði haft gaman af að ögra um- hverfi sínu. Hún hefur aldrei hikað við að nota kynþokkann og verið fús að kasta klæðum þegar tilefni hefur verið til. „Hold selur,“ er haft eftir henni. „Fólk hefur engan áhuga á að horfa á myndir af kirkjum. Það vill sjá nakta líkama.“ En smátt og smátt, ekki síst eftir túlkun á ástkonu glæpaforingja Bobs Hoskins í krimmanum góða The Long Good Friday (1981), urðu hlutverkin bitastæðari. Hún var prýðileg í Excalibur Johns Boor- mans (1981), sem rússneskur geim- fari í 2010 (1984) og sýndi stórkost- legan leik í hlutverki ekkju á ófriðartímum á Írlandi í Cal (1984). Af öðrum þekktum myndum henn- ar á þessum árum má nefna White Nights (1985), Mosquito Coast með Harrison Ford (1986) og hin sér- kennilega The Cook, the Thief, His Wife & Her Lover eftir Peter Gree- naway (1989). Tveimur árum síðar kom tæki- færið sem hún nýtti svo eftirminni- lega: Hlutverk Jane Tennyson í Prime Suspect. Kvikmyndahlut- verkin hafa á seinni árum verið misjöfn, þau bestu í Comfort of Strangers (1991), þar sem hún lék undirgefna eiginkonu hins ógnvekj- andi Christophers Walken, og í The Madness of King George (1994). Þar lék hún aðra drottningu og var tilnefnd til Óskarsverðlauna, sem líkur eru á að hún verði einnig fyrir Elísabetu 2. Þess má geta að Helen Mirren er eina leikkonan sem leikið hefur báðar Elísabeturnar, en El- ísabetu 1. túlkaði hún í samnefndri sjónvarpsmynd í fyrra. Emmy- verðlaunuð er hún fyrir túlkun sína á skáldkonunni Ayn Rand í sjón- varpsmyndinni The Passion of Ayn Rand. Um síðustu aldamót kom Helen Mirren hingað til Íslands og lék í bíómynd bandaríska leikstjórans Hals Hartley, Monster, einnig nefndri No Such Thing. Myndin, sem einnig skartaði m.a. Julie Christie, heppnaðist ekki vel, en Helen Mirren þótti hvers manns hugljúfi og gekk um götur borg- arinnar og tók öllum vel sem ávörp- uðu hana. „Hún er öðlingsman- neskja,“ segir Helga Stefánsdóttir, búningahönnuður myndarinnar, sem kynntist henni vel. „Vönduð og mikil fagmanneskja, alþýðleg, hlý og góður húmoristi. Persónan sem hún lék var töluverður harðjaxl og maður fann stundum hvernig hún datt inn í þann gír; þá fór hún inn í hlutverkið, varð sneggri upp á lagið og svalari. Þær Julie Christie héldu mikið hópinn og voru sérlega ljúfar og skemmtilegar.“ Helen Mirren er sífellt að bæta við sig reynslu. Hún hefur reynt fyrir sér sem framleiðandi sjón- varpssyrpunnar The Painted Lady sem sýnd hefur verið hérlendis og sem leikstjóri leikinna stuttmynda fyrir sjónvarp. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna öðru sinni fyrir Gosford Park og ögraði umhverfinu eina ferðina enn með því að koma fram nakin ásamt fleiri leikkonum af léttasta skeiði í smellinum Cal- endar Girls (2003). Þessi leikdrottning er til alls lík- leg. Um hugsanleg viðbrögð aðal- persónunnar í The Queen segir hún: „Hvað sem henni kann að finnast um myndina sem heild vona ég að hún geti séð að ég gerði mitt besta fyrir hana.“ Skyldi drottningu hafa verið skemmt? » Í allri spennunni sem fylgir því að berjast fyrir starfsframa fórna þær fjölskyldutengslum og skyndilega, dag einn, segja þær við sjálfar sig: „Hvar er lífið? Hvar eru allir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.