Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 51

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 51 BRAGI Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hefur í grein, sem birtist í Morg- unblaðinu 7. þ.m., svarað gagnrýni minni um að Barnahús skorti lagastoð og að ekki sé heldur sérstakri heim- ild fyrir að fara í lög- um til að þar fari fram dómsathafnir. Í grein forstjórans segir að Barnahús sé rekið á grundvelli 6. mgr. 7. gr. laga barna- verndarlaga nr. 80/ 2002. Í lagaákvæðinu segir svo: „Barnaverndarstofa getur rekið sérstakar þjónustumiðstöðvar í því skyni að treysta þverfaglegt sam- starf, eflingu og samhæfingu stofn- ana við meðferð mála á sviði barna- verndar. Þá er Barnaverndarstofu heimilt að bjóða barnavernd- arnefndum aðra sérhæfða þjónustu, svo sem úrræði utan stofnana á sviði meðferðar fyrir börn, enda sé markmið hennar að auðvelda nefnd- um að sinna lögbundnu hlutverki sínu.“ Samkvæmt ofangreindu ákvæði er hvergi vikið að Barnahúsi sem stofnun og enn síður að því hlut- verki sem forstjóri Barnavernd- arstofu telur að Barnahús eigi að hafa með höndum við rannsókn sakamála, þ.e.a.s. skýrslutökum af börnum vegna rannsókna kynferð- isbrota gagnvart þeim. Segir þar einungis að Barnaverndarstofu sé heimilt „að bjóða barnavernd- arnefndum aðra sérhæfða þjón- ustu, svo sem úrræði utan stofnana á sviði meðferðar fyrir börn“ (leturbreyting höfundar). Er laga- heimildin því einskorðuð við sér- hæfða þjónustu við barnavernd- arnefndir. Þá vísar forstjórinn um heimild til að láta skýrslutökur af börnum fara fram í Barnahúsi til undantekning- arákvæðis 7. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Sam- kvæmt lagagreininni er almenna reglan sú að dómþing skulu haldin á reglulegum þingstöðum og í dóm- sölum ef kostur er en í undantekn- ingartilvikum er þó heimilt að heyja dómþing á öðrum stöðum ef þörf er á, svo sem í fangahúsi þar sem sak- borningi er haldið eða sjúkrahúsi ef skýrslu þarf að taka af sjúkum manni. Undantekning- arákvæði í réttar- farslögum ber að skýra þröngt og á vísun for- stjórans til ákvæðisins um lagaheimild til að heyja dómþing í Barnahúsi því engan veginn við. Með rýmk- andi lögskýringu, sem þó er ekki tæk sam- kvæmt viðurkenndum lögskýringarreglum, mætti komast að þeirri niðurstöðu að dómþing væru haldin í Barnahúsi í undantekning- artilvikum, þegar um skýrslutökur af börnum fyrir dómi er að ræða, en það er að sjálfsögðu í andstöðu við málflutning forstjórans sem gengur beinlínis út á það að reglan eigi að vera sú að þar fari fram allar skýrslutökur af börnum vegna rannsóknar á ætluðum kynferð- isbrotum gagnvart þeim. Með vísan til ofanskráðs er því hvorki fyrir að fara lagaheimild til handa Barnahúsi um að stofnunin komi að rannsókn sakamála né að þar fari fram dómsathafnir. Forstjórinn hefur af einhverjum ástæðum misskilið skrif mín um þessi mál á þann veg að ég telji að það samræmist illa réttarörygg- issjónarmiðum að starfsmenn Barnahúss sinni meðferð barns eftir að skýrslutöku sé lokið. Svo er alls ekki heldur er kjarni máls míns þvert á móti sá að það sé einmitt í verkahring Barnahúss að sinna meðferð barns í formi stuðnings- viðtala eftir að skýrslutöku er lokið. Dómarar bera að sjálfsögðu fulla virðingu fyrir hlutverkum annarra opinberra stofnana samfélagsins, þar með töldum stofnunum á vegum barnaverndaryfirvalda. Það gengur hins vegar alls ekki upp að starfs- menn Barnahúss komi með beinum hætti að rannsókn sakamála. Það gera þeir með því að taka að sér að vera yfirheyrendur við skýrslutökur af börnum en sá sem það gerir gegnir vitaskuld lykilhlutverki við skýrslutökurnar. Í ljósi stöðu sinnar sem starfsmenn barnaverndaryf- irvalda, sem sinna eiga því lögboðna hlutverki sínu að þjóna hagsmunum barna, geta starfsmennirnir engan veginn talist hlutlausir yfirheyr- endur við rannsókn sakamáls. Þeg- ar mat er lagt á hæfi manna til að koma að rannsókn sakamáls gilda hlutlæg sjónarmið, þ.e.a.s. að menn verða að geta treyst því fyrirfram að yfirheyrandi sé hlutlaus og skipt- ir þá engu máli þótt yfirheyrandi eða aðrir telji, huglægt séð, að hann hafi í reynd gætt hlutleysis við skýrslutöku. Enn einu sinni skal áréttað að skýrslutökur af börnum hafa al- mennt gengið mjög vel í Héraðs- dómi Reykjavíkur og þar hefur hagsmuna barna verið gætt í hví- vetna. Um það eru allir þeir fag- aðilar sammála sem að þessum mál- um hafa komið. Vilji menn kynna sér frekar hvernig staðið er að framkvæmd skýrslutaka í dóminum er þeim bent á grein sem Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari hefur ritað og er að finna á heimasíðu dómstólaráðs, domstolar.is. Skýrslutökur af börnum fyrir dómi og lagaleg staða Barnahúss Helgi I. Jónsson svarar grein Braga Guðbrands- sonar um Barnahús »… er því hvorki fyrirað fara lagaheimild til handa Barnahúsi um að stofnunin komi að rannsókn sakamála né að þar fari fram dóms- athafnir. Helgi I. Jónsson Höfundur er dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vogasel - vinnustofa hægt að útb. 3-4 íbúðir Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Vel staðsett þriggja hæða 365 fm einbýlishús með ca 50 fm vinnustofu og möguleika á aukaíbúðum. Innbyggðum bílskúr o.fl. Stór og falleg lóð er sunnan hússins. Heitur pottur. Fallegt útsýni. Á miðhæð er for- stofa, baðherbergi, hol, stofur, eldhús, bókastofa og tvö herbergi. Á miðhæðinni er einnig ca 50 fm vinnustofa. Í risi er sjónvarpsstofa, tvö herbergi og baðherbergi. Á jarðhæð eru tvö herbergi, baðherbergi, geymslurými og herbergi með sérinngangi sem hægt væri að útbúa sem íbúð. Við hliðina á þessu rými er bílskúr. Hægt væri að út- búa 3-4 íbúðir í húsinu. Húsið er vel staðsett í hverfinu, stutt er í skóla og útivistarsvæði. Húsið er teiknað af arkitektunum Magnúsi Skúlasyni og Sigurði Harðarsyni. V. 59,0 m. 6181 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13 SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 HOFTEIGUR 6 - EFRI SÉRHÆÐ M. BÍLSK. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Vel staðsett 111,6 fm efri sérhæð ásamt 36 fm bílskúr á góðum stað á Teig- unum. Eignin skiptist í stigagang, gang, nýl. uppgert baðherbergi, eldhús, tvö herbergi og tvær stofur. Gólfefni er parket, flísar og parketdúkur. Búið er að endurnýja dren, þakefni, glugga og gler að hluta, rafmagn að töflu og vatnslagnir. Bílskúr með köldu vatni. Eignin er staðsett í rólegu og fallegu umhverfi. Eigninni fylgir leyfi til að byggja ofan á húsið. Teikningar eru til staðar. Verð 30,5 millj. Verið velkomin Erlendur og Guðlaug taka á móti gestum Spánn Hús/raðhús til sölu við Torrevieja (Alicante svæðið). 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi, stofa með opnu eldhúsi. Stórar sólarsvalir og flísalagður garður. Kæli- og hitakerfi. Bíll fylgir. Stutt í Campomamor og fleiri golfvelli, 5 mín. akstur á baðströnd. Stutt í verslanir og veitingastaði. Sundlaug rétt hjá. Áhvílandi lán m. ca 4% vöxtum getur fylgt. Skoðunarferð endurgreidd ef af kaupum verður. Símar 844 0599 og 848 0905. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.