Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 32
Þegar Gunnar Stefán Ásgrímsson er spurður hvort takamegi mynd af honum, þá svarar hann: „Vantar þig myndá náttborðið?“ Gunnar Stefán eða Gunni Stebbi, eins og hann er kall- aður, er lifandi goðsögn meðal Grímseyinga, enda berst sagan blaða- manni úr fjórum áttum á meðan hann dvelur í Grímsey. Hann þykir skjótur til svars og með hráslagalegan húmor, sem raunar er út- breiddur í Grímsey, enda eyjan opin fyrir úthafsöldu úr öllum átt- um. Enginn er fremri Gunnari Stefáni í þeirri listgrein að svara fyrir sig. „Við tölum bara íslensku,“ segir Gylfi Gunnarsson útgerðarmaður sem býr í næsta húsi við hann. „Stundum hefur reyndar verið haft á orði að í Grímsey sé komið norður fyrir mannasiði,“ bætir hann við og hlær. Það kemur heim og saman við sögu af því þegar hringt var í skakkt númer og Gunnar Stefán svaraði. „Nei, hver andskotinn,“ heyrðist á hinum enda línunnar. „Nei, hann býr í næsta húsi,“ svar- aði Gunnar Stefán á augabragði. Hann er fæddur 5. júní árið 1954 og ólst upp hjá afa sínum. „Við bjuggum í torfbæ til ársins 1969, sem hét Vallarkot.“ – Hvernig var það? „Það var góður tími. Þetta var lítill bær með tveimur herbergjum; ég og mamma gistum í öðru og hann í hinu ásamt ráðskonunni. Við áttum engan ísskáp, en það voru tvær rússaperur, útvarp og kola- eldavél. Þó að ekki væri ísskapur, þá var saltað og reykt og borðaður fiskur og fugl. Unglingarnir eru öðruvísi núna. Við fengum ávexti á jólum, epli og appelsínur, en þeir vilja fá tölvur.“ Hann segir krakka í Grímsey oft skoða dýrin, en að firringin sé að verða algjör á mölinni. „Sonur minn getur talað um skepnur en á Akureyri vita ungling- ar ekki hvort hausinn er að aftan eða framan á hestum eða hvort Skepnur færa manni ánægju og mat Morgunblaðið/ÞÖK Í sveitinni „Þetta eru brauðætur,“ segir Gunnar Stefán Ásgrímsson um skepnurnar. keyrt um og skoðað. Maður skoðar ekki eyna á þremur og hálfum tíma fótgangandi. Þá er gaman að fara suður að vita eða í nýuppgerða kirkj- una. Svo liggja vegslóðar meðfram bjarginu sem gaman er að rölta eftir. Maður er tæpa tvo tíma að ganga hringinn og fljótari án stopps. Mögu- leikarnir eru miklir í ferðamennsku.“ Það hjálpar að samgöngur hafa batnað mikið til og frá Grímsey og það stendur enn til bóta með nýrri ferju, sem mun stytta siglinguna úr 3½ tíma í 2½ tíma. Flogið er þrisvar í viku á veturna, en oftar á sumrin. Komið er tjaldsvæði með góðri að- stöðu. „Okkar reynsla er samt sem áður sú að fólk vilji tjalda afskekkt og hjá bjarginu, enda yndislegt að vakna við fuglagargið á morgnana,“ segir Svafar. Það freistar líka ferðamanna að fara norður fyrir heimskautsbaug- inn. „Það er draumur margra,“ segir Helga Mattína. „Það komu til dæmis hjón frá Japan hingað með einkavél, lentu, létu taka af sér mynd við skilt- ið og fóru aftur.“ Á skiltinu sem stendur á heim- skautsbaugnum eru vegalengdir til helstu stórborga, þar á meðal Tókýó, 8.494 kílómetrar. Höfnin er eilífðarverkefni Á kaffistofunni í fiskverkuninni er bruggað görótt kaffi. Með því er bor- inn fram Sæmundur, sem mat- arkexið frá Fróni var nefnt í gamla daga, og Sæmundur í sparifötunum, sem síðar var notað um kremkexið. „Ég hef búið í Grímsey alla tíð ef undan eru skilin tólf ár fyrir sunnan á bátum frá Grindavík, en ég flutti aft- ur hingað til Grímseyjar árið 1968,“ segir Garðar Ólason útgerðarmaður, einn fimm eigenda Sigurbjörns ehf., sem rekur fiskverkunina og fjóra báta í Grímsey. „Ég kom alltaf heim á sumrin og reri með pabba, sem var hér á trillu, en það var hafnleysa á veturna og ekkert að gera. Heimilisfeður fóru þá suður á vertíðar, en konurnar voru heima og hugsuðu um börnin og bú- skapinn. Þegar ég var krakki voru menn á árabátum eða litlum trillum, sem settar voru upp. Það var ekki fyrr en á sjötta áratugnum sem hafn- argerð hófst.“ – Og nú stendur til að gera aftur umbætur á höfninni? „Það er alltaf verið að laga höfn- ina,“ segir Garðar og hlær. „Hrepps- peningarnir hafa farið í þetta hjá okkur. Það er talað um að færa innri garðinn út í höfnina og þrengja inn- siglinguna, því það er fullmikil hreyf- ing í innri höfninni í stórviðrum. Svo vantar alltaf meira grjót utan á hafn- argarðinn. Í miklu brimi þvær yfir þetta alveg.“ – Eru þau algeng? „Já, yfir veturinn gerir nokkrum sinnum 10 til 12 metra ölduhæð, einkum í norðaustanveðrum. Þá þurfum við að binda bátana með öll- um spottum og vírum sem við eigum til að þeir slitni ekki frá. Áður en innri höfnin var gerð voru bátarnir á legufærum hér úti, þá voru lagðar miklar keðjur í botninn og taumar úr þeim upp í bátana. Þetta hefur smám saman lagast, en höfnin í Grímsey er eilífðarverkefni.“ Foreldrar Garðars voru Óli Bjarnason og Elín Þóra Sigurbjörns- dóttir. „Hann var mikill karakter sá gamli og afar vinastór,“ segir Garðar. „Þegar útlensk skip voru hér fyrir utan, Norðmenn, Finnar og Fær- eyingar, þá fór hann um borð og eignaðist marga vini. Systkin mín Inga og Óli fóru meira að segja til Noregs og voru hjá norskum skip- stjóra sem var hér á síldveiðum. Óli var með honum á sjó og hún var á heimilinu. Ég man að hann keypti norskar stofumublur og færði pabba, sem þóttu ægilega fínar og var ábyggilega skipað á trillu upp í fjör- una.“ Viðskiptin voru mikil við erlendu skipshafnirnar. „Grímseyingar létu Færeyinga fá lömb og ís til að kæla síldina þegar siglt var með hana til Siglufjarðar. Í staðinn fengu Gríms- eyingar sveskjur, þurrkaða ávexti og veiðarfæri. Pabbi var mikið í slíkum vöruskiptum. Norsku skipin voru kolakynt gufuskip og þeir komu með mikið af kolum, því þeir vissu ekki hversu langur túrinn yrði. Ef fiskiríið gekk vel þurftu þeir að losa sig við kolin og oft útvegaði pabbi Gríms- eyingum kol fyrir sáralítið. Finnsku skipin voru hins vegar alltaf full af brennivíni. Fólk beið eftir sumrinu, því þá komu Finnarnir, og nóg var til af spíra og alls konar víni.“ – Það hefur verið mikil hátíð? „Já, þetta voru allt vinir pabba og komu mikið heim. Ef gerði brælu komu allar skipshafnirnar á böll í skólahúsinu gamla, sem var 60 til 70 fermetrar og troðfullt.“ – Mannlífið hefur breyst mikið? – Já, það breyttist gríðarlega mik- ið með sjónvarpinu, þegar fólk fór að sitja yfir því, og útvarpinu líka. Þegar ég flutti hingað með konunni minni árið 1968 vorum við fyrst með sjálf- virka þvottavél og sjónvarp. Ég náði ekki útsendingunni fyrr en um haust- ið og man vel að það fyrsta sem við sáum var gamli Sigurður Sigurðsson með íþróttafréttir. Við þekktum röddina og rétt greindum hann í snjóbylnum.“ Fædd undir heillastjörnu Í lok ferðarinnar mætir blaðamað- ur Bjarna Magnússyni úti á flugvelli með vini sínum Sigurði Guðmarssyni, sumarbústaðareiganda í Grímsey. Bjarni grípur farangur vinar síns og segir: „Siggi, við skulum drífa okkur svo stoppið verði lengra!“ Í flugvélinni er fallegt útsýni yfir Eyjafjörð og rifjar Inga upp sögu af því þegar faðir hennar reri lífróður á árabáti frá Grímsey til Húsavíkur til að sækja lækni út af konu sem gat ekki fætt. „Hann náði ekki til baka í tæka tíð og bæði dóu,“ segir hún og heldur sljákkar í farþegum. Grímsey er afskekkt hvað lækn- isþjónustu varðar, en það kemur læknir á þriggja vikna fresti. Reynd- ar stoppar flugvélin aðeins í tvo tíma og hann þarf að ná að sinna fólkinu á þeim tíma, að sögn Unnar. „Það get- ur verið svo mikil pressa á mann að flýta sér að í öllum látunum gleymir maður helmingnum af því sem maður ætlaði að bera undir lækninn,“ segir hún og hlær. Annars verða Grímseyingar að treysta á sjúkravélina. „Skrítið, það hefur alltaf verið hægt að fljúga út í eyju ef eitthvað er að,“ segir Sigrún Þorláksdóttir. „Það er eins og við bú- um undir heillastjörnu – okkur er ætla að vera þarna.“ „Við erum líka dugleg að fara inn- eftir [til Akureyrar],“ segir Unnur. „Og það má vel koma fram að ef við hringjum fáum við frábæra þjónustu. Það nægir að segja að við séum frá Grímsey og þá fáum við forgang að lækni; fólk hefur skilning á okkar að- stæðum.“ Þegar komið er út úr flugvélinni dæsir Gylfi Gunnarsson útgerð- armaður og segir: „Nú fyrst er mað- ur kominn í lífshættu – helvítis um- ferðin!“ » „Okkar reynsla er samt sem áður sú að fólk vilji tjalda afskekkt og hjá bjarginu, enda yndislegt að vakna við fuglagargið á morgnana.“ Morgunblaðið/ÞÖK mannlíf í grímsey 32 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.