Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 72
MARY LOU FALLIS OG
PETER TIEFENBACH Í SALNUM
Heimsókn prímadonnunnar Mary Lou Fallis
og meðleikara hennar, Peter Tiefenbach,
í Salinn vorið 2005 er ógleymanleg öllum
viðstöddum. Nú snúa þau aftur með nýja
og bráðfyndna efnisskrá.
Föstudaginn 20. október kl. 20
Miðasala og nánari upplýsingar á
www.salurinn.is og í síma 5 700 400
A
P
al
m
an
n
at
e
n
g
sl
/
H
2
h
ö
n
n
u
n
72 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
GUÐMUNDUR Karl er menntaður í
myndlistinni, við Myndlistarskólann
í Reykjavík, Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands, Listaháskóla í Flór-
ens, og Listaháskóla í Barcelona.
Hann hefur sýnt list sína allt frá átt-
unda áratugnum, bæði hér heima og
erlendis. Nú sýnir hann fjölda olímál-
verka og nokkrar vatnslitamyndir í
sýningarsal Orkuveitu Reykjavíkur.
Guðmundur er augljóslega undir
áhrifum frá Kjarval og fleiri íslensk-
um landslagsmálurum á fyrri hluta
síðustu aldar en myndefni hans á
þessari sýningu er landslag, oftast
með hrauni. Jafnvel má þekkja kunn-
uglegt mótíf á borð við sjónarhorn
Fjallamjólkur í málverkum Guð-
mundar og það getur í sjálfu sér ver-
ið áhugavert að reyna sig við svo
þekktar stærðir innan myndlist-
arinnar. En það er varla sanngjarnt
að bera nokkurn málara saman við
Kjarval og skal það heldur ekki gert
hér. Í sal Orkuveitunnar raðar Guð-
mundur stórum málverkum mjög
þétt á veggi, allir veggir eru þaktir til
hins ýtrasta og um leið eru flestar
myndirnar nokkuð keimlíkar hvað
varðar myndefni, uppbyggingu,
vinnuaðferð og litaval, þannig eru
nokkuð bjartir, bleikir og allt að því
sætir litir áberandi innan um. Ef til
vill hefði að ósekju mátt fækka
myndum á sýningunni, þannig hefði
skapast meira andrúm í kringum
málverkin. Guðmundur leitast við að
birta náttúruna sem lifandi afl eftir
sannri íslenskri hefð og mannsandlit,
líkamar og svipir gægjast all-
greinilega fram úr mörgum steinum
og klettum. Markmið listamannsins
er augljóslega að mála innan hefð-
bundins íslensks landslagsmálverks
eins og við þekkjum það frá síðustu
öld, málverk af þessum toga prýða
fjölmörg heimili á landinu og eiga
sinn sérstaka sess í íslenskri menn-
ingu. Þar sem frumleiki eða persónu-
leg sýn er ekki aðalmarkmiðið er
heldur tæpast hægt að brigsla verk-
unum um skort á slíku. Nálgun lista-
mannsins og afstaða hans til náttúr-
unnar eiga sér samhljóm innan
íslenskrar alþýðulistar, og séu verkin
skoðuð sem slík eiga þau þar sinn
ágæta sess. Þó er vart hægt að
flokka málverk svo lærðs og reynds
listamanns sem alþýðulist því þá er
yfirleitt átt við myndverk ólærðra
listamanna. Ef til vill má fara hér bil
beggja og tala um alþýðlega list.
Vatnslitamyndir listamannsins leit-
ast á nokkuð persónulegri máta við
að fanga náttúru landsins og nú eru
álfar og tröll víðs fjarri, hér sýnist
mér sem léttleiki vatnslitanna komi
verkunum til góða.
Sýningar á vegum Orkuveitunnar
hafa verið ærið fjölbreyttar, þar hef-
ur mátt sjá bæði framsækna mynd-
list, hönnun og alþýðlega list. Slík
fjölbreytni getur verið af hinu góða
en mikilvægt er að endurskoða sýn-
ingarstefnu og markmið sýning-
arsala reglulega eigi þeir að halda
dampi yfir lengri tímabil.
Í fótspor feðranna
MYNDLIST
Listasalur Orkuveitunnar
Guðmundur Karl Ásbjörnsson
Út októbermánuð. Opið mán. til fös. frá
kl. 8:30-16.
Aðgangur ókeypis.
Málverk
Landslag „Guðmundur er augljóslega undir áhrifum frá Kjarval og fleiri
íslenskum landslagsmálurum á fyrri hluta síðustu aldar,“ segir í dómnum.
Ragna Sigurðardóttir
Hinn virti blaðamaður DavidFricke frá bandaríska tónlist-
artímaritinu Rolling Stone mun
heimsækja Iceland Airwaves-
hátíðina annað árið í röð en hátíðin
hefst í næstu viku. Fricke lýsti
Airwaves-hátíðinni sem flottustu
tónlistarhátíðinni í bransanum í um-
fjöllun sinni um hátíðina á síðasta
ári. Var hann bæði hrifinn af þeim ís-
lensku listamönnum sem þar komu
fram og þeim erlendu listamönnum
sem hann var þar að kynnast í fyrsta
sinn. Í grein sinni um Airwaves í
fyrra fer David lofsamlegum orðum
um framkomu Ghostigital, Benna
Hemm Hemm, My Summer as a
Salvation, Apparat Organ Quartet,
Kira Kira, Daníels Ágústs og Jak-
obínarínu á hátíðinni. Þessir lista-
menn spila allir aftur á Iceland
Airwaves í ár.
Fólk folk@mbl.is