Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 63
MINNINGAR
E
flaust vegna þeirrar
gagnrýni sem Biblíu-
útgáfan 1866 hafði
fengið, afréð Hið ís-
lenska Biblíufélag
10. ágúst 1887 að láta hefja endur-
skoðun Ritningarinnar – og þá sér
í lagi Gamla testamentisins – eins
fljótt og auðið væri.
Í næstu 10 ár var þó ekkert
frekar aðhafst. Ástæðan var sú, að
ekki fannst neinn hentugur ein-
staklingur til að vinna þetta. En
vorið 1897 kom útlærður frá guð-
fræðinámi í Kaupmannahöfn, og
með besta vitnisburði, Haraldur
Níelsson, og var jafnskjótt feng-
inn til starfans. Þriggja manna
nefnd hafði svo umsjón með verki
hans: Hallgrímur Sveinsson bisk-
up, Þórhallur Bjarnarson lektor
við prestaskólann og Steingrímur
Thorsteinsson, yfirkennari við lat-
ínuskólann og síðar rektor.
Sá fyrst nefndi þremenning-
anna, sem einnig var forseti Hins
íslenska Biblíufélags, tíundar á
einum stað árið 1899 það sem
Haraldur átti að gera:
„Hann skyldi byrja á Gamla Testa-
mentinu, bera núgildandi þýðingu,
prentaða í Lundúnum […], nákvæm-
lega saman við hinn hebreska frum-
texta, vers fyrir vers og orð fyrir orð,
hafa einnig fyrir sér bæði hinar eldri
biblíuþýðingar á íslenzku, einkum Guð-
brands-biblíu […], og hinar nýjustu og
beztu þýðingar erlendar, einkum á
ensku, þýzku, norsku og dönsku, og
nota jafnframt hin beztu vísindalegu
skýringarrit og orðabækur, er kostur
væri á. Svo skyldi hann og hafa fyrir
sér bæði Stjórn og önnur fornrit ís-
lenzk, er að notum mættu koma. Skyldi
hann síðan gera uppástungur til allra
þeirra breytinga á núgildandi þýðingu,
sem honum virtust nauðsynlegar eða
æskilegar, til að leiðrétta villur, sem inn
hefðu læðst, nema burtu ónákvæmni og
ósamkvæmni í þýðingunni, hreinsa og
fegra málið á henni sem rækilegast, til
þess að gera hana að öllu leyti svo ná-
kvæma, rétta og fullkomna, sem unt
væri“.
Mönnum varð snemma ljóst, að
í raun og veru gæti ekki verið um
neina endurskoðun að ræða, held-
ur yrði að ganga alla leið, eða því
sem næst. En þar með var ekki
sagt, að eldri þýðingar á móð-
urmálinu væru einskis nýtar,
heldur mátti – eins og Hallgrímur
biskup komst að orði í sama riti og
hér á undan er vitnað til – „við
slíka endurþýðingu […] að sjálf-
sögðu hafa stórmikil not af hinum
fyrri þýðingum, til þess að koma
efninu í hæfilegan búning á vorri
tungu, þar sem mikill fjöldi orða
og hugmynda frumtextans hefir í
fyrri þýðingum fengið þann bún-
ing, sem náð hefir viðurkenningu
og festu í málinu“ og því væri
sjálfsagt að halda, þegar ekkert
réttara yrði fundið.
Um vorið 1899 var Haraldur
búinn að þýða tvær fyrstu Móse-
bækur og hálfnaður með þriðju.
En þá fór hann utan, með styrk úr
opinberum sjóði, og lagði stund á
hebresku og gamlatestament-
isfræði við háskóla í Kaupmanna-
höfn og Cambridge, og var líka í
Þýskalandi um tíma. Dvaldist
hann ytra í tæpt ár og ráðfærði
sig með erfiðustu texta Gamla
testamentisins við fremstu hebr-
eskumenn sem þá voru uppi.
Eftir heimkomuna var þráð-
urinn tekinn upp aftur.
Árið 1903 fékk hann ungan
guðfræðikandídat sér til aðstoðar,
Gísla Skúlason, og var hann þar til
1905. Sá þýddi einn Krónikubæk-
urnar og megnið af Davíðs-
sálmum (alla nema 46–53), og að-
stoðaði við þýðingu
Konungabókanna og niðurlag 2.
Samúelsbókar.
Hinn 22. apríl 1907 lagði Har-
aldur fram síðustu blöðin af þýð-
ingarhandritinu, og 14. júní það ár
hætti nefndin störfum, átti þá að
baki á tæpum áratug 321 fund.
Að þýðingu Nýja testament-
isins starfaði önnur nefnd, kenn-
arar prestaskólans: Þórhallur
Bjarnarson, áðurnefndur, Jón
Helgason og Eiríkur Briem. Sú
vinna hófst um veturnætur 1899.
Á árunum 1899–1902 voru gefin
út nokkur sýnishorn þýðing-
arinnar – bæði Gamla og Nýja
testamentisins – svo að almenn-
ingur gæti fylgst með. Fyrsta
Mósebók reið á vaðið og á eftir
komu svo guðspjöllin, Post-
ulasagan og Jesaja. Athugasemd-
ir voru fljótlega gerðar og var þar
á ferð Halldór Kr. Friðriksson.
Þótti honum blaðamannastafsetn-
ingin, sem ákveðið hafði verið að
nota, ekki sæma hinum virðulegu
ritum. Spunnust af þessu mikil
skrif og þungorð.
Fleiri tjáðu sig þó um Nýja
testamentið, og má þar – auk
Halldórs – nefna Eirík Magn-
ússon í Cambridge, Geir Zöega,
séra Jón Bjarnarson í Winnipeg
og sjálfan Harald Níelsson. Farið
var í gegnum aðfinnslurnar vet-
urinn 1904–1905. Er prentun þess
loks hófst, í júní 1906, var búið að
halda alls 183 fundi á sjö árum.
Upplag var 5.000 eintök.
Tveimur árum síðar kom Bibl-
ían öll út. Þá hafði Nýja testa-
mentinu frá 1906 verið breytt
töluvert. Á titilsíðu segir: BIBL-
ÍA ÞAÐ ER HEILÖG RITN-
ING. NÝ ÞÝÐING ÚR FRUM-
MÁLUNUM. REYKJAVÍK. Á
KOSTNAÐ HINS BREZKA OG
ERLENDA BIBLÍUFÉLAGS.
PRENTSMIÐJAN GUTEN-
BERG. 1908.
Er þessi útgáfa sögð hafa þegið
mikið frá Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar 1540 og Biblí-
unni 1584. Hún kom ekki á bóka-
markað fyrr en á miðju árinu 1909
og fékk þá blendnar viðtökur.
Biblían
1908–1914
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Árið 1908 kom út önn-
ur nýþýðing Heilagrar
ritningar á íslensku
frá upphafi, og með
nokkrum textabreyt-
ingum aftur 1912 og
enn 1914. Sigurður
Ægisson rekur þá
sögu að hluta til í pistli
dagsins, með framhald
að viku liðinni.
HUGVEKJA
✝ Dúfa Kristjáns-dóttir fæddist í
Hafnarfirði 29. nóv-
ember 1934. Hún
lést á Landspít-
alanum aðfaranótt
6. október síðastlið-
ins. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Elínborg
Sigurðardóttir, d.
1986, og Kristján
Sigurðsson, d. 1936.
Dúfa var yngst sex
systkina og ólust
þau upp á Selvogs-
götu 9 með móður sinni. Systkini
Dúfu eru Ríkharður, sem lifir
systkini sín, og þau Skarphéðinn,
Sigurður, Ellert og Hrefna, sem
öll eru látin.
Dúfa kynntist eiginmanni sín-
um Herði Hallbergssyni, f. 5. júní
1932, þegar hún var 13 ára göm-
ul. Þau gengu síðan í hjónaband
30. maí 1951. Þau hjón byrjuðu
búskap á Garðavegi 1 og byggðu
síðan eigið hús að Móabarði 22 í
Hafnarfirði. Dúfa og Hörður
eignuðust þrjú
börn, þau eru:
Bjarney Elísabet, f.
1958, maki Jens Er-
ik Skar, hún á þrjú
börn; Sigurjón, f.
1961, maki Kristín
Elínborg Þórarins-
dóttir, þau eiga
þrjú börn; og Jó-
hanna Elínborg, f.
1965, maki Axel
Antonio Penalver,
þau eiga fjögur
börn.
Dúfa var sér-
staklega dugleg kona. Hún vann
lengi hjá Ragnari Björnsyni,
bólstrara i Hafnarfirði. Árið1988
stofnaði hún svo eigið fyrirtæki,
Saumsprettuna sf., sem er til
húsa við Ingólfstorg í Reykjavík.
Dúfa greindist með krabbamein í
maí 2004. Þrátt fyrir erfiðar
meðferðir sinnti hún starfi sínu
til dauðadags.
Dúfa var jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði 12.
október, í kyrrþey.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Nú hefur hún föðursystir okkar
kvatt þetta jarðneska líf, eftir hetju-
lega baráttu við krabbameinið. Dúfa
var yngst systkina pabba okkar og
sannkallaður gleðigjafi. Hún var allt-
af í góðu skapi, afskaplega jákvæð og
kunni að lifa lífinu. Pabbi sagði okkur
þá ævintýrasögu þegar við vorum
börn að Dúfa hefði farið í sveit 13 ára
og komið trúlofuð til baka, honum
Hadda sínum, sem hún síðar giftist.
Á Haddi nú um sárt að binda. Dúfa
var dugnaðarforkur, rak hún sitt eig-
ið fyrirtæki og vann myrkrana á milli
ef svo bar undir. Alltaf tók hún vel á
móti okkur og fór maður einhvern
veginn alltaf svo glaður frá henni.
Síðast er við hittum hana var hún
ótrúlega hress. Ljúf minningarbrot
æskuáranna renna fram í hugann
þegar stórfjölskyldan kom saman
um hver jól og aðra tyllidaga. Minn-
ingin er undurljúf um hana frænku
okkar, systkini hennar og ömmu sem
eru farin. Blessuð sé minning þeirra.
Við vottum eftirlifandi bróður henn-
ar Ríkharði samúð okkar. Við ætlum
að kveðja föðursystur okkar með
sálminum sem föðuramma okkar
kenndi okkur þegar við vorum börn
að aldri og um leið vottum við ástvin-
um hennar okkar dýpstu samúð og
biðjum henni Guð blessunar.
Ég krýp og faðma fótskör þína,
frelsari minn, á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti mína
bróðir, í þína líknarmund.
Ég hafna auðs- og hefðarvöldum,
hyl mig í þínum kærleiksöldum.
(Guðmundur Geirdal.)
Kristjana, Gísli, Hafsteinn,
Kristján, Freyja og Lína.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Vináttan sem hefst snemma og
stendur traust í gegnum þykkt og
þunnt er dýrmæt. Þannig var vinátta
okkar Dúfu Kristjánsdóttur í rúm 55
ár og nú hefur þú, kæra vinkona,
kvatt alltof fljótt. Þessi glæsilega
vinkona mín sem alltaf var klædd
samkvæmt nýjustu tísku og naut
þess að vera með fallega skartgripi,
skapaði sinn Dúfustíl, sem fáir hefðu
borið jafnglæsilega og hún. Þar kom
myndarskapur hennar í saumum vel
í ljós þegar hún töfraði fram úr
saumavélinni föt fyrir hvert tilefni án
nokkurrar fyrirhafnar. Það var lista-
maðurinn í Dúfu sem fékk að njóta
sín við saumavélina. Og aðrir fengu
að njóta góðs af myndarskap hennar,
ófáir voru þeir kjólar sem hún hann-
aði og saumaði fyrir árshátíðir og
ferðalög.
Eitt einkenndi Dúfu öðru fremur
það var hennar góða skap, aldrei
man ég eftir Dúfu í vondu skapi eða
legði neitt nema það jákvæða til allra
mála og sjá það góða í fari hvers og
eins.
Dansinn var hennar áhugamál, líf
og yndi, á dansgólfinu var hún
drottning, glæsileg með endalaust
úthald og sveif um í aðra veröld við
tónlistina. Og sama hversu lengi
nætur Dúfa dansaði þá var hún jafn-
an fyrst upp daginn eftir, komin í
sund og göngu, til í næsta dans. Þá
má ekki gleyma saumaklúbbnum. Í
yfir 50 ár höfum við haldið hópinn úr
Húsmæðraskóla Reykjavíkur og var
það fastur punktur í tilverunni öll
þessi ár. Þar sem glaðværð þín og já-
kvæðni fengu notið sín. Þar sem
sterk bönd tengdu hópinn sem nú
mun sárt sakna Dúfu.
Ófá eru þau ferðalög sem við Dúfa
fórum saman í, fyrst með fjölskyld-
um okkar, síðar til útlanda. Kanar-
íeyjar voru fastur liður og þaðan eig-
um við margar góðar minningar.
Samt er síðasta ferðin eftirminnileg-
ust og jafnframt sú síðast í júní sl.
þegar Dúfa var orðin veik og hefur
líklega verið miklu veikari en hún
sagði til um, því hún var staðráðin í
að njóta þessarar síðustu ferðar.
Eftir heimkomuna hrakaði heilsu
Dúfu hratt, kannski vissu fáir hvern-
ig Dúfu leið, því aldrei talaði hún
öðruvísi en að allt væri í lagi og svona
væri lífið og hún hefði átt gott líf og
væri engin vorkunn og það var hún
sem studdi frekar við bakið á manni
sínum, börnum og vinum, sem fundu
fyrir sorg yfir veikindum hennar.
Dúfa var klettur fjölskyldu sinnar
og vina, Hörður maður hennar missir
mest, þau voru 52 ár í hjónabandi og
hið síðari ár var Dúfa augu hans þar
sem blinda Harðar hafði ágerst með
árunum.
Elsku Dúfa mín, nú kveð ég þig
um stund og þakka þér allar góðu
stundirnar og ómetanlega vináttu
sem er dýrmætari en allt gull og
heimsins prjál, hrein og bein eins og
þú varst og alltaf glöð, veit ég að þú
munt taka dansandi á móti mér er við
hittumst á ný. Minningin þín mun
fylgja mér og ylja.
Margir munu syrgja Dúfu Krist-
jánsdóttur, mest er sorgin hjá fjöl-
skyldu hennar. Elsku Hörður, Lísa,
Sigurjón, Jóhanna og barnabörn, ég
bið Guð að styrkja ykkur og styðja í
sorg ykkar.
Sigrún Jonný Sigurðardóttir.
Þá er hún Dúfa okkar flogin á
braut. Þessi sterka kona sem hafði
aldrei verið veik og við héldum að
yrði allra kerlinga elst. En svona er
nú lífið.
Sjúkdómar heltaka fólk og allt er
búið.
Við kynntumst Dúfu fyrir rúmum
50 árum er við settumst ungar stúlk-
ur í húsmæðraskóla og höfum haldið
vinskap síðan og verið saman í
saumaklúbb.
Eina höfum við misst áður og var
það okkur sár reynsla eins og nú þeg-
ar Dúfa kveður.
Það var alltaf gaman að koma á
heimili Dúfu og Harðar þar sem
Dúfa stjórnaði af myndarbrag. Hún
var líka vel skapi farin og leit alltaf
björtum augum til framtíðarinnar.
Við þökkum í huga allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Herði, börnunum og fjöl-
skyldu.
Blessuð sé minning Dúfu.
Saumaklúbburinn úr
Húsmæðraskólanum.
Mig langar að kveðja hana tengda-
móður mína með söknuði í hjarta,
hún var alveg einstök kona, allir sem
fengu að kynnast henni eru sammála
um það, lífsgleðin og jákvæðnin
geislaði af henni hvar sem hún kom
og hún hafði einstakt lag á því að
gleyma öllu sem miður fór eða var
leiðinlegt. Ég held að stundum hafi
hún verið of góð fyrir þennan heim,
því ef allir hugsuðu eins og hún væru
ekki til nein vandamál.
Við Dúfa áttum margar yndislegar
stundir saman, hún kom t.d. nokkr-
um sinnum með okkur allri fjölskyld-
unni til útlanda og var hún hrókur
alls fagnaðar þar. Hún fór í langa
göngutúra með litlu Dúfuna sína og
skemmtu þær sér vel í öllum tækj-
unum sem urðu á vegi þeirra, svo
dansaði hún með stóru skvísunum
sínum á kvöldin og skildi ekkert í því
að fólkið kæmi ekki út á dansgólfið.
Ég gleymi því heldur aldrei þegar
hún kom til mín á sængina og við Sig-
urjón sögðum henni að litla dóttir
okkar ætti að bera nafnið hennar, ég
sá Dúfu sjaldan fella tár en á þeirri
stundu grét þessi sterka kona, ekki
úr leiðindum heldur af gleði og voru
nöfnurnar mjög nánar í þessi sex ár
sem þær áttu saman. Eitt af síðustu
verkum Dúfu var að koma í sex ára
afmælið hennar Dúfu litlu hinn 10.
september og ekki kom hún tóm-
hent, hún kom með upphlutinn sinn
sem litla Dúfa átti að eignast eftir
hennar dag. Dúfa litla gerði sér ekki
grein fyrir hversu rausnarleg gjöfin
var, en á eftir að virða það þegar hún
vex úr grasi. Amma gaf henni líka
tuskuhund sem hún hafði meiri
áhuga á og kvöldið sem Dúfa dó bað
hún um að fá að sofa með hundinn
uppi í rúmi hjá okkur. Kvöldið eftir
þegar við vorum komnar uppí rúm og
búnar að biðja bænirnar sagði hún að
þessi hundur væri það síðasta sem
amma hefði gefið henni og ætlaði hún
alltaf að passa hann vel.
Tómarúmið verður mikið hjá okk-
ur fjölskyldunni að fá ekki að hitta
þig meir, en við munum reyna að láta
minninguna um þig styrkja okkur og
reyna að líta alltaf á björtu hliðarnar
í lífinu, því lífið hefur upp á svo margt
að bjóða og er of stutt til að láta sér
leiðast. Ég mun alltaf minnast þín
sem sterkrar, jákvæðrar, bjartsýnn-
ar og lífsglaðrar manneskju, sem
hefði mátt vera lengur með okkur, en
þinn tími var kominn til að kveðja.
Vil ég að lokum þakka þér fyrir allt,
elsku Dúfa mín.
Þín tengdadóttir
Kristín Elínborg.
Aldimm nótt.
svaf ég hvorki vært né rótt
því vissi ég það
að elsku amma mín var
horfin úr okkar lífi.
Ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefið mér
og hér með lofa ég þér
að aldrei mun ég þér gleyma
þó það hafi aldrei hvarflað að mér.
Hvíldu nú vel.
Hvíldu í friði
og leyfðu þér að dreyma.
Gangi þér vel í komandi lífi
og lofaðu mér að reyna
að vera best í nýjum heimi
eins og þú varst í þeim gamla.
Lillý Ösp.
Dúfa Kristjánsdóttir