Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Míkhaíl Gorbatsjov, fyrr-verandi leið-togi Sovét-ríkjanna, kom til landsins á miðviku-daginn. Hann hélt fyrir-lestur í Háskóla-bíói á fimmtu-daginn til þess að minnast þess að 20 ár eru liðin síðan leiðtoga-fundur hans og Ronalds Reagans, þá-verandi Bandaríkja-forseta, fór fram í Höfða. „Það er mér mikil ánægja að vera kominn hingað aftur 20 árum eftir fund, sem markar, að mínu viti, mikil tíma-mót í samtíma-sögu þessa mikilfeng-lega lands ykkar,“ sagði Gorbatsjov við komuna, en hann hlaut friðar-verðlaun Nóbels árið 1990. Að-spurður sagði hann fundinn á sínum tíma hafa haft gríðar-lega mikla þýð-ingu. „Við þurftum að leysa heiminn úr viðjum kjarn-orku-kapp-hlaupsins,“ sagði Gorbatsjov. Þótt ekki hafi náðst samkomu-lag um af-vopnun, markaði fundurinn mikil-væg þátta-skil þar sem hann sýndi að leið-togum Sovét-ríkjanna og Banda-ríkjanna var al-vara í ósk sinni um af-vopnun. Þeir undir-rituðu gagn-kvæmt afvopnunar-samkomulag árið 1987. Spurður um morðið á blaða-konunni Önnu Politkovskaju í Moskvu um síðustu helgi sagði Gorbatsjov það vera hryggi-legan at-burð. Hann kvaðst þó telja að Vladímír Pútín Rússlands-forseti hefði komið á nauðsyn-legum stöðug-leika eftir ó-róann sem ein-kenndi valda-feril for-vera hans, Borísar Jeltsíns. Fundurinn markaði þátta-skil Morgunblaðið/Kristinn Míkhaíl Gorbatsjov ásamt fylgdar-liði og gest-gjöfum fyrir utan Höfða. Talið er að Norður-Kórea hafi gert til-raun með kjarna-vopn aðfara-nótt mánu-dags en það hefur ekki verið stað-fest. Á miðviku-daginn til-kynnti svo kommúnista-stjórnin í Norður-Kóreu að ef öryggis-ráð Sam-einuðu þjóð-anna fram-kvæmdi harðar refsi-aðgerðir gegn þeim, myndi stjórnin líta á það sem „stríðs-yfir-lýsingu“. Stjórnin hótar líka að gera fleiri til-raunir með kjarna-vopn ef Bandaríkja-stjórn hættir ekki að ógna þeim með refsi-aðgerðum. Þessar yfir-lýsingar stjórn-arinnar um til-raunirnar hafa valdið spennu og hafa Japanar þegar bannað inn-flutning á vörum frá þeim. George Bush, for-seti Banda-ríkjanna, sagðist leggja á-herslu á að leysa deiluna við samninga-borðið fremur en að beita her-valdi gegn Norður-Kóreu. Hóta fleiri kjarnorku- tilraunum Kim Jong-il Ban Ki-Moon í stað Annan Öryggis-ráð Sam-einuðu þjóð-anna til-nefndi á mánu-daginn Ban Ki-Moon, utanríkis-ráðherra Suður-Kóreu, í stöðu framkvæmda-stjóra SÞ þegar Kofi Annan lætur af em-bætti í árs-lok. Bókmennta-verðlaun Nóbels Tyrk-neski rit-höfundurinn Orhan Pamuk hlýtur bókmennta-verðlaun Nóbels í ár. Pamuk var fyrr á árinu á-kærður fyrir að hafa „móðgað tyrk-neska þjóðar-vitund“ með um-mælum sínum um fjölda-morð á Armenum á árum fyrri heims-styrjaldarinnar. Fallið var frá kærunni. Friðar-verðlaun Nóbels Muhammad Yunus, stofnandi stærstu smálána-stofnunar heims, Grameen Bank, hlýtur friðar-verðlaun Nóbels ásamt Grameen Bank. Yunus sneri hinni hefð-bundnu mynd af bönkum á hvolf með stofnun bankans, því bankinn lánar aðal-lega þeim sem hvorki kunna að lesa né skrifa og ekkert eiga. Stutt RÍKISSTJÓRNIN og þing-flokkar hennar ætla að lækka matvælaverð, svo það verði það sama og meðalverð matvæla á Norðurlöndunum. Breytingarnar taka gildi 1. mars á næsta ári. Vörugjöld af inn-lendum og inn-fluttum matvælum, öðrum en sykri og sætindum, falla niður. Virðisaukaskattur af matvælum, en einnig annarri vöru og þjónustu, svo sem veitingaþjónustu lækkar úr 14% eða 24% í 7%. Almennir tollar á inn-fluttar kjötvörur lækka um allt að 40%. Mjólkurvörur munu ekki hækka í ár.Við þessar aðgerðir ætti matvælaverð að lækka um 16%. 16% verð- lækkun Geir H. Haarde forsætis-ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkis-ráðherra undir-rituðu á miðviku-daginn samkomu-lag Íslands og Banda-ríkjanna um varnar-mál ásamt Condoleezzu Rice, utanríkis-ráðherra Banda-ríkjanna, í utanríkis-ráðuneytinu í Washington. Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra var við-staddur. Rice sagði breyting-arnar ekki tákna skerð-ingu á öryggi Íslands. Tryggt væri að Ís-lendingar myndu hafa bestu mögu-legu varnir, sama hvaða ógnir kynnu að koma fram. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra sagði að við-ræður þjóðanna hefðu verið langar og strangar en hann teldi niður-stöðuna við-unandi. Condoleezza Rice upp-lýsti að henni hefði verið boðið í opin-bera heim-sókn til Íslands og reiknaði með að koma sem fyrst, en vissi ekki enn hve-nær. Varnar-samning- ur undir-ritaður Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Valgerður, Rice og Geir eftir undir-ritunina. EGGERT Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, og viðskiptafélagar hans eru komnir í formlegar viðræður við eigendur enska úrvalsdeildar liðsins West Ham. Það er þó ekki víst að þær leiði til þess að formlegt tilboð verði gert, eða því tilboði tekið. „Okkur er full alvara,“ sagði Eggert á BBC. Skoða kaup á West Ham REUTERS Leik-maður West Ham, Yossi Benayoun, fagnar marki. Yoko Ono stað-festi á mánu-daginn að hún muni reisa friðar-súlu í Viðey, í minn-ingu bítilsins John Lennon. Súlan verður friðar-ljós sem lýsir 20–30 metra upp í loft. „Ljós er það sem heimurinn þarfnast. Við búum öll í skugga ótta og ringul-reiðar í hinum mengaða heimi. Þetta ljós á Íslandi verður aldrei slökkt,“ sagði Ono um súluna. Yoko Ono fékk hug-myndina að friðar-súlunni árið 1965. Þegar John Lennon bauð henni í kaffi árið 1967, bað hann hana að byggja súluna í garðinum sínum. Ono segist hafa hlegið að Lennon og svarað því til að hún væri viss um að einn daginn yrði hægt að byggja súluna en sem stæði vissi hún ekki hvernig. Friðar-súlan rís í Við-ey Morgunblaðið/Kristinn Yoko Ono í Reykja-vík. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.