Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 63/67 Staksteinar 8 Menning 70 Veður 8 Myndasögur 78 Vikuspegill 16/19 Leikhús 76 Daglegt líf 20/43 Dægradvöl 80/81 Forystugrein 44 Staður og stund 82 Reykjavíkurbréf 44 Bíó 82/85 Umræðan 46/59 Víkverji 84 Bréf 60 Velvakandi 84 Auðlesið 62 Stjörnuspá 85 Hugvekja 63 Dagskrá 86 * * * Innlent  Stjórnendur verslana eru farnir að huga að því að ráða starfsmenn frá útlöndum og hýsa þá líkt og byggingariðnaðurinn hefur verið að gera. Hildur Björgvinsdóttir, starfs- mannastjóri Hagkaupa, staðfestir að fyrirtækið búi sig undir að flytja inn erlent starfsfólk. Þá hafa verslanir brugðið á það ráð að auglýsa hér á landi á fleiri tungumálum en ís- lensku, t.d. pólsku og ensku, en það er ekki sagt hafa skilað tilætluðum árangri. » 88  Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvælaverð hafa þau áhrif að tekjur meðalkúabús lækka um ca 300 þúsund krónur á næsta ári, að sögn formanns Landssam- bands kúabænda. Bendir hann á að kúabændur séu margir skuldsettir vegna framkvæmda undanfarin ár við endurnýjun fjósa og búnaðar og þoli því illa tekjuskerðingu. » 6  Víða verður hart barist um sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi þingkosningar. Baráttan er þó mishörð eftir kjördæmum og flokkum. Ellefu þingmenn sem voru í framboði síðast verða það ekki nú og skapast þannig aukið svigrúm fyrir þá sem vonast eftir þingsæti. Útlit er fyrir harðasta baráttu í próf- kjörum Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar, t.d. í Reykjavík og í Suð- vesturkjördæmi. » 10  Það hefur ekki góð áhrif á sam- félag eins og Grímsey þegar stór hluti kvótans er seldur úr bæj- arfélaginu, að því er Garðar Ólason útgerðarmaður segir. Fyrir rúmri viku var gengið frá sölu á tveimur bátum og 1.160 tonnum af þorski úr eynni, sem eru rúm 40% af aflaheim- ildum í Grímsey. » 28 Erlent  Geislavirkni hefur mælst í sýnum sem Bandaríkjamenn tóku úr and- rúmsloftinu yfir Norður-Kóreu og bendir það til þess að Norður- Kóreumenn hafi sprengt kjarnorku- sprengju neðanjarðar í tilrauna- skyni eins og þeir hafa haldið fram. Við mælingar í tveimur grannríkjum Norður-Kóreu, Japan og Suður- Kóreu, hefur hins vegar ekki greinst óvenjuleg geislavirkni, að sögn þar- lendra yfirvalda. » 1  Maria Borelius, viðskiptaráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér í gær, aðeins viku eftir að hún tók við emb- ættinu. Fast hafði verið lagt að Borelius að láta af embætti vegna deilna um fjármál hennar og spurn- inga sem hafa vaknað um skattamál hennar. » 1 Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Blindrasýn. ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Kaffitár hefur bæst í hóp öflugra samstarfsaðila ABC-kortsins og styrktaraðila ABC-barnahjálpar. Með kortinu færðu 10% afslátt á öllum kaffihúsum Kaffitárs og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is REYKJAVÍKURBORG hyggst ekki beita þvingunum eða skattlagn- ingu til að takmarka nagladekkja- notkun í borginni, heldur beita já- kvæðum áróðri í því skyni. Að sögn Gísla Marteins Baldurs- sonar, borgarfulltrúa og formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, á að vekja bíleigendur til umhugs- unar um áhrif nagladekkjanotkunar svo draga megi úr svifryksmengun í borginni. „Nagladekkin spæna upp göturnar og valda hinni gulu slikju sem liggur yfir borginni í fallegum janúarvetrarstillum,“ segir hann. Fjallað var um málið á fundi um- hverfissviðs nýlega. Að sögn Gísla Marteins hefur borgin beitt mótvægisaðgerðum gegn svifryksmenguninni með götu- hreinsun en auk þess verður gripið til þess í vetur að úða þar til gerðum bindiefnum á göturnar. Það hefur gefist vel í Svíþjóð að sögn Gísla Marteins. Borgin dregur úr naglanotkun „Þessar aðgerðir draga vonandi eitthvað úr svifryksmengun en koma ekki í veg fyrir hana. Besta leiðin er að minnka nagladekkjanotkunina,“ segir Gísli Marteinn. „Bílar á vegum borgarinnar verða minna á nöglum, þó svo að einhverjir þeirra verði af illri nauðsyn að vera áfram á nöglum, eins og ruslabílar sem fara af stað á morgnana áður en götur eru skafnar og saltaðar. Markmiðið er að draga úr nagla- dekkjanotkun með jákvæðum áróðri og upplýsingum til fólks um að nagladekk séu ekki alltaf nauðsyn- leg. Þau eru miklir óvinir gatnanna sem kosta borgarbúa bæði mengun og peninga.“ Engar þvinganir boðað- ar gegn nagladekkjum Mótvægisaðgerðir munu felast í úðun bindiefnis á göturnar Í HNOTSKURN »Á síðasta ári fór svif-ryksmengun 21 sinni yfir heilsuverndarmörk. » Í Reykjavík eru 50–60%svifryks uppspænt malbik, 10–15% eru sót og afgang- urinn er af náttúrulegum völd- um. »Talið er að svifryk getihaft áhrif á sjúkdóma eins og langvinna lungnateppu, astma, lungnakrabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. ÞAÐ eru ótal hlutir sem fylgja haustinu; skólarnir byrja, jólin nálgast, náttúran kastar af sér sumar- hamnum og býr sig undir vetrarskrúðann. En þetta er skemmtilegur tími til að njóta útivistar. Litirnir á laufblöðum trjánna eru óviðjafnanlegir og veður eru oft á tíðum stillt, svo að yfirleitt gefst tilefni til að spóka sig utandyra. Haustið byrjaði með nokkuð kröftugum rigningum en þó hlýindum, síðan tók við rólegt veður í byrjun október, en eitthvað hafa nú veðurguðirnir skipt skapi, í það minnsta miðað við veð- urspá helgarinnar. Spurningin er hvort þeir róist þeg- ar líður á vikuna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífið skiptir um lit HÆSTIRÉTTUR felldi á föstudag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhalds- úrskurð yfir manni, sem grunaður er um að hafa skipulagt fíkniefna- innflutning, vegna seinagangs lög- reglu. Maðurinn er grunaður um aðild að fíkniefnasmygli sem upp komst á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst sl., þegar tveir menn voru stöðvaðir með mikið magn fíkniefna með- ferðis. Hann hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins frá 15. ágúst, eða í tæplega tvo mánuði, fyrst á grundvelli rannsóknarhags- muna, en síðar á grundvelli al- mannahagsmuna. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rannsókn málsins hafi gengið greiðlega í fyrstu, og hafi verið á lokastigi í ágústlok. Engin ný gögn hafi hins vegar bæst við frá því Hæstiréttur staðfesti gæslu- varðhaldsúrskurð yfir manninum þann 1. september. Eðli málsins samkvæmt hvíli rík skylda á ákæruvaldinu að hraða málsmeð- ferð eftir föngum þegar sá sem rannsókn beinist að sitji í gæslu- varðhaldi. „Verður að telja að unnt hefði verið að senda málið til ríkissak- sóknara og taka ákvörðun um ákæru á þeim tíma sem ákveðinn var með dómi Hæstaréttar 1. sept- ember 2006. Ekki hafa komið fram viðhlítandi skýringar á því hvers vegna það gekk ekki eftir,“ segir í dómi Hæstaréttar. Sleppt úr haldi vegna seinagangs JÓN G. Snædal læknir var í gær kjörinn forseti Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), starfs- árið 2007–2008, á aðalfundi WMA í Pilanes- berg í Suður- Afríku. WMA var stofnað eftir síðari heims- styrjöld til að styrkja siðfræði- legan grundvöll lækna um víða veröld og hindra þátttöku þeirra í mannréttindabrotum og annarri mannlegri niðurlægingu og of- beldi. Jón er klínískur dósent og starfar á öldrunarsviði, LSH. Jón G. Snædal Kjörinn for- seti Alþjóða- félags lækna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.