Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 17
’Ég hygg að hefði ég látið þettataka lengri tíma væri ekki víst að ég hefði lokið því. ‘Ástralinn Allan Stewart sem lauk lög- fræðiprófi um liðna helgi 91 árs gamall. ’ Við ættum að koma okkur íburtu þaðan einhvern tíma bráð- lega vegna þess að vera okkar þar eykur öryggisvanda okkar. ‘Richard Dannatt, yfirmaður breska hers- ins í Írak, um veru herliðsins þar. ’Traustið sem myndaðist áfundinum í Reykjavík var mjög mikilvægt í leit okkar að friði.‘Míkhaíl S. Gorbatsjov , síðasti leiðtogi Sov- étríkjanna, um fund hans og Ronald Reag- ans Bandaríkjaforseta árið 1986. ’Vér meðmælum öll. ‘Slagorð göngu stúdenta sem farin var til að vekja athygli ráðamanna á gildi mennt- unar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsso Samkomulag Geir H. Haarde og Condoleezza Rice. ales, forseta Bólivíu. Vera kann að stjórn Michelle Bachelet, forseta Chile, ákveði á síðustu metrunum að styðja Venesúela en undir lok vikunnar þótti líklegra að hún myndi fyrirskipa fulltrúa stjórn- valda að sitja hjá að minnsta kosti í fyrstu þremur umferðunum. Sókn Chávez á þessum nýja vett- vangi hefur komið hófsömum vinstri mönnum á borð við Mic- helle Bachelet í vanda. Einu stóru ríkin í álfunni sem styðja framboð Guatemala eru Mexikó og Kól- umbía. Almennt má segja að fram- boð Venesúela hafi skapað klofn- ing í Rómönsku-Ameríku og sýnist líklegt að áhrifa hans muni gæta í samskiptum ríkisstjórna þar syðra á næstunni. „Suðuröxullinn“ Mörgum brá í brún þegar leið- togar ríkja, sem fátt virðast eiga sameiginlegt, sameinuðust um að úthúða Bandaríkjastjórn í ræðum sínum á allsherjarþinginu í liðnum mánuði. Fremsti í þeim flokki fóru þeir Chávez, Omar Hassan Ahmed Bashir, forseti Súdan, og Mahmo- ud Ahmadinedjad, hinn orðhvati starfsbróðir þeirra frá Íran. Ræða Chávez þótti yfirgengileg, hann kaus enda að leggja Bush forseta að jöfnu við sjálfan myrkrahöfð- ingjann, en ummæli þessara manna eru til marks um afar veika stöðu Bandaríkjastjórnar í þróun- arríkjum. Sú afstaða að fram fari hnattræn barátta „hinna kúguðu“ gegn „kúgunaröflunum“, sem Bandaríkjamenn eru taldir fara fyrir, hefur fallið í frjóan svörð mjög víða í hinum fátækari ríkjum heims. Þetta staðfesta bandarískir embættismenn og segja að horfa þurfi til baka eina tvo áratugi til að finna viðlíka ástand og sam- stöðu gegn Bandaríkjunum. Chá- vez er t.a.m. talinn merkur leiðtogi hinna fátæku víða í ríkjum Araba. Fjölmiðlar þar fylgjast grannt með forsetanum og almenningur allur á greiðan aðgang að boðskap hans. Ræða nú sumir um að myndast hafi „suðuröxull“ með hinni nýju samstöðu margra íslamskra þjóða og hinna „pópúlísku“ leiðtoga Venesúela, Bólivíu og Kúbu. Varast ber á hinn bóginn að of- túlka stöðu Chávez. Hann hefur á undanliðnum vikum og mánuðum farið víða og boðið aðstoð, efna- hagssamvinnu og samstarf á sviði varnarmála m.a. við ráðamenn í Ír- an og Sýrlandi. Hann hefur og lýst yfir áhuga á auknu samstarfi við stjórnvöld í Norður-Kóreu þó svo ríkisstjórn Venesúela hafi raunar fordæmt kjarnorkutilraun Kim Jongs-Il. Allt vekur þetta áhuga og eftirtekt. Á hinn bóginn hefur Chávez (ennþá a.m.k.) ekki tekist að láta þann draum sinn rætast að verða óumdeildur leiðtogi ríkja Rómönsku-Ameríku. Afskipti hans af forsetakosningum í Perú fyrr í ár höfðu t.a.m. þveröfug áhrif við þau sem að var stefnt og hafa ber í huga að sú mikla vinstri-bylgja sem riðið hefur yfir álfuna á und- anliðnum misserum er einkum borin uppi af hófsömum sósíalist- um og jafnaðarmönnum sem horfa fremur til Evrópu og jafnvel Norð- urlanda eftir fyrirmyndum en til Kúbu og Venesúela. Nái Venesúela að vinna sæti í Öryggisráðinu verður sú niður- staða á hinn bóginn áfall fyrir Bandaríkjastjórn og til marks um þverrandi stuðning við heimsveldið á þessum vettvangi. Takist Chávez að reka George W. Bush slíka diplómatíska eyrnafíkju verður það og talið endurspegla veikari stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavett- vangi sem rekja beri til innrás- arinnar í Írak og „hnattræna stríðsins gegn hryðjuverkaógn- inni“. Mikið er því í húfi fyrir þá Bush og Chávez. Líklegt þykir að forseti Venesúela hyggist sjálfur sitja ein- hverja af fundum Öryggisráðsins nái hann að vinna sætið. Margir horfa með hryllingi til þess að hann fái beinan aðgang að mörg- um þeirra mála sem Öryggisráðið þarf sýnilega að taka afstöðu til á næstu tveimur árum. Nefna má í því viðfangi hugsanlegar refsiað- gerðir vegna kjarnorkuáætlana Ír- ana og Norður-Kóreumanna. Hugo Chávez boðar að hann hyggist halda uppi vörnum fyrir hina allslausu á vettvangi Örygg- isráðsins, mynda bandalag í bar- áttu gegn „ógnarstjórninni“ í Bandaríkjunum og vinna að „end- urstofnun“ SÞ, vafalaust á svip- aðan máta og hann telur sig hafa „endurstofnað“ lýðveldið Vene- súela. Og forsetinn hefur í fleiri horn að líta. Í desember sækist hann eftir endurkjöri til sex ára. Sigur í Öryggisráðinu á morgun mun án nokkurs vafa styrkja stöðu hans í þeim kosningum. Og hið sama kann ósigur að gera ef því er að skipta; Chávez mun vafalítið hafa það hlutskipti til marks um óeðlileg áhrif og ógnarmátt heims- veldisins og „mykrahöfðingjans“ sem því stjórnar. Chávez hefur enda ítrekað hald- ið því fram að Bush forseti hafi ákveðið að steypa honum af stóli. Á fjölmennum útifundi í byrjun mánaðarins fullyrti forsetinn að Bush hefði veitt „leigumorðingjum sínum og skósveinum“ leyfi til að koma honum frá völdum með hverri þeirri aðferð er þeir teldu til árangurs fallna. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa fyrir sitt leyti lýst yfir áhyggjum sökum þess að „óábyrgt ríki“ geti gert allt starf erfiðara innan Öryggisráðsins. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, sagði á dögunum að Chávez forseti hefði gengið fram af heims- byggðinni með ræðu sinni á alls- herjarþinginu. Ótækt væri með öllu að Öryggisráðið yrði lagt und- ir sem vettvangur fyrir ríki sem ættu í „stöðugri baráttu við Bandaríkin“. Nicolas Maduro, ut- anríkisráðherra Venesúela, full- yrðir að Rice hafi að undanförnu breytt verkefnaskrá sinni til að geta einbeitt sér að þrýstingi í því skyni að koma í veg fyrir sigur Chávez og manna hans á morgun. Afstaðan liggur því ljós fyrir í þessu efni og kærleikar eru engir. Chávez er í sterkri stöðu fyrir at- kvæðagreiðsluna og ljóst að Bandaríkjamenn þurfa á öllu sínu að halda til að koma við vörnum sem duga. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.