Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUKNING var í útgáfu atvinnuleyfa á síðasta ári. Alls voru veitt 6.367 leyfi af öllum gerðum á árinu 2005 samanborið við 3.750 á árinu 2004, en það var fjölgun frá árinu 2003 er 3.304 leyfi voru veitt. Kemur þetta fram í ársskýrslu Vinnumálastofn- unar. Mest munaði um fjölgun nýrra tímabundinna leyfa en í þeim flokki þrefaldaðist útgáfa atvinnuleyfa árið 2005 frá 2004. Af tæplega 4.000 at- vinnuleyfum voru um 1.600 atvinnu- leyfi gefin út til stóriðjufram- kvæmda eða um 40% allra nýrra leyfa. Þetta þýðir fjórföldun frá árinu áður en þá voru um 27% nýrra atvinnuleyfa gefin út vegna stóriðju- framkvæmda, eða um 375 ný at- vinnuleyfi. Pólverjar fjölmennastir Þegar árinu er skipt í þrennt kem- ur í ljós að helsta aukningin í útgáfu tímabundinna atvinnuleyfa á sér stað á seinni hluta ársins 2005, eða á tímabilinu september til desember, þar sem fjöldinn tvöfaldast miðað við þrjá mánuði þar á undan. Pólverjar eru eins og fyrri ár stærsti hópurinn sem fékk tíma- bundin atvinnuleyfi hér á landi 2005 með alls 44% veittra tímabundinna leyfa. Tímabundin atvinnuleyfi fyrir Pólverja voru 2.738 á því ári, þar af 2.147 ný leyfi. Er þetta mikil aukning frá 2004 er gefin voru út 849 tíma- bundin leyfi fyrir Pólverja og 663 ár- ið 2003. Fækkun varð á útgáfu óbundinna leyfa til Pólverja á árinu 2005, eða 120 miðað við 257 árið 2004. Árið þar á undan voru þau 129. Kínverjum sem veitt voru ný tímabundin leyfi fjölgaði mikið á milli á ára eða úr 275 í 589 árið 2004. Á árinu 2005 var hagnaður á rekstri Vinnumálastofnunar um 7,8 milljónir króna en var 17,7 milljónir króna árið 2004. Fjölgun tíma- bundinna leyfa GUÐRÚN Ög- mundsdóttir al- þingismaður býður sig fram í 4.–5. sæti í próf- kjöri Samfylk- ingarinnar í Reykjavík sem fer fram 11. nóv- ember nk. Guðrún var fyrst kjörin á þing árið 1999 og síðan aftur 2003. Á Alþingi hefur hún setið í félags- málanefnd, heilbrigðisnefnd og allsherjarnefnd. Guðrún er félagsráðgjafi og fjöl- miðlafræðingur að mennt og hefur langa og víðtæka reynslu í atvinnu- lífi, grasrótarstarfi og á hinum póli- tíska vettvangi. Hún sat í borg- arstjórn Reykjavíkur á árunum 1990–1998 og hefur gegnt fjöl- breyttum trúnaðarstörfum í fé- lagasamtökum. Býður sig fram í 4.–5. sætið Guðrún Ögmundsdóttir Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞÓRÓLFUR Sveinsson, formaður Lands- sambands kúabænda, segir það ákveðin tíma- mót fyrir íslenskan landbúnað að ákveðið skuli hafa verið að breyta því kerfi tolla á búvörum sem hafi verið við líði hér á landi í meira en 15 ár. Lækkun á matvælaverði sé að sjálfsögðu af hinu góða en hins vegar hafi kúabændur vissu- lega áhyggjur af þeirri óvissu sem sé fram- undan. Það sé hins vegar vilji meðal mjólk- urframleiðenda að auka enn frekar framleiðni í greininni. Það sé hægt að gera með því að stækka búin, flytja inn nýtt kúakyn sem skilar meiri afurðum og sparar vinnu, lækka kostnað við fóðuröflun og lækka verð á aðföngum eins og kjarnfóðri. Ríkisstjórnin kynnti í byrjun vikunnar að- gerðir sem miða að því að lækka matarverð hér á landi. Lækka á virðisaukaskatt á mat- vælum, afnema vörugjöld á mörgum vörum og lækka tolla á innfluttu kjöti um allt að 40%. Ekki liggur fyrir hvernig þessi tollalækkun verður útfærð í einstökum atriðum, en þær eiga að ná einkum til kjúklinga, nautakjöts, svínakjöts, lambakjöts. Þá hefur verið ákveðið að heildsöluverð mjólkuvara verði óbreytt næstu 12 mánuðina, sem felur í sér raunlækkun á verði. Þó áfram eigi sér stað hagræðing hjá mjólkuriðnaðinum er ljóst að þessi verðstöðvun felur í sér tekju- lækkun hjá bændum sé hliðsjón haft af því að verðbólga er nú 7–8%. Óljóst hver langtímaáhrifin verða Þórólfur sagði að mjólkurframleiðsla væri þannig atvinnugrein að bændur yrðu að hugsa til langs tíma. Hann sagðist því hafa meiri áhuga á að velta fyrir sér langtímaáhrifum að- gerða stjórnvalda en skammtímaáhrifunum. Aðgerðirnar hefðu þau áhrif að tekjur með- alkúabús lækkuðu um ca. 300 þúsund á næsta ári. „Þetta eru tekjur sem bændur vildu vissu- lega að skiluðu sér í þeirra vasa, en þetta drep- ur ekki greinina. Við höfum meiri áhyggjur af þeirri óvissu sem er framundan. Við sjáum nokkurn veginn hvernig staðan verður 2007, en hvað fáum við fyrir afurðirnar eftir 3 – 5 ár ?“ Þórólfur sagði að núverandi kerfi tolla á landbúnaðarvörum væri búið að vera óbreytt síðan 1995. Það væri því stór ákvörðun að lækka tolla á kjöti um allt að 40%. Bændur hlytu að spyrja sig hvort von væri á frekari tollalækkunum síðar og þá hvenær og hversu mikið. „Það liggur ekkert fyrir um hvernig staðan verður eftir nokkur ár, en ríkisstjórnin er búin að nefna sem viðmið að matvælaverð á Íslandi verði svipað og í Danmörku eða á hinum Norð- urlöndunum. Það er vísbending um að við get- um átt von frekari þrýstingi á verðið. Varðandi tollana almennt, þá teljum við þá tollvernd sem við njótum vera fyllilega sambærilega við þá vernd sem íslenskt verkafólk býr við þar sem erlendu fólki sem kemur inn á íslenskan vinnu- markað, er óheimilt að vinna á lægri töxtum en hér gilda.“ Kemur líklega mest við fuglakjötið Þórólfur sagði að ef litið væri á kjötvörurnar þá væri það sín tilfinning að tollar yrðu lækk- aðir niður undir sársaukamörk núna. Hann sagðist ekki telja að þetta fæli í sér sérstakt áfall fyrir framleiðendur lambakjöts eða nautakjöts. Svínakjötsframleiðendur myndu líklega finna meira fyrir þessu, en væntanlega yrði tollalækkunun erfiðust fyrir þá sem fram- leiða fuglakjöt. Í yfirlýsingu sem Landsamband kúabænda (LK) sendi frá sér eftir að ákvörðun rík- isstjórnarinnar um lækkun matarverðs lá fyrir segir að forsenda fyrir því að kúabændur geti tekið þátt í sam- ræmdum aðgerð- um til lækkunar á matarverði sé að stjórnvöld gangi til samninga við LK um hvernig verði hraðast unnið að lækkun fram- leiðslukostnaðar mjólkur. Þórólfur sagði ljóst að framleiðslu kostnaður mjólkur á Íslandi væri hár, enda Ísland dýrt land. Fjármagns- kostnaður ís- lenskra bænda væri t.d. mjög hár. „Fyrir áratug eða svo var ljóst að ef mjólkurframleiðslan ætti að geta þróast eðlilega þyrfti að eiga sér stað veruleg fjárfesting í fjósum og öðrum búnaði tengdum framleiðslunni. Kúabændur hafa unnið stór- virki í þessu efni á síðustu árum og endurnýjað eða byggt frá grunni fjölda fjósa með tilheyr- andi vélbúnaði. Þetta hefur leitt til verulegrar skuldasöfnunar en talið er að heildarskuldir kúabænda séu nú um 25 milljarðar. Það er því ljóst að fjölmörg kúabú eru þannig stödd eftir mikla uppbyggingu að þau þola ekki tekju- skerðingu og framtíð mjólkurframleiðslu á Ís- landi er í verulegri hættu ef þessi bú hætta starfsemi. Að meðaltali skulda kúabændur tvöfalda til þrefalda veltu búanna. Þórólfur sagði að kjarnfóðurverð væri enn- fremur mjög hátt á Íslandi, eða nálægt tvöfalt hærra en í Danmörku. Kostnaður við fóður- öflun væri einnig hár, m.a. vegna þess að það rigndi oft á sumrin á Íslandi og því þyrftu bændur mikinn vélakost til að ná inn heyi á skömmum tíma. Það væri því mikið fjármagn bundið í vélum, en bændur þyrftu að reyna að bæta nýtingu á þeim. Þórólfur sagði að ennfremur væru kúabú í Danmörku mun stærri en íslensku búin og stærðarhagkvæmni því meiri. Meðalkúabú á Íslandi framleiddi í kringum 160 þúsund lítra á ári, en meðlabúið í Danmörku framleiddi um 840 þúsund lítra. Reikna með stuðningi við nýtt kúakyn „Þá er ljóst að það er hægt að ná fram veru- legri framleiðniaukningu hér á landi með því flytja inn nýtt kúakyn. Íslenskar kýr eru að skila 55 – 60% af meðalnyt kúa í Svíþjóð eða Danmörku. Það liggur einnig fyrir að vinnuafls þörf er meiri við íslenska kynið en þau kyn sem nágrannar okkar nota.“ Aðspurður sagðist Þórólfur ekki gera ráð fyrir andstöðu meðal neytenda við þá leið að flytja inn nýtt kúakyn. „Umræðan, sem hefur verið geysilega mikil, snýst öll um verðið á vör- unum og það virðist vera mjög sterk krafa í samfélaginu um ódýrari búvörur. Íslenskir stjórnmálamenn eru í framhaldi af því að grípa til aðgerða sem eru einstæðar á heimsvísu. Engin af hinum ríkari þjóðum heimsins er á sömu leið og við Íslendingar að þessu leyti. Hér á að skapa samfélag sem hefur mjög hátt neyslustig þar sem fjölmargt í daglegu lífi verður dýrt vegna smæðar þjóðarinnar, en matvælaverð á lúta öðrum lögmálum. Við bændur hljótum að draga þá ályktun að við eigum að grípa til aðgerða til að ná niður vöru- verði og það getum við ekki nema framleiða með ódýrari hætti. Þeim úrræðum sem ég hef hér nefnt munu vissulega fylgja miklar breyt- ingar, en þeir sem eru að taka þá ákvörðun að þrýsta niður búvöruverði til bænda, hljóta að gera sér grein fyrir því að sú ákvörðun hefur miklar afleiðingar. Búvörur verða því aðeins framleiddar á Íslandi ef sú starfsemi skilar launum sem bændur sætta sig við. Skilaboðin til okkar eru að hér verði áfram á boðstólum góðar en ódýrari mjólkurvörur. Það er vilji kúabænda að takast á við þetta verkefni,“ sagði Þórólfur. Formaður Landssambands kúabænda segir að lækkun tolla á búvörum feli í sér tímamót fyrir bændur Erfitt að búa við mikla óvissu um rekstrarskilyrðin Hægt er að koma á móts við kröfu neytenda um ódýrari mjólkurvörur með nýju kúakyni Í HNOTSKURN »Heildsöluverð mjólkurvara verðuróbreytt næstu 12 mánuðina, sem lækkar tekjur meðal kúabús um 300 þúsund krónur. » Íslenskar kýr skila um 55 – 60% afmeðalnyt kúa í Svíþjóð eða Dan- mörku. Meðalbúið á Íslandi framleiðir 160 þúsund lítra, en í Danmörku er meðalbúið 840 þúsund lítra. »Kjarnfóðurverð hér á landi eru.þ.b. tvöfalt hærra en í Dan- mörku. Morgunblaðið/RAX Aðgerða þörf „Við bændur hljótum að draga þá ályktun að við eigum að grípa til aðgerða til að ná niður verði og það getum við ekki nema framleiða með ódýrari hætti,“ segir Þórólfur. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.