Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Hvaðan kemur það fólk,sem nú situr á þingi?Margir þingmenn störf-uðu um árabil fyrir flokk
sinn áður en þeir komust á sjálfa lög-
gjafarsamkunduna. Sú er t.d. raunin
með flesta þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokksins,
enda eru flokkarnir rótgrónir og rík
hefð fyrir ungliðastarfi og ýmsum
landssamtökum innan vébanda
þeirra. Þingmenn Samfylkingarinnar
eiga að sama skapi margir pólitíska
fortíð í þeim flokkum sem samein-
uðust undir merkjum hennar, sem og
þingmenn vinstri grænna, sem áður
áttu samleið með flokkum sem stóðu
að Samfylkingunni. Þingmenn
Frjálslynda flokksins skera sig nokk-
uð úr. Þeir klifruðu ekki upp flokks-
stiga, enda enginn slíkur til hjá nýj-
um flokki.
Leið flestra þingmanna Sjálfstæð-
isflokksins inn á Alþingi er vörðuð
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Menn byrja gjarnan í ungliða-
starfinu, t.d. innan Heimdalls, taka
svo sæti í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna, setjast í fram-
kvæmdastjórn og miðstjórn flokks-
ins og fara þaðan á framboðslista.
Margir koma við í sveitarstjórnum
heima í héraði.
Af þeim 23 þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins sem nú sitja á þingi
hafa níu setið í sveitarstjórnum fyrir
flokkinn, þau Arnbjörg Sveinsdóttir,
Drífa Hjartardóttir, Einar Oddur
Kristjánsson, Guðjón Hjörleifsson,
Guðlaugur Þór Þórðarson. Sigríður
A. Þórðardóttir, Sigurrós Þorgríms-
dóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sturla
Böðvarsson.
Þeir þingmenn, sem ekki hafa set-
ið í sveitarstjórnum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, hafa margir starfað innan
hinna ýmsu sjálfstæðisfélaga í sínu
héraði. Það á við um Árna M. Mat-
hiesen, Birgi Ármannsson, Bjarna
Benediktsson, Halldór Blöndal,
Kjartan Ólafsson, Sigurð Kára Krist-
insson og Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur.
Fyrrverandi stjórnarmenn og for-
menn í Sambandi ungra sjálfstæð-
ismanna eru allnokkrir í hópi þing-
manna Sjálfstæðisflokksins, þ.e.
Árni, Birgir, Einar Kr. Guðfinnsson,
Geir H. Haarde, Guðlaugur Þór og
Sigurður Kári.
Margir þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins hafa tekið þátt í stúdenta-
pólitík á námsárum sínum, t.d. Ásta
Möller, Birgir, Björn Bjarnason og
Sigurður Kári.
Þá eru enn ónefndir þrír þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Guð-
mundur Hallvarðsson, Gunnar Ör-
lygsson og Pétur H. Blöndal.
Guðmundur var formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur þegar
hann var kjörinn á þing fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn árið 1991, en hann
hafði þó verið viðloðandi flokkinn áð-
ur, t.d. sat hann í framkvæmdastjórn
hans og verkalýðsráði. Gunnar Ör-
lygsson var kjörinn á þing fyrir
Frjálslynda flokkinn í síðustu kosn-
ingum, en færði sig í þingflokk sjálf-
stæðismanna á síðasta ári. Áður
hafði hann ekki starfað að stjórn-
málum. Pétur H. Blöndal hafði starf-
að eitthvað innan Sjálfstæðisflokks-
ins áður en hann var kjörinn á þing
árið 1995, en líkt og Guðmundur
hafði hann ekki verið þar í fremstu
víglínu.
Fimmtán af tuttugu
úr pólitískum störfum
Af tuttugu þingmönnum Samfylk-
ingarinnar höfðu 14 starfað á vegum
flokksins og fyrirrennara hans áður
en þeir tóku sæti á Alþingi og einn;
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
hafði áður starfað innan Framsókn-
arflokksins og Þjóðvaka, en fyrir
stjórnmálaafskiptin starfaði hún m.a.
hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Björgvin Sigurðsson starfaði að
blaðamennsku áður en hann varð
framkvæmdastjóri Samfylking-
arinnar og síðar þingmaður.
Af hinum 13 tóku 4 þátt í stúdenta-
pólitíkinni. Ágúst Ólafur Ágústsson,
komst svo í forystu ungra jafn-
aðarmanna og er nú varaformaður
Samfylkingarinnar, Katrín Júl-
íusdóttir og Össur Skarphéðinsson
tilheyrðu Alþýðubandalaginu. Össur
gekk svo í Alþýðuflokkinn og varð
fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Þórunn Sveinbjarnardóttir kom í
Samfylkinguna gegn um Kvennalist-
ann.
Níu þingmenn Samfylkingarinnar
tóku sæti á framboðslistum eftir
störf að sveitarstjórnarmálum; Anna
Kristín Gunnarsdóttir á Sauð-
árkróki, fyrst þar fyrir Alþýðu-
bandalagið, Guðrún Ögmundsdóttir,
Helgi Hjörvar og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir í Reykjavík, Jóhann Ár-
sælsson á Akranesi, Jón Gunnarsson
á Suðurnesjum, Kristján Möller í
Siglufirði, Margrét Frímannsdóttir á
Stokkseyri og Rannveig Guðmunds-
dóttir í Kópavogi.
Ingibjörg Sólrún sat fyrst á þingi
fyrir Kvennalistann en veitti svo
Reykjavíkurlistanum forystu og var
borgarstjóri, þar til hún bauð sig
fram til þings fyrir Samfylkinguna
og er nú formaður flokksins.
Af æviferilsskrám á Alþingi verður
ekki séð, að fimm þingmenn Sam-
fylkingarinnar hafi starfað opin-
berlega að stjórnmálum áður en þeir
fóru í framboð. Einar Már Sigurðs-
son starfaði að kennslu og var síðast
forstöðumaður Skólaskrifstofu Aust-
urlands. Jóhanna Sigurðardóttir
starfaði sem flugfreyja og skrif-
stofumaður og valdist til forystu í
samtökum þessara stétta áður en
hún settist á þing fyrir Alþýðuflokk-
inn. Lúðvík Bergvinsson var sýslu-
mannsfulltrúi í Vestmannaeyjum,
deildarstjóri hjá Rannsóknarlög-
reglu ríkisins og yfirlögfræðingur í
umhverfisráðuneytinu, þegar hann
varð þingmaður Alþýðuflokksins í
Suðurlandskjördæmi. Mörður Árna-
son er menntaður málvísindamaður
og starfaði sem bókaritstjóri og
blaðamaður. Hann var fyrst vara-
þingmaður Þjóðvaka. Valdimar L.
Friðriksson er menntaður fiskeld-
isfræðingur og stjórnmálafræðingur
og starfaði síðar hjá ungmennahreyf-
ingunni og við almannaþjónustu.
Hann tók sæti á Alþingi í fyrra.
Hefðbundir framsóknarmenn
Í tólf manna hópi þingmanna
Framsóknarflokksins hafa flestir
svipaðan bakgrunn, þ.e. hafa starfað
fyrir flokkinn heima í héraði, ýmist í
sveitarstjórnum, í landssamtökum
flokksfélaga eða á vegum flokksins í
öðrum heildarsamtökum og farið
þaðan á þing. Þetta á t.d. við um
Birki J. Jónsson, Dagnýju Jóns-
dóttur, Guðjón Ólaf Jónsson, Guðna
Ágústsson, Jón Kristjánsson, Magn-
ús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttur,
Sæunni Stefánsdóttur og Valgerði
Sverrisdóttur.
Hjálmar Árnason sker sig nokkuð
úr hópnum, þar sem félagsstörf hans
fyrir þingsetu voru aðallega á vegum
ýmissa samtaka kennara, en sjálfur
er Hjálmar kennaramenntaður. Jón-
ína Bjartmarz starfaði sem lögmaður
áður en hún var kjörin á þing fyrir
Framsóknarflokkinn árið 2000 og
hafði þá ekki verið í forystu fyrir
neinum félögum framsóknarmanna.
Kristinn H. Gunnarsson fór hefð-
bundna leið inn á þing, þ.e. með starfi
fyrir stjórnmálaflokk heima í héraði
og setu í bæjarstjórn. Þá var hann
hins vegar í Alþýðubandalaginu og
var kjörinn á þing fyrir þann flokk,
en söðlaði um árið 1998 og gekk til
liðs við Framsóknarflokkinn.
Stiginn hans Guðna
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra er prýðilegt dæmi um
mann, sem fetaði sig upp allar tröpp-
ur flokksstarfsins. Hann varð for-
maður ungmennafélagsins Baldurs
heima í Hraungerðishreppi árið
1969, varð svo formaður Félags
ungra framsóknarmanna í sýslunni,
Árnessýslu, árið 1972, því næst for-
maður kjördæmissambands fram-
sóknarfélaganna í landshlutanum,
Suðurlandi, árið 1979 og loks formað-
ur Sambands ungra framsóknar-
manna, sem eru landssamtök, árið
1980. Hann var kjörinn á þing 1987,
varð landbúnaðarráðherra árið 1999
og varaformaður Framsóknarflokks-
ins árið 2001.
Formennirnir
úr fréttunum
Stofnandi Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs og formaður hennar
frá ársbyrjun 1999, Steingrímur J.
Sigfússon, starfaði við jarðfræðistörf
og íþróttafréttamennsku áður en
hann fór í framboð fyrir Alþýðu-
bandalagið í Norðurlandskjördæmi
eystra 1983, komst á þing og varð
ráðherra fyrir þann flokk 1988 – 91.
Þegar til Samfylkingarinnar kom,
kaus Steingrímur að fara sína leið.
Kolbrún Halldórsdóttir kom til liðs
við vinstri græna úr leikhúsheim-
inum og Ögmundur Jónasson starf-
aði eins og Steingrímur og reyndar
Kolbrún líka við ríkisútvarpið og var
fréttamaður bæði hljóðvarps og sjón-
varps. Hann var formaður BSRB og
bauð sig fyrst fram með Alþýðu-
bandalaginu og óháðum, var formað-
ur þingflokks óháðra 1998 – 99 og
formaður þingflokks vinstri grænna
síðan.
Jón Bjarnason var kennari á
Hvanneyri og í Stykkishólmi og odd-
viti Helgafellssveitar 1978 – 82, en
var skólastjóri Bændaskólans á Hól-
um, þegar hann gekk til liðs við
vinstri græna. Þuríður Backman er
menntuð í heilbrigðisfræðum og
starfaði að þeim í Reykjavík og á
Egilsstöðum. Hún sat í bæjarstjórn
Egilsstaða og var varaþingmaður
Austurlands af lista Alþýðubanda-
lagsins og óháðra áður en hún fór í
framboð fyrir vinstri græna.
„Óuppaldir“ frjálslyndir
Þingmennirnir þrír, sem sitja á Al-
þingi fyrir Frjálslynda flokkinn, hafa
ekki hefðbundið „uppeldi“ stjórn-
málamanna að baki. Formaður
flokksins, Guðjón A. Kristjánsson,
hafði að vísu verið varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða-
kjördæmi áður en hann fór fram og
náði kjöri fyrir Frjálslynda flokkinn
árið 1999. Hann var hins vegar
þekktastur sem forseti Farmanna-
og fiskimannasambands Íslands í 16
ár.
Magnús Þór Hafsteinsson varð
þingmaður Frjálslyndra árið 2003.
Hann hafði ekki starfað að stjórn-
málum áður, en m.a. fengist við
fréttamennsku í sjónvarpi.
Sigurjón Þórðarson var fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Norðurlands vestra þegar hann var
kjörinn á þing fyrir frjálslynda árið
2003 og ekki hafði áður sést til hans í
stjórnmálum.
Frá neðsta þrepi stjórn-
málastigans í það efsta
Í HNOTSKURN
»Af 23 þingmönnum Sjálf-stæðisflokksins sátu 9 í
sveitarstjórnum áður en þeir
settust á þing, sjö höfðu starf-
að í sjálfstæðisfélögum heima í
héraði og fjórir verið í forystu
fyrir ungum sjálfstæð-
ismönnum. Aðeins þrír voru
ekki í einhverri fremstu
stjórnmálavíglínu áður en þeir
urðu þingmenn.
»Fimmtán þingmenn Sam-fylkingarinnar höfðu fyrir
þingsetu starfað á vegum
flokksins og fyrirrennara
hans, en fimm ekki verið fram-
arlega í stjórnmálastarfi.
» Í tólf manna þingflokkiFramsóknarflokksins eru
tveir, sem ekki höfðu áður
verið í framvarðarsveit fram-
sóknarmanna.
»Þrír þingmenn Vinstri-hreyfingarinnar græns
framboðs af fimm komu ekki
úr pólitík inn á Alþingi.
»Tveir þingmenn Frjáls-lynda flokksins áttu ekki
að baki hefðbundið stjórn-
málastarf, þegar þeir settust á
þing, en sá þriðji hafði verið
varaþingmaður fyrir annan
flokk.