Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 74

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 74
74 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning RÖKKURRÓ er mjög ung hljóm- sveit og það er frekar sjaldgæft að fá í hendurnar geisladisk með svo nýstofnuðu bandi. Hljóm- sveitin hóf að leika saman í upp- hafi ársins 2006 á háalofti í vest- urbæ Reykjavíkur. Þau voru upphaflega bara þrjú í sveitinni og tóku þannig mönnuð þátt í Músíktilraunum í mars sl. Keppnin varð hljómsveitinni lyftistöng þrátt fyrir að þau lentu ekki í efstu þremur sætunum, en þau voru kosin áhugaverðasta hljómsveitin og hlutu að launum hljóðverstíma. Það hefur eflaust hleypt lífi í mannskapinn og nú hafa þau bætt trommum, harm- ónikku og strengjum við útsetn- ingar sínar og gefið sjálf út fjög- urra laga geisladisk. Eins og svo oft þegar um fyrstu útgáfu er að ræða er grip- urinn ekki hnökralaus, en það er þó furðanlega lítið að honum mið- að við að um hálfs árs gömul hljómsveit stendur að baki útgáf- unni. Lögin fjögur eiga það sam- eiginlegt að vera mjög dreymandi og harmónikkuleikurinn gerir þau ef til vill örlítið „frönsk“ áheyrnar. Þó er líka afgerandi frumlegur hljómur, þannig að þrátt fyrir lítinn tíma til að spila sig saman er sveitin búin að finna sér sinn eigin stíl. Lögin virðast fullsvipuð í upphafi, en þau skýrast og taka á sig hvert sína mynd við áframhaldandi hlustun. Útsetningar eru prýði- legar og heppnast sérstaklega vel í öðru laginu, „Ringulreið“, og í því fjórða, „Hetjan á fjallinu“. Í þessum lögum helst dularfull stemmningin, en jafnframt skap- ast góður stígandi. Helstu vankantar plötunnar eru að bæði er upptakan mjög lág í heildina séð og svo er söng- ur hinnar mjög svo sjarmerandi söngkonu Rökkurrór allt, allt of aftarlega í mixinu. Þetta þýðir að það heyrist of lágt í henni miðað við önnur hljóðfæri, sem svo þýð- ir að laglínurnar sem hún skapar með rödd sinni ná ekki að koma laginu á það flug sem það kæmist annars á. Líklega skiptir það minnstu máli í lokalaginu, „Hetj- an á fjallinu“, því þar er hvort eð er meira „djamm“ og flæði í gangi en fastmótuð laglína. Þar er því vel við hæfi að blanda rödd meira saman við hljóðfærin, en í laginu „Ringulreið“, þar sem sönglínan er ótrúlega flott, er þetta mikill galli sem erfitt er að leiða hugann hjá. Mér finnst reyndar mjög lík- legt að næsta plata hjá Rökkurró verði mun betri en þessi, og verði bæði einbeittari og betur hugað að hljóðblöndun og tónvinnslu. Það er nefnilega staðreynd að maður lærir mest á því að fram- kvæma hlutina og láta verkin tala. Rökkurró er ferskur and- vari inn í tónlistarheim dagsins í dag, þar sem allir stofna hljóm- sveit og eru búnir að fara í þús- und viðtöl, gera margar heima- síður og fara í fjölda viðtala áður en fyrsta lagið er samið. Tónlist Rökkurrór virkar á mig eins og hún sé beint frá hjartanu, og hún er mjög róandi og þægi- leg áheyrnar, e.t.v. vegna þess hve einlæg hún er og laus við stæla. Það var gaman að fá að skyggnast inn í heim þessarar sveitar og verður enn skemmti- legra að fá að fylgjast með þeim þróa stíl sinn áfram. Ferskur andvari TÓNLIST Íslenskur geisladiskur Geisladiskur hljómsveitarinnar Rökk- urrór, fjögur lög, 20.09 mínútur. Öll lög og textar eru eftir Rökkurró. Í sveitinni eru Arnór, Árni, Björn, Hildur og Ingibjörg. Tekið upp í TÞM/Hellinum dagana 20.– 24. júní. Upptökum stjórnaði Albert Finn- bogason og Rökkurró. Hljómsveitin gefur sjálf út. Rökkurró – Rökkurró ★★★ Ragnheiður Eiríksdóttir Það er ekki tekið út meðsældinni að eiga frægaforeldra og öllu verra efþeir eru goðsagnakenndir. Þannig átti Charlotte Gainsbourg frekar erfiða daga framan af og það er ekki fyrr en nú, þegar hún er komin á fertugsaldur, sem hún segist hafa sætt sig við frægðina. Það má segja að kominn hafi verið tími til, því ekki er bara að hún átti fræga að heldur hefur hún verið með helstu kvikmyndastjörnum Frakka í áraraðir og sló í gegn sem söngkona þrettán ára. Fyrir stuttu kom út ný breiðskífa hennar, 5:55. Alin upp í sviðsljósinu Charlotte Gainsbourg er dóttir þeirra Jane Birkin og Serge Ga- insbourg. Það kemur kannski ekki á óvart að hún fékk ekki hefð- bundið uppeldi, var í sviðsljósinu frá því fyrir fæðingu, ef svo má segja, því myndir af óléttri móður hennar vöktu mikla athygli, en for- eldrar hennar skildu þegar hún var mjög ung. Hún byrjaði snemma að leika í kvikmyndum, lék meðal annars í mynd með Catherine Deneuve tólf ára gömul. Hún er margverðlaunuð fyrir kvikmyndaleik, fékk til að mynda frönsku kvikmyndaverð- launin aðeins fimmtán ára gömul, en alls hefur hún leikið í nærfellt þrjátíu kvikmyndum um dagana. Ekki var bara að Charlotte Ga- insbourg byrjaði snemma að leika í kvikmyndum, heldur byrjaði hún líka snemma að syngja inn á plöt- ur, því hún var aðeins þrettán ára gömul þegar fyrsta breiðskífan, Charlotte Forever, kom út. Sú plata var meira og minna úr smiðju föður hennar, því lögin á plötunni eru öll eftir hann og stemningin á plötunni var hans. Heimsmaður og götustrákur Serge Gainsbourg sjálfur naut gríðarlegra vinsælda í Frakklandi en minni vinsælda utan heima- landsins – þótt hann hafi verið þekktur víða um heim er ekki hægt að segja að hann hafi beinlínis ver- ið vinsæll, til þess var hann of til- raunaglaður, ófyrirsjáanlegur og hrekkjóttur. Hann var sérkennileg blanda af heimsmanni og götustrák og tónlistin sömuleiðis, popptónlist en þó ekki beinlínis popp, skotið djass, kaffihúsarauli, framúrstefnu og vísnasöng. Charlotte dóttur hans reyndist erfitt að standa ein sín liðs í tónlistinni og þótt hún hafi notið vinsælda sem söngkona hvarf hún snemma frá því að gefa út plötur – 5:55 er fyrsta plata hennar í tuttugu ár. Leitað að stemmningu Ekki má þó skilja það sem svo að hún hafi sagt algerlega skilið við tónlist, því hún hefur meðal annars lagt lið svo ólíkum listamönnum sem Madonnu og Badly Drawn Boy og sungið lög í kvikmyndum. Tónlistin togaði því eitthvað í hana og það tog varð sterkara, svo sterkt að lokum að hún ákvað að gera aðra sólóskífu, en nú á eigin forsendum. Það var fyrir tíu árum og Char- lotte tók sér góðan tíma til verks- ins, byrjaði að velja sér samstarfs- menn, þá Air félaga Jean-Benoit Dunckel og Nicola Godin, og upp- tökustjórann Nigel Godrich. Hún lýsti því í viðtali við Popmatters fyrir stuttu að þó samstarfsmenn- irnir hafi þar verið komnir hafi það staðið í henni að hefjast handa þar til þeir gripu í taumana, drifu hana í hljóðverið og þá fóru hjólin snú- ast. Lögin eru öll eftir þá Dunckel og Godin, en textar koma frá Jarvis Cocker, Neil Hannon / Divine Co- medy, Jean-Benoít Dunckel og Ni- gel Godrich, sem hefur einnig yf- irumsjón með upptökum og tilheyrandi. Það kemur kannski ekki á óvart að andi Serge Ga- insbourg svífur þó yfir vötnum, greinilegt að lagasmiðirnir hafa reynt að fanga hann sem best, en einnig er á plötunni talsverður kvikmyndablær sem skýrist kannski að einhverju leyti af því að þegar drög voru lögð að plötunni byrjuðu þau að skoða plötu föður hennar Histoire de Melody Nelson, þar sem móðir hennar er í öðru að- alhlutverkinu, og tóku síðan fyrir kvikmyndirnar The Night of the Hunter, Los Olvidados og The Wiz- ard of Oz til að móta enn betur stemmninguna, draumkennda ógn og einmanaleika, eins og hún lýsir því. Draumkennd ógn 5:55 Charlotte Gainsbourg sneri aftur í hljóðverið eftir tuttugu ára hlé. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.