Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 73 VIÐ ERUM KOMIN Þessi orð eru rituð í Fær-eyjum, en ég er staddur íríkisútvarpi eyjaskeggja þar sem mér var úthlutað hinni prýðilegustu aðstöðu til skrifta. Ég og Freyr Eyjólfsson, vinur minn og einn af þáttagerð- armönnum síðdegisútvarpsins á Rás 2, erum hérna saman en við vorum kvaddir hingað sem dóm- arar af ráðamönnum færeysku út- gáfunnar af Global Battle of the Bands (www.gbob.com/fro/). Keppni þessi hefur og verið hald- in á Íslandi, en sigurvegarar hvers lands fara svo til London í úrslitakeppni. Meðfram þessu erum við að viða að okkur fréttum og anda að okkur menningarlífinu. Ástarsam- band mitt við Færeyjar hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum, en ég er gersamlega heillaður af landi og þjóð og nota hvert tækifæri til að „auglýsa“ eyjarnar átján.    Það er gott að vera Íslendingurí Færeyjum, manni er nánast tekið sem þjóðhetju í hvert sinn sem maður kemur hingað. Ég og Freyr óðum hingað inn í útvarpið með íslenskum látum og var strax tekið eins og við værum áratuga gamlir starfsmenn, allt fyrir okk- ur gert. Við erum hreinlega hrærðir yfir þessu. Það hljómar kannski skringi- lega, en maður kemur aldrei að tómum kofanum hér. Það er alltaf allt að verða vitlaust finnst manni. Ég og Freyr erum búnir að vera duglegir við að kynna keppnina fyrir vin okkar, Jón Ty- ril sem fer með öll völd þar. Fór- um í sjónvarpsviðtal þar sem við töluðum hrognaskandinavísku og í tvö útvarpsviðtöl, eitt hjá sjálf- um James Olsen, sem fer mikinn í færeysku menningarlífi, og þá á fleiri en eina vegu. Olsen var eitt sinn trommari hjá Pöpunum og mikill stuðkarl og fór svo að við sungum nokkur færeysk kvæði með honum í morgunþættinum hans. Keppnin, sem hefst á föstudegi (þetta er skrifað eftir hádegi á föstudegi) fer fram í hinu ágæta Mentanarhúsi í Fuglafirði. Ég skýt kannski öðrum pistli að eftir að henni lýkur og væntanlega á fleiri ævintýr eftir að reka á fjörur okkar félaganna.    Iðulega er grámóskulegt yfirFæreyjum, og maður skilur vel hvaðan Heinesen fékk innblást- urinn og hvaðan þessi undirliggj- andi, fallega melankólía sem ein- kennir mikið af tónlistinni hér er sprottin. Nú um stundir er grá- móskan yfirþyrmandi, og ástæðan skelfilegur atburður sem skók þetta litla samfélag fyrir stuttu. Einn af kærum tónlistarvinum mínum hér, Rasmus Rasmussen, gítarleikari Makrel, var laminn í klessu á dögunum af óþokkum og ástæðan sú, að Rasmus er sam- kynhneigður. Í kjölfarið var hon- um hótað lífláti og hann dvelur nú á geðsjúkrahúsi eftir að hafa fengið taugaáfall og ku hafa reynt sjálfsvíg. Ég og Freyr erum eiginlega í áfalli yfir þessu, eins og allir Færeyingar. Ýmislegt í samfélagsmunstrinu hér er aftan úr steinöld, og staða samkyn- heigðra afar slæm. Þjóðarvitundin um þau mál vægast sagt íhalds- söm. Við Freyr höfum verið að impra á þessu við Færeyinga, þykjumst kíkja á úrin og okkar og segjum hæðnislega: „Hei, vitiði hvað? Það er 21. öldin!“ En að öllu gríni slepptu, vonar maður innilega að frændur okkar fari nú að taka sig saman í andlitinu hvað þessi mál varðar. Það er hægt að lesa nánar um þetta atvik hér: www.ruv.is/poppland. arnart@mbl.is Kynlíf, skerpukjöt og rokk og ról » „… fór svo að viðsungum nokkur fær- eysk kvæði með honum í morgunþættinum.“ Færeyjar Marius er ein af þeim sveitum sem tekur þátt í Global Battle of the Bands. AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.