Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 70
|sunnudagur|15. 10. 2006| mbl.is Staðurstund Ragna Sigurðardóttir dæmir myndlistarsýningu Guðmundar Karls Ásbjörnssonar í Listasal Orkuveitunnar. » 72 Ritað frá Færeyjum um Global Battle of the Bands, vinalega eyjaskeggja, menningarlíf og færeyska grámósku. » 73 af listum Árni Matthíasson fjallar á sunnudegi um ævi og störf frönsku söng- og leikkonunnar Charlotte Gainsbourg. » 74 tónlist Rop, fret og magakveisa er meðal þess sem kemur fyrir í gagnrýni Ríkarðs Ö. Pálssonar um orgeltónleika. » 71 gagnrýni Nýr geisladiskur þar sem ýmsir tónlistarmenn flytja lög Harðar Torfasonar fær þrjár stjörnur af fimm mögulegum. » 74 umsögn Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is EITT af þeim grónu áhugaleik- félögum sem starfandi eru hérlendis er Hugleikur. Þorgeir Tryggvason, félagi í Hugleik, segir að það hafi verið stofnað 1984 sem úrræði fyrir fólk í Reykjavík sem vildi njóta þess sama og fólk úti á landsbyggðinni, þ.e. að leika í áhugaleikfélagi. „Stofnfélagar vildu vinna upp úr menningararfinum og fyrsta sýn- ingin var leikritið Bónusförin, sem var elsta leikritið sem hópurinn fann á bókasafni,“ segir Þorgeir, og bætir því við að stofnfundurinn hafi ein- mitt verið haldinn á bókasafni. Strax ári seinna hófst frum- sköpun hjá félaginu því þá var Skugga-Sveinn tekinn fyrir og leik- ritinu breytt og það stytt auk þess sem öllum kynhlutverkum var snúið við. Sýningin var kölluð Skugga- Björg. Því næst fékkst félagið við Sálina hans Jóns míns en eftir það hefur nánast allt viðfangsefni fé- lagsins verið frumsamið efni. „Í stofnandahópnum er fólk sem hefur hæfileika til að skrifa og það hefur verið aðalsmerki félagsins að skrifa leikrit og setja þau upp. Í fé- laginu er á þriðja tug fólks sem hef- ur skrifað leikrit,“ segir Þorgeir. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, í stjórn Hugleiks, segir að þetta sé hinn svokallaði höfundahópur innan Hugleiks. Sumir höfundanna skrifa jafnvel fyrir aðra leikhópa. „Núna erum við stödd þar sem félagið nær ekki að sýna öll þau leikrit sem félagsmenn skrifa. Eitt- hvað fer ofan í skúffur og slatti fer til annarra leikfélaga,“ segir Sigríð- ur Lára. Lengi vel setti Hugleikur ein- ungis upp eina sýningu á ári en síð- an fór að þróast sú hefð innan fé- lagsins að menn fóru að setja upp stutta einþáttunga. Á sama tíma fengu margir félagsmanna áhuga fyrir því að leikstýra og upp úr því hefur dagskrá með styttri verkum sem alfarið eru unnin af fé- lagsmönnum orðið stór þáttur í starfi Hugleiks. Á síðasta ári setti Hugleikur upp tvö leikrit í fullri lengd og fimmtán einþáttunga, allt frumsamið. „Á síðasta ári borguðum við eng- um laun heldur var þetta drifið áfram af sköpunargleði fé- lagsmanna. Með aðsóknartekjum og styrkjum frá ríki og borg gengur dæmið upp en fyrst og fremst vegna þess að vilji er til þess að vinna innan hópsins,“ segir Þorgeir. Ný verkefni Um 60 virkir félagar eru í Hug- leik um þessar mundir en á fé- lagaskrá eru um 120 manns. Sumir taka þátt í einu verkefni en aðrir taka þátt í öllum verkefnum en taka sér síðan hlé í einhvern tíma. Félagið er öllum opið en Þorgeir segir ekki öruggt að allir fái hlut- verk í leikritum. „En það er alveg fullvíst að þeir sem bera sig eftir því fá að taka þátt í starfseminni á einhvern hátt. Við höfum reyndar ekki haft úr mörgum leikurum að velja undanfarin ár eftir að svo margir fóru að hafa áhuga á því að skrifa og leikstýra. Það er því pláss í félaginu fyrir leikara,“ segir Sig- ríður. En hvað er svo framundan í starfseminni? „Við vorum með sýningar einu sinni í mánuði í Þjóðleikhúskjall- aranum í fyrra sem við kölluðum Þetta mánaðarlega. Þessu verður haldið áfram í vetur, frá október til maí, og setjum þá upp sex til sjö sýningar með nokkrum einþátt- ungum. Við erum því í raun að setja þar upp sex til sjö leikrit í hverjum mánuði. Við reynum að hafa ekki sömu leikarana á milli þátta sem kallar á marga þátttakendur. Einn- ig ætlum við að setja upp eina stóra sýningu eftir áramót en það liggur ekki ennþá ljóst fyrir hvað það verður,“ segir Sigríður Lára. Þorgeir bætir því við að tekin hafi verið upp frá síðasta leikári sýning sem heitir Systur og er nú sýnd í Möguleikhúsinu. „Hún gekk af- skaplega vel í fyrra og við ákváðum að bjóða upp á nokkrar sýningar líka núna. Verkið skrifaði Þórunn Guðmundsdóttir. Þetta er fjöl- skyldudrama með kómísku ívafi.“ Leikhópurinn hefur farið víða um lönd og sett upp sýningar og á þessu ári var t.a.m. farið með sýn- ingu í langa leikferð til Rússlands og aðra sýningu til Færeyja í sam- starfi við Leikfélag Kópavogs. Hóp- urinn hefur einnig farið til Litháens og fleiri landa með sýningar. Nánar er hægt að kynna sér starfsemi Hugleiks á www.hugleik- ur.is. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söngleikur Hugleikur sýndi söngleikinn Kolrössu árið 2002 sem fékk góðar viðtökur áhorfenda. Nú í vetur sýnir leikfélagið m.a. leikverkið Systur og frumsýnir eitt stórt verk eftir áramót. Drifkraftur og sköpun hjá Hugleik Áhugaleikfélagið Hugleikur hefur starfað af krafti síðan árið 1984 og telur nú um 120 félagsmenn dómur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.