Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 47 Lögmannafélag Íslands FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER Fyrir hádegi 8:30 SETNING • Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 9:00 ÁKVÆÐI 10. GR. MANNRÉTTINDA- SÁTTMÁLA EVRÓPU Þróun í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu Luzius Wildhaber, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Ákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrár aðildarríkja Evrópuráðsins Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu og stundakennari í fjölmiðlarétti við Háskólann í Reykjavík. Tengsl bandarísks stjórnskipunarréttar og dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu Dr. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Pallborðsumræður Þátttakandi auk fyrirlesara og fundarstjóra: Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Dr. Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Eftir hádegi 13:00 TJÁNINGARFRELSIÐ OG VERND EINKALÍFS Tjáningarfrelsið og vernd einkalífs Andstæðir hagsmunir? Christos Rozakis, fyrsti varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu. Umfjöllun fjölmiðla um sakamál Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Pallborðsumræður Þátttakandi auk fyrirlesara og fundarstjóra: Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður. Fundarstjóri: Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu. FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 8:30 TJÁNINGARFRELSIÐ OG ÞRÓUN LÝÐRÆÐIS Hatursáróður og tjáningarfrelsi Staðan í Suður-Afríku Dr. Ignatius Rautenbach, prófessor við Háskólann í Jóhannesarborg. Tjáningarfrelsi í Arabaheiminum • Kamel Labidi, sjálfstætt starfandi blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Mið-Austurlanda. • Dr. Ahmet O. Evin, prófessor við Sabanci háskólann í Istanbul. Pallborðsumræður Þátttakendur auk fyrirlesara og fundarstjóra: • Luzius Wildhaber, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu • Christos Rozakis, fyrsti varaforseti Mannréttindadómstóls Evrópu • Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins • Jón Kaldal, aðstoðarritsjóri Fréttablaðsins Fundarstjóri: Þórdís Ingadóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ráðstefnuslit kl. 13:00 ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM TJÁNINGARFRELSIÐ FREEDOM OF EXPRESSION – EUROPE AND BEYOND CURRENT CHALLENGES 2.–3. NÓVEMBER 2006 HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skráning og nánari upplýsingar: Sólrún Smáradóttir Háskólinn í Reykjavík Sími: 599-6257 Fax: 599-6201 Netfang: solrun@ru.is www.expression.is F A B R IK A N 2 0 0 6 Þátttökugjald: 15.000 kr. unum, AQUARIUS, sem verða að teljast á landamærum hugtakanna listhönnun/nytjalist. En hún hefur einnig vakið athygli fyrir lampa sína þar sem innbyggðir ljósgjafar eru notaðir til að ná fram og magna að því er virðist óþrjótandi eiginleika glersins til að laða fram hughrif og stemningu. Það eru ekki síst hin fjöl- breyttu listbrigði sem henni tekst að gæða glerið, skálar, glös og lampa sem hafa aflað henni vinsælda sem frumlega skapandi glerlistakonu. Hinir stóru gólflampar Bambus, sem byggjast á samröðun mislitra gler- forma í allt að tveggja metra hæð bera vott um áræði og löngun til þátt- töku í sköpun stærri rýmismyndar tengdrar byggingarlist. Camilla Moberg vinnur með hin- um stóru glersmiðjum Finnlands, Nutajärvi og Iittala, sem voru sam- einaðar fyrir nokkrum árum. Hér nýtur hún aðstoðar færustu glerblás- ara landsins og eins og svo oft á við þegar um gerð listrænnar hönnunar er að ræða veltur mikið á samvinnu hönnuðarins, hugmyndasmiðsins og meistara handverksins. Bakgarðurinn Finnskir hönnuðir á sviði gler- gerðar eru vel þekktir og hafa lengi vakið athygli fyrir að fara nýjar, óþekktar, leiðir. Tapio Wirrkala (1915) og Timo Sarpaneva (1926) vöktu á sjötta áratug síðustu aldar athygli fyrir að ganga að segja má þvert á fyrri hefðir við formun glers- ins. Aðkoma þeirra var með vissum hætti ögrandi og efnismassinn þan- inn til hins ýtrasta. Oft var blásið í „kyrrstæð“ mót, samanber tilraunir Sarpaneva með tréform, sem breyttu lögun sinni og karakter við hverja mótun. Árangrinum má líkja við ófyrirsjáanleg brotaform skriðjök- ulsins. Í þessari aðferð fólst með viss- um hætti öguð tilviljun. Þessi nálgun var nokkuð langt frá akademískum leikreglum formlista- manna á borð við Kai Frank (1911), sem talinn er einn helsti brautryðj- andi í finnskri glerlist og fremsti hugmyndafræðingur finnskrar hönn- unar nytjamuna, hverju nafni sem nefnist, á síðari hluta 20 aldarinnar. Nöfnin í finnskri glerlist eru svo mörg að aðeins örfá verða nefnd til leiks og þó að ekki gefist rúm til að sýna verk þeirra allra skal hér vakin athygli á Kertu Nurminen sem lengi hefur starfað við Nutajärvi-Iittala og er í verkum sínum mótsögn við þá sem nefndir eru hér að framan. Hún leitar eftir hinu „hárfína“ jafnvel við- kvæma í glerverkum sínum sem oft fela í sér skírskotun til austurs og býsanskra stílbrigða. Mikko Merikallio og Heikki Kallio eru í fararbroddi „studioblásara“. og eins ber að nefna „skáldin í glerinu“ Markku Salo og Oiva Toikka, sem einhverjir hugsanlega muna eftir frá sýningu á finnsku gleri í Ráðhúsi Reykjavíkur 1994. Finnska sendiráð- ið, ásamt Reykjavíkurborg og Finnska glerlistasafninu i Rihimäki, stóð fyrir þeirri sýningu. Leirlistin Karin Widnäs (1946) er í nytja- hlutum sínum mjög persónuleg leir- listakona, þar sem agaðar hefðir fá að njóta sín. Verk hennar bera þess ljóst vitni að hún hefur víða farið og tekið til sín áhrif t.d. af japanskri og suðuramerískri formskynjun. Hinn sterki þjóðlegi undirtónn, (laglínur Sibeliusar koma upp í hugann), sem við svo oft skynjum í verkum finnskra hönnuða, eða listamanna yf- irleitt, er þó staðfastlega til staðar og samsamast áhrifunum, stemning- unni, sem sótt er til annarra menn- ingarhefða. Í seinni tíð hefur Karin Widnäs lagt sérstaka áherslu á stærri verk, veggskreyti eða óhlutbundnar relief- myndir, sem hún hugsar sér að þjóni hlutverki í byggingarlist. Einhverjir kannst við veggskreyti Aalvars Aalto sem hann lét gera í formbeygða björk og sjást víða í hús- um hans, sem einskonar undir- strikun byggingarformanna. Hér er um svipaða nálgun að ræða þótt efnið sé annað. Þessi aðferð Kar- inar, samröðun leirforma án stærð- artakmarkana, í terracotta, með svörtum eða hvítum glerung er vel fram sett í sýningunni í Garðabæ. Bakgarðurinn Finnsk leirlist er heiminum trú- lega helst kunn fyrir afurðir Arabia verksmiðjunnar sem var með stærri leir- og postulínsframleiðendum álf- unnar þegar á seinni hluta 19. ald- arinnar. Segja má að flestir hinna „stóru“ leirlistamanna Finnlands hafi notið þeirrar sérstöku stefnu fyrirtækisins, sem viðhöfð var um miðbik 20 aldarinnar, að gefa hönn- uðum verksmiðjunnar færi á að vinna að einstökum hugðarefnum jafn- framt hönnun fyrir fjöldaframleiðslu verksmiðjunnar. Þeim voru lagðar til rúmgóðar vinnustofur í byggingu verksmiðjunnar þar sem þeir réðu ríkjum í sjálfstæðri listsköpun. Þann- ig urðu til áhrifamikil listaverk unnin í leir og postulín, sem vöktu verð- skuldaða athygli á Finnlandi og finnskri hönnun víða um heim. Mörg nöfn mætti tína til en hér skal látið nægja að nefna Birger Kapiainen sem var ótvíræður nestor í hinum „frjálsa geira“ finnskrar leirlistar. Sem fulltrúa seinni tíma mætti draga fram Tapio Yli Vikari, sem hannar jöfnum höndum „einstaka“ muni sem nytjahluti til fjöldaframleiðslu. Finnland – formland Hvar sem okkur ber niður í sam- bandi við finnska hönnun verður vart hinna sterku þjóðlegu áhrifa. Arf- urinn sem þeir Akseli Gallen-Kallela og Louis Sparre sóttu til Karelia, um miðbik 19. aldarinnar hefur reynst nær ótæmandi uppspretta fyrir finnska menningu í myndum, tónum og formum. Ljósmynd/W. Zakowski Geysir Lampi eftir Camillu Moberg. Höfundur er innanhússarkitekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.