Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gyða JennýAgnes Stein-
dórsdóttir fæddist í
Sanitas á Seltjarn-
arnesi 16. október
1929. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 15. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Oddný
Hjartardóttir hús-
freyja, f. á Borðeyri
1898, d. 1976, og
Steindór Kristinn
Ingimundarson
verkstjóri, f. á Sogni í Ölfusi 1899,
d. 1960. Systkini Gyðu eru Ingi-
mundur, f. 1920, d. 1933, Magnús,
f. 1922, d. 1958, Steindór, f. 1924,
d. 1990, Guðbjörg, f. 1926, d. 1927,
Friðrik, f. 1928, Hreinn, f. 1930, d.
1999, stúlka óskírð, f. 1933, d.
1933, Guðmundur f. 1934, f. 1989,
Daníel Jón, f. 1935, d. 1936, Daníel
Jón, f. 1937, d. 1941, Lilja Kol-
brún, f. 1938, d. 2005, Jón, f. 1940,
d. 2004, og Ívar, f. 1942.
Magnús, f. 17. júlí 1971, hann á
dótturina Elísu Auði, Guðmundur
Þór, f. 27. janúar 1975, Lilja Sæ-
dís, f. 31. janúar 1978, Eva María,
f. 12. nóvember 1982, d. 25. sept-
ember 1990, og Maríanna Eva, f.
7. júní 1992. 3) Bára Dagný leik-
skólakennari, f. 26. desember
1968, maki Gunnar Leó Gunn-
arsson framkvæmdastjóri, f. 25.
janúar 1966. Þau eiga tvö börn,
Daníel Smára, f. 26. janúar 1990,
og Rakel Gyðu, f. 12. febrúar
2000.
Gyða var uppalin á Teigi á Sel-
tjarnarnesi. Árið 1953 flytja þau
Guðmundur í Kópavog og byggðu
þar sitt framtíðarheimili í Vall-
argerði 31 þar sem þau bjuggu til
dánardags.
Gyða gekk í Mýrarhúsaskóla og
síðan í Miðbæjarskólann. Hún
stundaði ýmsar íþróttir sem ung-
lingur og sýndi dans. Tónlist var
ávallt stór hluti af hennar lífi og
var hún virk í kórastarfi alla tíð.
Hennar aðalstarf var innan
veggja heimilisins en um tíma
vann hún hjá Últíma og síðar hjá
Örva við saumaskap.
Hin síðari ár tók Gyða virkan
þátt í starfi eldri borgara í Kópa-
vogi.
Útför Gyðu fór fram í kyrrþey
22. september.
Gyða giftist 26.
apríl 1952 Guð-
mundi Ingiberg
Björnssyni, f. 26.
apríl 1924, d. 25.
febrúar 2005. For-
eldrar hans voru
Björn Finnbogason
bóndi á Giljalandi í
Miðfirði, f. 12. júní
1890, d. 21. apríl
1978, og Guðlaug
Lýðsdóttir, f. 28.
ágúst 1890, d. 7. júlí
1979. Börn Gyðu og
Guðmundar eru: 1)
Alda Eygló, bankastarfsmaður, f.
15. apríl 1951, maki Marteinn Sig-
urgeirsson kennsluráðgjafi, f. 30.
mars 1945. Börn þeirra eru þrjú,
Þór, f. 2. desember 1976, maki
Elsa Nore, þau eiga soninn Alex
Mána, Sara Mjöll, f. 2. febrúar
1980, og Marta Björk, f. 21. júní
1982. 2) Sævar Þór rafvélavirki, f.
21. október 1953, maki Auður Að-
almundardóttir, f. 12. maí 1953.
Börn þeirra eru Aðalmundur
Á bláum hestum hugans
um himininn ég svíf,
ég sé í djúpum draumi
að dauðinn skapar líf.
Þar búa ótal andar
og áfram streyma þeir,
þar er í lausu lofti
eitt ljós sem aldrei deyr.
Ég flýg í allar áttir
og yfir skýjaborg,
þar inn í þéttri þoku
er þagnarinnar sorg.
En djúpt í hugans hafi
er heimsins minnsta ögn,
hún býr um alla eilífð
í endalausri þögn.
Á bláum hestum hugans
um himininn ég svíf,
ég sé í djúpum draumi
að dauðinn skapar líf.
(K. H.)
Ég vil kveðja þig, mamma mín,
með þessu fallega ljóði Kristjáns
Hreinssonar skálds, bróðursonar
þíns og minnast síðustu heimsóknar
þinnar með Friðriki bróður þínum.
Við sátum öll saman og ræddum
heima og geima, tilgang lífsins og lof-
uðum mikið barnalán í fjölskyldunni.
Mikið hafði verið tekið en ríkulega
gefið og við þökkuðum guði fyrir það.
Síðan lásum við fallega bæn. Bæn
sem Laufey Brá, frænka okkar í
Hafnarfirði, hafði beðið Karmelsyst-
ur að skrautrita á fremstu blaðsíðu
biblíunnar er hún gaf yngstu dóttur
okkar í fermingargjöf. Bænina sem
amma, Oddný Hjartardóttir, hafði
ort.
Mamma mín, þú kvaddir okkur
þennan sólbjarta dag á Seltjarnar-
nesinu með orðum ömmu Oddnýjar:
„Það lagast allt, það lagast alltaf allt.“
Við Auður og börnin kveðjum þig,
elsku mamma mín. Megir þú eiga
góða heimkomu í faðmi látinna ást-
vina.
Þinn sonur
Sævar.
Elsku mamma mín. Nú ertu búin
að hitta pabba og allt fólkið þitt aftur.
Hjá mér lifir minningin um ástríka
móður og ömmu sem tók mér, börn-
unum mínum og eiginmanni alltaf
opnum örmum. Ég fæ aldrei full-
þakkað það öryggi og ást sem ég fékk
að njóta í æsku og vona að ég geti
veitt börnum mínum það sama.
Þrátt fyrir að söknuðurinn sé mikill
veit ég að nú líður þér vel og að þið
pabbi gangið saman inn í eilífðina
hönd í hönd.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Þín
Bára Dagný.
Gyða Steindórsdóttir tengdamóðir
mín og maður hennar Guðmundur
Björnsson tóku strax afskaplega vel á
móti mér þegar ég tók að venja kom-
ur mínar í Vallargerði 31 fyrir rösk-
lega 30 árum.
Það hús byggðu þau á sjötta ára-
tugnum þegar menn byggðu hús sín
sjálfir og hjálpuðust að.
Á meðan á byggingu stóð áttu þau
heima í litlu húsi sem kúrði undir
Borgarholtinu.
Daglega höfðum við samband enda
var gott að koma inn á heimili þeirra
eftir skarkala dagsins í skemmtilegt
spjall og kaffi þar sem orkan var end-
urnýjuð .
Flest vor og haust buðu þau í sum-
arhús þar sem fjölskyldan kom sam-
an. Þar var grillað með viðeigandi
pottasulli og sprelli þar sem barna-
börnin voru oftast í aðalhlutverki.
Skemmtilegar hefðir hafði Gyða,
svo sem að taka alltaf á móti þeim
sem komu frá útlöndum með sérstök-
um fiskibollum að hætti hússins.
Snillingur var hún að útbúa svo
kallaða Teigsýsu sem sumir töldu
leynilega uppskrift og nefnd var eftir
heimili foreldra hennar, Teigi á Sel-
tjarnarnesi.
Á yngri árum hafði Gyða gaman af
tónlist og íþróttum en því hélt hún við
með því að stunda göngur með eldri
borgurum í Kópavogi og vera virk í
kórastarfi til síðasta dags.
Frá er fallin einhver hjartahlýjasta
kona sem ég hef kynnst.
Ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd
og blanda geði við aðra í góðra vina
hópi.
Blessuð sé minning hennar.
Marteinn Sigurgeirsson.
Elsku amma, það var ekki langt
síðan við kvöddum afa eftir langvar-
andi veikindi og núna kveðjum við
þig. Það var mjög erfitt fyrir þig þeg-
ar afi dó en það er gott að hugsa til
þess að núna eruð þið saman. Það var
alltaf svo gaman að sjá hversu mikið
þið elskuðuð hvort annað og hvert
sem þið fóruð sá maður ykkur leiðast.
Það var alltaf alveg yndislegt að
koma og heimsækja ömmu og afa í
Vallargerði. Það var alltaf tekið vel á
móti okkur og um leið og maður kom
inn voru manni boðnar einhverjar
kræsingar, meðal annars gómsæt
hjónabandssæla, að ógleymdri rabar-
barasultunni sem þú bjóst alltaf til.
Ekki fór það fram hjá krökkunum í
götunni hversu gestrisin þú varst þar
sem þau komu oft til þín til þess að fá
kex, meira að segja áttu sumir krakk-
ar í götunni foreldra sem höfðu komið
til þín þegar þau voru lítil til þess að fá
kex.
Við eigum eftir að sakna þín mjög
mikið og er skrítið að hugsa til þess að
við eigum aldrei aftur eftir að koma í
heimsókn til þín í Vallargerðið eða
hitta þig hjá pabba og mömmu. Alex
Máni hefur verið að spyrja eftir
ömmu gömlu og er gott að hugsa til
þess að þið Alex Máni áttuð góða
stund saman í sumar þegar farið var
til Þingvalla, þú söngst í bílnum og
hann hló og hló.
Nú kveðjum við þig, amma, með
góðar minningar í hjarta.
Þín barnabörn
Þór, Sara og Marta.
Amma sagði alltaf „gulllokkan
mín“ við mig.
Mér fannst alltaf gott að koma til
ömmu. Ég fékk að hlusta á plötur í
plötuspilaranum og stundum gaf
amma mér prinsessukökur. Ég held
að þessar kökur heiti ekki prinsessu-
kökur í alvörunni en amma bjó nafnið
til af því að ég var prinsessan hennar.
Mér fannst mjög gaman að fara í bíl-
túr með ömmu og afa en eftir að afi dó
fórum við mamma oft með ömmu í bíl-
túr. Amma vildi alltaf bjóða mér upp á
ís þegar við vorum úti að keyra. Mér
finnst ís mjög góður.
Amma var alltaf mjög góð við mig
og stundum þegar ég var hjá henni í
pössun fékk ég að horfa á spólu og
borða ísblóm. Stundum spilaði amma
við mig ólsen ólsen og veiðimann en
hún var svolítið farin að ruglast á spil-
unum, mér fannst það skrítið.
Amma var oft hjá okkur í mat og
mér fannst það gott og það er skrítið
að hún komi ekki meira í mat. En
hver á eiginlega að búa til fiskiboll-
urnar? Amma bjó til bestu fiskiboll-
urnar í heiminum.
Mér finnst leiðinlegt að amma sé
dáin og ég vildi að hún hefði getað
verið hjá okkur lengur. En nú er
amma komin til afa og þau eru
kannski saman á Kúbu að hafa það
gott.
Þín
Rakel Gyða.
Amma sagði alltaf við mig að Vall-
argerðið væri mitt annað heimili. Ég
var einhvern veginn alltaf þar þegar
ég var yngri og það voru ótrúlega
góðir tímar.
Mínar allra fyrstu og bestu minn-
ingar eru frá þessum tíma, til dæmis
þegar amma og afi gáfu mér þríhjólið
mitt. Ég hef ekki verið nema tveggja
ára en samt man ég eftir þessu eins
og það hafi gerst í gær.
Amma var alltaf gestgjafinn í okk-
ar fjölskyldu. Matarboðin í Vallar-
gerðinu með hinum einu sönnu fiski-
bollum hennar ömmu voru frábær,
allir borðuðu á sig gat og spjölluðu
um heima og geima.
Það fannst öllum gott að koma og
heimsækja hana. Það kom mjög oft
fyrir að krakkarnir í götunni komu og
hún gaf sér alltaf tíma til að spjalla við
þá og laumaði oft að þeim kexköku.
Amma og afi stóðu saman í gegnum
sætt og súrt. Þar á meðal veikindi
þeirra beggja. Afi hefði ekki getað
verið heppnari með eiginkonu og
amma með eiginmann.
Núna eru þau saman aftur og eru
hamingjusöm á ný.
Daníel Smári Gunnarsson.
Elsku systir
Ég aldrei fæ að þakka þér
þær stundir sem þú áttir með mér.
Þú varst mér, systir, vinur góður.
Drottinn fylgi góðri móður.
(Ívar)
Þegar ég settist niður komu þessi
orð um minningu þína. Mig setti
hljóðan þegar mér barst sú frétt að
Gyða systir væri látin.
Ég vissi að hún væri á sjúkrahúsi
mikið veik um tíma og bað góðan Guð
að veita henni bata en kallið kom og
ég felldi tár og spurði: Hví Gyða syst-
ir sem var mér svo kær, ég hafði
heimsótt hana daglega í þennan
stutta tíma sem hún var á sjúkrahús-
inu og spurði hún um Sollu mína,
börnin okkar og aðra í fjölskyldunni
en henni hrakaði fljótt og innst inni
vissi ég að hverju stefndi og minn-
ingar um systur mína hlóðust upp hjá
mér, Um Gyðu sem var mér svo góð,
hún var stóra systir mín af stórum
syskinahópi en við vorum 14. Það
kom í hlut Gyðu að sjá um æskuheim-
ilið okkar á Teigi því að móðir okkar
var oft frá vegna veikinda, þá var
Gyða ávallt til staðar að hugsa um
okkur. Ég man þegar hún kenndi mér
að reima skóna mína. Það tók smá-
tíma en hún var þolinmóð við litla
bróður og sagði að skórnir yrðu alltaf
að vera fínir. Einnig kenndi hún okk-
ur að fara með bænir á kvöldin eins og
móðir okkar gerði.
Gyða var með gott eyra fyrir tónlist
og hafði gaman af öllum tegundum
tónlistar. Hún kenndi mér fyrstu
gripin á gítar sem hún átti og er hann
enn til. Það er ekki langt síðan hún
sagði mér að þegar ég fæddist tók
hún mig í fangið og sagði með blik í
augum hvað hún væri rík.
Við ólumst upp á Teigi við ást og
umhyggju foreldra okkar og árin liðu
og ung kynntist Gyða systir stóru ást-
inni í lífinu, honum Guðmundi, og var
það hennar mesta gæfuspor en þau
gengu í hjónaband 24. apríl 1952. Ung
og ástfangin stofnuðu þau heimili,
börnin komu, Alda, Sævar og Bára.
Þau fluttu snemma í Kópavoginn,
fyrst á Borgarholtsbraut og síðan
byggðu þau sér framtíðarhúsnæði í
Vallargerði þar sem þau bjuggu það
sem eftir var.
Það var fastur liður hjá mér að
koma til Gyðu og Guðmundar þegar
ég átti leið hjá og mér alltaf tekið opn-
um örmum, kaffi og kleinur á borðið
var það fyrsta sem systir gerði þegar
maður kom í heimskókn og spjallað
um fjölskylduna og vini.
Gyða og Guðmundur voru mjög
samrýnd hjón og ástríkir foreldrar og
hafði fjölskyldan ávallt forgang.
Fyrir nokkrum árum veiktist Guð-
mundur mikið og þá kom vel í ljós
hvað systir var góð og hjarthlý kona
en hún annaðis hann og hjúkraði í
þessum veikindum sem voru erfið.
Hún gafst aldrei upp og aldrei missti
hún trúna en Guðmundur lést af þess-
um veikindum. Var það henni mikill
missir og bar hún sorg sína í hljóði
með Guðs styrk.
Gyða systir var góð kona sem ég
mun aldrei gleyma. Nú ert þú komin í
faðm Guðmundar, elsku systir.
Elsku Alda, Sævar, Bára og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína dýpstu
samúð. Minning mín um góða systur
mun lifa
Ég fæ seint þakkað
hvað gott ég á.
Þú ert sú systir
sem ég mun ávallt dá.
Þinn litli bróðir
Ívar og fjölskylda.
Gyða Jenný Agnes
Steindórsdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
GUÐRÚN RAGNHEIÐUR ERLENDSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 8. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Baldvin Hermannsson,
Auður Hermannsdóttir Englund, Nils Anders Englund,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN J. JÓNSSON
frá Patreksfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði föstudaginn
6. október.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 18. október kl. 15.00.
Þórdís B. Kristinsdóttir, Auður Kristinsdóttir,
Samson Jóhannsson,
Kristinn Samsonarson,
Jóhann Samsonarson,
Magni Þór Samsonarson,
Hugi Hreiðarsson,
Bogi Leiknisson,
Auður Magndís Leiknisdóttir
og barnabörn.