Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 15.10.2006, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hvaðan kemur það fólk,sem nú situr á þingi?Margir þingmenn störf-uðu um árabil fyrir flokk sinn áður en þeir komust á sjálfa lög- gjafarsamkunduna. Sú er t.d. raunin með flesta þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins, enda eru flokkarnir rótgrónir og rík hefð fyrir ungliðastarfi og ýmsum landssamtökum innan vébanda þeirra. Þingmenn Samfylkingarinnar eiga að sama skapi margir pólitíska fortíð í þeim flokkum sem samein- uðust undir merkjum hennar, sem og þingmenn vinstri grænna, sem áður áttu samleið með flokkum sem stóðu að Samfylkingunni. Þingmenn Frjálslynda flokksins skera sig nokk- uð úr. Þeir klifruðu ekki upp flokks- stiga, enda enginn slíkur til hjá nýj- um flokki. Leið flestra þingmanna Sjálfstæð- isflokksins inn á Alþingi er vörðuð ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokk- inn. Menn byrja gjarnan í ungliða- starfinu, t.d. innan Heimdalls, taka svo sæti í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna, setjast í fram- kvæmdastjórn og miðstjórn flokks- ins og fara þaðan á framboðslista. Margir koma við í sveitarstjórnum heima í héraði. Af þeim 23 þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins sem nú sitja á þingi hafa níu setið í sveitarstjórnum fyrir flokkinn, þau Arnbjörg Sveinsdóttir, Drífa Hjartardóttir, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Hjörleifsson, Guðlaugur Þór Þórðarson. Sigríður A. Þórðardóttir, Sigurrós Þorgríms- dóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sturla Böðvarsson. Þeir þingmenn, sem ekki hafa set- ið í sveitarstjórnum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, hafa margir starfað innan hinna ýmsu sjálfstæðisfélaga í sínu héraði. Það á við um Árna M. Mat- hiesen, Birgi Ármannsson, Bjarna Benediktsson, Halldór Blöndal, Kjartan Ólafsson, Sigurð Kára Krist- insson og Þorgerði Katrínu Gunn- arsdóttur. Fyrrverandi stjórnarmenn og for- menn í Sambandi ungra sjálfstæð- ismanna eru allnokkrir í hópi þing- manna Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Árni, Birgir, Einar Kr. Guðfinnsson, Geir H. Haarde, Guðlaugur Þór og Sigurður Kári. Margir þingmanna Sjálfstæðis- flokksins hafa tekið þátt í stúdenta- pólitík á námsárum sínum, t.d. Ásta Möller, Birgir, Björn Bjarnason og Sigurður Kári. Þá eru enn ónefndir þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Guð- mundur Hallvarðsson, Gunnar Ör- lygsson og Pétur H. Blöndal. Guðmundur var formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur þegar hann var kjörinn á þing fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 1991, en hann hafði þó verið viðloðandi flokkinn áð- ur, t.d. sat hann í framkvæmdastjórn hans og verkalýðsráði. Gunnar Ör- lygsson var kjörinn á þing fyrir Frjálslynda flokkinn í síðustu kosn- ingum, en færði sig í þingflokk sjálf- stæðismanna á síðasta ári. Áður hafði hann ekki starfað að stjórn- málum. Pétur H. Blöndal hafði starf- að eitthvað innan Sjálfstæðisflokks- ins áður en hann var kjörinn á þing árið 1995, en líkt og Guðmundur hafði hann ekki verið þar í fremstu víglínu. Fimmtán af tuttugu úr pólitískum störfum Af tuttugu þingmönnum Samfylk- ingarinnar höfðu 14 starfað á vegum flokksins og fyrirrennara hans áður en þeir tóku sæti á Alþingi og einn; Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafði áður starfað innan Framsókn- arflokksins og Þjóðvaka, en fyrir stjórnmálaafskiptin starfaði hún m.a. hjá Tryggingastofnun ríkisins. Björgvin Sigurðsson starfaði að blaðamennsku áður en hann varð framkvæmdastjóri Samfylking- arinnar og síðar þingmaður. Af hinum 13 tóku 4 þátt í stúdenta- pólitíkinni. Ágúst Ólafur Ágústsson, komst svo í forystu ungra jafn- aðarmanna og er nú varaformaður Samfylkingarinnar, Katrín Júl- íusdóttir og Össur Skarphéðinsson tilheyrðu Alþýðubandalaginu. Össur gekk svo í Alþýðuflokkinn og varð fyrsti formaður Samfylkingarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir kom í Samfylkinguna gegn um Kvennalist- ann. Níu þingmenn Samfylkingarinnar tóku sæti á framboðslistum eftir störf að sveitarstjórnarmálum; Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauð- árkróki, fyrst þar fyrir Alþýðu- bandalagið, Guðrún Ögmundsdóttir, Helgi Hjörvar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í Reykjavík, Jóhann Ár- sælsson á Akranesi, Jón Gunnarsson á Suðurnesjum, Kristján Möller í Siglufirði, Margrét Frímannsdóttir á Stokkseyri og Rannveig Guðmunds- dóttir í Kópavogi. Ingibjörg Sólrún sat fyrst á þingi fyrir Kvennalistann en veitti svo Reykjavíkurlistanum forystu og var borgarstjóri, þar til hún bauð sig fram til þings fyrir Samfylkinguna og er nú formaður flokksins. Af æviferilsskrám á Alþingi verður ekki séð, að fimm þingmenn Sam- fylkingarinnar hafi starfað opin- berlega að stjórnmálum áður en þeir fóru í framboð. Einar Már Sigurðs- son starfaði að kennslu og var síðast forstöðumaður Skólaskrifstofu Aust- urlands. Jóhanna Sigurðardóttir starfaði sem flugfreyja og skrif- stofumaður og valdist til forystu í samtökum þessara stétta áður en hún settist á þing fyrir Alþýðuflokk- inn. Lúðvík Bergvinsson var sýslu- mannsfulltrúi í Vestmannaeyjum, deildarstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins og yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu, þegar hann varð þingmaður Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi. Mörður Árna- son er menntaður málvísindamaður og starfaði sem bókaritstjóri og blaðamaður. Hann var fyrst vara- þingmaður Þjóðvaka. Valdimar L. Friðriksson er menntaður fiskeld- isfræðingur og stjórnmálafræðingur og starfaði síðar hjá ungmennahreyf- ingunni og við almannaþjónustu. Hann tók sæti á Alþingi í fyrra. Hefðbundir framsóknarmenn Í tólf manna hópi þingmanna Framsóknarflokksins hafa flestir svipaðan bakgrunn, þ.e. hafa starfað fyrir flokkinn heima í héraði, ýmist í sveitarstjórnum, í landssamtökum flokksfélaga eða á vegum flokksins í öðrum heildarsamtökum og farið þaðan á þing. Þetta á t.d. við um Birki J. Jónsson, Dagnýju Jóns- dóttur, Guðjón Ólaf Jónsson, Guðna Ágústsson, Jón Kristjánsson, Magn- ús Stefánsson, Siv Friðleifsdóttur, Sæunni Stefánsdóttur og Valgerði Sverrisdóttur. Hjálmar Árnason sker sig nokkuð úr hópnum, þar sem félagsstörf hans fyrir þingsetu voru aðallega á vegum ýmissa samtaka kennara, en sjálfur er Hjálmar kennaramenntaður. Jón- ína Bjartmarz starfaði sem lögmaður áður en hún var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2000 og hafði þá ekki verið í forystu fyrir neinum félögum framsóknarmanna. Kristinn H. Gunnarsson fór hefð- bundna leið inn á þing, þ.e. með starfi fyrir stjórnmálaflokk heima í héraði og setu í bæjarstjórn. Þá var hann hins vegar í Alþýðubandalaginu og var kjörinn á þing fyrir þann flokk, en söðlaði um árið 1998 og gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Stiginn hans Guðna Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra er prýðilegt dæmi um mann, sem fetaði sig upp allar tröpp- ur flokksstarfsins. Hann varð for- maður ungmennafélagsins Baldurs heima í Hraungerðishreppi árið 1969, varð svo formaður Félags ungra framsóknarmanna í sýslunni, Árnessýslu, árið 1972, því næst for- maður kjördæmissambands fram- sóknarfélaganna í landshlutanum, Suðurlandi, árið 1979 og loks formað- ur Sambands ungra framsóknar- manna, sem eru landssamtök, árið 1980. Hann var kjörinn á þing 1987, varð landbúnaðarráðherra árið 1999 og varaformaður Framsóknarflokks- ins árið 2001. Formennirnir úr fréttunum Stofnandi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og formaður hennar frá ársbyrjun 1999, Steingrímur J. Sigfússon, starfaði við jarðfræðistörf og íþróttafréttamennsku áður en hann fór í framboð fyrir Alþýðu- bandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra 1983, komst á þing og varð ráðherra fyrir þann flokk 1988 – 91. Þegar til Samfylkingarinnar kom, kaus Steingrímur að fara sína leið. Kolbrún Halldórsdóttir kom til liðs við vinstri græna úr leikhúsheim- inum og Ögmundur Jónasson starf- aði eins og Steingrímur og reyndar Kolbrún líka við ríkisútvarpið og var fréttamaður bæði hljóðvarps og sjón- varps. Hann var formaður BSRB og bauð sig fyrst fram með Alþýðu- bandalaginu og óháðum, var formað- ur þingflokks óháðra 1998 – 99 og formaður þingflokks vinstri grænna síðan. Jón Bjarnason var kennari á Hvanneyri og í Stykkishólmi og odd- viti Helgafellssveitar 1978 – 82, en var skólastjóri Bændaskólans á Hól- um, þegar hann gekk til liðs við vinstri græna. Þuríður Backman er menntuð í heilbrigðisfræðum og starfaði að þeim í Reykjavík og á Egilsstöðum. Hún sat í bæjarstjórn Egilsstaða og var varaþingmaður Austurlands af lista Alþýðubanda- lagsins og óháðra áður en hún fór í framboð fyrir vinstri græna. „Óuppaldir“ frjálslyndir Þingmennirnir þrír, sem sitja á Al- þingi fyrir Frjálslynda flokkinn, hafa ekki hefðbundið „uppeldi“ stjórn- málamanna að baki. Formaður flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, hafði að vísu verið varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarða- kjördæmi áður en hann fór fram og náði kjöri fyrir Frjálslynda flokkinn árið 1999. Hann var hins vegar þekktastur sem forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands í 16 ár. Magnús Þór Hafsteinsson varð þingmaður Frjálslyndra árið 2003. Hann hafði ekki starfað að stjórn- málum áður, en m.a. fengist við fréttamennsku í sjónvarpi. Sigurjón Þórðarson var fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra þegar hann var kjörinn á þing fyrir frjálslynda árið 2003 og ekki hafði áður sést til hans í stjórnmálum. Frá neðsta þrepi stjórn- málastigans í það efsta Í HNOTSKURN »Af 23 þingmönnum Sjálf-stæðisflokksins sátu 9 í sveitarstjórnum áður en þeir settust á þing, sjö höfðu starf- að í sjálfstæðisfélögum heima í héraði og fjórir verið í forystu fyrir ungum sjálfstæð- ismönnum. Aðeins þrír voru ekki í einhverri fremstu stjórnmálavíglínu áður en þeir urðu þingmenn. »Fimmtán þingmenn Sam-fylkingarinnar höfðu fyrir þingsetu starfað á vegum flokksins og fyrirrennara hans, en fimm ekki verið fram- arlega í stjórnmálastarfi. » Í tólf manna þingflokkiFramsóknarflokksins eru tveir, sem ekki höfðu áður verið í framvarðarsveit fram- sóknarmanna. »Þrír þingmenn Vinstri-hreyfingarinnar græns framboðs af fimm komu ekki úr pólitík inn á Alþingi. »Tveir þingmenn Frjáls-lynda flokksins áttu ekki að baki hefðbundið stjórn- málastarf, þegar þeir settust á þing, en sá þriðji hafði verið varaþingmaður fyrir annan flokk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.