Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 2

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 2
2 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Yf i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 63/67 Staksteinar 8 Menning 70 Veður 8 Myndasögur 78 Vikuspegill 16/19 Leikhús 76 Daglegt líf 20/43 Dægradvöl 80/81 Forystugrein 44 Staður og stund 82 Reykjavíkurbréf 44 Bíó 82/85 Umræðan 46/59 Víkverji 84 Bréf 60 Velvakandi 84 Auðlesið 62 Stjörnuspá 85 Hugvekja 63 Dagskrá 86 * * * Innlent  Stjórnendur verslana eru farnir að huga að því að ráða starfsmenn frá útlöndum og hýsa þá líkt og byggingariðnaðurinn hefur verið að gera. Hildur Björgvinsdóttir, starfs- mannastjóri Hagkaupa, staðfestir að fyrirtækið búi sig undir að flytja inn erlent starfsfólk. Þá hafa verslanir brugðið á það ráð að auglýsa hér á landi á fleiri tungumálum en ís- lensku, t.d. pólsku og ensku, en það er ekki sagt hafa skilað tilætluðum árangri. » 88  Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvælaverð hafa þau áhrif að tekjur meðalkúabús lækka um ca 300 þúsund krónur á næsta ári, að sögn formanns Landssam- bands kúabænda. Bendir hann á að kúabændur séu margir skuldsettir vegna framkvæmda undanfarin ár við endurnýjun fjósa og búnaðar og þoli því illa tekjuskerðingu. » 6  Víða verður hart barist um sæti á listum stjórnmálaflokkanna fyrir komandi þingkosningar. Baráttan er þó mishörð eftir kjördæmum og flokkum. Ellefu þingmenn sem voru í framboði síðast verða það ekki nú og skapast þannig aukið svigrúm fyrir þá sem vonast eftir þingsæti. Útlit er fyrir harðasta baráttu í próf- kjörum Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar, t.d. í Reykjavík og í Suð- vesturkjördæmi. » 10  Það hefur ekki góð áhrif á sam- félag eins og Grímsey þegar stór hluti kvótans er seldur úr bæj- arfélaginu, að því er Garðar Ólason útgerðarmaður segir. Fyrir rúmri viku var gengið frá sölu á tveimur bátum og 1.160 tonnum af þorski úr eynni, sem eru rúm 40% af aflaheim- ildum í Grímsey. » 28 Erlent  Geislavirkni hefur mælst í sýnum sem Bandaríkjamenn tóku úr and- rúmsloftinu yfir Norður-Kóreu og bendir það til þess að Norður- Kóreumenn hafi sprengt kjarnorku- sprengju neðanjarðar í tilrauna- skyni eins og þeir hafa haldið fram. Við mælingar í tveimur grannríkjum Norður-Kóreu, Japan og Suður- Kóreu, hefur hins vegar ekki greinst óvenjuleg geislavirkni, að sögn þar- lendra yfirvalda. » 1  Maria Borelius, viðskiptaráð- herra Svíþjóðar, sagði af sér í gær, aðeins viku eftir að hún tók við emb- ættinu. Fast hafði verið lagt að Borelius að láta af embætti vegna deilna um fjármál hennar og spurn- inga sem hafa vaknað um skattamál hennar. » 1 Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Blindrasýn. ABC-kort Þú sækir um ABC-kortið hjá Netbankanum á www.nb.is Hjálpaðu bágstöddum börnum og njóttu afsláttar í leiðinni Kaffitár hefur bæst í hóp öflugra samstarfsaðila ABC-kortsins og styrktaraðila ABC-barnahjálpar. Með kortinu færðu 10% afslátt á öllum kaffihúsum Kaffitárs og 1% af upphæðinni rennur beint til ABC-barnahjálpar. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is REYKJAVÍKURBORG hyggst ekki beita þvingunum eða skattlagn- ingu til að takmarka nagladekkja- notkun í borginni, heldur beita já- kvæðum áróðri í því skyni. Að sögn Gísla Marteins Baldurs- sonar, borgarfulltrúa og formanns umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, á að vekja bíleigendur til umhugs- unar um áhrif nagladekkjanotkunar svo draga megi úr svifryksmengun í borginni. „Nagladekkin spæna upp göturnar og valda hinni gulu slikju sem liggur yfir borginni í fallegum janúarvetrarstillum,“ segir hann. Fjallað var um málið á fundi um- hverfissviðs nýlega. Að sögn Gísla Marteins hefur borgin beitt mótvægisaðgerðum gegn svifryksmenguninni með götu- hreinsun en auk þess verður gripið til þess í vetur að úða þar til gerðum bindiefnum á göturnar. Það hefur gefist vel í Svíþjóð að sögn Gísla Marteins. Borgin dregur úr naglanotkun „Þessar aðgerðir draga vonandi eitthvað úr svifryksmengun en koma ekki í veg fyrir hana. Besta leiðin er að minnka nagladekkjanotkunina,“ segir Gísli Marteinn. „Bílar á vegum borgarinnar verða minna á nöglum, þó svo að einhverjir þeirra verði af illri nauðsyn að vera áfram á nöglum, eins og ruslabílar sem fara af stað á morgnana áður en götur eru skafnar og saltaðar. Markmiðið er að draga úr nagla- dekkjanotkun með jákvæðum áróðri og upplýsingum til fólks um að nagladekk séu ekki alltaf nauðsyn- leg. Þau eru miklir óvinir gatnanna sem kosta borgarbúa bæði mengun og peninga.“ Engar þvinganir boðað- ar gegn nagladekkjum Mótvægisaðgerðir munu felast í úðun bindiefnis á göturnar Í HNOTSKURN »Á síðasta ári fór svif-ryksmengun 21 sinni yfir heilsuverndarmörk. » Í Reykjavík eru 50–60%svifryks uppspænt malbik, 10–15% eru sót og afgang- urinn er af náttúrulegum völd- um. »Talið er að svifryk getihaft áhrif á sjúkdóma eins og langvinna lungnateppu, astma, lungnakrabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. ÞAÐ eru ótal hlutir sem fylgja haustinu; skólarnir byrja, jólin nálgast, náttúran kastar af sér sumar- hamnum og býr sig undir vetrarskrúðann. En þetta er skemmtilegur tími til að njóta útivistar. Litirnir á laufblöðum trjánna eru óviðjafnanlegir og veður eru oft á tíðum stillt, svo að yfirleitt gefst tilefni til að spóka sig utandyra. Haustið byrjaði með nokkuð kröftugum rigningum en þó hlýindum, síðan tók við rólegt veður í byrjun október, en eitthvað hafa nú veðurguðirnir skipt skapi, í það minnsta miðað við veð- urspá helgarinnar. Spurningin er hvort þeir róist þeg- ar líður á vikuna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífið skiptir um lit HÆSTIRÉTTUR felldi á föstudag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhalds- úrskurð yfir manni, sem grunaður er um að hafa skipulagt fíkniefna- innflutning, vegna seinagangs lög- reglu. Maðurinn er grunaður um aðild að fíkniefnasmygli sem upp komst á Keflavíkurflugvelli 9. ágúst sl., þegar tveir menn voru stöðvaðir með mikið magn fíkniefna með- ferðis. Hann hefur setið í gæslu- varðhaldi vegna málsins frá 15. ágúst, eða í tæplega tvo mánuði, fyrst á grundvelli rannsóknarhags- muna, en síðar á grundvelli al- mannahagsmuna. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rannsókn málsins hafi gengið greiðlega í fyrstu, og hafi verið á lokastigi í ágústlok. Engin ný gögn hafi hins vegar bæst við frá því Hæstiréttur staðfesti gæslu- varðhaldsúrskurð yfir manninum þann 1. september. Eðli málsins samkvæmt hvíli rík skylda á ákæruvaldinu að hraða málsmeð- ferð eftir föngum þegar sá sem rannsókn beinist að sitji í gæslu- varðhaldi. „Verður að telja að unnt hefði verið að senda málið til ríkissak- sóknara og taka ákvörðun um ákæru á þeim tíma sem ákveðinn var með dómi Hæstaréttar 1. sept- ember 2006. Ekki hafa komið fram viðhlítandi skýringar á því hvers vegna það gekk ekki eftir,“ segir í dómi Hæstaréttar. Sleppt úr haldi vegna seinagangs JÓN G. Snædal læknir var í gær kjörinn forseti Alþjóðafélags lækna, World Medical Association (WMA), starfs- árið 2007–2008, á aðalfundi WMA í Pilanes- berg í Suður- Afríku. WMA var stofnað eftir síðari heims- styrjöld til að styrkja siðfræði- legan grundvöll lækna um víða veröld og hindra þátttöku þeirra í mannréttindabrotum og annarri mannlegri niðurlægingu og of- beldi. Jón er klínískur dósent og starfar á öldrunarsviði, LSH. Jón G. Snædal Kjörinn for- seti Alþjóða- félags lækna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.