Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 34. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is TÓNELSKUR HEILI MÚSÍKIN VIRÐIST OKKUR Í BLÓÐ BORIN, BÆTIR SKAP OG VELDUR VELLÍÐAN >> 20 TRYGGVI ÞÓR ENN Á KROSSGÖTUM VISTASKIPTI SÖÐLAÐ UM >> 30 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is UM FÁTT var meira rætt í forystugreinum helstu dagblaða á Vest- urlöndum í gær en nýja skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC. Leiðtogar fjöl- margra ríkja brugðust við spánni um hlýnun andrúmsloftsins, á sama tíma og helstu ríkismiðlar kommúnista- stjórnarinnar í Kína kusu ýmist að snið- ganga birtingu skýrslunnar eða gera henni skil í fáeinum dálksentimetrum þar sem ekki var vikið að hugsanlegum áhrifum breyting- anna á veðurfar og lífríki landsins. Þetta fullyrða blaðamenn AFP-fréttastof- unnar en hið orkufreka og ört vaxandi hag- kerfi Kína er öðrum þræði drifið áfram af raforku úr jarðefnaeldsneyti. Samuel Bodman, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði skýrsluna styðja um- mæli George W. Bush forseta um „eðli lofts- lagsbreytinga“ sem „staðfesti þörfina fyrir áframhaldandi forystu Bandaríkjanna í um- ræðum um loftslagsmál“. Ástralar segja spána ekkert nýmæli Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, sagði, líkt og Jacques Chirac Frakklandsforseti, nauðsynlegt að bregðast hratt við hlýnun með aðgerðum. Malcolm Turnbull, umhverfisráðherra Ástralíu, sagði skýrsluna ekki „hafa neitt nýtt“ fram að færa, þótt vísindin sem lægju henni til grundvallar væru mikilvæg. Var þetta í takt við þá stefnu Johns Howards for- sætisráðherra að Kína og Indland verði að ganga til liðs við Vesturlönd til að draga úr losun eigi Ástralar að gera slíkt hið sama. Hlýnun á allra vörum Ríkisfjölmiðlarnir í Kína minnast vart á spá SÞ Samuel Bodman Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÓPUR skoskra fjárfesta og smárra hluthafa í skoska úr- valsdeildarfélaginu Hearts vill fá íslenska fjárfesta til liðs við sig að gera yfirtöku- tilboð í félagið, sem hefur undanfarin tvö ár verið í að- aleigu litháíska auðjöfursins Vladimirs Romanovs. Hafa skosku fjárfestarnir óskað eftir liðsinni frá ræðismanni Íslands í Edinborg, Cameron Buchanan, sem einnig hefur hug á að fjárfesta í félaginu og gefa kost á sér í stjórn þess. Um 5–6 milljarða króna fjárfestingu gæti verið að ræða. Forsprakki hópsins er Pat- rick Munro, sem er um- svifamikill verktaki og fjár- festir í Edinborg. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að mikil óánægja hefði verið með eignarhald Romanovs og hvernig hann stjórnaði þessu rótgróna skoska fé- lagi. Þrátt fyrir nokkrar skuldir væri fjárhagsstaða félagsins ágæt en í fyrirhug- uðum framkvæmdum fælust miklir tekjumöguleikar. Gott orð af Íslendingum Áformað er að reisa nýjan leikvang í útjaðri Edinborg- ar og hugmyndir Munros og félaga ganga út á að fjár- festahópurinn reisi leikvang- inn og leigi hann síðan til fé- lagsins til næstu 40 ára, fyrir milljón pund á ári. Einnig ætlar hópurinn sér að kaupa kastala í Edinborg og í tengslum við nýjan leikvang eru áform um byggingu á hóteli, spilavíti, banka og stórmarkaði. Cameron Buchanan sagði við Morgunblaðið að aðkoma Íslendinga að kaupunum hefði marga kosti, ekki síst nálægðin milli landanna þar sem möguleikar væru á skiptum með íslenska og skoska leikmenn, auk þess sem íslenskir fjárfestar hefðu margir hverjir mikinn áhuga á knattspyrnu. Jafn- framt segir hann kaup Ís- lendinga á West Ham hafa fengið mjög jákvæða athygli á Bretlandseyjum og einnig væri góð reynsla í Skotlandi af viðskiptum við Íslendinga. Vilja fá Íslendinga til að kaupa Hearts Forsprakki hóps skoskra fjárfesta hefur leitað liðsinnis ræðismanns Íslands í Edinborg Reuters Rótgróið Leikmenn Hearts klæðast rauðum og hvítum bún- ingum en liðið er hið elsta í Edinborg, stofnað árið 1874. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is GUÐJÓN A. Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, er ómyrkur í máli í garð kvótaeigenda í samtali við Morgunblaðið í dag og segir það mikinn misskilning ef menn haldi að sjávarútvegsmálin verði ekki kosningamál. „Ef kvótagreifarnir halda að þeir sitji á friðarstóli með því að safna til sín endalausum aflaheimildum frá hverjum staðnum á fætur öðrum og færa heimildirnar þangað sem þeim sýnist, þá er það mikill misskilningur þeirra,“ segir Guðjón. Guðjón bendir á að stórir útgerð- arbæir eins og Akureyri og Akranes séu nú að vakna upp við vondan draum og séu komnir í sömu varn- arstöðu hvað varðar kvótaflutning og mörg minni sjávarplássin hafi verið í um langa hríð. Orðrétt segir Guðjón: „Ef við lítum til dæmis á norðausturhorn landsins, Húsavík, Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafjörð. Hver á uppsjávarat- vinnuréttinn sem var á þessum stöð- um eða megnið af kvótaréttinum? Það eru ekki íbúar þessara staða, heldur stór fyrirtæki, annaðhvort hér í Reykjavík eða Vestmannaeyjum sem eiga þennan rétt. Samt syndir loðnan fram hjá þessum stöðum og síldin syndir framhjá þessum stöðum og norsk-íslenska síldin mun vænt- anlega koma syndandi upp að þessu landshorni, en eignarréttur íbúanna á auðlind sinni, hann er ekki lengur til staðar. Hann er undir öðrum eigna- böndum, sem eru ekki á stöðunum.“ Í viðtalinu ræðir Guðjón útlend- ingapólitík Frjálslynda flokksins og þvertekur fyrir það að flokksforystan kyndi markvisst undir fordómum og vanþekkingu með áróðri gegn inn- flytjendum. Guðjón ræðir einnig þann ágrein- ing sem verið hefur í Frjálslynda flokknum, á milli flokksforystunnar og fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins, Margrétar Sverrisdóttur, sem sagði sig úr flokknum sl. mánu- dag. Hann segir að Margrét hafi greitt einhverja tugi þúsunda króna fyrir hópa fólks fyrir landsþing flokksins. Þá segir Guðjón það rangt, að helmingur miðstjórnarmanna í Frjálslynda flokknum sé úr röðum fyrrum liðsmanna Nýs afls. Einungis þrír miðstjórnarmenn hafi verið í Nýju afli.  Kallinn | 24 Kvótagreif- ar sitja ekki á friðarstóli Í HNOTSKURN »Guðjón A. Kristjánsson gekktil liðs við Frjálslynda flokk- inn fyrir átta árum. »Guðjón segir frjálslynda ekkikynda undir fordómum og vanþekkingu. »Formaðurinn telur að flokk-urinn muni koma sterkur út eftir kosningar í vor. Engin tæpitunga „Eignarréttur íbúanna á auðlind sinni, hann er ekki lengur til staðar. Hann er undir öðrum eignaböndum, sem eru ekki á stöðunum,“ segir Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, meðal annars í viðtalinu við Agnesi Bragadóttur. Segir hann að sjávarútvegsmálin verði meðal kosningamála í vor. Morgunblaðið/Ásdís
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.