Morgunblaðið - 04.02.2007, Side 29

Morgunblaðið - 04.02.2007, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 29                !                                      !   "      # $        !            !     !    !             %   " $                                 &           $        ''##( #     #                                                                                                             !         "    # $      %  fagmönnum og verðum að nýta okkur þá. Það þarf að setja meiri kvaðir, strangari skilmála um umgengni við landið. Hægt er að gera strangari kröfur um hæð, efnisval og formgerð húsa. Gera þetta agaðra,“ segir hann. Hefðin er ekki sterk í íslenskum arkitektúr. „Vandamálið er að við höfum ekki verið með neinn arkitekt- úrskóla. Okkar arkitektar eru mennt- aðir víða um heim, sem gefur að vísu mikla víðsýni og fjölbreytileika en á móti kemur að það vantar stöðugleika og það er erfitt að rækta hefðir mark- visst. En með því að hér hafi nú verið stofnaður skóli, opnast þessi hefð, möguleikinn á að skapa sérkenni, því í þessari alþjóðavæðingu eru engin sérkenni,“ segir hann en nám í arki- tektúr hófst við hönnunar- og arki- tektúrdeild Listaháskóla Íslands haustið 2002. Hann ræðir frekar um mikilvægi háskólanáms í arkitektúr hérlendis. „Í öllum Evrópuríkjum, þar sem löng hefð er fyrir háskólum í arkitektúr, er leitað álits háskólanna varðandi hin ýmsu mál. Hér er krítík og umræða um arkitektúr rétt að byrja,“ segir Valdimar, sem vonast eftir markviss- ari akademískri umræðu. „Núna virkar þessi hópur sundur- leitur. En um leið og þú kemur til Danmerkur og heyrir rætt um arki- tektúr og skipulagsmál er akademían með skoðanir og er yfirleitt leiðandi. Við þekkjum það, sem rekum þessar stóru stofur, að fólk kemur úr ýmsum heimshlutum og er búið að læra víða. Hver á að kenna því að halda í hina ís- lensku hefð eða rækta upp ákveðin sérkenni sem við viljum standa vörð um?“ segir hann. Umræðan hefur verið meiri um skipulag í borgum en sveitum. „Nú er borgin farin að byggjast svo mikið inn. Við þurfum að rífa byggingar og það fer að reyna meira á arkitekta, sérstaklega á borgararkitektúr. Við þurfum á mikilli fagmennsku að halda. Skipulagsnefndir eru líka orðnar veigameiri, þetta er allt á upp- leið. En við verðum að passa sveit- irnar líka. Það þarf að sýna virðingu við landið og umhverfið. Þegar fólk ætlar að byggja hús er mjög mik- ilvægt að fólk átti sig á staðháttum, ríkjandi vindátt, útsýni og þannig. Fólk þarf að gefa sér tíma til að kynn- ast landinu sínu áður en það lætur teikna hús. Það þarf að setja sér ákveðin markmið.“ ingarun@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Benediktsson Í feluleik Eins og sjá má fellur bæði húsið og hesthúsið, sem er fyrir neðan, einstaklega vel inn í umhverfið. Úr umhverfinu Arininn er úr grjóti úr fjallshlíðinni en hann er hægt að nota að innan og utan. Niðurgrafið Frá þessari hlið sést ágætlega hvernig húsið kemur undan hlíðinni en það er grafið inn í hana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.