Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 54

Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 54
54 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugumýri Mosfellsbær Verð: 49.800.000 Stærð: 297 Byggingarár: 2003 Atvinnuhúsnæði til sölu : Nýlegt eininga endahús í Flugu- mýri, gólfflötur niðri 196,4 fm með lofthæð frá 3,50 m upp í 6,00 m og efri hæð 101,2fm, samtals 297,6 fm. Ein stór innkeyrsluhurð. 400 fm séreignarlóð fylgir Þórunn Þórðardóttir lögg. fasteigna fyrirtækja & skipasali BORG Atvinnuhúsnæði Björn Bjarnason Sölufulltrúi 899 7869 bjossi@remax.is Sigmundur Sölufulltrúi 898 0066 simmi@remax.is Fjársterkur aðili óskar eftir 0,5–2,0 hektara landi fyrir sumarhús. T.d. í Öndverðarnesi, Vaðnesi, v/Álftavatn, Kiðjabergi og fleira. Kaupverð verður staðgreitt. Upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893-2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sumarhúsalóð óskast í Grímsnesi www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00 Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Vorum að fá í einkasölu fallega, vel skipulagða 3ja herb. íbúð á 2. hæð (efstu) í góðu, vel staðsettu fjölbýli rétt við grunnskóla og aðra mjög góða þjónustu. Íbúðin er 95,1 fm m. aukaherberginu sem er í út- leigu. Endurnýjað fallegt eldhús, parket. Góðar svalir. Einungis 1 og ½ stigi upp. Áhv íbúðarlsj. 12,6 millj. V. 20,9 millj. Opið hús verður í dag, sunnudag, hjá Bjarka og Erlu frá kl. 14-15. Sími 588 4477 Opið hús í dag frá kl. 14-15 Furugrund 50 - 2. hæð 3ja herbergja + aukaherbergi í kj. 564 6464 Síðumúla 24 • 108 Reykjavík hof@hofid.is • www.hofid.is Guðm. Björn Steinþórsson lögg. fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjórifasteignasala Jónsgeisli 39 - Opið hús Um er að ræða glæsilegt 235,5 fm einbýlishús á tveimur hæðum með inn- byggðum 25,4 fm bílskúr. Efri hæðin er innr. sem lúxus-íbúð með þremur stofum, eldhúsi, baðh. og einu stóru svefnherb. Sérsmíðaðar eikar-innr. og massíft plankaparket á gólfum. Neðri hæðin er innr. sem 3ja herbergja íbúð. Frágengin lóð með stórum sólpalli. Glæsilegt útsýni. Verð 68,9 millj. Milli kl. 16.00 og 17.00 tekur Guðmundur sölumaður á Hofi á móti áhugasömum. Opið hús á milli 13 og 15 Lækjargata 5 í Hafnarfirði Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Nú býðst þér og þínum að skoða þetta fallega 180 fm einbýlis- hús sem staðsett er á besta stað við Lækinn í miðbæ Hafnar- fjarðar. Húsið er mikið endurnýjað. Sérsmíðaðar innréttingar á næðri hæð. Fallegir loftlistar og glæsilegir hvítlakkaðir gluggar. Fjögur svenherbergi. Glæsileg lýsing. Hellulögð innkeyrsla og stórar verandir með skjólveggjum eru í garði. Sölumaður Höfða tekur vel á móti ykkur. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði til sölu eða leigu, endabil á tveimur hæðum. Inngangur er með frönskum gluggum og er glæsilegt anddyri eða móttaka þegar inn er komið. Fallegur tréstigi upp á efri hæð með plexigleri í handriði og eru 2 bil á efri hæð. Glerhurð aðskilur skrifstofurými á efri hæð. Parket er á gólfi á efri hæð. Eldhúsaðstaða er á efri hæð. Flísar eru á neðri hæð og er wc niðri ásamt 50 fm lager með innkeyrslu- dyrum. Fasteignin er staðsett alveg við smábátabryggjuna í Hafnarfirði með glæsilegu útsýni. Þarna er sannarlega hægt að njóta lífsins á vinnustaðnum. Sjón er sögu ríkari. Myndir á mbl.is. Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón í s. 893-2233. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fornubúðir - Hf. VEÐURSTOFA Íslands hefur fengið afhent viðurkenningarskjal frá Bresku gæðavottunarstofn- uninni (British Standard Institute, BSI) um að flugveðurþjónusta stofnunarinnar uppfylli kröfur al- þjóðlega gæðastaðalsins ISO-9001. Afhenti Árni H. Kristinsson, fulltrúi BSI á Íslandi, Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra skjalið fyrir hönd BSI að viðstöddum um- hverfisráðherra, Jónínu Bjart- marz. Vottun flugveðurþjónustunnar er upphafið að framkvæmd þeirrar gæðastefnu sem Veðurstofan hef- ur mótað, þ.e. að reka ISO-vottað gæðastjórnunarkerfi á starfsemi stofnunarinnar. Á sumri komanda verður vottun allrar veðurspáþjón- ustunnar staðfest og stefnt er að því að önnur starfsemi Veðurstof- unnar verði vottuð fyrir árslok 2008. Veðurstofa Íslands fær alþjóðlega gæðavottun Viðurkenningarskjal F.v. Árni Kristinsson, fulltrúi BSI á Íslandi, Jónína Bjartmarz umhverfisráð- herra, Magnús Jónsson veð- urstofustjóri og Gunnar Guðmunds- son frá 7.is. NORRÆNA ráðherranefndin aug- lýsir um þessar mundir verk- efnastyrki fyrir frjáls fé- lagasamtök innan ramma styrkjaáætlunar sem ýtt var úr vör árið 2006. Markmið áætlunar- innar er að styrkja borg- arasamfélagið á svæðinu og stuðla að svæðasamstarfi, segir í fréttatilkynningu. Áætlunin styrkir þríhliða sam- starf á Eystrasaltssvæðinu þar sem minnst einn aðili frá Norð- urlöndunum, einn frá Eystrasalts- ríkjunum eða Póllandi og einn frá Norðvestur-Rússlandi eða Hvíta- Rússlandi taka þátt í. Áætlunin hefur 5 milljónir danskra króna til skiptanna árið 2007, en einstök verkefni geta fengið styrk að upphæð 500.000 danskar krónur. Umsókn- arfrestur rennur út þann 2. mars 2007. Norræn áhersla á frjáls félagssamtök NÝLEGA var Innovit stofnað af nokkrum núverandi og fyrrver- andi stúdentum við Háskóla Ís- lands. Innovit er undirbúnings- félag að stofnun nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs við Háskóla Ís- lands. Heimasíða félagsins hefur verið opnuð og hugmyndin var í fyrsta sinn kynnt opinberlega á Rann- sóknadögum Stúdentaráðs Há- skóla Íslands. Félagið var einnig kynnt á lokahófi Rannsóknadaga. Undanfarna mánuði hefur við- skiptaáætlun um stofnun Innovit í sinni endanlegu mynd verið unnin og hefur í því samhengi verið rætt við helstu hagsmunaaðila landsins sem starfa á sviði ný- sköpunar- og frumkvöðla- starfsemi, segir í fréttatilkynn- ingu. Stúdentar stofna Innovit UM þessar mundir er auglýst eftir umsóknum um styrk úr Minningar- sjóði Helgu Jónasdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis. Sjóðurinn var stofnaður til að veita styrki til að hlúa að hagsmunamálum og velferð barna í Hafnarfirði allt að 18 ára aldri. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum fór fram 8. mars 2006. Styrkir komu þá í hlut þriggja aðila en þeir voru Iðju- þjálfun æfingastöðva lamaðra og fatl- aðra í Hafnarfirði, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir óperusöngkona ásamt Ólafi B. Ólafssyni, kennara og tónlist- armanni, og loks Sjúkraþjálfarinn ehf. í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur um styrki verður til 20. febrúar nk. en úthlutun fer fram 8. mars, sem er afmælisdagur Bjarna Snæbjörnssonar læknis, en hann var heiðursborgari Hafnarfjarð- ar. Stjórn sjóðsins skipa Bjarni Jón- asson læknir (formaður), Lúðvík Geirsson bæjarstjóri (gjaldkeri) og sr. Gunnþór Þ. Ingason sóknarprest- ur (ritari). Styrkir úr hafnfirskum minningarsjóði CARITAS á Íslandi, góðgerða- samtök kaþólsku kirkjunnar, efndu til styrktartónleika í þágu fatlaðra barna í Kristskirkju við Landakot sunnudaginn 19. nóvember sl. Voru það þrettándu tónleikarnir sem Caritas efnir til til styrktar góðu málefni. Eins og árið 2005 var ágóð- inn ætlaður Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins. Formaður Caritas á Íslandi, Sigríður Ingvarsdóttir, af- henti forstöðumanni Greining- arstöðvarinnar, Stefáni Hreið- arssyni, ágóðann, alls 410.000 kr. og fór afhendingin fram í húsnæði stöðvarinnar á Digranesvegi 5 í Kópavogi. Féð mun renna í Styrktarsjóð Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, sem stofnaður var árið 1995 til minningar um Þorstein Helga Ás- geirsson sem lést á því ári tæplega 5 ára gamall. Markmið styrktarsjóðs- ins er að styrkja fagfólk til fram- haldsmenntunar og rannsókn- arstarfa og hefur hann farið vaxandi ár frá ári m.a. með þessum góða stuðningi Caritas á Íslandi. Morgunblaðið/Ómar Góðgerðastyrkur Marrit Meintema, Stefán Hreiðarsson, Sigríður Ingv- arsdóttir formaður Caritas og sr. George. Styrktartónleikar Caritas

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.