Morgunblaðið - 04.02.2007, Side 63

Morgunblaðið - 04.02.2007, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 63 Mig langar með ör- fáum orðum að minn- ast félaga míns og vin- ar Skúla Ólafssonar. Við Skúli kynntumst í gegnum Sniglana árið 1995 og hjóluðum við mikið saman, hann alltaf á Mögnunni sinni sem var orðin eitt af einkennum Skúla. Skúli var frábær félagi, hjálpsamur, góðviljaður og hlýr persónuleiki. Ég minnist þess alltaf þegar ég og nokkrir félagar mínir ákváðum að skreppa í útilegu og heilgrilla á teini svín ofan í mannskapinn. Eitthvað gekk seint og illa að grilla svínið og þegar við hópurinn vorum orðin að- framkomin af hungri birtist Skúli gamli, eins og við kölluðum hann alltaf, á hjólinu með kjúklingabita og franskar handa liðinu. Ég minnist þess líka hversu góður hann var við Villa heitinn þegar hann slasaðist Skúli Ólafsson ✝ Skúli Ólafssonfæddist í Reykjavík 12. apríl 1940. Hann lést á Landspítalanum 20. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 30. janúar. illa í bifhjólaslysi 9́7 og hversu sterkur klettur Skúli var þeg- ar Smári og Villu lét- ust. Alltaf var stutt í húmorinn hjá Skúla og það var verulega skemmtilegt bæði að hjóla með honum og fara með honum á samkomur sem Snigl- arnir stóðu fyrir. Oft- ar en ekki fór hann á kostum á slíkum skemmtunum, hvort sem það var á lands- mótum, jólaböllum eða árshátíðum. Ég mun minnast Skúla gamla á ljúfan hátt, hann er einn af þeim sem ólu mig upp í hjólamennskunni, enda hjóluðum við mikið saman í mörg sumur og ég mun ávallt vera honum þakklát fyrir það. Elsku Sigrún og fjölskylda, ég og Baddi minn vottum ykkur dýpstu samúð og veitum ykkur styrk á erf- iðum tímum. Kveðja. Inda. Dyrabjallan hringir. Fyrir utan stendur myndarlegur maður í mót- orhjólagalla. Hann hafði tekið ofan hjálminn. Þarna stóð Skúli og var kominn til að votta okkur samúð vegna sviplegs fráfalls sonar okkar og góðs vinar síns. Við vissum ekki um vináttu þeirra. Skúli tjáði okkur að hann og sonur okkar Smári hefðu verið góðir félagar og áhugi þeirra var mikill á akstri kraftmikilla mót- orhjóla. Frá þessari stundu varð Skúli hluti af lífi okkar, hann hjálp- aði okkur að komast í gegnum sökn- uðinn og hélt á lofti góðum minn- ingum. Nú eru liðin tíu ár síðan sonur okkar lést en á afmælisdegi hans á hverju ári stóð Skúli ásamt nánum vinum fyrir að koma saman við heimili okkar, og eftir að hafa þegið smákaffi var hjólað í röð upp í kirkjugarð að leiði látins félaga. Þetta þótti okkur alltaf falleg sjón og snart okkur djúpt. Skúli var góð- ur maður og lét sér annt um vini og samferðamenn. Það var greinilegt svo eftir var tekið, þegar þessi glæsilegi hópur hjólaáhugamanna sat inni hjá okkur og drakk kaffi og spjallaði, að Skúli var mikils metinn í hópnum. Krakkarnir litu upp til hans og báru virðingu fyrir honum og skoðunum hans enda þeim góð fyrirmynd hvort sem var í lífi eða leik. Það eru margir sem drúpa höfði í dag og minnast Skúla. Megi minning um góðan mann lifa. Við þökkum fyrir ljúfar samverustundir og einlæga vináttu þessi tíu ár. Við hjónin vottum okkar innilegustu samúð og biðjum góðan guð að hugga og styrkja eftirlifandi eigin- konu, börn, barnabörn og ættingja. Tárin að ónýtu falla á fold, fá hann ei vakið, er sefur í mold. Segðu, hvað hjartanu huggunar fær, horfinnar ástar er söknuður slær. Guðsmóðir vill þér það veita. (Jónas Hallgr.) Svava Guðmundsdóttir, Friðrik Bridde. Það er vont að missa mann eins og Skúla, sérstaklega þegar maður á fáa vini. Þó að kynni mín af Skúla nái ekki langt aftur í árum talið þá finnst mér eins og ég hafi þekkt hann alla mína ævi.Við kynntumst þegar leiðir okkar lágu saman í Sniglunum. Ég man eftir því að hann var einn af þeim elstu sem sáust á mótorhjóli á þeim tíma en hann keyrði eins og unglingur og hafði gaman af því að sýna hvað hann gat, enda afburðaökumaður. Ég sá nú fljótlega að þarna var skemmtilegur og fróður karl á ferð sem hafði margar sögur að segja og flestar voru þær gamansögur og með góðum endi, stundum kannski heldur lengri en þær þurftu að vera en það skipti ekki máli, því að þegar Skúli sagði sögu þá hlustuðu allir. Skúli fór að draga mig og fleiri á fornbílafundi og hafði hann mikið gaman af því þegar hann náði stórum hópi af bifhjólamönnum með sér á fundi. Maður sá það að sumum í FBÍ leist ekkert á allt þetta leð- urklædda lið sem hann mætti með og sumir urðu jafnvel hálfskelkaðir. Það má segja að ég hafi gengið í FBÍ vegna þess að Skúli hvatti mig til þess og var hann stöðugt að fræða mig um menn og bíla sem voru í FBÍ. Eftir að Villi vinur okkar lést í bif- hjólaslysi þá minnkaði áhugi minn og Skúla á því að vera á mótorhjól- um og það má segja að í staðinn höf- um við ákveðið án þess þó að segja það upphátt að hafa fornbíla og það sem þeim er tengt sem aðaláhuga- málið. Það var hægt að ræða allt við Skúla, ekki bara hvað viðkom bílum heldur gat allt orðið umræðuefni og það var oft gaman að sjá hvernig hann hafði fastmótaðar skoðanir á hlutum og gaf það ekkert eftir ef hann vissi að hann hafði rétt fyrir sér. Í þau skipti sem að hann var ekki alveg viss þá kynnti hann sér málin og hringdi svo í mann. Oft spjölluðum við saman í síma og var þá klukkutíminn fljótur að líða og oft kom það fyrir að annar hvor síminn kláraði batteríið, oftast var umræðu- efnið fornbílar eða einhver málefni tengd klúbbnum. Stundum hringdi hann og hrósaði mér fyrir eitthvað sem ég hafði skrifað inn á spjall- svæði FBÍ og þá spurði hann hvort þetta væri Adler og svo hló hann. Ég held að ef við hefðum getað keypt alla þá bíla sem við skoðuðum og okkur langaði í á netinu og í blöð- um þá skiptu þeir tugum og væru af öllum tegundum og gerðum, því að Skúli gat talað um og haft áhuga á öllum tegundum bíla, en ef það var einhver ein tegund sem heillaði meira en önnur þá var það trúlega Benz, enda átti hann Benz og þótti mjög svo vænt um þann bíl. Í dag á ég erfitt með að sjá mig mæta á fundi hjá FBÍ og eiga ekki von á því að hitta Skúla eða fá skammir daginn eftir fyrir að hafa farið án þess að láta hann vita að ég væri að fara heim eða hafa ekki komið á fund vegna þess að hann ætlaði að sýna mér einhvern bíl sem hann sá auglýstan í erlendu blaði. Ég gæti skrifað margar blaðsíður um Skúla og kynni mín af honum en það er minningin um góðan vin sem skiptir mig meira máli en rituð orð. Ég vil votta Sigrúnu, fjölskyldu og vinum Skúla mína dýpstu samúð. Guðjón Örn Stefánsson. Góð kona er geng- in. Góð, fróð, elskuleg, hjálpsöm og einstak- lega vönduð kona. Þannig minnist ég Elínborgar Jóns- dóttur kennara og ættfræðings. Kynni okkar, sem stóðu í rúma tvo áratugi, hófust á nokkuð einkenni- legan máta. Þannig var að fóst- urdóttir mín, Anna María, lenti í bílslysi um hávetur í brunagaddi uppi á Holtavörðuheiði og hrygg- brotnaði. Þar sem hún lá þarna slösuð og skjálfandi úti í móa og beið þyrlunnar sem sótti hana bar að bíl. Út úr bílnum steig kona sem fumlaust hlúði að henni og breiddi yfir hana dúnsængina sína sem hún var með í bílnum. Þessi kona var Elínborg. Þegar Anna María mín fór að hressast, og gat sagt mér deili á bjargvætti sínum, hringdi ég í þessa óþekktu konu til þess að þakka fyrir stúlkuna mína. Af ein- hverri rælni minntist ég á að langamma mín hefði búið á Skaga- strönd og látist þar, en fróðleikur minn um þessa langömmu mína var í algjöru lágmarki. „Nú hvað hét hún?“ spurði Elínborg að bragði. „Nú, hún Svanhildur, já, hún bjó á Svangrund og kallaði það stundum Svanhildargerði …“ Áður en ég vissi af hafði ég á örskotsstund meðtekið meiri fróðleik um þessa langömmu mína en mér hafði tekist að safna á langri ævi. Og hún gerði það ekki endasleppt við mig hún Elínborg. Þegar ég fór svo í eins konar pílagrímsferð norður með föður mínum og föðursystur tók hún á móti okkur og leiddi okkur um allar söguslóðir langömmu og kynnti okkur fyrir þeim sem mundu hana og gátu frætt okkur um líf hennar og störf. Það var ómetan- legt og verður seint fullþakkað. Við Elínborg áttum síðan eftir að eiga margar og góðar samveru- stundir í ættfræðinni bæði norðan og sunnan heiða. Það kom auðvitað fljótlega í ljós að við vorum frænk- ur úr Húnavatnssýslunni og að þau Elínborg Margrét Jónsdóttir ✝ Elínborg MargrétJónsdóttir fæddist á Másstöðum í Vatns- dal 30. júní 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 7. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 13. janúar. Guðfinnur afi minn voru fjórmenningar. Hún var ótrúlega minnug og mikill fræðimaður enda er hennar hlutur í útgáfu merkasta ætt- fræðirits seinni tíma, Ættir Austur-Húnvetn- inga, ómældur. Það sama er að segja um Sögu Skagastrandar og Höfðahrepps. Í barn- ingi mínum við að fá Vestur-Húnvetninga til þess að feta í fót- spor Austur-Húnvetn- inga og gefa út sam- bærilegt ættfræðirit fyrir vestursýsluna, var hún minn besti bandamaður og benti mér á alla sem vert væri að ræða við. Vonandi vinnur hún áfram að því úr hæstu hæðum því enn hefur lítið miðað. Ættfræðin, fróðleikurinn, sagn- irnar, allt var það henni ástríða og yndi og alltaf var hún fyrsta mann- eskjan sem ég leitaði til ef eitthvað vantaði úr Húnavatnssýslunum. Hún lét samt aldrei mikið yfir þekkingu sinni, hafði sig ekki mikið í frammi, en var alls staðar drif- krafturinn. Hún sótti fundi Ætt- fræðifélagsins eins oft og hún gat því við komið og naut félagsskap- arins. Oft fann ég hvað þessi hóg- væra kona naut mikils álits og aðdáunar félaga sinna í Ættfræði- félaginu fyrir störf sín og kraft í þágu ættfræðinnar. Þar sakna nú margir vinar í stað. Hún hafði mikl- ar áhyggjur af því á seinni árum að minnið væri ekki eins kristaltært og áður, en þá tók hún sér bara lengri tíma til verksins og svo kom svarið. Ég sakna hennar góðu nærveru, fróðleiks og hlýju frá fyrstu kynn- um. Fari hún í friði. Guðfinna Ragnarsdóttir. ✝ Systir mín, móðursystir og ömmusystir okkar, KRISTJANA JÓNSDÓTTIR, Langholtsvegi 99, lést á Hrafnistu sunnudaginn 28. janúar. Útförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13.00. Erla Jónsdóttir, Sigurlaug Erla Hauksdóttir, Jón Þór Hauksson, María Hauksdóttir, Sveinn Þrastarson og börn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTFINNUR INGVAR JÓNSSON bifreiðasmíðameistari, Blásölum 24, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 25. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigrún Sigurjónsdóttir, Jón Ragnar Kristfinnsson, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, Sverrir Kristfinnsson, Guðrún, Kristrún, Einar, Birgir, Tara, Sigrún Ösp, Guðmundur og langafabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON JÓHANNSSON (Lilaa), fyrrv. verkstjóri hjá Hafskip, lést á dvalarheimilinu Droplaugarstöðum miðvikudaginn 31. janúar. Útför verður auglýst síðar. Borghildur Símonardóttir, Þorgeir Daníelsson, Gunnlaugur Marteinn Símonarson, Jóhann Páll Símonarson, Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.✝ Útför systur okkar, frænku, mágkonu og svilkonu, ÖLFU ÞORBJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR lyfjafræðings, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erla H. Hjálmarsdóttir, Hjálmar V. Hjálmarsson, Sigríður Gísladóttir, Áslaug Ásmundsdóttir, Ingveldur Ásmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi, ÓLAFUR THEODÓRSSON, Írabakka 14, lést á heimili sínu mánudaginn 29. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 13:00. Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarþjónustuna Karitas í síma 551 5606. Kristín Gunnarsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Theodór Ólafsson, Mona K. Stenbakken, Kristín Ásta Ólafsdóttir, Óli Ragnar Kolbeinsson, Haukur Pálsson, Rakel Dögg Sigurðardóttir, Una Guðný Pálsdóttir, Signar Kári Hilmarsson, Magnús Theodórsson, Björg Theodórsdóttir og afabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.