Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 6

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 6
6 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Róm hefur verið nefnd „borgin eilífa“. Sögulegar minjar Rómar, listræn arfleifð og umhverfi endurspegla rætur og sögu vestrænnar menningar í gegnum 2500 ár. Sæktu Róm heim og láttu heillast. Leiðsögn er í höndum Ólafs Gíslasonar sem er sérfróður um sögustaði Rómar. www.uu.is hin forna Vikuferðir meðÓlafi Gíslasyni 12.–19. júní og 7.–14. ágúst ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS 123.990 kr. á manní tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattar, hótel með morgun- verði, allar skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Eftir Rósu Björk Brynjólfsdóttur rosabjork@mbl.is SAMSKIPTI Íslendinga og Frakka eiga sér nokkuð langa sögu sem náði líklegast hámarki í kringum skútu- öldina þegar frönsku duggurnar veiddu við Íslandsstrendur. Tengsl milli landanna tveggja voru í blóma frá miðri 19. öld fram á fyrstu ára- tugi 20. aldarinnar en á því tímabili settist franskur konsúll að í Reykja- vík og spítalar voru reistir fyrir franska sjómenn bæði á Fáskrúðs- firði og í Reykjavík sem og kapellur. Nöfn franskra sjómanna í allt of mörgum grafreitum víða um land bera þessari einstæðu sögu vitni. Tengslin eru enn sterk á milli Frakk- lands og Íslands. Hér búa tæplega 400 manns með franskt ríkisfang og ef marka má kosningaúrslit í fyrri umferð forsetakosninganna í Frakk- landi virðist sem þeir Frakkar sem hér búa séu nokkuð sér á báti. Gjör- ólík kosningahegðun þeirra sem hérna búa og þeirra sem búa í Frakklandi sjálfu er að minnsta stór- merkileg. Í fyrri umferð forseta- kosninganna sem fram fór fyrir tveimur vikum var niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar hér allt önnur en úrslitin í Frakklandi. Samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Frakk- lands á Íslandi hafa 104 einstakling- ar sem hér búa rétt til að kjósa og í fyrri umferð kusu 73 sem er 70,19% en kosningaþáttaka í Frakklandi var 84,60%. Fylgi við frambjóðendur var líka allt annað hér en úti. Flestir hér á landi kusu sósíalistann Ségolène Royal, eða fjörutíu og einn, næst- flestir kusu Francois Bayrou, eða átján manns, sjö kusu hægrimann- inn Nicolas Sarkozy, fjórir kusu um- hverfissinnann Dominique Voynet og einn kaus þjóðernissinnann Jean- Marie Le Pen, annar vinstrimanninn Olivier Besancenot og einn José Bové. Í kvöld safnast svo áhugafólk um frönsk stjórnmál saman í hús- næði Alliance Francaise í Reykjavík til að fylgjast með því hvort næsti forseti Frakklands verði Ségolène Royal eða Nicolas Sarkozy. Það verður ekki síður gaman að sjá hvort kjósendur hér á landi kjósa að þessu sinni á sama veg og landar þeirra í Frakklandi. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti nokkra franska ríkis- borgara og komst að því að þeir hafa ákveðnar skoðanir á frönskum stjórnmálnum þrátt fyrir að langt sé héðan til forsetahallarinnar í París. Tæplega fjörutíu og fimm milljónir Frakka kjósa sér forseta í dag, 104 þeirra búa hér á landi Önnur nið- urstaða hér Reuters Öruggt tak Skoðanakannanir sýna að Nicolas Sarkozy er líklegur sig- urvegari í forsetakosningunum í Frakklandi sem fara fram í dag. FRANCOIS Louis Fons er kokkur og fluttist til Íslands árið 1973. Hann ólst upp í litlu þorpi rétt hjá borginni Perpignan skammt frá landamærum Frakklands og Spánar. Sjálfur býr hann ásamt fjölskyldu sinni í Hafnarfirði, rekur veitingaþjónustu og fylgist ágætlega með frönskum stjórn- málum. „Ég horfði að sjálfsögðu á sjón- varpskappræður frambjóðend- anna tveggja á miðvikudags- kvöldið. Mér fannst Ségolène Royal standa sig afar vel þar og í raun kom frammistaða hennar mér mjög á óvart,“ segir Franco- is sem kaus ekki Royal í fyrri umferðinni en ætlar að gera það í seinni umferðinni. „Flestir Frakkar sem ég þekki hér á Íslandi ætli að kjósa Ségo- lène Royal,“ segir Louis Fons en síðustu skoðanakannanir, sem birst hafa í frönskum fjölmiðlum, gefa allar til kynna, að hægri- maðurinn Nicolas Sarkozy muni sigra og jafnvel með nokkrum yf- irburðum, allt að 10 prósent- ustigamun. Francois Louis Fons: Royal góð. Sarkozy of mikill harðlínumaður og rasisti „MÉR hefur fundist vanta mál- efnalega umræðu og útskýringar á því hvað taki við eftir kosning- arnar,“ segir Berthrand Jouanne sem segir kosningabaráttuna í Frakklandi ekki hafa verið spenn- andi. Hann hefur búið hér á landi í 16 ár og á íslenska eiginkonu og þrjú börn. Hann heillaðist ungur af Ís- landi og er í dag framkvæmda- stjóri Ferðakompanísins sem sér- hæfir sig í ferðum fyrir frönsku- mælandi ferðamenn um Ísland. „Frambjóðendur smáflokka töp- uðu í fyrri umferðinni vegna áróð- urs um að misnota ekki atkvæði sitt. Það leiðir svo til þversagn- arkenndra úrslita líkt og lítið fylgi við þá sem lögðu áherslu á um- hverfismál, þrátt fyrir mikla um- ræðu um þau mál. Mér finnst sjálf- um Royal ekki vera forsetaefni. Hún hefur náð í gamla sósíalista eins og Laurent Fabius sem er ekki vænlegt vegna tengsla hans við spillingarmál. Sarkozy er meira forsetaefni en mér finnst hann vera með hættulegar hug- myndir um útlendinga. Þannig að ég held að ég skili auðu á sunnu- daginn,“ „Stjórnmálin orðin óspennandi leiksýning“ Berthrand Jouanne: Auður seðill? „ÞETTA er miklu skemmtilegra nú en árið 2002. Það voru einfaldlega hræðilegar kosningar,“ segir Mar- ion Herrera. Hún er frá Nice í Suð- ur-Frakklandi en kom til Íslands árið 1996 sem ferðamaður og hefur búið hér síðan. Marion starfar sem flugmaður hjá Icelandair og er einleikari á hörpu. Hefur hún tekið þátt í starf- semi félagsskapar fyrir frönsku- mælandi fólk á Íslandi, Association des francophones en Islande, og segir hún, að á þeim vettvangi ræði fólk oft um stjórnmál, sérstaklega þó að undanförnu. Marion segist þó verða að við- urkenna, að hún hafi ekki fylgst mjög náið með kosningabaráttunni í Frakklandi. Hún segir, að kannski sé ástæðan sú, að hún hafi fyrir löngu gert upp hug sinn til fram- bjóðendanna tveggja. Hún er nefni- lega staðráðin í að kjósa Ségolène Royal líkt og hún gerði í fyrri um- ferðinni. „Ég styð hana af því hún er sósí- alisti en ekki bara af því hún er kona. En ég verð að bæta því við, að það skemmir þó ekki fyrir,“ segir Marion Herrera. Er fyrir löngu búin að gera upp hug sinn Marion Herrera: Kýs Royal. STÉPHAN Aubergy fannst áhuga- vert að sjá Ségolène Royal spreyta sig í löngum sjónvarpskappræðum og fannst hún standa sig ágæt- lega. „Sarkozy er hins vegar mjög staðfastur,“ segir víninnflytjand- inn frá Búrgúndí sem kom fyrst til Íslands fyrir 12 árum. Hann kaus hvorki Royal né Sarkozy í fyrri umferðinni. „Ég er mjög ánægður með það litla fylgi, sem flokkar lengst til vinstri eða hægri fengu í fyrri um- ferðinni sem þýðir að fólk er að leita að jafnvægi.“ Stéphan segir gott gengi Francois Bayrou ekki hafa komið sér á óvart. „Ég hélt að hann fengi meira fylgi. En mik- ið fylgi við Sarkozy kemur mér á óvart,“ segir Stéphan sem finnst Royal ekki alveg tilbúin í forseta- embættið „Mér finnst hún ekki nógu örugg í efnahagsmálunum en það væri gott fyrir Frakkland að fá konu sem forseta. Mér finnst hins vegar, að Nicolas Sarkozy hafi ekki staðið sig mjög vel sem inn- anríkisráðherra. En það að skila auðu er valkostur en ekki alvöru valkostur.“ Stéphane Aubergy: Jafnvægisleit. Segir kjósendur hafa leitað að jafnvægi „RAFIÐNAÐARMENN setja sér það markmið að stytta vinnuvik- una enn frekar á næstu árum samfara því að verja áunnin kjör,“ segir í samþykkt sextánda þings Rafiðnaðarsambands Ís- lands sem haldið var á dögunum. Í afstöðu þingsins til helstu þjóðfélagslegra verkefna næstu misserin segir að rafiðnaðarmenn hafi lagt á það sérstaka áherslu að tryggja stöðugleika og sér- staka hækkun lágmarkslauna. Góður árangur á þessum vett- vangi hafi leitt til mikillar stytt- ingar vinnuvikunnar. „Á því samningstímabili sem er að líða hækkuðu lágmarkslaun rafiðnaðarmanna um 47%. Vinnu- vika rafiðnaðarmanna hefur á undanförnum áratug styst um 10 tíma, þrátt fyrir það hafa heild- arlaun vaxið og kaupmáttur launa hefur vaxið samfellt. Þetta er ávöxtur þess sem launamenn sáðu til við gerð þjóðarsáttar.“ Bent er á í samþykkt þingsins að mörg fyrirtæki hafi flutt úr landi til svæða þar sem kjör og réttindi eru margfalt lakari en hér. „Það er óviðunandi að ís- lensk stjórnvöld geri fríverzlun- arsamninga við ríki sem ekki við- urkenna grundvallarmann- réttindi. Rafiðnaðarmenn gera kröfu um að þau lönd sem Ísland gerir viðskiptasamninga við upp- fylli allar átta grundvallarsam- þykktir Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar.“ Ræða kosti og galla ESB-aðildar Rafiðnaðarmenn telja að ræða eigi kosti og galla aðildar að Evr- ópusambandinu „með dýpri, víð- ari og skilmerkari hætti en nú er gert. Talið er að kostnaður við ESB-aðild Íslands sé um 5 millj- arðar króna á ári. Slíkar greiðslur, auk þess sem varið er til að vernda krónuna, eru ekki háar í samanburði við þann kostnað sem er af háu vaxtastigi hérlendis og miklum vaxtamun gagnvart nágrannaþjóðunum, sem heimilin þurfa að greiða.“ Á þinginu var lögð áhersla á starfsmenntamál rafiðnaðar- manna og var m.a. samþykkt að auka eigi rekstur Rafiðnaðarskól- ans svo hann verði betur í stakk búinn að mæta ógnunum og tæki- færum á næstu árum. Skólinn þarf að mati RSÍ að bjóða upp á fjölbreyttari námskeið með fjöl- breyttari tímasetningum og huga þarf að stuttum námskeiðum t.d. út um land. Vinnuvikan verði stytt og áunnin kjör varin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.