Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.05.2007, Qupperneq 10
„Lesandinn er bókstaflega negldur niður í stólinn ... Það er langt síðan ég hef lesið svo innihaldsríka spennusögu … Gleymið öllum ofmetnu metsölubókunum – þetta er hin eina sanna.“ Weekendavisen Frum- útgáfa í kilju 2 SÆTI* * Metsölulisti Eymundsson 2. maí 2007 10 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STAÐA PLÖTUÚTGÁFU Á ÍSLANDI P lötusala hefur víðast hvar dregist saman í heiminum á und- anförnum árum, eink- um vegna tilkomu Netsins, en þróunin hefur verið öfug hér á landi. Sam- kvæmt samantekt Félags hljóm- plötuframleiðenda seldust 866.706 eintök af plötum á Íslandi á síðasta ári og hefur þeim fjölgað um meira en 100.000 eintök á tveimur árum. Hér ræðir bæði um innlent og er- lent efni. Erfitt er að fá tæmandi tölur um fjölda útgefinna titla enda ein- yrkjar margir en samkvæmt Plötu- tíðindum komu 174 nýir titlar á markað árið 2006. Með endur- útgefnu efni er heildarfjöldinn ríf- lega 200 titlar. Mikill fjöldi stendur að þessum útgáfum en átján útgefendur eiga aðal- eða aukaaðild að Félagi hljómplötuframleiðenda. Jónatan Garðarsson, framkvæmdastjóri fé- lagsins, segir þennan fjölda koma mörgum á óvart, ekki síst útgef- endum sjálfum. „Breiddin á útgáfu- markaði er mikil sem er vitaskuld mjög jákvætt fyrir íslenska tónlist- armenn. Þeim standa ýmsir mögu- leikar til boða.“ Lengi vel voru hlutföllin í plötu- sölu hérlendis erlendri tónlist í vil en á því hefur orðið breyting á síð- ustu árum. Árin 2004 og 2005 var hlutfallið 54% á móti 46% íslenskri tónlist í hag og í fyrra urðu þau tíðindi að hlutfall íslensks efnis af heildarplötusölu mældist ríflega 66%. Það er því liðin tíð að íslensk plötuútgáfa sé að mestu leyti fjár- mögnuð með sölu á erlendri tónlist. Ástæðulaus ótti Viðmælendur Morgunblaðsins úr röðum plötuútgefenda fagna allir auknum hlut íslenskrar tónlistar á markaðnum. Jónatan segir sóknina á liðnu ári hafa komið sér skemmti- lega á óvart. „Satt best að segja átti ég frekar von á því að sala á íslensku efni myndi dragast saman í fyrra. Ástæðan er sú að það kom lítið út af nýju efni með stórum listamönnum. Að vísu voru Björg- vin Halldórsson, Bubbi Morthens og Sálin hans Jóns míns með tón- leikaefni og þær plötur seldust all- ar gríðarlega vel. Þá stormuðu ungir listamenn ekki heldur inn á markaðinn, það var helst Lay Low. Ótti minn reyndist sem betur fer ástæðulaus. Það er því ekki ástæða til annars en vera bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar tónlistarútgáfu. Hún er að sækja í sig veðrið frekar en hitt.“ Jónatan hefur ekki á reiðum höndum skýringar á því hvers vegna sala á íslenskri tónlist er að aukast á kostnað erlendrar en til- greinir tvær mögulegar ástæður. Annars vegar hafi netnotkun aukist verulega á umliðnum árum og fólk sé í auknum mæli farið að nálgast erlenda tónlist á þeim vettvangi. Hins vegar hafi dregið úr úrvali er- lendra titla í plötuverslunum á und- anförnum misserum. Að sögn Jónatans er lágmarks- framleiðslukostnaður við plötu hér- lendis 250.000 kr. í dag. Flestar plötur kosti þó umtalsvert meira. „Ef kostnaður er á bilinu tvær til þrjár milljónir króna er það sæmi- lega vel sloppið. Ætli meðalkostn- Morgunblaðið/ÞÖK HIÐ „ÓMÖGULEGA“ HJÓNABAND Markaðsmenn hafa lengi brýnt fyrir þessari þjóð að velja íslenskt. Óvíða hefur þeim orðið betur ágengt en á geislaplötumarkaði en í fyrra voru tveir þriðju hlut- ar seldra platna með ís- lenskum listamönnum. Það er mikil aukning frá árinu á undan. Um tvö hundruð plötur komu út hér á landi á árinu 2006 og heildarsalan hefur aldrei verið meiri sem er í ósamræmi við þróunina á heimsvísu. Þrátt fyrir þessa uppsveiflu er ekki á vísan að róa í íslenskri plötu- útgáfu. „Starf mitt snýst um tilfinningu og endalausar ágiskanir,“ segir útgáfu- stjóri stærstu plötuútgáfu landsins, Senu. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.