Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 33
„MENNTUN á að vera aðgengi-
leg öllum án tillits til búsetu,
efnahags eða annarra þátta,“
segir Herdís Á. Sæmundardóttir,
frambjóðandi Framsóknarflokks-
ins, og bætir við að Framsókn
vilji ekki að opinberir skólar inn-
heimti skólagjöld. Það eigi líka
við um háskóla og þá sérstaklega
hvað grunnnám varðar. „Háskóli
Íslands á að vera þjóðarskóli með
ákveðnar skyldur við íslenskt
samfélag. Við eigum að standa
vel við bakið á honum svo hann
geti sinnt þeim,“ segir Herdís og
leggur áherslu á að efla allt
rannsóknarstarf
tengt háskól-
anum, ýta undir
atvinnutengda
menntun og
byggja upp
starfsmenntahá-
skóla. Á sama
tíma séu kostir
fjarnáms nýttir
til að gera öll-
um kleift að
sækja nám.
Framsóknarflokkurinn vill
reisa háskóla bæði á Vestfjörðum
og Egilsstöðum. „Við höfnum því
að þétta eigi háskólasamfélagið á
einu svæði. Háskólar á lands-
byggðinni eiga að geta sérhæft
sig og byggt á styrkleikum hvers
svæðis fyrir sig.“
Að sögn Herdísar eru fram-
haldsskólar í raun orðnir hluti af
grunnmenntun og þess vegna eigi
fólk í öllum byggðakjörnum að
geta sótt framhaldsskóla sem
næst sinni heimabyggð. Fram-
sókn vilji því skoða hvort ekki
eigi að færa stjórn framhalds-
skólanna til sveitarfélaganna
enda myndi það auðvelda sam-
starf milli skólastiga. „Það getur
eflt bæði sveitarfélögin og grunn-
skólana. Við þurfum að líta á
nám allt frá leikskóla til fram-
haldsskóla sem eina samfellu og
bjóða upp á sveigjanleika svo að
nemendur geti t.d. lokið stúdents-
prófi á stuttum tíma,“ segir Her-
dís og tekur undir að bókakostn-
aður í framhaldsskólum sé orðinn
óþarflega mikill og að skoða
megi möguleika á bókastyrkjum.
Opinberi skólinn grunneining
Herdís segir að einkaskólar
geti vel átt rétt á sér við hlið op-
inberra skóla en að þeir megi
ekki vera forréttindaskólar.
„Grunneiningin er opinberi skól-
inn,“ segir Herdís og er jafn-
framt þeirrar skoðunar að Aðal-
námskrá grunnskóla stýri
skólastarfi óþarflega mikið. „Það
verður að vera innbyggður
sveigjanleiki svo skólarnir geti
þróað sig með tilliti til aðstæðna
á hverjum stað,“ segir Herdís
sem jafnframt er þeirrar skoð-
unar að börn innflytjenda eigi að
fá kennslu í sínu eigin móðurmáli
en að það geti verið óraunhæft í
litlum skólum þar sem eru nem-
endur af mörgu þjóðerni.
Menntun á að vera aðgengileg öllum
Herdís Á. Sæmund-
ardóttir
„MENNTAMÁL eru einn af horn-
steinunum í okkar stefnu enda eru
þau undirstaða jafnaðar og velferðar
og að sama skapi kröftugs atvinnu-
lífs,“ segir Katrín Júlíusdóttir, þing-
maður Samfylkingarinnar, og bætir
við að Ísland komi illa út í alþjóð-
legum samanburði við önnur OECD-
ríki hvað varðar framlög til háskóla
og framhaldsskóla og ekki síst þegar
kemur að brottfalli í framhalds-
skólum.
Samfylkingin vill blása til mennta-
sóknar á öllum skólastigum og Katr-
ín leggur áherslu á að mynda sam-
fellu frá leikskóla upp í
framhaldsskóla. „Við viljum afnema
samræmd próf í grunnskólum því
með þeim er verið að miðstýra börn-
um inn á mjög fáar greinar og um
leið verið að búa til litla „tapara“ úr
þeim sem þessar áherslur henta
ekki, sem okkur þykir rangt að gera
í upphafi ævigöngu fólks,“ segir
Katrín og bætir við að svona upp-
lifun af grunn-
skólanámi geti
verið ein af skýr-
ingunum á brott-
falli úr fram-
haldsskólum auk
þess sem mið-
stýring sé líka of
mikil þar. „Við
þurfum að
treysta skólafólk-
inu okkar betur
til að byggja upp góða skóla þar sem
nemendur geta lært á sínum for-
sendum og sínum hraða,“ segir
Katrín og leggur einnig áherslu á að
bæta starfsumhverfi og kjör allra
fræðslustétta.
Sérstaðan verði viðurkennd
Hvað háskólastigið varðar segir
Katrín að fjárframlög hafi ekki hald-
ist í hendur við mikla nem-
endafjölgun. „Nemendum sem
sækja sér háskólanám hefur fjölgað
mikið en það er í samræmi við þró-
unina í hinum vestræna heimi, ekki
vegna frumkvæðis stjórnvalda eins
og stundum er haldið fram,“ segir
Katrín.
Samfylkingin er mótfallin skóla-
gjöldum í opinberum háskólum og
Katrín segir að allir eigi að geta átt
gjaldfrjálsa leið, allt frá leikskóla og
til og með háskóla. „Þótt menn vilji
að LÍN [Lánasjóður íslenskra náms-
manna] láni fyrir skólagjöldum þá
þýðir það auðvitað heilmikla
greiðslubyrði fyrir nemendur,“ segir
Katrín en bætir við að ríkið þurfi
samt sem áður að bera umtals-
verðan kostnað af slíkum lánum.
Katrín vill að sérstaða opinberu
háskólanna sé viðurkennd og að þeir
fái aukin fjárframlög í samræmi við
þær skyldur sem þeir hafa. Þeim
beri að hafa meira námsframboð og
halda úti kennslu í fögum sem eru
kannski ekki eins vinsæl en engu að
síður nauðsynleg.
Verið að búa til litla „tapara“
Katrín
Júlíusdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK