Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 38

Morgunblaðið - 06.05.2007, Page 38
myndasögur 38 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Félag um lýðheilsu boðar til morgunfundar 7. maí nk. í aðdraganda kosninga. Fundur um nýlega skýrslu forsætisráðherra um samræmdar aðgerðir til að efla lýðheilsu á Íslandi. Dagskrá: 08:30 Fundur settur Þorgrímur Þráinsson, formaður faghópsins, kynnir efni skýrslunnar 08:40 Hvaða fjórar af megintillögum faghópsins vil ég og minn flokkur leggja áherslu á? Stutt erindi Ástu R. Jóhannesdóttur (S), Ástu Möller (D), Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur (V), Guðrúnar Þóru Hjaltadóttur (F), Margrétar Sverrisdóttur (O) og Sæunnar Stefánsdóttur (B). 09:30 Umræður og spurningar. Fundarstjóri er Geir Gunnlaugsson, formaður Félags um lýðheilsu. Staður og stund í Háskólanum í Reykjavík, stofu 201, mánudaginn 7. maí 2007 kl 08:30-10:00. Allt áhugafólk um lýðheilsu velkomið! Teiknimyndasaga JónsKristjáns Kristinssonarbar sigur úr býtum ímyndasögusamkeppni DR (Danmarks Radio) á netinu ásamt tveimur öðrum sögum. Jón Kristján sendi inn fjórar sögur og komst í topp tíu eftir vinsældakosningu. Dómnefnd valdi síðan sigursög- urnar þrjár. „Mjög gaman að þessu,“ segir sigurvegarinn ánægður. „Þetta var úrvalsdómnefnd sem valdi sög- urnar,“ segir hann og ekki skemmir að verðlaunin voru peningar, 5.000 danskar krónur eða um 60.000 ís- lenskar. Dómnefndin var meðal annars skipuð Anders Morgentaler, sem margir ættu að kannast við en hann er þekktur fyrir teiknimynda- sögur sem hann vinnur með Mikael Wulff og birtast í Politiken og á vef þeirra www.wulffmorgenthaler.com. Verðlaunamyndasagan er hluti af seríu sem ber nafnið Heimilisfræði, sem er réttnefni því sögurnar per- sónugera hluti sem er að finna á flestum heimilum. Í sigursögunni er til dæmis sagt frá ævintýrum brauðristar og í annarri kemst fata- skápur í hann krappan. Byrjaði með ljósaperu „Ég byrjaði á þessum myndasög- um fyrir tveimur, þremur árum. Ég er hálfpartinn hættur að teikna þær núna og er að snúa mér að öðrum verkefnum. Þetta byrjaði með ljósa- peru sem labbaði um og brotnaði alltaf. Hún var aðalpersónan og síð- an vatt þetta upp á sig.“ Það er vel við hæfi að birta viðtal við Jón Kristján í dag, á 22 ára af- mælisdegi hans, og einnig vegna al- þjóðlegs dags ókeypis myndasagna, Free Comic Book Day, sem haldinn var hátíðlegur í gær. Jón Kristján segist alla tíð hafa haft áhuga á myndasögum. „Ég las Andrés Önd þegar ég var lítill og hafði rosalega gaman af. Það var byrjunin en uppfrá því þró- aðist þetta. Heimilisfræði- myndasögurnar sækja hinsvegar innblástur til danska myndasögu- höfundarins Storm P. Ég kynntist honum þegar ég var lítill og fannst hann mjög skemmtilegur,“ segir hann. Storm P hét fullu nafni Ro- bert Storm Petersen, var uppi 1882–1949 og naut mikilla vinsælda í heimalandi sínu. Enginn texti Enginn texti er í myndasögum Jóns Kristjáns enda er hann alveg óþarfur. En skyldi það gera honum erfiðara fyrir? „Í nútímamyndasögum er gjarn- an texti og mikið handrit og það er vissulega auðveldara að skrifa eitt- hvað ef maður vill koma ákveðnum punkti á framfæri. Í myndasögu sem ég gerði einna fyrst þurfti ég að láta ljósaperuna kalla og vissi ekki hvernig ég ætti að leysa það. Þá skrifaði ég litla blöðru með upp- Í Danmörku Jón Kristján, myndasöguhöfundur með meiru, er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur verið í um tvö ár og líkar mjög vel. Handlaginn heimilisfræðingur Jón Kristján Krist- insson hefur lag á því að segja skemmtilega sögu í örfáum mynda- römmum. Þessi Kaup- mannahafnarbúi og af- mælisbarn dagsins fékk nýverið verðlaun í teiknimyndasamkeppni DR fyrir myndasögu um brauðrist. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við hann um mynda- sögur og líf og störf í Danaveldi. Líflegt og skemmtilegt Jón Kristján fæst einnig við það að teikna myndir en þessar tvær eru höfundarverk hans. Fyndni til sigurs Þessar tvær myndasögur eru báðar úr röðinni Heim- ilisfræði en sagan um brauðristina í sundlaugarheimsókn er sú sem vann til verðlauna í samkeppni DR (Danmarks Radio) á netinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.