Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 43

Morgunblaðið - 06.05.2007, Side 43
ið til fyrsta smárann úr grafíni og halda að það geti komið í stað kís- ils í örgjörva. Grafín er stöðugt við herbergishita og smári úr efninu er svo lítill, að hægt er að stýra einni rafeind í gegnum hann.“ Viðar segir að nú sé mjög rætt um endurnýjanlega orku. „Fram- leiðsla á sólarrafhlöðum kostar mikla orku, svo mikla að sumir efast um hagkvæmni þeirra. Nanó- tækni gæti hins vegar nýtt orku þeirra miklu betur, þ.e. breytt sól- arljósinu í rafstraum á miklu hag- kvæmari hátt. Bylgjulengd sólar- ljóss er að vísu miklu stærri en rásir á nanóskala, en með því að breyta sólarljósinu í plasmabylgjur gætum við beint þeim inn í þessar litlu rásir og þannig hagnýtt sólar- ljósið. Ég veit að nú er víða lögð mikil áhersla á rannsóknir á þessu sviði.“ Öllu nær okkur í tíma eru fram- úrstefnulegir tölvuskjáir, sem gætu verið eins og plastþynna. „Þeir byggja á fjölliðum, sem alltaf eru í plasti, en hafa ákveðna rafeig- inleika. Það er mjög stutt í að slík- ir skjáir komi á markað.“ Viðar segir líka að venjulegar ljósaperur muni eiga í vök að verj- ast í framtíðinni. „Nú hafa menn náð tökum á að rækta kristalla. Ljósdíóður eyða aðeins broti af því sem ljósaperur eyða og hitna ekki, svo brunahættan er engin. Ef heimurinn skipti út venjulegum ljósaperum fyrir ljósdíóður yrði orkusparnaðurinn gríðarlegur. Nú þegar eru díóður komnar í bílljós og götulýsingu, svo dæmi sé tekið og í Asíu hef ég séð svona díóðu- ljós, sem eru eins og venjulegar ljósaperur og skrúfaðar í per- ustæði. Lengi vel þekktust ekki kristallar til að búa til bláan lit, en núna, þegar hægt er að búa til blátt, grænt og rautt, þá er hægt að framleiða perur sem gefa frá sér hvítt ljós.“ Viðar bendir á annað, sem snert- ir daglegt líf margra, en það eru flatir sjónvarpsskjáir. „Plasmaskjá- ir geta verið orkufrekir og ég held að þeir muni tapa í baráttunni við LCD-skjái, eða vökvakristalla. Ég spái því hins vegar að í framtíðinni muni díóðutæki varpa mynd á vegg og þá verður engin hitamyndun, með tilheyrandi orkutapi.“ Miklar breytingar og víða Viðar segir að nanótæknin muni smám saman ryðja sér til rúms og á hinum fjölbreytilegustu sviðum. „Við eigum ekki von á byltingu á einni nóttu,“ segir hann. „Orku- geirinn á örugglega eftir að nýta sér margt úr nanótækni en ég get líka nefnt t.d. möguleika í lyfjagjöf. Tengsl erfðafræði og líffræði innan nanóvísinda gera mönnum kleift að framleiða sértækari lyf en nú þekkjast. Þar erum við hins vegar kannski komin á það svið að rétt- ara væri að tala um framfarir í erfðavísindum en nanó-tækni, þótt upplýsingarnar séu skrifaðar á na- nóskala. Reyndar eru menn farnir að nota forskeytið „nanó“ afar frjálslega og stundum á það ekkert skylt við eiginleg nanó-vísindi. Í öðrum tilvikum er vissulega um nanótækni að ræða, þótt það heiti sé aldrei nefnt. Ég get til dæmis nefnt að sérstaklega styrkt máln- ing er aldrei kölluð nanómálning, þótt nanókristöllum sé bætt út í hana.“ Hindranirnar eru enn fjölmarg- ar. „Áður en einkatölvurnar komu til sögunnar voru margar tækni- legar hindranir í veginum,“ segir Viðar. „Menn áttu ekki auðvelt með að ímynda sér að nokkrum ár- um síðar yrðu fjöldaframleiddar smáar ferðatölvur, eða jafnvel lófa- tölvur. Fyrsti smárinn, sem var framleiddur árið 1947, var hnefa- stór. Núna eru 100 milljón smárar á einum örgjörva, sem er þó ekki nema lítil flaga. Enginn hefði getað séð þá þróun fyrir árið 1947.“ Viðar Guðmundsson er sann- færður um að enn séu viðfangsefni eðlisfræðinnar fjölmörg og mjög spennandi. „Eðlisfræðin er rétt að byrja og áherslusviðin eru alltaf að breytast. Það er kolrangt að við séum að komast að einhverjum endimörkum.“ þjóðlífsþankar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 43 www.xf.is VELFERÐ, SANNGIRNI OG ATVINNUÖRYGGI Við viljum búa í sanngjarnara samfélagi • Skattleysismörk hækki strax í 150.000 kr. hjá þeim tekjulægstu. • Lækkum skuldir heimilanna, burt með verð- trygginguna. • Aldraðir og öryrkjar geti haft 1.000.000 kr. tekjur án bótaskerðingar og að tekjutenging við maka verði afnumin. • Lífeyrisgreiðslur beri 10% skatt líkt og fjármagnstekjur. Skeifan 7 | Reykjavík | sími 553 6061 Kolbrún Stefánsdóttir Suðvesturkjördæmi Jón Magnússon Reykjavík Suður Magnús þór Hafsteinsson Reykjavík Norður Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Verð kr. 59.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina Fuerteventura 22. maí frá kr. 49.990 Síðustu sætin - takmörkuð gisting! Bjóðum nú frábært sértilboð í viku á Oasis Village í Corralejo á Fuertevent- ura. Njóttu lífsins við góðan aðbúnað og með allt innifalið á þessum vinsæla áfangastað Heimsferða, sem svo sannarlega sló í gegn í fyrra. Takmark- aður fjöldi íbúða í boði á þessu frábæra verði. Sértilboð á Oasis Village - allt innifalið Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Ég horfði eins og fleiri á fréttir 1. maísl. og fannst þær dálítið óvenju- legar. Fyrst var sagt frá því að banka- stjóri einn hefði sagt starfi sínu lausu og starfslokasamningur hans gerði ráð fyrir eins árs uppsagnarfresti og gæfi honum að öllu samanlögðu hátt í millj- arð á þessu eina ári. Rétt á eftir var frétt um verkalýðsforingja úti á landi sem var að hætta störfum sínum eins og bankastjórinn fyrrnefndi og í lokaræðu sinni á fundi lagði hann til að verkafólk krefðist í næstu samningum 200 þús- und króna lágmarkslauna á mánuði. Til að sjá virðist þessi fréttatími sýna fram á mjög mikla misskiptingu á aflafé og líklega verður nokkuð langt þar til verkalýðsbaráttan nær fram svipuðum kjörum fyrir sitt fólk og bankastjórinn nýtur. En sem betur fer fyrir þessa stór- fjölskyldu sem býr á Íslandi, við eigum það víst sameiginlegt að geta rakið saman ættir okkar hjá Jóni heitnum Arasyni, síðasta kaþólska biskupnum á Hólum, þá getum við lifað hér á eyjunni okkar með minni tilkostnaði en kjör bankastjórans gera ráð fyrir. Það er ekki svo mikill grundvallar- munur á hvernig bíl fólk á, húsnæði, föt eða hvernig mat það borðar – en þar skilur á milli feigs og ófeigs. Víst getum við komist til útlanda án þess að eiga þotu, við getum jafnvel komist ferða okkar án þess að eiga bíl, hægt er að fá föt fyrir lítið á þessum ofgnóttartímum. En það er illmögulegt að vera án hús- næðis, þótt þess þekkist hér dæmi, og alveg ómögulegt að draga fram lífið án matar og vatns. Af vatni fáum við yf- irleitt nóg en sumir hafa varla í sig og það er þessari Íslandsfjölskyldu til hreinnar skammar. Hér ættu allir að vera yfir fátæktarmörkum, það ættum við að sameinast um að koma í fram- kvæmd. Alla öfgar í efnalegu tilliti sýn- ast slæmar. Of mikil fátækt er mann- skemmandi og of mikið ríkidæmi getur verið það líka. Eitt er víst að þeir sem eyða ævinni í að afla sem mestra pen- inga eru ekki endilega þeir hamingju- sömustu og sagan kennir okkur að þeirra er mun síður minnst en margra hinna sem minna höfðu handa á milli. Þeir fátækari hafa skapað mörg þeirra menningarverka sem við njótum í dag. Til að fá að sinna hugðarefnum á sviði skrifta, tónlistar, myndlistar og upp- finninga þarf fólk enn í dag að herða sultarólina, jafnvel í eiginlegri merk- ingu. Þeir sem hugsa og sýsla sífellt með peninga gera ekki annað á meðan og til að eignast mikla peninga þarf sannarlega að hafa hugann við auðsöfn- unina – jafnvel bæði daga og nætur, þá vill verða lítill tími til annarra afreka. Ég „ætla mér ekki þá dul“, eins og segir í hátíðlegum greinum, að tíunda þetta með ríka manninn og himnaríki eða úlfaldann og nálaraugað. Né heldur ætla ég að leggja út af því að sælla sé að gefa en þiggja. En kannski væri ástæða til að nefna hér í framhjáhlaupi að það væri hægt að gera mörgum gott með jafnari skiptingu fjármuna en þeirri sem kom fram í fyrrnefndum frétta- tíma 1. maí sl. – Ég ætla að svo mæltu bara að hætta þessum skrifum og raula með sjálfri mér hið ágæta þjóðkvæði: Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra. Guð gaf mér augu, svo nú má ég sjá! Guð gaf mér eyra! Mætti ekki skipta jafnar? Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.