Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 46
ferðalög
46 SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
I.
Félagar mínir í MR voruoftast tregir til skíða-ferða á sunnudögum þvílaugardagskvöldið sat
eftir í þeim sumum þótt ekki væru
þetta neinir óreglumenn. En ef
Slysavarnafélagið varaði menn við
að halda til fjalla einhvern sunnu-
dag héldu þeim engin bönd. Því
var það einn sunnudag í mars
1945, að við fjórmenningarnir,
Guðmundur Þórðarson (1927–
1997), Gunnar Þ. Gunnarsson
(1926–2007), Stefán Pétursson
(1926–1998) og greinarhöfundur
héldum með BSR bifreið áleiðis að
Baldurshaga, en lengra var ekki
fært vegna snjóalaga. Baldurshagi
hét annars Café Broadway á
stríðsárunum, einkum sótt af
bandarískum hermönnum. Við
gengum svo á skíðunum í átt að
Geithálsi því þar var veitinga von
en við svangir. Geitháls var í upp-
hafi tveggja hæða hús en hafði í
stríðinu verið breytt í einlyft hús
sem var nýtt sem liðsfor-
ingjaklúbbur brezka hersins. Þeg-
ar Bretarnir fóru var rekin þar
veitingastofa fyrir almenning.
Knúðum við dyra en ekkert lífs-
mark var að heyra innan úr hús-
inu. Rúður voru allar hélaðar og
þrátt fyrir margar tilraunir var
ekki opnað fyrir okkur og töldum
við að húsið væri mannlaust. Sem
síðustu tilraun rak ég oddhvassan
skíðastaf minn í hina ramm-
byggilegu útidyrahurð og viti
menn á sama augnabliki opnuðust
dyrnar og gat ég rétt látið stafinn
síga, áður en hann styngist í
manninn. Spurði ég þá manninn
hvort hægt væri að fá hér morg-
unkaffi og meðlæti fyrir fjóra. „En
þá þarf að hita vatn,“ segir hinn
aldni veitingamaður. „Nú, er það
eitthvert stórmál?“ segi ég. „Já,
ég þarf að fara niður í læk með
exi og búa mér til vök og sökkva
fötu í hana svo ég hafi vatn í
kaffið.“ Þágum við þetta sérstæða
boð og settumst inn í stofu á með-
an kaffivatnið var hitað. Neyttum
við svo þessara ágætu veitinga
með góðri lyst og héldum síðan
áfram skíðagöngunni, þótt lélegt
væri skyggnið.
II.
Komumst við svo upp í brekk-
urnar hjá Lækjarbotnum og hlut-
um þar marga byltuna því skyggni
var slæmt og við ókunnugir þar
efra. Fljótlega komum við auga á
Skátaskálann í Lækjarbotnum og
knúðum þar dyra. Var okkur vel
tekið þar, enda réð húsum þar
Guðmundur Magnússon (1881–
1958) klæðskeri. Þáðum við veit-
ingar hjá honum fram eftir degi,
því enn sortnaði bylurinn, svo ekki
var veður til skíðaiðkana. Guð-
mundur var annálaður höfðingi
heim að sækja og afbragðs kokk-
ur. En ekki dugði að setjast að í
Skátaskálanum, við urðum að
halda heim á leið, því við vissum
örugglega, hvar vegurinn lá til
Reykjavíkur. Við hittum á hann og
fljótlega kom herbíll mikill, brezk-
ur af Bedford-gerð með góðri veg-
hæð, þannig að hann fór létt yfir
alla skafla. Hirti bílstjóri hans
okkur upp í bíl sinn, svo og alla
aðra skíðamenn sem á leið hans
urðu. Segl var yfir vörubílspall-
inum og bekkir til þess að sitja á
en kalt var þarna, „en það er lé-
legur skúti, sem ekki er betri en
úti“ segir þar. Þáðu allir skíða-
menn þetta ágæta boð Bretans,
nema Pálmi Hannesson, rektor
MR, (1898–1956) „vinstri villan“
frá Hafnarárunum sat ennþá í
honum. Brezki herbíllinn, sem lík-
legast var frá Selfossi, stoppaði
við Laugaveg 160 á móts við
strætisvagnastoppistöðina Ás en
þaðan þurftum við að ganga, hver
til síns heima. Það er drjúgur
spölur að ganga á skíðum frá Ási
að Tjarnargötu 36, en kannski hefi
ég stytt mér leið yfir Tjörnina því
hún var á traustum ís.
III.
Skátaskálinn í Lækjarbotnum
hefur nú verið endurgerður í sinni
upprunalegu mynd og er til sýnis í
Árbæjarsafni a.m.k. á sumrin. Nú
er Geitháls horfinn, búið að rífa
hinn virðulega liðsforingjaklúbb.
Guðrún Guðlaugsdóttir (f. 1944)
rithöfundur og nú blaðakona hjá
Mbl. skráði æviminningar vinar
míns Tryggva Einarssonar frá
Miðdal (1901–1985). Þar er að
finna málvenjuna: „að fara upp í
Geit“ í stað þess, sem okkur
hestamönnum hefði þótt eðlilegra
að segja: „upp í Háls“. En hver
sveit hefur sína málvenju. Á ár-
unum 1957–1992, sem ég stundaði
hestamennsku í Reykjavík, var um
tíma veitingarekstur í Geithálsi,
aðallega stundaður um helgar.
Fjöldi hestamanna fékk sér þar
kaffi og ef koníakið var þrotið úr
vasapelanum, var veitingamaður
oft hjálplegur með hálfa Merito,
spánskt koníak (brandy). Ég man
vel eftir einum veitingamanni í
Geithálsi, Birni Bjarnasyni (1918–
2006), en hann var tengdasonur
Björgvins í Garði Árnasonar
(1894–1974) í Mývatnssveit (sam-
býlismaður Valgerðar Björgvins-
dóttur). Björn er skráður í
Reykjahlíðarættina sem rafvirkja-
meistari. Ég var ekki í Merito-
flokknum en kynntist Birni síðar á
ævinni er ég reisti stigahús á Háa-
leitisbraut 113 ásamt þrem fé-
Leifur Greinarhöfundur á skíðum um 25. ára aldur.
Herbíll Umræddur breskur bíll af Bedford-gerð með góðri veghæð.
Geitháls Gömul mynd af Geithálsi úr fórum föður grein-
arhöfundar Sveins M. Sveinssonar (1891-1951).
Skíðaferð í
mars 1945 og
saga Geitháls
Eftir Leif Sveinsson
Ekki átti ég von á að lesa ívirtu listtímariti aðmannsöfnuðurinn í upp-boðssal Sotheby’s í Bond
Street, London, hefði haldið niðri í
sér andanum þá boðið var í nú-
listaverk á dögunum. En eins og ég
hermdi af í síðasta pistli var mikið að
gerast þegar kom að lokaboðum í
málverk Peters Doigs „Hvíti ein-
trjáningurinn“ frá 1990–91, metið á
1,2 milljónir punda, sem er í efri
kantinum um núlistaverk. Er það
svo var slegið á 5,73 milljónir punda,
fimmfalt hærra en fyrra metverð á
verki eftir listamanninn, brutust út
mikil fagnaðarlæti í salnum, hrópað
og kallað. Reyndist enda hæsta ham-
arshögg á málverki lifandi myndlist-
armanns í Evrópu og má ekki síst
rekja ástæðu geðbrigðanna í troð-
fullum salnum til þess.
Listheimurinn virðist gripinn
móðursýkiskasti um þessar mundir,
svo komið geta engin hlutabréf
keppt við málverkið, möguleikar á
hagnaði margfaldir ef menn veðja
rétt. Svo langt gengur að sumir lista-
verkakaupmenn skirrast ekki við að
bjóða í verk lítt þekktra listamanna í
þeirri von að detta í lukkupottinn að
nokkrum árum liðnum.
En þetta er ekkert nýtt þvísjálfur Ambroise Vollard,helstur bakhjarl margra
framsæknustu myndlistarmanna í
upphafi síðustu aldar, átti það til að
kaupa upp heilu sýningar viðvan-
inga, en á móti kom að hann studdi
við bakið á málurum líkt og Gauguin,
Cézanne, Picasso, Redon, Matisse,
Derain, Vlaminck, Renoir, Roault,
myndhöggvaranum Maillol ásamt
mörgum fleiri ásamt því að standa að
útgáfu stórmerkilegra grafíkmappa.
Missteig sig hins vegar þegar kom
að verkum van Goghs, sem hann
taldi ekki álitlegan kost til framtíðar
litið (!) og harmaði það seinna meira
en flest annað á ferli sínum.
Hollt að minna hér á að öllumgetur yfirsést, en nú erubreyttir tímar og mynd-
listin orðin að nokkurs konar mið-
stýrðu lottóævintýri en möguleikinn
á vinningi að sjálfsögðu stórum
meiri. Kaupendur myndlistar stein-
ríkir auðjöfrar og kvikmyndastjörn-
ur sem þurfa örugga fjárfestingu, en
ástin og áhuginn á verkunum er
helst í samræmi við verðgildi þeirra
og hugsanlegan ávinning. Í of-
annefndu tilviki lá sterkur grunur
um að sjálfur Charles Saatchi stæði
að baki en hann rak lengi eins og
margur veit eitt stærsta markaðs-
setningar- og auglýsingafyrirtæki í
heimi en mun nú alfarið hafa snúið
sér að myndlistarmiðlun. Saatchi
getur gert skjólstæðinga sína heims-
fræga á núinu og einnig látið þá
hrapa niður á jafnsléttu ef eitthvað
kemur upp á milli þeirra, eða hann
hafi sjálfur ávinning af. Hér í raun á
ferð sömu leikreglur og síðustu árin
hafa í vaxandi mæli viðgengst vestan
hafs, af ástríðum og hugsjónum fer
minna. Heiðarleiki er ekki það sem
gefur mestan arð á þessu sviði frek-
ar en öðrum, þannig óhætt að segja
að listheimurinn sé ein maðkveita af
svikum og prettum eins og alls stað-
ar gerist þar sem peningar rúlla
ótæplega. En segir ekki máltækið:
Vilji fólk láta blekkja sig, blekkjum
við það …
Og eins og önnur andleg verðmæti
heldur listin andlitinu, þótt ein-
hverjum hugnist að gróma fegurðina
og traðka á háleitum hugsjónum, en
það var til forna viðtekna skilgrein-
ingin á hugtakinu klám.
Vafalítið grípur fólk hér á klak-
anum andann við lestur þessara
talna, ræturnar enn í gljúpum jarð-
vegi þegar kemur að andlegum verð-
mætum, hins vegar virðist enginn
kippa sér upp við að glamúr- og kvik-
myndastjörnur fái ofurlaun, knatt-
spyrnumenn, körfu- og beisbolta-
hetjur, golf- og tennisleikarar og þar
fram eftir götum. Samt er ósýnilegt
hugvitið það afl sem dugað hefur
mannkyninu best frá upphafi vega,
það er mikilvægasti drifkrafturinn
og undirstaða velferðar, en óupp-
lýstur múgurinn hefur alltaf átt erf-
itt með að melta hluti sem ekki er
hægt að festa auga á.
Málarinn Peter Doig er fæddur í
Edinborg 1959, hann er þannig á
miðjum aldri, lifir og starfar í Lond-
on. Samkvæmt stuttu æviágripi í
bókinni „Art Now, 137 listamenn við
Listin, leiksoppur gróðafíknar?
Verðhækkun á skömmum tíma Uppboðshaldarar hjá Sotheby’s taka á
móti tilboðum í verk Peters Doig, tók þá einungis þrjár mínútur að klifra
upp frá matsverðinu 1,2 upp í 5,7 milljónir punda.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson