Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 67

Morgunblaðið - 06.05.2007, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 67 KVÓTAKERFINU var, illu heilli, komið á fyrir um 24 árum. Yfirlýstur tilgangur þess var að vernda fiski- stofnana og tryggja byggðir við sjávarsíðuna. Skemmst er frá því að segja að hvorugt markmiðið hefur náðst. Vegna kvóta- kerfisins er þorsk- stofninn ekki svipur hjá sjón og margar byggðir eiga í vök að verjast. Þrátt fyrir að fiskverð hafi margfaldast að raungildi hafa skuldir sjávarútvegs- ins aukist með enn risavaxnari skrefum. Þannig hafa skuldir sjáv- arútvegsins aukist um 350% á tíu ár- um þótt umsetningin sé nánast sú sama. Eina leið stjórnvalda til að taka á brottkasti og sóun í kvóta- kerfinu er að setja upp rándýrt en gagnslaust eftirlitskerfi og refsa þeim sem eru svo heiðarlegir að við- urkenna brot sín. Þrátt fyrir þetta augljósa árangursleysi hefur verið haldið áfram á sömu braut. Ekki hef ég getað varist þeirri hugsun að raunverulegur tilgangur þeirra er réðu för hafi verið sá að koma á léns- skipulagi í sjávarútvegi. Eða eigum við kannski að trúa því að það sé hrein tilviljun að guðfaðir kvótakerf- isins hafi komið þeim breytingum á að „sameign þjóðarinnar“ erfðist og hann yrði þannig sjálfur lénsherra í fyllingu tímans? Óvenju lítið fer þó fyrir umræðu um sjávarútvegsmál þótt sá atvinnuvegur skili enn meira en helmingi þjóðartekna okkar Ís- lendinga. Ekki er öll sú umræða frumleg enda hafa allir flokkar að undanskildum Frjálslynda flokknum gefist upp fyrir þeirri sögulegu nauðsyn að brjótast út úr kerfinu. Þessa dagana eru flokkarnir í óða- önn að viðra fjaðrirnar fyrir kjós- endum. Sumir flokkarnir reyna, að því er virðist, fremur af vilja en mætti að hafa skoðun á öllum mál- um, s.s. sjávarútvegsmálum. Jafnvel Vinstri grænir eru þar engin und- antekning. Kosningaloforð þeirra í sjávarútvegsmálum er að gera upp- tæk í ríkissjóð 5% af leigukvóta. Þetta myndi draga úr framboði leigukvóta og hækka hann til muna. Hagsmunir okkar leiguliðanna eru þeir, að meðan við þurfum að búa við þetta kerfi sé nægt magn kvóta til leigu og á skikkanlegu verði. Í dag þurfum við að borga 7 krónur af hverjum 10 til kvótagreifanna. Af þessum 30% sem eftir eru þurfum við að greiða allan útgerðarkostnað. Af þessu má sjá að þetta forrétt- indakerfi hefur ekki skapað okkur neitt sældarlíf. Ef Vinstri grænir gefa sig út fyrir vera flokkur jafn- aðar, þá heggur sá er hlífa skyldi, því tillögur þeirra miða að því að auka á þjáningar okkar leiguliðanna og skaða byggðirnar. Leiguliðar, oft var þörf en nú er nauðsyn. Upp- lýsum vini og vandamenn. Kjósum F fyrir frelsi 12. maí. Leiguliðar athugið Eftir Ólaf R. Sigurðsson Höfundur er skipstjóri. www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar LAUGARNESVEGUR 104 OPIÐ HÚS Í DAG Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Glæsileg um 124 fm 4ra herb. íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Rúmgóð stofa og þrjú stór herbergi. Uppgert eldhús og allt nýtt á baði. Hús nýlega viðgert og málað. Aukaherbergi ásamt geymslu í kjallara. V. 25,9 m. Róbert og Díana taka vel á móti gestum frá kl. 15-17 í dag. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 GRÍMSSTAÐIR - MÚLABYGGÐ Vorum að fá í einkasölu fjögur sumarhús í landi Grímsstaða ( Múlabyggð ) í Borgarbyggð. Um er að ræða tvö 44,4 fm sumarhús, m/ tveimur svefnh. og svefnlofti, tvö 50,5 fm sumarhús m/ þremur svefnh. Húsin eru geysilega vel staðsett á fallegri lóð.undir Grímsstaðarmúla, ca. klukku- stundar akstur frá Reykjavík. Húsin eru byggð 1984 og 89. Húsin standa á 40.000 fm leigulóð möguleiki að fá lóð keypta. Húsunum fylgir stór verönd og heitur pottur. Verð 10.9 og 11.9 millj. Traust þjónusta í 30 ár MÝRARKOT - SUMARHÚS Fallegt 50 fm sumarhús á 8.000 fm eignarlóð á fallegum stað í landi Mýrarkots rétt við Hraunborgir og Kiðjaberg. Í húsinu eru tvö svefn- herbergi, Baðherbergi með sturtu, eldhús og björt stofa. Gesthús með svefnplássi fyrir tvo. Stór timburverönd. Lóðin er falleg með miklum gróðri. Bústaðurinn selst með öllu innbúi. Verð 11,5 milljónir. HAFNARSKÓGUR - SUMARHÚS Sumarhúsið skilast fullbúið að utan en tilbúinn til tréverks að innan með 80 fm sólpalli. Innan hússins er gert ráð fyrir tveimur svefnher- bergjum, baðherbergi, eldhúsi og stofu samtals um 68 fm, auk 30 fm svefnlofts. Möguleiki að setja lóð upp í. Áhv. 7 m. Verð 12,8 millj. HEKLUBYGGÐ - SUMARHÚS Vorum að fá í sölu fallegan 87 fm sumarbústað á 1,8 h eignarlóð í landi Svinhaga í Heklubyggð. Húsið afhendist fullbúið að utan og lóð í því ástandi sem hún er í í dag. Að innan afhendist húsið fokhelt. Húsið er byggt á steyptri plötu. Rafmagn og kalt vatn við lóðarmörk. Húsið er til afhendingar strax Verð 10,5 millj. HVAMMSKÓGUR - SKORRADAL Vorum að fá í einkasölu 3.400 fm fallega vel staðsetta lóð í Hvammsskógi í Skorradalshreppi. Lóðin er vel staðsett með glæsilegu útsýni og fal- legum trjágróðri Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Gimli. ÖNDVERÐARNES Sumarhús í landi Öndverðarness sem verið er að byggja. Bústaðurinn er í landi Múrarafélagsins og þar er þjónustumiðstöð og Golfvöllur. Húsið er á steyptum sökkli og verður húsið afhent fullfrá- gengið að utan og plastaður að innan. Grunnfl. er 83.fm og svefnloft sem er með 38 fm gólfrými. Hiti er kominn í gólf og verður fullfrágengin verönd. Inntök hitaveitu og rafmagns eru komin. Myndir eru af bústaðnum í byggingu og síðan mynd sem sýnir samskonar bústað fullbúinn. HÆÐARENDI - LÓÐ Vel staðsett sumarhúsalóð í Grimsnes og Grafningshreppi. Lóðin er 10.150 fm að stærð, hægt er að byggja tvö hús á lóðinni. Heitt og kalt vatn komið að lóðarmörkum. Verð 7,5 millj. HVERAGERÐI Sumarhús Hjallakrókur Ölfusi Til sölu nýlegt hús á fallegum stað skammt frá Hveragerði. Eignin skiptist í góða stofu, tvö svefnherbergi, svefnloft, eldhús og baðherbergi. Verönd á tvo vegu og útsýni yfir allt Ölfusið. Eignarland 3.300 fm. Verð 13,8 millj. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Sveinbjörn Grétar Gísli Rafn Ellert Bragi s: 892-2916 s 696-1126 s: 893-8323 s: 661-1121 OPIÐ HÚS - FÍFUSEL 25 Fallegt og mikið endurnýjað 200 fm endaraðhús innst í húsagötu ásamt góðu stæði í bílageymslu. Rétt fyrir neðan húsið er barnvænt, opið svæði með bolta- leikvelli o.fl. Verð 37,9 m. Birgir og Erla taka á móti gestum í dag, sunnudag milli kl. 14 og 15. Fallegt 137,8 fm raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, tvö barnaherbergi, eldhús, stofur, hjóna- herbergi, baðherbergi, sjónvarpshol, þvherb. og innb. bílskúr. Stór verönd og garður sólarmegin við opið svæði. V. 39,7 m. 6570 Hér er gott að búa. EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 15-16. Óttar og Hlín taka vel á móti ykkur. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS REYRENGI 34 RAÐH. Á 1.H. Fréttir í tölvupósti Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn mbl.is smáauglýsingar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.