Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 06.05.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. MAÍ 2007 69 Frá því Ómar Ragnarsson, hinn ástsæli skemmtikraftur og sjón- varpsmaður, „kom út úr skápnum“ og ákvað að beina öllum sínum kröft- um í þágu íslenskrar náttúru, svo ekki sé nú talað um að skipta sér af þjóðmálum almennt, höfum við orðið vitni að ótrúlegum við- brögðum gegn þess- ari ákvörðun hans. Hvað er þessi góði maður að skipta sér af pólitík? Ómar sem hefur staðið sig svo vel og unnið ómetanlegt starf fyrir þjóðina sem frétta- og þáttagerðarmaður. Hann sem hefur vakið athygli á svo mörgu sem oft vill gleymast og sýnt okkur myndir af einstæðri náttúru. Af hverju gat hann bara ekki haldið þessu áfram án þess að „óhreinka" sig í pólitík? spyr fólk. Auðvitað svarar Ómar þessu best sjálfur og hann hefur gert það. Ég var með for- dóma um Ómar, að vísu mjög já- kvæða, ég sá hann ekki fyrir mér sem stjórnmálamann. Nú hefur þjóðin orðið vitni að því að Ómar er miklu meira en óháður fréttamaður og skemmtikraftur. Hann er ótrúlega næmur á allt sem skiptir okkur máli. Sjálfur hef ég verið þess aðnjótandi að kynnst hon- um í starfi með Íslandshreyfingunni. Ég er ósvikinn af þeim kynnum og sífellt kemur Ómar mér á óvart með yfirgripsmikilli þekkingu og mann- kærleika. Kynnin staðfesta svo ekki verður um villst að drifkraftur þessa manns og allt hans starf innan hreyf- ingarinnar er vel ígrundað og bygg- ist á hugsjónum um nauðsyn þess að bjarga Íslandi frá eyðileggingu af mannavöldum og um betra mannlíf í öllum landshlutum. Ef fleiri stjórn- málamenn tileinkuðu sér viðhorf og vinnubrögð Ómars væri pólitíkin vit- rænni og skemmtilegri en raun ber vitni. Stóriðjudraugurinn Það voru fleiri en Ómar sem gerðu sér grein fyrir því að umhverfismál á Íslandi eru í sjálfheldu, en til að fá þar einhverju breytt yrði að stofna stjórnmálaflokk með þau mál í fyr- irrúmi. Sá flokkur yrði að sækja fylgi sitt inn í raðir þeirra sem kenna sig við miðju og til hægri. Þessi flokkur er Íslandshreyfingin – lifandi land. Kannanir benda til þess að um 60% þjóðarinnar séu mótfallin meng- andi stóriðju með tilheyrandi land- spjöllum. Þrátt fyrir vilja fólks nær þetta viðhorf þó ekki í gegn hjá starf- andi stjórnmálaflokkum nema hjá Vinstri grænum. Sá flokkur virðist á húrrandi uppleið, en hugmyndafræði þeirra mun takmarka fylgi þeirra og þeir munu ekki geta kveðið stór- iðjudrauginn niður einir á báti. Eins og dæmin sanna er öðrum flokkum á þingi ekki treystandi í þessum málum. Fólk með ýmsar stjórnmálaskoðanir hefur lagt mikið á sig til að koma vitinu fyrir þing- menn og verið óþreytandi að benda á hversu arfavitlaus stóriðjustefnan er, hvort sem litið er til nátt- úruspjalla eða efnahags- og fé- lagslegra þátta. Að öðrum ólöstuðum kemst þó enginn með tærnar þar sem Ómar hefur hælana í þessari baráttu. Eng- inn hefur lagt eins mikið undir og það hefur hann gert á eins óeig- ingjarnan hátt og hægt er að hugsa sér. Það virðist hins vegar vera sama hversu góð rökin eru, áfram skal valtað yfir sérfræðiálit og heitar til- finningar fólks. Þannig vinnubrögð- um verður að breyta á Alþingi og það skal vera hægt. Ekki eins máls flokkur Sem stjórnarmaður hjá Íslands- hreyfingunni get ég fullvissað kjós- endur um að mikil vinna hefur verið lögð í að skapa raunhæfa stefnu þar sem sérstök áhersla er lögð á frelsi til athafna og að skapa umgjörð fyrir einstök byggðarlög til að þau geti eflst á eigin forsendum. Við ætlum ekki að ákveða hvar hver skal búa og við hvað hver starfar, en frjór er frjáls maður og við viljum tryggja að fólk geti búið með reisn hvar sem er á landinu. Til þess þarf fólk að geta sótt nauðsynlega þjónustu á auð- veldan hátt og þar dugar ekkert minna en stórátak í samgöngu- málum. Fjarskiptamálum þarf einn- ig að koma í viðunandi horf. Jöfnun búsetuskilyrða er hagur allra. Þá viljum við losa um ýmsa fjötra, t.d. opna glugga (gera litla rifu framhjá kvótakerfinu umdeilda) til þess að fólk geti róið til fiskjar án þess að greiða milljónir fyrir fisk- veiðiheimildir. Mörkin þar yrðu smá- bátar undir 6 tonnum með hámark 2 handfærarúllur. Sumarveiði á slík- um bátum myndi gjörbreyta bæj- arlífi víða um land. Afli yrði langt innan vikmarka þess sem Hafró gef- ur sér þegar veiðiheimildir kvóta- skipa eru ákveðnar og ætti því ekki að hafa áhrif á þær heimildir. Þá þyrfti einnig að losa um fjötra sem torvelda fólki aðkomu í hefðbundinn búskap. Æska og elli verða ekki af- gangsstærðir hjá okkur. Við höfum ekki gleymt því hverjir komu þjóð- inni yfir erfiðustu hjallana og við vit- um hverra er framtíðin. Ómar stendur ekki einn Til forystu og á framboðslista hjá Íslandshreyfingunni hefur valist ein- stakur hópur hugsjónafólks sem stendur þétt saman. Þessi hópur býr yfir víðtækri þekkingu og reynslu á ýmsum sviðum og hefur tekið ábyrga afstöðu í helstu málaflokkum sem skipta þjóðina máli. Endilega, kíkið inn á heimasíðu okkar www.islandshreyfingin.is og kynnið ykkur stefnumál og glæsilega framboðslista. Svo er bara að kjósa karlinn og hans ágæta fólk, hann á það skilið og það sem meira er um vert, landið og þjóðin þurfa svo sann- arlega á þessum kröftum að halda. Hvað vill Ómar upp á dekk? Eftir Snorra Sigurjónsson Höfundur er lögreglufulltrúi og í stjórn Íslandshreyfingarinnar. Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. SUMARHÚS Í ÞINGVALLAÞJÓÐGARÐI Höfum til sölumeðferðar 59,3 m² sumarhús á einstökum stað í landi Gjá- bakka við Þingvallavatn. Bústaðurinn stendur fjarri öðrum sumarhúsum og verður ekkert byggt nærri honum. Frábært útsýni er til allra átta, mikil fjalla- sýn og útsýni yfir vatnið. Bústaðurinn er innan Þingvallaþjóðgarðs sem hef- ur verið á Heimsminjaskrá frá árinu 2004. 7612 Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni NORÐURBAKKI 23 -25 HAFNARFIRÐI Sýningartími mán. & fimmtud. milli kl. 5 og 6 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Glæsilegar íbúðir við sjávarsíðuna í Hafnarfirði. Húsið er teiknað af Birni Ólafs arkitekt. LANGALÍNA 10-14 GARÐABÆ Fallegar íbúðir í þremur húsum á sjávarlóð í Sjálandi. Húsið er hannað af Birni Jóhannessyni. Lyfta er í húsunum frá bílakjallara og upp í íbúðirnar. Glæsilegt útsýni. BJALLAVAÐ NORÐLINGAHOLTI Sýningartími þriðjud. & fimmtud. milli kl. 5 og 6 Glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í einkasölu. Allar íbúðirnar eru fullbúnar, án gólfefna og til afhendingar strax. Efsta hæðin er inndregin og með stórum svölum og glæsilegu útsýni til Bjáfjalla, Esjunnar, Rauðavatns og víðar. Í næsta nágrenni er ósnortin friðuð náttúra með fallegum gönguleiðum. Sýningaríbúð er parket- og flísalögð og með húsgögnum sjá nánar á heimasíðu Eignamiðlunar, eignamidlun.is Byggingarmeistari: Guðleifur Sigurðsson smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.