Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 2002, Side 8
Náttúrafræðingurinn Bjarni E. Guðleifsson og Sigurður I. Friðleifsson S O RTU LÓ (Erigone atrá) algengasta köngulóategundin í norðlenskum túnum íslenska köngulóafánan telur 84 tegundir og er 61 þeirra af ætt voðköngu- lóa (Linyphiidae), sem eru smávaxnar, um 1-5 mm (Ingi Agnarsson 1996). Sumar voðköngulær lifa innanhúss og eru stundum nefndar dordinglar, en flestar þeirra lifa úti í náttúrunni. Ein algengasta köngulóategund- in í grassverði er sortuló (Erigo- ne atra). Hún er 1,8-2,6 mm að stærð, dökkleit með brúna fætur (1. mynd). Sortulóin dafnar í margvís- legu umhverfi, vegna þess að hún dreifist vel með loftinu, og hún er sennilega aðaltegundin sem myndar svokallaðan vetrarkvíða (Weyman o.fl. 1995). Þá spinnur hún örfínan þráð, einskonar fallhlíf, og lætur vindinn feykja sér til nýrra heim- kynna (Foelix 1996). Þegar þráður- inn þekur stór svæði, eins og stund- um gerist á haustin, glitrar hann og er það nefnt vetrarkvíði og þykir boða harðan vetur á Islandi. Vegna svifsins getur mikill hluti köngulóa- stofnsins yfirgefið heimkynnin að hausti. Sortuióin er, meðal annars vegna dreifigetu sinnar, frumherji köngulóa á röskuðu landi, svo sem í ræktarlandi, og er því hlutfallslega al- gengasta köngulóategundin í haust- og vorsáðum ökrum og þaulnýttum túnum (Duffey 1978, Downie o.fl. 2000). Auk þess að dreifast með vindi er sortulóin einnig vel hreyfan- leg á jarðvegsyfirborðinu, en þar skríður hún um og spinnur lítinn veiðivef sem er festur í jarðveginn og neðstu hluta plantnanna. Vefurinn 8 Náttúrafræðingurinn 71 (1-2), bls. 8-13, 2002

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.