Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 16
Náttúrufræðingurinn LAGT af stað Það er mikið ævintýri að heimsækja górillurnar og hófst í okkar tilviki strax við landamæri Austur-Kongó og Uganda. Við vorum í hópi fólks sem hafði bókað ferð á górilluslóðir, en einungis átta manns mega heim- sækja hvern górilluhóp á dag. Skild- um við bílinn eftir nærri landamær- unum og gengum þaðan eftir ógreinilegum slóða yfir akra og gegnum smáþorp upp í fjöllin. Virunga-þjóðgarðurinn er ofar- lega í fjöllunum, þar sem ræktunar- landinu sleppir og fjallaregnskógur- inn tekur við. Mörk þjóðgarðsins eru ótrúlega skörp og gengur maður nánast að skóginum eins og græn- um vegg (1. mynd). Yfirleitt liggja ský og þoka yfir fjöllunum á daginn og þarna rignir nánast daglega. Þokukennd birtan í fjöllunum er fyr- ir vikið afar sérstök og því auðvelt að skilja af hverju Dian Fossey, fræg- ur frumkvöðull um verndun fjalla- górilla, nefndi bók sína um þær „Gorillas in the Mist", sem sam- nefnd bíómynd var gerð eftir. Þar eru búðir fyrir ferðamenn og hægt að tjalda eða gista í svefnskálum. Við fórum á fætur við sólarupprás og sér maður þá eldfjöllin skýlaus allt í kring, en þau hæstu eru 4.500 m há, hvassydd og teygja sig upp úr þéttri skýjahulunni yfir fjallaregn- skóginum (2. mynd). Górilluskoð- unin byrjaði í frumstæðum skála þjóðgarðsvarðanna. Bauðst okkur að velja á milli tveggja górilluhópa, hóps karldýranna Oscars eða Marcels. Sá síðarnefndi varð fyrir valinu og fórum við átta saman með tveimur þjóðgarðsvörðum til að finna górillurnar. Annar þjóðgarðs- vörðurinn var með frumskóga- sveðju til að ryðja leiðina og finna dýrin en hinn með vélbyssu til að vernda okkur fyrir bufflum, hlé- börðum, veiðiþjófum eða öðrum ógnum sem hann sagði að mikið væri af þarna í skóginum. Aðalhætt- an fannst okkur þó vera af honum sjálfum því nútímaleg vélbyssa er greinilega talsvert stöðutákn þarna. Ognvekjandi var að ganga á eftir honum með byssuna um öxl þannig 1. mynd. Hér sést hve skörp skil eru á milli Virunga-pjódgarðsins og ræktarlandsins umhverfis hann. Þar sem góriUurnar lifðu áður er nú ræktað landbúnaðarland. Eyðing skóga er ein helsta ógnunin við tilveru peirra í dag. Ljóstn. Kristt'n Lóa Ólafsdóttir. að hlaupið beindist að okkur öllum, hvað þá þegar hann sveiflaði byss- unni eins og smalapriki í allar áttir. Á GÓRILLUSLÓÐ Fyrstu kynni okkar af górillum voru alls ekki jafnrómantísk eða tilfinn- ingaþrungin og margir hafa lýst sem sjá þennan stórvaxna ættingja í fyrsta sinn. Við gengum í halarófu frá búðunum ásamt þjóðgarðsvörð- unum tveimur. Er við höfðum geng- ið um stund í gegnum þéttan skóg- inn heyrðum við undarleg hljóð, fyrst lágvær en síðan hærri, lang- dregin búkhljóð og loks drynjandi trompethljóð sem ómuðu í skógin- um líkt og þar væri einhver á ferli sem hefði lifað á rúgbrauði og Mal- töli síðustu vikur! Við stoppuðum og litum í kringum okkur og sáum þá sökudólginn, ungan górillukarl sem sat í lágvöxnu tré og hámaði í sig gróðurinn. Lét hann lítið fara fyr- ir sér í þéttu laufinu, hélt áfram að éta en gjóaði augunum öðru hverju forvitnislega í áttina til okkar. Þetta kom leiðsögumönnum okk- ar á sporið og sveigðu þeir af stígn- um inn í þéttan og ógreiðfæran skóginn, en hjuggu á báða bóga með sveðjunum til að gera leiðina greið- færari. Töldu þeir fullvíst að silfur- bakurinn væri í nágrenninu, því gór- 2. mynd. Sólarupprás í Virunga-pjóð- garðinum í Austur-Kongó. í fjöllunum við landamæri Rúanda eru heimkynni um helmings fjallagórillustofnsins. Hinn helmingurinn, um 300 dýr, lifir í Úganda. Ljósm. Jón Geir Pétursson. illur í hverjum hóp fara vanalega ekki langt hver frá annarri. Rétt er að geta þess hér að górillur lifa í hópum undir stjórn stærstu karlgórillunnar. Forystukarlinn er með silfrað hár á bakinu og kallaður silfurbakur. Við kynþroska fá karl- górillur yfirleitt silfurlit hár á bakið. í górilluhópnum geta verið allt upp í 30 einstaklingar en algengast er að hóparnir telji um 10 dýr. Þannig halda saman ungar, tvær til þrjár kerlingar og svo silfurbakurinn (3., 4. og 7 mynd). Þegar ungarnir eru orðnir stálpaðir yfirgefa þeir yfirleitt hópinn, kvendýrin til að finna aðra einhleypa karla eða górilluhópa þar sem þær ganga silfurbaknum á 16 k

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.