Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 27

Náttúrufræðingurinn - 2002, Page 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þakkir HEIMILDIR Allar erlendu bækurnar lánaði mér Leó Kristjánsson. Guðrún Ingólfsdóttir benti mér á greinina um Comenius í TMM. Kann ég báðum bestu þakkir fyrir. Yfirlit yfir tilvitnanir IÓNS Þeir autores sem Jón Ólafsson vitnar til í steinaritinu eru þessir: Albertus Magnus (1193-1280): De Mineralibus (ca. 1240). Um margvíslegar dyggðir Marmennis smíði, og um lausnarstein er nefnist Echites eður Aqvi- leus. Bartholin, Rasmus (1669): Experimenta Crystalli Islandici Disdiaclastici Quibus mira «& insolita Refractio Detegitur. Hafniae, 60 bls. (tilv. eftir Leó Kristjáns- syni 2001b): Um globis æthereis, sem ljósið gengur í gegnum til augans. Bochartus (Samuel Bochart, 1599-1667): Geographia sacra (1646). Forðum voru gjör klæði úr alumen scissile sem ei brunnu í eldi. Comenius (Jan Amos Komensky, 1592-1670): Janua linguarum reserata (Hinar opnuðu dyr tungumálanna, fyrst útg. 1631): Kórall er greinar af trjám sem vaxa niðri í sjónum. Um Comenius hefur Helena Kadecková (1991) ritað á íslensku: Jan Amos Komenský, nefndur Comenius á latínu, var frægur tékkneskur lærdómsmaður á 17. öld. Höfuðrit hans, Janua linguarum, var snemma þýtt á ýmsar tungur. íslensk þýðing Ólafs Jónssonar Skálholtsrekt- ors er til í handriti frá 1660-1670, en einnig þýddi Páll lögmaður Vídalín, fóstri Jóns Ólafssonar, hluta úr ritinu og segist Jón hafa lært þá þýðingu utan að. Hornius: Historia sacra (1664): Draugar flýja reyk af rafi sem brennt er. Sturmius, Johannes Christophorus (Johann Christoph Sturm, 1635-1703): Physica curiosa, sive mirabilia et artis (1676-1685). Að raf sé sveitt úr sjávar botni af undirjarðar eldi, og að líklegt sé að flugur og smáormar í rafi hafi lokast inni í slíkri materíu fyrr en hún harðnar. Wolff, Christian, Phys. & Med. Doctor und Practicus: Museum Wolfianum, oder Verzeichnis von allerhand Insectis, Papilionibus, Offibus und Partibus von mancherley Thieren, Mineralibus, Petrifactis, pretieusen und configuri- erten Steinen, Artefactes, etc. (1714): „Fæstum óalmennum steinum er lánað annað en liturinn. Þar fyrir eru þeir og mest hafðir til prýðis og augna gam- ans. Kemur það fátæku fólki oft að gagni, er þá finnur og selur þeim ríkari, sem Wolff segir." Eggert Ólafsson 1772. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, um ferð- ir þeirra á íslandi árin 1752-1757. Steindór Steindórsson þýddi. Öm og Ör- lygur, Reykjavík 1978. 365+296 bls. Garboe, A. 1959,1961. Geologiens Historie i Danmark, I & II. C.A. Reitzels For- lag, Kbh. 283+522 bls. Guðrun Ása Grímsdóttir 1994. Um Jón Ólafsson úr Grunnavík. Hræringur úr rit- um Grunnavíkur-Jóns. Erindi flutt á málþingi um Jón Ólafsson úr Gmnna- vík laugardaginn 16. apríl 1994. Orðmennt og Góðvinir Gmnnavíkur-Jóns. Reykjavík 1994. Bls. 9-18. Helena Kadecková 1991. Comenius á íslandi. Tímarit Máls og menningar 1991(1). 35-41. Jón Helgason (1926). Jón Ólafsson frá Gmnnavík. Safn Fræðafjelagsins, V. bindi. Gefið út af hinu íslenska fræðafjelagi í Kaupmannahöfn. 364 bls. Leó Kristjánsson 2001 a. Silfurberg: einstæð saga kristallanna frá Helgustöðum. Jökulí 50. 95-108. Leó Kristjánsson 2001b. Silfurberg og þáttur þess í þróun raunvísinda og ýmiss- ar tækni, einkum á 19. öld. Minnisblöð og heimildaskrá. Skýrsla Raunvís- indastofnunar RH-07-2001.126 bls. + rnynair. Lima-de-Faria, J. (ritstj.) 1990. Historical Atlas of Crystallography. Kluwer Academic Publ., Dordrecht. 158 bls. Wilson, W.E. 1994. The History of Mineral Collecting 1530-1799. The Mineral Record, Tucson. 264 bls. Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun lands. Mál og menning, Reykjavík. 299 bls. Um höfundinn / About the author Sigurður Steinþórsson (f. 1940) lauk B.Sc. Honours-prófi í jarðfræði frá haskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1964 og Ph.D.-prófi í berg- og jarðefnafræði frá Princeton-háskóla, New Jersey, 1974. Rannsóknir hans síðan hafa einkum ver- ið á þeim sviðum, en Sigurður hefur verið starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskólans síðan 1970 og fastur kennari við HÍ frá 1974. PÓSTFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS Sigurður Steinþórsson Jarðfræðahúsi Háskólans Hringbraut IS-101 Reykjavík sigst@raunvis.hi.is Fréttir_____________________ Dýrin lækna sig sjálf Nýlega kom út á Englandi bók eftir Cindy Engel, lektor við Opna háskólann breska, „Wild 1 Iealth", þar sem greint er frá dýrum sem virðast lækna sig sjálf, einkum með því að éta fæðu sem hefur lækningamátt. Þegar dr. Engel hóf rann- sóknir sínar á þessu sviði tortryggðu margir fræðimenn niðurstöður hennar, en sífellt fleiri dýraatferlisfræðingar hall- ast nú að því að hún hafi rétt fyrir sér. Athugun á blóðsýnum úr heilbrigð- um, villtum dýrum í Ameríku sýndi að mörg þeirra höfðu smitast - og læknast - af háskalegum veiru- og bakteríusjúk- dómum, sem sumir reynast oft banvæn- ir tömdum eða föngnum dýrum, jafnvel þótt þau njóti umsjár dýralækna, og villt dýr veiktust oft þegar þau komust und- ir manna hendur. Tveir dýrafræðingar, sem fylgdust með simpönsum í þjóðgarði í Tansaníu, veittu því athygli árið 1987 að apar sem innyflaormar hrelldu, átu merg úr plöntu, Veronia. 1 mergnum eru eitur- efni sem drepið geta innyflaorma en simpansamir þola - og menn raunar líka, því heimamenn nota merginn í sama skyni og aparnir. Síðar hefur komið í ljós að ýmis dýr éta leir og binda að því er virðist með því eiturefni, sem sumar plöntur fram- leiða og verjast með því ásókn dýra. Má þar nefna að ákveðnir páfagaukar nær- ast á fræjum sem flest dýr önnur sneiða hjá, þar sem í þeim em eitraðir lýtingar („alkalóíðar"), svo sem stryknín. Páfa- gaukarnir sjást oft hangandi utan í brött- um árbökkum og kroppa leir. Þegar páfagaukar vom fóðraðir á lýtingum og leir á eftir, var mun minna af lýtingum í blóði þeirra en í viðmiðunarhópi sem aðeins fékk lýtingana en engan leirinn. í hitabeltinu er meira af eitmðum efnum í plöntum en á svalari svæðum, og grasbítir éta þar að sama skapi meira af leir. Fílar sleikja leir úr pyttum allt árið, nema í september, þegar þeir nær- ast á aldinum sem ekki em eitruð. Simpansar í þjóðgarði í Tansaníu sáust gleypa hrjúf lauf af ákveðnum trjám, sem fundust síðan ómelt á skóg- arbotninum. Þegar laufin vom skoðuð, reyndust þau þakin innyflaormum úr öpunum, sem loða við króka á laufun- um. Grábirnir í Alaska og fleiri dýr losa sig líka við bandorma í saur með því að éta hrjúfar plöntur. Alþýðusagnir em á Indlandi um það að tígrisdýr eigi til að bíta gras, trúlega í sama skyni. Einnig bendir margt til þess að heil- brigð dýr forðist fæðu sem gæti verið skaðleg. Kindur sneiða hjá grasi sem ný- lega hefur verið borinn á húsdýraáburð- ur, enda er mikið af innyflasníklum í mykju og taði, og fleiri dæmi em nefnd um svipaða hegðun. The Economist, 20. apríl 2002. Örnólfur Thorlacius tók saman. 27

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.