Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 27

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 27
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þakkir HEIMILDIR Allar erlendu bækurnar lánaði mér Leó Kristjánsson. Guðrún Ingólfsdóttir benti mér á greinina um Comenius í TMM. Kann ég báðum bestu þakkir fyrir. Yfirlit yfir tilvitnanir IÓNS Þeir autores sem Jón Ólafsson vitnar til í steinaritinu eru þessir: Albertus Magnus (1193-1280): De Mineralibus (ca. 1240). Um margvíslegar dyggðir Marmennis smíði, og um lausnarstein er nefnist Echites eður Aqvi- leus. Bartholin, Rasmus (1669): Experimenta Crystalli Islandici Disdiaclastici Quibus mira «& insolita Refractio Detegitur. Hafniae, 60 bls. (tilv. eftir Leó Kristjáns- syni 2001b): Um globis æthereis, sem ljósið gengur í gegnum til augans. Bochartus (Samuel Bochart, 1599-1667): Geographia sacra (1646). Forðum voru gjör klæði úr alumen scissile sem ei brunnu í eldi. Comenius (Jan Amos Komensky, 1592-1670): Janua linguarum reserata (Hinar opnuðu dyr tungumálanna, fyrst útg. 1631): Kórall er greinar af trjám sem vaxa niðri í sjónum. Um Comenius hefur Helena Kadecková (1991) ritað á íslensku: Jan Amos Komenský, nefndur Comenius á latínu, var frægur tékkneskur lærdómsmaður á 17. öld. Höfuðrit hans, Janua linguarum, var snemma þýtt á ýmsar tungur. íslensk þýðing Ólafs Jónssonar Skálholtsrekt- ors er til í handriti frá 1660-1670, en einnig þýddi Páll lögmaður Vídalín, fóstri Jóns Ólafssonar, hluta úr ritinu og segist Jón hafa lært þá þýðingu utan að. Hornius: Historia sacra (1664): Draugar flýja reyk af rafi sem brennt er. Sturmius, Johannes Christophorus (Johann Christoph Sturm, 1635-1703): Physica curiosa, sive mirabilia et artis (1676-1685). Að raf sé sveitt úr sjávar botni af undirjarðar eldi, og að líklegt sé að flugur og smáormar í rafi hafi lokast inni í slíkri materíu fyrr en hún harðnar. Wolff, Christian, Phys. & Med. Doctor und Practicus: Museum Wolfianum, oder Verzeichnis von allerhand Insectis, Papilionibus, Offibus und Partibus von mancherley Thieren, Mineralibus, Petrifactis, pretieusen und configuri- erten Steinen, Artefactes, etc. (1714): „Fæstum óalmennum steinum er lánað annað en liturinn. Þar fyrir eru þeir og mest hafðir til prýðis og augna gam- ans. Kemur það fátæku fólki oft að gagni, er þá finnur og selur þeim ríkari, sem Wolff segir." Eggert Ólafsson 1772. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, um ferð- ir þeirra á íslandi árin 1752-1757. Steindór Steindórsson þýddi. Öm og Ör- lygur, Reykjavík 1978. 365+296 bls. Garboe, A. 1959,1961. Geologiens Historie i Danmark, I & II. C.A. Reitzels For- lag, Kbh. 283+522 bls. Guðrun Ása Grímsdóttir 1994. Um Jón Ólafsson úr Grunnavík. Hræringur úr rit- um Grunnavíkur-Jóns. Erindi flutt á málþingi um Jón Ólafsson úr Gmnna- vík laugardaginn 16. apríl 1994. Orðmennt og Góðvinir Gmnnavíkur-Jóns. Reykjavík 1994. Bls. 9-18. Helena Kadecková 1991. Comenius á íslandi. Tímarit Máls og menningar 1991(1). 35-41. Jón Helgason (1926). Jón Ólafsson frá Gmnnavík. Safn Fræðafjelagsins, V. bindi. Gefið út af hinu íslenska fræðafjelagi í Kaupmannahöfn. 364 bls. Leó Kristjánsson 2001 a. Silfurberg: einstæð saga kristallanna frá Helgustöðum. Jökulí 50. 95-108. Leó Kristjánsson 2001b. Silfurberg og þáttur þess í þróun raunvísinda og ýmiss- ar tækni, einkum á 19. öld. Minnisblöð og heimildaskrá. Skýrsla Raunvís- indastofnunar RH-07-2001.126 bls. + rnynair. Lima-de-Faria, J. (ritstj.) 1990. Historical Atlas of Crystallography. Kluwer Academic Publ., Dordrecht. 158 bls. Wilson, W.E. 1994. The History of Mineral Collecting 1530-1799. The Mineral Record, Tucson. 264 bls. Þorleifur Einarsson 1991. Myndun og mótun lands. Mál og menning, Reykjavík. 299 bls. Um höfundinn / About the author Sigurður Steinþórsson (f. 1940) lauk B.Sc. Honours-prófi í jarðfræði frá haskólanum í St. Andrews í Skotlandi 1964 og Ph.D.-prófi í berg- og jarðefnafræði frá Princeton-háskóla, New Jersey, 1974. Rannsóknir hans síðan hafa einkum ver- ið á þeim sviðum, en Sigurður hefur verið starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskólans síðan 1970 og fastur kennari við HÍ frá 1974. PÓSTFANG HÖFUNDAR / AUTHOR'S ADDRESS Sigurður Steinþórsson Jarðfræðahúsi Háskólans Hringbraut IS-101 Reykjavík sigst@raunvis.hi.is Fréttir_____________________ Dýrin lækna sig sjálf Nýlega kom út á Englandi bók eftir Cindy Engel, lektor við Opna háskólann breska, „Wild 1 Iealth", þar sem greint er frá dýrum sem virðast lækna sig sjálf, einkum með því að éta fæðu sem hefur lækningamátt. Þegar dr. Engel hóf rann- sóknir sínar á þessu sviði tortryggðu margir fræðimenn niðurstöður hennar, en sífellt fleiri dýraatferlisfræðingar hall- ast nú að því að hún hafi rétt fyrir sér. Athugun á blóðsýnum úr heilbrigð- um, villtum dýrum í Ameríku sýndi að mörg þeirra höfðu smitast - og læknast - af háskalegum veiru- og bakteríusjúk- dómum, sem sumir reynast oft banvæn- ir tömdum eða föngnum dýrum, jafnvel þótt þau njóti umsjár dýralækna, og villt dýr veiktust oft þegar þau komust und- ir manna hendur. Tveir dýrafræðingar, sem fylgdust með simpönsum í þjóðgarði í Tansaníu, veittu því athygli árið 1987 að apar sem innyflaormar hrelldu, átu merg úr plöntu, Veronia. 1 mergnum eru eitur- efni sem drepið geta innyflaorma en simpansamir þola - og menn raunar líka, því heimamenn nota merginn í sama skyni og aparnir. Síðar hefur komið í ljós að ýmis dýr éta leir og binda að því er virðist með því eiturefni, sem sumar plöntur fram- leiða og verjast með því ásókn dýra. Má þar nefna að ákveðnir páfagaukar nær- ast á fræjum sem flest dýr önnur sneiða hjá, þar sem í þeim em eitraðir lýtingar („alkalóíðar"), svo sem stryknín. Páfa- gaukarnir sjást oft hangandi utan í brött- um árbökkum og kroppa leir. Þegar páfagaukar vom fóðraðir á lýtingum og leir á eftir, var mun minna af lýtingum í blóði þeirra en í viðmiðunarhópi sem aðeins fékk lýtingana en engan leirinn. í hitabeltinu er meira af eitmðum efnum í plöntum en á svalari svæðum, og grasbítir éta þar að sama skapi meira af leir. Fílar sleikja leir úr pyttum allt árið, nema í september, þegar þeir nær- ast á aldinum sem ekki em eitruð. Simpansar í þjóðgarði í Tansaníu sáust gleypa hrjúf lauf af ákveðnum trjám, sem fundust síðan ómelt á skóg- arbotninum. Þegar laufin vom skoðuð, reyndust þau þakin innyflaormum úr öpunum, sem loða við króka á laufun- um. Grábirnir í Alaska og fleiri dýr losa sig líka við bandorma í saur með því að éta hrjúfar plöntur. Alþýðusagnir em á Indlandi um það að tígrisdýr eigi til að bíta gras, trúlega í sama skyni. Einnig bendir margt til þess að heil- brigð dýr forðist fæðu sem gæti verið skaðleg. Kindur sneiða hjá grasi sem ný- lega hefur verið borinn á húsdýraáburð- ur, enda er mikið af innyflasníklum í mykju og taði, og fleiri dæmi em nefnd um svipaða hegðun. The Economist, 20. apríl 2002. Örnólfur Thorlacius tók saman. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.