Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 4. mynd. Reiknuð leið loftsins sem var í 2 km hæð yfir sunnanverðu íslandi á hádegi 5. október 2004 (NOAA/HYSPLIT). einnig ríkan þátt í myndun fjalla- bylgnanna og líklegt er að fjalla- bylgjur hafi stuðlað að hvössum vindi hlémegin Vatnajökuls. Nánar segir frá fjallabylgjum í grein undir- ritaðs í Náttúrufræðingnum1 2 3 4 og al- mennt er fjallað um vinda í grertnd við fjöll í annarri grein.5 Að ná góðri mynd Þá eru ónefnd skilyrði þess að svona góð mynd náist af sandfokinu þetta langt suður af landinu. Hér koma hitahvörfin aftur við sögu. Við venjulegar aðstæður veldur flæði varma og raka frá hlýju yfirborði sjávarins suður af landinu lóðréttri blöndun lofts og myndun bólstra- skýja þegar komið er nokkum spotta suður af landinu. I þessu tilviki hamla hitahvörfin því að rakt sjávar- loft nái að rísa nægilega hátt til að ský myndist. Lóðrétt blöndun lofts er bundin við lagið undir hitahvörf- unum sem er ekki nema rúmur kílómetri á þykkt og rykið af landinu þynnist því mun minna en ella. UPPRUNI HLÝ)A loftsins Ljóst virðist að hlýja loftið, sem er í um 2 km hæð, á ríkan þátt í myndun vindstrengjanna sem ollu sand- fokinu. Það hefur auk þess haft hemil á lóðréttri blöndun lofts og þannig dregið úr dreifingu ryksins og skýjamyndun suður af landinu. Vert er því að velta fyrir sér uppmna þessa loftmassa. 4. mynd sýnir leið loftsins síðustu þrjá sólarhringana. Loftið sem var yfir landinu í 2 km hæð var í um 4 km hæð yfir Græn- landsjökli tveimur sólarhringum fyrr. Hér má því segja að um hlýjan og þurran hnjúkaþey af Grænlandi hafi verið að ræða. LOKAORÐ Hér hefur verið sýnt að býsna marga þætti í mynstri vinda má lesa við góðar aðstæður úr gervitungla- myndum. Sandurinn og skýin geta sagt til um styrk og stefnu vinda og eins má undir vissum kringum- stæðum draga ályktanir um hita- breytingar með hæð. Koma þessir þættir til viðbótar við hefðbundnar mælingar á vindi á landi og sjó og em mikilvægar til staðfestingar á herm- un lofthjúpsins í því skyni að spá um veður. Samanburður á gervitungla- myndinni og vindaspá tvo sólar- hringa fram í úmann lofar góðu um staðbundnar veðurspár á Islandi, en reikningar fyrir slíkar spár em nú þegar hafnir í tilraunaskyni. Heimildir 1. Ólafur Arnalds og Sigmar Metúsalemsson 2004. Sandfok á Suðurlandi 5. október 2004. Náttúrufræðingurinn 72. 90-92. 2. Dudhia J. 1993. A Nonhydrostatic version of the Penn State NCAR Mesoscale Model - Validation tests and simulation of an Atlantic cyclone and cold-front. Monthly Weather Review 121 (5). 1493-1513. 3. Haraldur Ólafsson 1998. Vindstrengir og skjól við fjöll. Ungmenna- félagsveðrið 14. júlí 1990. Náttúrufræðingurinn 68. 37-46. 4. Haraldur Ólafsson 1997. Hvers vegna hvessti í Kverkfjöllum? Náttúru- fræðingurinn 66. 127-131. 5. Haraldur Ólafsson 2003. Winds in complex terrain. NOMEK2003, útg. SMHI (Sveriges meteorologiska och hydrologiska institut). Fáanlegt á http://www.vedur.is/~haraldur PÓST- OG NETFANG HÖFUNDAR Haraldur Ólafsson haraldur@vedur.is Veðurstofu íslands Bústaðavegi 9 IS-150 Reykajvík Um höfundinn Haraldur Ólafsson (f. 1965), lauk stúdentsprófi frá MH (1984), cand. mag (1986) og cand. scient prófi (1991) frá Háskólanum í Osló og doktorsprófi frá Háskóla Paul Sabatier í Toulouse í Frakklandi (1996). Haraldur er prófessor við Háskóla Islands með aðsetur á Veðurstofu Islands. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.