Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 17
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Dagsetning Stöðl Stöð 2 25. júní 0 - 7. júlí 1 - 15. júlí 0 - 21. júlí 1 - 30. júlí 2/3 2/3 8. ágúst 2 1 15. ágúst 2/3 4 25. ágúst 4 2/3 13. september 3 0 22. september 2/3 2/3 29. september 4 3 13. október 3 - 11. nóvember 2 - 0: ekkert eitur fannst; 1: eitur greindist í mjög litlum mæli; 2: kræklingurinn lítillega eitraður, en neysluhæfur; 3: kræklingurinn talsvert eitraöur, óhæfur til neyslu; 4: kræklingurinn mjög eitraður. er aðallega að vænta á tímabilinu frá júlí og fram í október. Þéttleikinn var yfirleitt mestur í ágúst og september, heldur seinna en í Hvalfirði, þar sem þéttleikinn var orðinn mjög mikill strax í júlí. Það sem var óvænt við niðurstöðurnar 1997 í Hvalfirði, miðað við fyrri athuganir hér við land, var hversu langt fram á vetur D. norvegica var í svifgróðrinum. A síðasta söfnunardegi um miðjan nóvember var tegundin enn til staðar í nokkrum mæli. Við Vestur- Noreg hefur tegundin enn lengra vaxtartímabil og virðist geta sprottið upp hvenær sem er á tímabilinu frá seinni hluta mars fram í nóvember.21 D. norvegica myndar ekki dvalargró svo vitað sé og er því líklega í sjónum yfir veturinn, en í það litlum mæli að hún kemur ekki fram við venjulega söfnun.22 Þegar blómi Dinophysis norvegica varð í Hvalfirði í lok júlí var styrkur ólífrænna næringarsalta vart mælan- legur. Styrkur ammóníums, sem ákveðnir hópar svifþörunga geta nýtt sér, var hins vegar nokkuð hár fyrri hluta júlí og styrkur uppleystra lífrænna köfnunarefnissambanda var einnig hár á þessum tíma, en vitað er að ákveðnar Dinophysis- tegundir geta nýtt sér þau sem næringarefni.1,23 Flestar eitraðar tegundir ættkvísl- arinnar Dinophysis eru taldar geta étið aðra einfrumunga með svo- kölluðu frumuáti og talið er að með því móti nái þörungarnir sér í nauðsynleg næringarefni, svo sem köfnunarefni og fosfór. Sú var ef til vill raunin í Hvalfirði sumarið 1997, því á sama tíma og D. norvegica var að ná hámarki voru smáir kísil- þörungar, Skeletonema costatum og Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima í blóma, en þeir gætu verið hentug bráð fyrir Dinophysis.2i'25 I Hvalfirði sáust oft fæðuleifar í átbólum Dino- p/jj/s/s-tegunda. Viðmiðunarmörk, sem oft eru notuð til að segja til um hættu á DSP- skelfiskeitrun af völdum Dinophysis norvegica, eru 1000 frumur í lítra.16 2. tafla. Niðurstöður músaprófa á DSP- þörungaeitrun af kræklingi á stöðvum 1 og 2 í Hvalfirði 1997. Músaprófin voru framkvæmd á Tilraunastöð HI í meina- fræðum að Keldum með aðferð Fernández o.flf5 - Results of toxicity test on Mytilus edulis according to the method of Fernández et al.ls Fjöldi D. norvegica í Hvalfirði fór á rannsóknatímanum oft yfir þessi mörk. Niðurstöður úr DSP-eitrunar- prófum á kræklingi sýna að krækl- ingurinn var fljótur að safna upp eitri eftir að D. norvegica fór að fjölga sér og var hann orðinn óneysluhæfur um lok júlí (2. tafla). Kræklingurinn var enn eitraður um miðjan nóvem- ber þrátt fyrir að þéttleiki D. nor- vegica væri þá löngu kominn niður fyrir hættumörk. Þetta skýrist senni- lega af því að á þessum árstíma var hlutfall D. norvegica enn tiltölulega hátt í gróðrinum, þó að svifþörunga- gróður hafi verið orðinn lítill og því lítið um æti fyrir skelfiskinn. Talið er að þegar lítill gróður er í sjónum losni eitur tiltölulega hægt úr kræklingi.16 Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima í Hvalfirði var mest af Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima í júlí, tæplega 435 þúsund frumur í lítra. Eins og áður sagði er miðað við að þéttleiki Pseudo-nitzsch iu-tegunda þurfi að vera um 100 þúsund frumur í lítra til þess að hætta sé á eitrun af völdum kræklingaáts og þarf þessi þéttleiki að haldast í 3-4 vikur.16, 28 I Hvalfirði hélst þessi mikli þéttleiki stutt og því ekki líklegt að hætta hafi verið á ASP- eitrun af þeim sökum, en það var Það var seint í nóvember 1987 að dagblöð í Kanada lýstu því að dularfullt eitur hefði fundist í kræklingi frá Prince Edward-eyju, við austurströnd Kanada. Alls veiktust 107 manns af eitruninni sem var ASP-eitrun (amnesic shellfish poisoning) og dóu þrír.26 í ljós kom að staflaga kísilþörungur, Pseudo-nitzschia multiseries, olli eitruninni. Þetta var í fyrsta sinn sem vitað var til að kísilþörungur ylli skelfiskeitrun. í dag eru þekktar átta tegundir kísilþörunga sem mynda svokallaða „domoic-sýru" sem veldur ASP-eitrun.26 Það eru staflaga kísilþörungar sem allir tilheyra ættkvíslinni Pseudo-nitzschia, nema einn sem tilheyrir ættkvíslinni Amphora.27 Á meðal þessara tegunda er Pseudo-nitzschia pseudodelicatissima, sem fannst í miklum fjölda í Hvalfirði sumarið 1997. 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.