Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 24
Náttúrufræðingurinn Bjarni Diðrik Sigurðsson og Borgþór Magnússon Frævistfræði ALASKALÚPÍNU” Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) er einn af nýjum þegnum íslenskrar flóru. Hún hefur reynst öflug landgræðsluplanta og hefur nýting hennar farið vaxandi undanfama áratugi (1. mynd). Með notkun alaskalúpínu til uppgræðslu er þó ekki stefnt að því að þekja landið lúpínu um aldur og ævi, heldur fremur að hún standi þar aðeins við tímabundið og auðgi jarðveginn að lífrænu efni og köfnunarefni og búi þannig í haginn fyrir aðrar tegundir, en hverfi síðan úr gróðursamfélaginu.2 Gerðar hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum alaskalúpínu á gróðurfar og dýralíf (sjá t.d. 3'4/ 5). Fremur takmarkaðar upplýsingar hafa hinsvegar legið fyrir um frævistfræði alaskalúpínu hingað til. Til að geta notað lúpínuna markvisst til uppgræðslu verður að vera hægt að hafa stjóm á dreifingu hennar. Af ofansögðu er ljóst að mikilvægt er að leita svara við ýmsum spumingum sem varða frævistfræði lúpínu hér á landi, svo sem um fræframleiðslu, frædreifingu og síðast en ekki síst hvort alaskalúpína myndar langlífan fræforða í jarðvegi. Efni og aðferðir Rannsóknimar hófust árið 1993 á sjö stöðum á landinu (1. mynd). Skipta má verkefninu í tvennt; annarsvegar athugun á frædreifingu lúpínunnar og hinsvegar á því hvort lúpínan myndar langlífan fræforða í jarðvegi. Fræmyndun og frædreifing Fræframleiðsla og dreifing lúpínu- fræja var rannsökuð á Keldnaholti og í Heiðmörk í Reykjavík. Aldur lúpínubreiðna var metinn út frá mis- gömlum loftmyndum af svæðunum og var þar að mestu stuðst við vinnu Daða Bjömssonar.11 Frægildrur voru útbúnar úr 18x13x6 cm götuðum plastbökkum sem voru fylltir með grófum blómavikri og grafnir niður í jarðvegsyfirborðið. Þrjár lúpínu- breiður vom valdar til mælinga: a. Til að kanna hversu langt fram á haustið fræfall alaskalúpínu stendur var 12 frægildrum komið fyrir með tveggja metra millibili á sniði inn eftir 8-12 ára gamalli lúpínubreiðu á Keldnaholti. Gildr- Almennt um lífsferil alaskalúpínu Alaskalúpína er fjölær og breiðist nær eingöngu út með fræi. Fjölgun með rótarskotum er sjaldgæf.6 Þessi lúpínutegund byrjar að jafnaði ekki að bera blóm og mynda fræ fyrr en á þriðja ári. í þess stað myndar hún öfluga forðarót sem tryggir vetrarþol plöntunnar og vöxt hennar og viðgang á næstu árum. Þetta, auk sambýlis við köfnunarefnisbindandi bakteríur, er lykilinn að velgengni alaskalúpínu. Eftir að lúpínan kemst á kynþroskaaldur ver hún aðeins um 5% af árlegum ofanjarðarvexti til myndunar blóma og fræbelgja og aðeins um 1% til fræjanna sjálfra.6 Algengt er að plöntutegundir verji stærri hluta af árlegum vexti til fræmyndunar7,8 og jafnast þetta helst á við það sem gerist hjá plöntum sem mest treysta á kynlausa æxlun. '9 Skýringin kann að vera tiltölulega langt æviskeið alaskalúpínunnar,10 sem býður upp á mörg tækifæri til fjölgunar, en talið er að lúpínan geti náð 20-30 ára aldri hér á landi við góðar aðstæður.6 a. Þessi grein er unnin í kjölfar alþjóðlegrar ráðstefnu um lúpínur sem haldin var á Laugarvatni sumarið 2002 og stytt útgáfa hennar á ensku birtist í ráðstefnuriti fyrr á árinu.1 110 Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 110-116, 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.