Náttúrufræðingurinn - 2004, Page 34
Náttúrufræðingurinn
3. mynd. Rekin langvía. Máfur hefur étið af fuglinum. - Common Guillemot partly
scavenged hy a gull. Víkingavatnsreki, 16.1. 2002. Ljósm./Photo: Ólafur Karl Nielsen.
að ræða nýdrepna svartfugla (volgir).
Af útliti hræjanna var ljóst að þau
höfðu legið mislengi uppi. Tvö
hundruð og tuttugu hræ fundin á
sniðum voru aldursflokkuð; 33
(15%) voru metin fimm daga gömul
eða yngri, 40 (18%) 6-10 daga
gömul og 147 hræ (67%) 11-30 daga
gömul.
Tegundasamsetning
A strandlengjunni frá Lóni að
Þórshöfn fundust samtals 720 hræ
innan við mánaðargömul, þar af
voru 475 utan talningarsniða. Tíu
tegundir fugla komu við sögu en
96% rekans voru tvær tegundir,
langvía og stuttnefja Uria lomvia (2.
tafla). Af öðrum tegundum var
mest af álku, æðarfugli Somateria
mollissima og lunda. Einnig fundust
haftyrðill Alle alle, hávella Clangula
hyemalis, fýll Fulmarus glacialis,
himbrimi Gavia immer og svart-
bakur Larus marinus.
Hlutfallslega mun meira var af
stuttnefju en langvíu í þeim sýnum
sem bárust til Náttúrufræðistofn-
unar frá svæðum utan Norðaustur-
lands (2. og 3. tafla). Ein merkt
stuttnefja fannst rekin í Grímsey 9.
janúar. Fuglinn hafði verið merktur
sem fullorðinn þann 14. júlí 1983 í
svartfuglabyggðinni á Hornoy í
Finnmörku í Norður-Noregi. Fjar-
lægðin á milli þessara staða er 1991
km.
Hversti mikið rak affugli?
Samkvæmt mælingum á korti
(kvarði 1:300.000) voru fjörur sem
kannaðar voru í Öxarfirði um 70 km
að lengd. Fjörur frá Rauðanúpi að
Fonti á Langanesi voru á sama hátt
mældar um 210 km langar. Miðað
við þéttleika hræja á fjörum í
Öxarfirði má gera ráð fyrir að þar
hafi legið uppi á athugunartíma um
1015 fuglar (685-1480, 95% vik-
mörk). Séu niðurstöður úr Öxarfirði
heimfærðar upp á alla strand-
lengjuna frá Lóni í Langanesfont
fæst talan 4065 (2740-5915). Flestir
fuglamir, eða um 3900 (96%), vom
sem fyrr greinir langvía og stutt-
nefja.
Kyn, aldur og líkamsástand
fuglanna
Samtals vom kmfðar 96 langvíur og
80 stuttnefjur sem safnað var á rann-
sóknasvæðinu og fjórum öðrum
stöðum (sbr. 3. töflu, 4.mynd). Lang-
víumar vom mestmegnis ungfuglar,
eða 73%. Ungir kvenfuglar vom 33
og fullorðnir átta, ungir karlfuglar
voru 36 og fullorðnir 17, ókyn-
greindir vom einn ungur fugl og einn
fullorðinn fugl. Stuttnefjumar aftur á
móti voru mestmegnis fullorðnir
fuglar, eða 89%. Ungir kvenfuglar
vom fimm og fullorðnir 26, ungir
karlfuglar vom fjórir og fullorðnir 45.
Ekki var marktækur munur á aldurs-
hlutföllum milli kynja, hvorki hjá
langvíu (x2 = 1,87, frítala = 1, p =
0,1716) né stuttnefju (%2 = 1,21, frítala
= 1, p = 0,272). Kynjahlutföll vom ekki
marktækt frábmgðin jöfnum hlutföl-
lum, hvorki hjá langvíu (y2 = 0,77, frí-
tala = 1, p = 0,381) né stuttnefju (y2 =
2,05, frítala = 1, p = 0,1521).
Tegund / Species n % % imm n
Langvía Uria aalge 376 52,2 73 96
Stuttnefja Uria lomvia 170 23,6 9 80
Uria spp. 148 20,6
Alka Alca torda 10 1,4 90 10
Æður Somateria mollissima 5 0,7
Lundi Fratercula arctica 4 0,6 100 2
Haftyrðill Alle alle 2 0,3 50 2
Hávella Clangula hyemalis 2 0,3
Fýll Fulmarus glacialis 1 0,1
Himbrimi Gavia immer 1 0,1 100 1
Svartbakur Larus marinus 1 0,1
Samtals / Total 720 100,0
2. tafla. Tegunda- og aldurssamsetning fugla sem fundust reknir á strandlengjunni frá
Lóni í Kelduhverfi að Þórshöfn á Langanesi dagana 11.-16. janúar 2002. Eingöngu
voru talin hræ sem voru innan við rnánaðargömul. Imm er ókynþroska fugl. - Species
and age composition of birds found washed ashore on the coastline between Lón in
Kelduhverfi and Þórshöfn on Langanes 11-16 January 2002. Only carcasses c. 30 days
old were counted, imm are immature birds (bursa Fabricii+).
120