Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 44
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Útsýni yfir Vatnsdalshóla ofan úr hlíðum Vatnsdalsfjalls. - Vatnsdalshólnr viewed from Mt. Vatnsdalsfjall. Ljósm./Photo: Höskuldur Búi Jónsson. 2. mynd. Skriðuörin í Vatnsdalsfjalli en í þeim má sjá að Ijósa súra bergið er í efri hluta fjallsins. -Mt. Vatnsdalsfjall, various rock types can beseen in various colours, rhyolite in lighter colour. Ljósm./Photo: Hreggviður Norðdahl. atburðir hafa afmáð þau ummerki eða ekki. Hraði við myndun berg- hlaupa er á bilinu nokkrir milli- metrar á dag og upp í tugi metra á sekúndu. Stundum gerist það að berghlaup breytist í bergflóð (e. rock avalanche), líklega sökum mikillar fallhæðar og mikils rúmmáls þess bergmassa er fer af stað í einu. I hlaupinu molnar bergmassinn og nær umtalsverðum hraða, eða allt að 175 km/klst. (um 50 m/sek.), og getur flust svo kílómetrum skiptir út frá hrunstað. Ýmsar kenningar eru uppi um ástæður þess að úthlaup bergmassans getur orðið jafn langt og raun ber vitni og nú um stundir hallast sérfæðingar helst að því að urðarmassinn ysjist við hlaupið, þ.e. efnið í honum gliðni, hætti að hegða sig eins og fast efni og fái hegðunar- einkenni straumefnis. Þá hegðar urðarmassinn sér líkar vökva og hefur miklu minna innra viðnám og viðnám við undirlagið en berg- mylsnumassi hefur. Talið er að urðarmassinn geti fengið þessa eiginleika við íblöndun vatns, lofts, kornaflæði og fleira í þeim dúr. Mörg dæmi eru til um slíkt/ Flest berghlaup á Islandi eru talin hafa fallið á nútíma, skömmu eftir lok ísaldar. Einfaldasta skýringin á orsökum þeirra er að á meðan skriðjöklar fylltu dali hafi þeir sorfið hlíðar þeirra en jafnframt haldið að þeim og komið í veg fyrir að stöðugt brattari hlíðar þeirra hryndu niður. Þegar jöklamir hurfu úr dölunum hvarf stuðningur þeirra við óstöðug- ar hlíðamar, sem við það hmndu ofan í og jafnvel um þvera dalina.5,6 Fyrri rannsóknirá Vatnsdalshólum Svo virðist sem flestir hafi tengt Vatnsdalshóla við skriðuföll og er viðbúið að þar hafi ráðið miklu tvö skriðuföll sem þama urðu á 16. og 18. öld. Þessar skriður, sem enn em vel sýnilegar, eru nefndar eftir bæjunum sem þær grönduðu. Kallast sú eldri Skíðastaðaskriða, hin Bjamastaðaskriða.8 Þorvaldur Thoroddsen9 hafði aðrar hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla. Hann taldi þá hafa myndast seint á ísöld við það að skriða féll úr fjallinu niður á jökul þar sem nú er bærinn Hvammur (um 8 km innan við hólana) og að efni skriðunnar hafi síðar borist fram með jöklinum og hann að lokum skilið efnið eftir í jökulgörðum þar sem nú em Vatnsdalshólar. Um miðja tuttugustu öld kannaði Jakob H. Líndal3,4 hólana allítarlega. Jakob efaðist um hugmyndir Þorvaldar og taldi hólana myndaða við risastórt skriðuhlaup eða framhlaup úr Vatnsdalsfjalli. Jakob taldi að fell nokkurt, sem hafi verið efst í fjallinu norðan við Jömndarfell, hafi steypst niður hlíðina og lang- leiðina um þveran Vatnsdal. Því til stuðnings benti hann á að bergteg- undir í norðanverðum Vatnsdals- hólum em þær sömu og nyrst í skriðuörinu í fjallinu og það sama væri uppi á teningnum í hólunum sunnanverðum (2. mynd). Jakob taldi að framhlaupið hefði orðið í lok ísaldar og að orsaka þess væri einkum að leita í veikum millilögum í fjallinu. Til að skýra lögun hólanna og V-laga „skomr" eða „dali" á milli þeirra taldi hann að framhlaupið hefði verið blandað jökulstykkjum 130
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.