Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 58
Náttúrufræðingurinn Ævar Petersen og Sverrir Thorstensen VÖKTUN STORMMÁFSSTOFNSINS í EYJAFIRÐI 1980-2000 Stormmáfur Larus canus er nýjasti landneminn í hópi þeirra sjö máfa- tegunda sem verpa að staðaldri hér á landi. I varpbúningi er stormmáfur hvítur að lit nema blágrár á baki og ofan á vængjum. Vængendar eru svartir, nefið grængult og einnig lappimar. Þegar fuglinn stendur er hann u.þ.b. 30 cm á hæð og svipaður ritu Rissa tridactyla sem er frábrugin að því leyti að hún er með heiðgult nef, svartar lappir og lágfættari (1. mynd). Varptími stormmáfs er frá seinni hluta maí og fram í júní. Hann verpur oftast þremur eggjum og er hreiðrið oft haganlega gert úr grófri sinu.2 Útungunartíminn er um 24 dagar en ungamir verða fleygir á u.þ.b. fimm vikum.2 Hérlendis verða ungar fleygir seinustu tíu dagana í júlí. Fæðan er mestmegnis dýrakyns, einkum hryggleysingjar sem máf- amir tína m.a. úr túnum, en einnig úrgangur frá manninum, þ. á m. fæðuagnir úr skólpi.2,3 I Eyjafirði eru stormmáfar taldir fimmta hvert ár og þar er stærsta samfellda svæðið hér á landi þar sem þessi tegund er vöktuð með skipulegum hætti. Eyjafjörður er jafnframt langmikilvægasta varp- svæði stormmáfs á landinu.2,4 Með vöktun fást upplýsingar um stofn- stærð og varpdreifingu og hvernig þessir þættir breytast með tíman- um. Jafnframt er reynt að greina hvaða þættir hafa helst áhrif á stofninn og hvetja til hnitmiðaðra rannsókna til að skilja eðli þeirra og afleiðingar eftir því sem þörf krefur. Stormmáfar hafa verið taldir fjórum sinnum í Eyjafirði í heild, fyrst árið 1980, svo 1990 og 1995 en síðast 2000. Upplýsingar eru til frá mörgum varpstöðum frá öðrum árum, þ. á m. um það hvenær ein- stök vörp mynduðust. Talninga á stormmáfum á afmarkaðri svæðum í Eyjafirði er einnig getið í öðrum greinum eða skýrslum, s.s. frá Akureyrarflugvelli5,6, úr Krossanes- borgum7,8 og óshólmum Eyja- fjarðarár.9 Hér er skýrt frá fjölda og dreifingu stormmáfa í Eyjafirði í heild og leitt líkum að hugsan- legum ástæðum fyrir breytingum. Auk þess er fjallað um búsvæðaval og landnám tegundarinnar. 144 Náttúrufræðingurinn 72 (3-4), bls. 144-154, 2004

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.