Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 64
Náttúrufræðingurinn þau grasfræi. Öryggissvæðin voru völtuð öðru hverju og hafa síðan myndast þar sléttar grasflatir. Aður voru hreiður stormmáfanna mest á öryggissvæðunum, þegar gróður var náttúrulegri og svæðið ósléttara en nú, eins og sést á 6. mynd (bls. 12) í grein höfunda frá 1990.5 Meðan á þessum framkvæmdum stóð fækk- aði fuglunum við völlinn, en þeir sem eftir voru gerðu sér hreiður í grjótkantinum efst í fjörunni, sér- staklega við norðurenda flug- brautarinnar og austan hennar. Eggjataka var einnig stunduð á þessum árum eða þá að stungið var á eggin í hreiðrunum. Þá hefur komið fyrir að stormmáfar hafa verið skotnir við flugvöllinn. Storm- máfar eru friðaðir og þess vegna er ólöglegt að skjóta þá, einnig að tína egg þeirra eða eyðileggja á annan hátt, en flugvallarstarfsmenn gerðu þetta til að freista þess að hindra varp þeirra innan flugvallarins.6 Við Þverá í Staðarbyggð er eitt stærsta stormmáfsvarpið í Eyjafirði; árið 1995 voru þar 39 pör en hafði fækkað í 23 árið 2000. Hugsanlegt er að umfangsmikið malamám á Þver- áreyrum með tilheyrandi umferð, skarkala og mannaferðum eigi þátt í þessari fækkun. Stormmáfsvarpið við Laugaland sem taldi 18 pör 1995 var liðið undir lok árið 2000. Líklegast er að flóð á varptíma hafi eyðilagt það. Flóð em einnig talin hafa eytt varpi storm- máfa við Eyjafjarðará neðan við Hrafnagil. Sennilega hafa fuglamir flutt sig að Mimkaþverá um þremur km sunnar, en þar vom 29 pör 1995 og hafði fjölgað í 63 árið 2000 sem er tvöfalt meiri aukning (17% á ári) en að meðaltali í Eyjafirði. A flæðunum sunnan Svarfaðar- dalsár neðan við Hrísahöfða vom 47 varppör árið 1980 en hafði fækkað í 13 pör 1990, 6 pör 1995 og 4 árið 2000. Árið 1980 vom stormmáfar byrjaðir að verpa lengra upp með Svarfaðardalsá (við Tjöm og Hofsá). Seinna hófu þeir að verpa á flæðun- um norðan ár rétt innan Dalvíkur og í melhólunum beggja vegna óssins. Breytingar á dreifingu stormmáfa í Svarfaðardal virðast einkum af tveim ástæðum, vegna flóða í Svarf- aðardalsá og eggjatínslu.2, Á mel- hólunum norðan við ós Svarfaðar- dalsár fengu fuglamir ennfremur lítinn frið fyrir akstri fjórhjólamanna. Sumarið 1988 fór allt láglendið í Svarfaðardal á kaf í flóðum fyrstu dagana í júní og talið er að sárafá pör hafi komið upp ungum (Steingrímur Þorsteinsson). Sama gerðist á svipuðum tíma 1995 og eflaust við og við áður, t.d. 1968.23 Fjöldi storm- máfa í Svarfaðardal hefur staðið í stað, ólíkt því sem gerst hefur í Eyjafirði í heild. Árið 1980 var þar stærsta stormmáfsvarp í Eyjafirði, 50 varppör. Áratug síðar hafði fjöldi para ekkert breyst, 47 pör, né heldur árið 2000 þegar pörin vom 46. Flóð og truflun af völdum manna hafa ugglaust valdið umræddum breyt- ingum á varpdreifingu og komið í veg fyrir stækkun varpstofnsins í Svarfaðardal. Árið 1995 sker sig úr svo um munar, en þá fundust aðeins 18 varppör í öllum Svarfaðardal. Þegar talningar fóm fram var dal- botninn að mestu undir vatni eftir vorflóð. Líklega hafa mörg hreiður misfarist og fuglamir því yfirgefið varpstöðvamar. Miðað við að fjöldi varppara var 47 árið 1990 og 46 áratug síðar er sennilegt að vantað hafi í talningunni ein 30 pör upp á raunvemlegan fjölda varppara 1995. Sé það rétt hafa tæp 330 pör orpið í Eyjafirði árið 1995, sem er líklegri tala en 298 miðað við þróun stofns- ins, sbr. 4. mynd. Einna samfelldast hefur verið fylgst með varpi stormmáfs í Hrísey. Umfangsmiklar rannsóknir á fugl- um hafa verið stundaðar þar um áratuga skeið með sérstakri áherslu á rjúpu.13 Samtímis hefur öðrum fuglategundum einnig verið gefinn gaumur. I Hrísey fjölgaði varp- pömm úr tveim árið 1980 í 25-30 árið 1990, eða að meðaltali um 30% á ári sem er fjórföld meðaltalsfjölgun stormmáfa í Eyjafirði. Um 50 pör vom talin verpa í Hrísey árið 2000. Stórt máfavarp var um tíma á Moldhaugnahálsi skammt utan við Akureyri. Árið 1982 urpu þar svartbakar Larus marinus, sílamáfar L. fuscus og silfurmáfar L. argentatus, auk stormmáfa (athuganir Hálfdáns Bjömssonar 4. júlí 1982). Á ámnum 1983/4-1989 urpu 1-2 stormmáfspör á þessu svæði (Agnar Tómasson, munnl. uppl. 8.6.1989). Máfavarpinu var nánast eytt með skotum og síðan hafa stormmáfar ekki orpið þar. UmfjÖLLUN Stofnbreytingar Stormmáfsstofninum í Eyjafirði hafa enn ekki verið settar þær skorður af umhverfinu sem takmarka stækkun hans, en hún hefur verið 7,8% að meðaltali á ári. Stormmáfum heldur því væntanlega áfram að fjölga í Eyjafirði um sinn. Fæðan er sá þáttur umhverfisins sem mun sennilega helst takmarka stofninn að lokum. Stöðug fjölgun í stofninum bendir til þess að enn sé gnótt fæðu fyrir stormmáfa í Eyjafirði að sumarlagi. Annars eru þættir sem hafa af- gerandi áhrif á stofninn lítt þekktir. Þeir geta allt eins verið að verki að vetrarlagi en vetrarstöðvar íslenskra stormmáfa eru að hluta til við Bretlandseyjar en einnig hér við land, einkum við Suðvesturland, Eyjafjörð og Skjálfanda.2 Ymsir umhverfisþættir geta haft staðbundin og/eða tímabundin áhrif á einstök vörp eða stofninn í heild, bæði fjölda varppara og dreifingu þeirra. Þannig virðast vorflóð valda tilfærslum stormmáfa milli varp- svæða á sama hátt og gerist hjá hettumáfum.9 Stormmáfar, eins og aðrir máfar, eiga einnig nokkuð undir högg að sækja af manna- völdum; þeir eru skotnir og egg h'nd þótt egg og fuglar séu friðaðir samkvæmt lögum. Flóð og aðrir þæthr sem valda hlfærslu varppara leiða samt ekki til fækkunar, einungis annarrar dreifingar. Fjölgun stormmáfa í Eyjafirði gefur líklega til kynna hvemig stofn- inum vegnar í landinu í heild. Islenski stormmáfsstofninn var álitinn vera 350-450 pör árið 199524 og var óvissa í mati aðallega tengd stærð stofnsins annars staðar en í Eyjafirði. Árið 2000 vom 484 pör í Eyjafirði og hafði fjölgað þar um 62%

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.